Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1985, Síða 45
DV. ÞRIÐJUDAGUR 28. MAl 1985.
45
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Namendur, foreldrar og kennarar i Snælandsskóla i Kópavogi hóldu upp ð Undir blaktandi islenskum fánum skunduðu íbúar Snælandshverfis um nó-
tíu ára afmæli skólans meö mikilli skrúðgöngu og fjölbreyttri skemmtidag- grenni skólans, uppóbúnir með hina furðulegustu hatta.
skrá.
Vorhátíð í Snælandsskóla
ekki eftir liggja, skelltu sór í skrúðgönguna með íslenska fánann við hönd.
Myndir VHV.
„Nei, hvað er nú þetta? Þetta er eins og Nonni frændi notar alltaf þegar
hann kemurí heimsókn."
Ungur nemur,
gamall temur
Þann ljóta ósiö að reykja þekkjum
viö öll, annaöhvort af eigin reynslu eða'
náungans. Þaö er auðvelt aö byrja
reykingar en erfiðara aö láta sig hafa
þaö að hætta. Um skaðsemi uppátæk-
isins þarf ekki aö fjölyrða, hana þekkja
allir.
Kristján Ari ljósmyndari rakst á
þennan unga svein ásamt vinkonu
sinni i miðbænum um daginn.
Sígarettustubburinn liggur á
stéttinni, forvitni vaknar, „nú er ég
orðinn eins og fullorðna fólkið,” hugs-
arsveinninn.
Snælandsskóli í Kópavogi er tíu ára
um þessar mundir og hélt mikla vorhá-
tíö til aö fagna hinum merku tíma-
mótum.
A vorhátíðinni var margt gert til
skemmtunar og fróðleiks. Nemendur,
foreldrar og kennarar fjölmenntu í
mikla skrúðgöngu um Snælands-
hverfið, ýmsir vel uppábúnir með hina
skrautlegustu hatta. Handmennta- og
tónmenntakennarar skólans höfðu
umsjón með búningum skrúðgöngu-
fóiks, auk þess að framkalla rétt stef
við hina mismunandi göngumarsa.
Að sögn Birnu Sigurjónsdóttur yfir-
kennara var einnig haidin sýning á
verkum nemenda. 8—9 ára böm unnu
að verkefni í samfélagsfræði, „við
sjávarsíðuna — Island” í höfuöið á
samnefndri kennslubók í samfélags-
fræðum. Unnin var myndasería þar
sem sögu skólans var gerð skil,
sett upp leiksýning auk þess sem
nemendur í 9. bekk skipulögðu mynd-
arlega tískusýningu á fötum er þeir
höfðu sjálfir unnið yfir veturinn.
Þátttaka í vorhátíð Snælandsskóla
var mjög góð, fullt hús á kaffisölu og
kökubasar nemenda á laugardeginum.
Nemendur í Snælandsskóla eru í
kringum 570, á aldrinum 6—16 ára.
Göngumenn skemmtu sór konunglega, hver i sínu gervi,
Sórðu Stína, nú er óg eins og hann Nonni frændi minn, svakatöffari.
„Hvort sýgur nú eða blæs Nonni frændi?" Hm, ætli óg þurfi ekki eldspýtu?" „Ég bara vona að mamma sjái ekki til mfn núna."
Ljósm. KAE.
A1 Pacino Ieikur byssubófann
Tony Montana í kvikmyndinni
Scarface sem landanum er að
góðukunn.
Fjallar myndin um eiturlyfja-
bófa í Flórída er mestmegnis lifa
á kókainsmygliog-dreifingu.
Ekki var áfallalaust að undir-
búa kvikmyndun. Fyrst voru þaö
samtök innflytjenda í Flórída er
lögðust alfarið gegn hug-
myndinni að kvikmyndinni,
töldu hana ekki gefa rétta mynd
af Flórída, allra síst Miami,
þar sem sagan gerist. Of mikið
væri gert úr eiturlyf jaspillingu á
svæðinu og allsherjar bófahasar.
Einnig komu morðhótanir til að-
standenda kvikmyndafélagsins
frá alvörubófum á svæðinu,
hótuöu þeir öllu Ulu ef tökur færu
fram, hræddir um að komast um
of í sviðsljósiö, líkingin í
myndinni jafnvel talin of lík
raunveruleikanum í undir-
heimum Flórída. Kvikmynda-
takan gekk vel og ekki seldist
myndin siður, enda A1 Pacino fær
leikari og vinsæU mjög, ekta kar-
akter í mynd um kúbanska bófa-
séffa í eiturlyf jabraski.
Hver man ekki eftir henni Amy
litlu, dóttur Carters, fyrrverandi
forseta Bandaríkjanna. Amy
stundar nú nám í litlum einka-
skóla í borginni Plains í Georgíu-
ríki, heimaborg foreldranna.
Ekki er hér um mikla borg að
ræða, nokkrir hnetubændur,
fjórar bensínstöðvar og nokkur
kaupfélög.
Er sagt að Utla stelpan, sem
eitt sinn á öUu að hafa ráðið í
Hvíta húsinu, sé orðin þreytt á
rólegheitunum í Plains og vUji nú
halda út í hinn stóra heim. Hefur
Amy mikinn áhuga á því að
komast til Mexíkó, fyrirheitna
landsins í hennar augum. Er
stúlkan að gera aUa vitlausa í
Plains með spænskublaðri sínu,
Uggur í kennslubókum á spænsku
og telur sig vera orðna sæmUega
færa í fyrirheitna tungumálinu í
landinu fyrir sunnan.
Hér sjáum við f orsetadótturina •
fyrrverandi. „Yo amo Mexico,”
segir stúlkan af mikUU innUfun.