Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1985, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1985, Blaðsíða 3
DV. MANUDAGUR 3. JtJNl 1985. 3 ff Þetta er vínið mitt” — sagði Kilian Horst þegar f álkaungarnir voru veiddir upp ur koníakskassanum „Við rákum augun í nafnið hans á lista yfir alþjóðlega eggja- og fugla- þjófa. Þess vegna var farangur hans grandskoöaður,” sagði Gunnar Stein- dórsson, varðstjóri i tollinum á Kefla- víkurflugvelli, i samtali við DV. Það var á sjöunda tímanum i gær- morgun að Þjóðverji að nafni Kilian Horst sýndi brottfararspjald sitt í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Hann var nýbúinn að kaupa flugmiða til Lúxemborgar og einnig átti hann bókað far hingað til lands aftur þann 10. júni næstkomandi. „Að sjálfsögðu náðum við i allan farangur mannsins eftir að ljóst var að nafn hans var á eggja- og fugla- ræningjalistanum,” sagði Rakel Skarphéðinsdóttir hjá útlendingaeftir- litinu. I fljótu bragöi virtist ekkert grun- samlegt vera i töskum mannsins nema hvað að þegar tollarar fóru aö hand- fjatla dýrindis koniaksflösku í sér- hannaðri öskju ókyrröist sá þýski og sagði:.....þetta er bara vínið mitt.” Þegar kassinn var opnaður kom í ljós stútur en þegar hann var tekinn upp vantaði flöskuna. Undir stútnum tistu þrir ógnarsmáir fálkaungar. Kilian Horst var þegar handtekinn og færður i fangageymslur lög- reglunnar á Keflavíkurflugveili. Þaðan var honum síðan komið til Rannsóknarlögreglu ríkisins um há- degisbilið og yfirheyrslur hafnar. Af fálkaungunum er það aftur á móti að segja aö Ævar Petersen fugla- fræöingur flaug með þá noröur í Mývatnssveit þar sem reyna átti aö koma þeim í fálkahreiður — og helst það rétta. -EIR SNYRTILEGUR FÁLKAÞJÓFUR — ekki með bakpoka „Þetta var enginn bakpokamaður heldur sérstaklega snyrtilegur ferða- maður,” sögðu tollverðir á Keflavík- urflugvelli skömmu eftir að þeir höfðu gómað Kilian Horst með þrjá fálkaunga í feröatösku sinni. „Hann minnti helst á kaupsýslumann í við- skiptaferð.” Kilian Horst er þýskur ríkisborg- ari á fertugsaldri og hefur um skeið verið á alþjóðlegum lista yfir eggja- og fuglaþjófa. I gær var yfirvöldum hvorki kunnugt um hvenær Horst hefði komiö til landsins né hvar hann hefði haldið sig. Hann sýndi einungis persónuskilríki við komu og því var ekkert stimplað í passa hans. „Honum var verulega brugðið er ungamir fundust en hann var fámáll er hann var leiddur í burtu,” sögðu tollverðir aðspuröir. -EIR Fólkaungamlr þrir akömmu oftlr að þalr losnuðu úr koniakakassanum: Þagar kasslnn var opnaöur kom I IJ6s stútur sn þsgar hann var taklnn upp vantaðl flöskuna. Undlr stútnum tistu þrir ógnarsmáir fólka- ungar. DV-myndGVA. ALLT UM MYND- BÖND — á 4ra daga sýningu í Kennaraháskólanum „Hér erum við með sýningu á mynd- böndum, tækjum og efni, fræðsludag- skrá um myndbönd og skólastarf, svo og námskeiö í gerð myndbanda,” sagði Ingvar Sigurgeirsson, einn forsvars- manna fjögurra daga dagskrár i Kennaraháskóla Islands sem ber yfir- skriftina Myndbönd og skólastarf og hófst á laugardag. Auk Kennaraháskólans standa að þessari kynningu Námsgagnastofnun, skólaþróunardeild menntamálaráðu- neytis og iþrótta- og tómstundaráö Reykjavikur. Dagskrá þessi er þríþætt. I fyrsta lagi sýna um 30 aðilar þaö helsta sem er á boðstólum hérlendis á sviði mynd- banda, bæði tæki og efni. Þá er fræðslu- dagskrá þar sem ýmsir flytja erindi. Má þar nefna Markús Orn Antonsson útvarpsstjóra, Karl Jeppesen, deildar- stjóra í Námsgagnastofnun, og Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndagerðar- mann, auk ýmissa kennara. I þriöja lagi eru það námskeið um gerð mynd- banda, annars vegar fyrir byrjendur og hins vegar fyrir lengra komna. „Viö erum mjög ánægöir meö aðsóknina á fyrirlestrana og þátt- tökuna i námskeiðunum sem eru löngu orðin fullbókuö, en þar getum við tekið inn 60 manns. Hins vegar hefur verið litil aðsókn að sýningunni sem er mjög tæmandi fyrir markaðinn hér,” sagöi Ingvar. Dagskránni Myndbönd og skóla- starf lýkur á morgun, þriöjudag. -KÞ Gæði og glæsileiki anan i fararbroddi Itölsk hönnun, klassísk fegurð 1929 B3XUL VHHJALMSSON HF. 1985 Smidjuvegi 4. Kópavogi. Simar 77200 - 77202

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.