Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1985, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1985, Blaðsíða 8
8 DV. MANUDAGUR 3. JUNI1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Herferdmistókst Herferð suöur-afrískra víkinga- sveita langt inni i Angóla i síðasta mánuði hefur skaðað mjög hlýjustefnu Bandaríkjanna gagn- vart Suður-Afríku en ekki er búist við að herferðin muni valda stefnu- breytingu Bandaríkjastjórnar. Suður-Afríka segir að ferð sveita sinna hafi verið i njósnatilgangi. Angóla segir að sveitimar hafi farið til að valda spjöllum á olíu- stöðvum bandarískra fyrirtækja í Angóla. Tveir suður-afrískir hermenn fórust í herferðinni og Angólamenn tóku einn til fanga. Löggafærvöld Finnska þingið íhugar nú lög sem myndu gefa lögreglu vald til að handtaka næstum hvern sem er frá miðjum júlí til loks þessa árs. Astæöan er sú aö i ágúst munu utanríkisráðherrar frá 35 Evrópu- þjóðum, og Bandaríkjunum og Kanada, koma til Helsinki til að taka þátt í 10 ára afmæli Helsinkisamkomulagsins um öryggi og mannréttindi í Evrópu. Ýmsir útlagahópar frá Eystra- saltsríkjunum þrem, sem Sovétrík- in innlimuðu í síðari heimsstyrjöld- inni, hafa skipulagt víðtæk mót- mæli vegna sáttmálans. Samkvæmt lögunum má lögregla handtaka alla þá sem teljast grunsamlegir”. Sharonívanda Ariel Sharon, hinn hægrisinnaöi fyrrum landvarnarráðherra lsra- els, er á ný kominn í vandræði. Nú hefur dagblað í Israel upplýst að hann hafi ekki sagt ríkisstjóminni frá því að við heræfingar sem Isra- elsher hélt fyrir innrásina í Liban- on hefði komið í ljós að Israel gæti ekki náð takmarki sínu með innrás- inni. Heræfingamar sýndu að Isra- elsmenn myndu lenda gegn Sýrlendingum í Austur-Líbanon og hljóta mikið mannfall, sem og varð raunin. Sharon segir þetta allt lygi. Sorgáftaiíu Sorg ríkti í Italíu í dag vegna Ital- anna sem fórust í óeirðunum á knattspymuleikvanginum i Brussel. Lík Italanna sem fórust era öll komin til Italíu. Þar verða þau krufin og síðan grafin í heima- bæjum þeirra. Einnar mínútu þögn var fyrir- skipuð á öllum knattspymuleikjum á Italíu í gær. Grísku kosrímgarnar. Papandreou sigraði —f ékk hreinan meirihluta Sósialistaflokkur Andreasar Papan- dreou forsætisráðherra sigraði í þing- kosningunum í Grikklandi í gær. Þegar búiö var aö telja um 50 prósent at- Skera upp herör gegn skríislátum í knattspymunni Breska stjómin hefur brugðist viö fréttum um keppnisbann breskra félagsliða með því að lýsa yfir að bann- tímabilið verði notað til þess aö kveða niöur skrílmenninguna í knattspyra- unni. Talsmaður Thatcher forsætisráö- herra sagði að hún væri ákveðin i að tíminn yrði notaður til þess aö hreinsa enska knattspyrnu af skrílslátum áhorfenda. John Smith, formaður knattspymu- félags Liverpool, sem lék gegn Juvent- us í Brassel þegar ósköpin dundu yfir, fagnaði ákvörðun Evrópusambands- ins. Sagði hann að bannið hlyti að ýta viö enskum knattspyrnufélögum að koma reglu á hjá sér. Lögreglan i Liverpool hefur sett hóp lögreglumanna til þess að finna þá er tóku þátt í óeirðunum í Brussel. Þeir eiga yfir höfði sér að veröa framseldir til Belgíu eöa Italiu til þess að sæta ábyrgö vegna gerða sinna. Eitt bresku blaðanna heldur því fram að fréttamaður þess hafi séð til áhorfanda í rauðri Liverpool-peysu skjóta af byssu en belgíska lögreglan fann tóm skothylki á áhorfendapöllun- um. Real Madrid, sem er Evrópubikar- hafi, hefur boðist til þess að ágóði af einum leikja liösins renni til þeirra sem slösuðust í Brussel. kvæöa haföi Pasok, flokkur sósíalista, fengið 46,4 prósent atkvæða, sem gefur 161 þingsæti, en Nýtt lýðræði, ihalds- flokkur Mitsotakisar, fékk 40,2 prósent, sem gefur 126 sæti. Alls era 300 þingsæti. Allt bendir þvi til aö stjómarflokkurinn fái hreinan meiri- hluta og þurfi ekki aö reiða sig á stuðning kommúnista, eins og óttast hafði verið. Sovétsinnaði kommúnistaflokkurinn fékk 10 prósent atkvæða, sem gefur 12 sæti, og Evrópukommúnistaflokkur fékk 1,8 prósent, sem gefur eitt sæti. Efnahagsmál vora aðalmál kosning- anna. Papandreou lofaði að halda áfram uppbyggingu sinni á félags- málasviðinu. Talið er að hann muni halda áfram að verja miklum fjármunum í heilsugæslu, menntun og ríkisrekstur hvers konar. Stjóm hans samdi við Bandaríkin um fimm ára framlengingu herstööva- samnings ríkjanna, og Papandreou hefur sagt að þegar samningurinn renni út 1988 muni herstöðvamar hverfa. Papandreou hefur oft komið með yfirlýsingar óþægilegar NATO. Hann var fylgjandi því þegar Pólverjar bældu niður verkalýðssamtökin Einingu með herlögum, hann er á móti stefnu Bandaríkjanna í Mið-Ameríku og hann er á móti uppsetningu stýri- flauga í Evrópu. Papandreou þykir hafa komið fram af óbilgimi i samskiptum við Tyrki. Siðar í dag er búist við að Papandreou hitti Sartzetakis forseta til að undirbúa eiötöku hinnar nýju ríkisstjómar sinnar. Flutningavandræði Frá Gunnlaugl A. Jónssyni, frétta- rltara DVI Svíþjóð: Tuttugu þúsund sænskir bændur úr öllum landshlutum tóku í gær þátt í mótmælum í Stokkhólmi gegn land- búnaðarstefnu ríkisstjórnarinnar. Þetta eru fjölmennustu mótmæli bænda í Svíþjóð síöan 1914 en þá leiddu mótmælin til þess að ríkisstjómin varð aðsegjaaf sér. Nú krefjast bændumir afsagnar landbúnaðarráðherrans, Svante Lund- kvist, sem tók mótmælunum af stillingu og sagðist ekki aðeins gæta hagsmuna bænda heldur einnig neyt- enda. öll umferð um miöborg Stokkhólms stöövaðist i rúma tvo tíma í gær vegna mótmælanna. Bangladesh: Ottast kóleru- faraldur á ham- farasvæðunum Að minnsta kosti 46 manns á flóða- því er virðist af kóleru eftir að drekka svæðunum i Bangladesh hafa farist, að eitrað vatn. Nú er óttaat afl kólerufaraldur kunnl að gjóaa upp é flóflaavasflunum. Indverski forsætisráðherrann, Rajiv Gandhi, og forseti Sri Lanka, Junius Jayewardene, sem vora að ráðleggja að fara til hamfarasvæðanna í gær, sögðu aö menn óttuöust að mikill kól- erufaraldur væri um það bil að brjót- astút. Flugvélar hafa undanfarna tíu daga dreift bleikiefni yfir svæðin til að minnka fnykinn frá rotnandi líkum. Nú er talið að alls hafi um 10.000 manns farist af völdum flóðbylgjunnar 24. maí. 't&flúni Boikn* Fínar ferðir í þrjár vikur á eina vinsaelustu strönd Spánar: Hvítu ströndina. Brottfarardagar: 29/5, 19/6, 10/7, 31/7, 21/8, 11/9, og 2/10 Beint leiguflug og góð gisting á hótelum (með eða án fæðis) eða í íbuðagistingu. Islenskir fararstjórar. Benidorm býður upp á fjölbreytta afþreyingu af öllu tagi: Verðdæmi: (búðagisting frá kr. 23.910.-pr. m. Næturklúbba, diskotek, alþjóðlega veitingastaði, kaffihus, Hjón i íbúð með tvö börn frá kr. 17.932,-pr. skemmtigarða tívolí, golfvelli, sjóskíði, dýragarð . .. miðalda- ^ t _ „n/c ,„/•? ,n 0, /0 ,,/„ 0/,, veislu. Éitthvað fyrir alfa. I BJARNI DAGUR/AUGL TflKNISTOfA FERÐAMIDSTOÐIN AÐALSTRÆTI9 SÍMI28133

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.