Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1985, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1985, Blaðsíða 9
DV. MANUDAGUR3. JUNI1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Hvirfilbylur í Bandaríkjunum og Kanada: opna vegi, koma símalínum í lag og hreinsa upp rusl. Að minnsta kosti 11 fórust í Ontario- fylki í Kanada. Hvirfilbyljimir komu harðast niður í því fylki norður af Tor- onto en þar misstu um 1000 manns heimili sin. Fangarberjast Bardagar brutust út milli lögreglu- manna í óeirðabúningum og fangs vopnaðra kústsköftum og bleikiefni í bollum í fangelsi í Los Angeles í gær. Alls særðust 40 fangar í átökunum og einn lögreglumaöur. Enginn slasaðist þó alvarlega. Fangarnir voru í röð, að bíða eftir mat, þegar óeirðimar hófust. Lög- reglumenn reyndu fyrst að koma þeim aftur i klefa sína með hvellsprengjum. Þegar það dugði ekki varð að kalla út lið manna með skotheld vesti og langar kylfur og skotmenn sem héldu sig fyrir aftan þetta lið. Sumir fanganna hörf- uðu við þetta en aðrir urðu eftir og böröust við lögreglu. Þeir vom allir hand jámaðir aö lokum. Ekki er taliö ljóst hvers vegna óeirðimar brutust út. Þó er taliö aö þat tengist refsingu eins fangans. Að minnsta kosti 88 manns fórust og gífurleg eyðilegging varð í kjölfar hvirfilbylja í Suður-Kanada, Pennsyl- vaníu, Ohio, og New York í Bandaríkj- unum. x Hvirfilbyljimir rifu upp rafmagns- staura, gereyðilögðu ibúðarhús, skáru Yul Brynner hefur lelkið konung- Inn ef Siem I 4.600 sklptl. Henn er hér I hlutverki sinu, ásemt Vlrglnlu McKenne, mótlelkara slnum, og tvelmur bttmum viet- namsks bétafólks. í sundur skólpleiðslur og tættu gas- leiöslur svo eldar komu upp i mörgum bæjum, einkum í Pennsylvaníu. I því fylki fórst að minnsta kosti 61 maður. I Newton Falls, litlum bæ í Norðvest- ur-Ohio, eyðilagði hvirfilbylur 300 hús og gerði miðbæinn að ruslahrúgu. Flestir hinna látnu fórust þegar hús eða tré féllu á þá. „Við höfum verið að finna æ fleiri lík eftir því sem við rótum meira í húsarústum,” sagði talsmaöur almannavarnastofnunarinnar í Penn- sylvaníu. I Pennsylvaníu unnu næstum 400 slökkviliðsmenn um helgina við að Tony-verðlaunin: Brynner þakkar sjálf um sér Afhending Tony-verðlaunanna fyrir leiki á Broadway fór fram í New York í gærkvöldi en spennan vegna verðlaun- anna var minni nú en oft áður, einfald- lega vegna þess að lítið hefur verið um almennileg stykki á þessari vertíð. Leikrit eftir Neil Simon, Biloxi Blues, og söngleikur um Stikkilsberja- Finn fengu verðlaunin sem bestu leik- ritin. Biloxi Blues er eins konar sjálfsævi- söguágrip hins þekkta leikritahöfund- ar Neil Simons frá dögum sínum í hemum. Barry Miller, sem lék í því leikriti, fékk verðlaun fyrir bestan leik. Söngleikurinn um Stikkilsberja- Finn, „Big River,” er einn átta söng- leikja sem voru sýndir í vetur. Af þeim varð að hætta sýningu á f jórum. Eng- um var tekið vel. Yul Brynner fékk sérstök heiðurs- verðlaun fyrir leik sinn sem konungur- inn af Síam í „The King and I.” Hann hefur leikið það hlutverk á 4.600 sýn- ingum, sem er met fyrir nútima leik- ara. Hann gekk í pontu og vildi sérstak- lega þakka einum manni góöan árangursinn; sjálfumsér. GERÐIMIÐBÆINN AÐ RUSLAHRÚGU Margra ára reynsla sannar gæði þakmálningunar frá Málningu hf. ÞOL er sérframleidd alkýðmálning, sem innlend reynsla hefur skipað í sérflokk vegna endingar ÞOL er framleitt í fjölbreyttu litaúrvali. Handhægt litakort auðveldar valið á réttum lit. ÞOL tryggir þér fallegt útlit og góða endingu. og nýtni. ÞAKMÁLNING SEM ENDIST málning'f

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.