Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1985, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1985, Blaðsíða 10
10 DV. MANUDAGUR 3. JUNI1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Kosningaref- ur í sendi- herrastól Hinn nýi sendiherra Bandaríkjanna hefur unnið við kosningabaráttu íhaldsmanna síðan 1960 Nicholas Ruwe (framburöur: Rúi), næsti sendiherra Bandaríkj- anna á Islandi, á að baki langan feril í kosningabaráttu íhaldssamra repúblikana, hjá einkafyrirtækjum og innan embættismannakerfisins. í kosninga- baráttu Nixons Hann lærði við hinn fræga Brown háskóla í Providence, Rhode Island, og í Michigan-háskóla þar sem hann lagði stund á viðskiptafræði. Hann vann í kosningabaráttunni 1960 fyrir Nixon þegar hann náði útnefningu Repúblikanaflokksins gegn John F. Kennedy, og tapaði. Síðar vann hann í kosningabaráttu John Towers, sem var lengi öldunga- deildarþingmaöur en er nú einn af þremur yfirmönnum samningaliðs Bandaríkjamanna í Genf. Hann vann einnig í misheppnaðri kosningabar- áttu Nixons tÚ ríkisstjóraembættis 1962 og í kosningabaráttunni sem kom Nixon í forsetastólinn 1968. Ruwe var síðan ráðgjafi í kosningabaráttu Reagans 1979—80, og hann vann líka í baráttu Reagans í fyrra. Hann var í nefnd sem sá um undirbúning fyrir annað kjörtímabil Reagans í vetur. Ráðgjafi oliufélaga Nicholas Ruwe vann við ráðgjöf hjá olíufélögum 1956 til 1960. Hann vann við verðbréfasölu frá 1965 til 1967. Frá 1969 til 1975 var hann aðstoðarprótókollsstjóri hjá utan- ríkisráðuneytinu, og sem slíkur feröaðist hann meðal annars til ls- lands i sendinefnd Bandaríkjanna til að vera við útför Bjarna Benedikts- sonar. Starfsmannastjóri Nixons Næstu tvö árin, til 1977, gerðist hann varaforseti Pathfinder-fyrir- tækisins, en 1980 til 1984 var hann starfsmannastjóri Richards Nixons. „Það er opinber staða,” sagði Ruwe í samtali við DV, sem er launuð af rík- inu. Ruwe býr í Washington, höfuöborg Bandaríkjanna. Þar er hann ná- granni og vinur Hans G. Andersen, sendiherra Islands í Washington. Nicholas Ruwa, til hœgri, i einni hverju ári undanfarin 25 ár. Hann hefur komið til Islands á hverju ári í 25 ár í laxveiðar. Reagan hringdi „Eg vissi fyrst af þessu þegar Reagan forseti hringdi í mig þegar ég var í fríi á Florida fyrir fjórum vikum,” sagði Ruwe, þegar DV hafði samband við hann sunnudaginn 19. maí, eftir að ljóst hafði orðiö aö hann myndi hreppa stöðuna. Ruwe sagðist hafa óskaö eftir aö fá laxveiðiferð sinni íslandi. Hingað hefur hann komið i lax á sendiherrastöðu, og helst á Islandi. Hann sagöist telja þaö mikinn heiður að fá stöðuna. Ekki væri verra að mun auöveldara yrði að skreppa í lax i Laxá í Aðaldal, þar semi hann hefur veitt undanfarin tvö sumur. Koma sem fyrst Hann kvaðst ekki vita hvenær hann myndi koma til Islands, en hann vonaöist til að þaö yrði sem fyrst. Það færi þó eftir því hvenær núverandi sendiherra, Marshall Brement, færi héðan. Meðal þeirra sem teljast til vina-, hóps Ruwe á Islandi eru Ingimundur Sigfússon, forstjóri Heklu, Sverrir Sigfússon forstjóri og Lýður Björns- son. Þegar DV hafði samband við Ruwe var hann ekki búinn að ræða við neinn hjá sendiráðinu héma, en var búinn að sækja upplýsingafundi hjá utanríkisráðuneytinu bandaríska. Svíar kjósa um efnahagsmál — í kosningunum f september Stjóm jafnaðarmanna í Svíþjóö virðist ganga æ verr í baráttunni við efnahagsvandann í landinu, nú þeg- ar tæpir fjórir mánuöir eru til kosn- inga. I rúm tvö ár lék ljómi um Olof Palme forsætisráðherra vegna þess hve vel gekk i efnahagsmálum. Ágóði fyrirtækja jókst talsvert og mikill uppgangur var í útflutnings- verslun, eftir gengisfellingu stjóm- arinnar á sænsku krónunni um 16 prósent. Skuldir aukist En á fyrstu mánuðum þessa árs hefur myndin sortnað verulega. Inn- flutningur hefur aukist mikið og skuld við útlönd hefur hækkað gríð- arlega. Hagfræðingar eru ekki sammála um hvort þetta tákni meiriháttar efnahagsöröugleika eða hvort þetta sé bara tímabundinn afturkippur. En bæði stjóm og stjómarandstaða eru sammála um að það verði efna- hagsmál sem skipti sköpum í kosn- ingunum þann 15. september. Stjómin var óviðbúin miklu kaup- æði sænskra neytenda á fyrri hluta þessa árs, sem svo orsakaði sex milljarða sænskra króna við- skiptahalla við útlönd. Það má bera saman við 3,3 milljarða afgang síð- asta ársf jórðung ársins á undan. Staða sænsku krónunnar hefur veikst þegar peningar hafa þannig farið að streyma úr landi. Þrýsting- urinn jókst í síðasta mánuöi þegar verkfall hjá opinberum starfsmönn- um tók fyrir nær allan útflutning. ■ sjór fraus viö ströndina og hindraði ■ útflutning. fiL Víðtœkari aðgerða þörf Olle Lindgren telur að aögerðir W "" §t stjómvalda muni bæta eitthvaö úr ástandinu til skamms tíma, en segir '•■^1 ! að víðtækari aðgeröa sé þörf til að ; *** koma efnahag landsins á rétt spor. „Verðbólga hefur veriö akkilesar- t hæll sænsks efnahagslífs í rúman áratug,” segir hann. „Þaö veröur aö 1 draga úr kauphækkunum hjá okkur, f/ - 'tt: ^ 1138 WW svipaö og er gert 1 öörum löndum” m Ei Lindgren vill líka aö gripiö veröi til ’ ..V-■■ ♦ ,^,1,^ t haröra aögeröa til aö minnka fjár- \ lagahaila Svía. Hann vill aö skorinn flBi veröi niöur f járstyrkur til iönaöarins Ulf Adolsohn vill harðari að- haldsaðgerðir . . . Heftu útlán Fyrir þremur vikum sá stjóm jafn- aðarmanna sig nauðbeygða til að taka til einhverra ráða. Fjármála- ráðherrann, KjellOlof Feldt, lýsti yfir stífum höftum á útlán banka og á notkun greiöslukorta. A sama tíma hækkaöi seðlabanki landsins vexti um tvö prósentustig, og minnkuðu lántilbanka. Viðbrögð viö þessum ráöstöfunum hafa veriðmisjöfn. Olle Lindgren, yfirhagfræðin|ur Skandinaviska Enskilda Banken, stærsta banka þjóðarinnar, segir aö sérstakar ástæður hafi haft sitt að segja um efnahagsörðugleika það sem af er þessu ári. Meöal þessa er mjög kaldur vetur sem olli því að og til sveitafélaga og aö útgjöld rik- isins verði öll hefluð til. Umsjón: Þórir Guðmundsson Tímabundinn vandi En Sören Andersson, varaforseti Sparbankeraas Bank, helsta al- menningsbanka Svíþjóðar, telur að niðurskuröaraðgerðir stjómvalda fyrir þremur vikum muni takast, því að þær hafi í raun verið tímabundnar aðgerðir til að leysa tímabundinn vanda. „Við búum enn við viss grundvall- arvandamál, eins og takmarkaða getu iðnaðarins til útþenslu, hvað hindrar vöxt,” segir hann. „En . . .en Palmo er viss um að vand- inn só bara timabundinn. stjóminni hefur gengið þó nokkuð vel aö minnka fjárlagahallann og það að minnka verðbólgu er í raun nokkuð sem snýst um að semja við verka- lýðsfélögin og bregðast rétt við breyttum aðstæðum á vinnumark- aönum. Minnkaði traust Verkfall ríkisstarfsmanna, sem stóð í um þrjár vikur, minnkaði nokkuð traust manna á jafnaðar- mönnum sem þeim einu sem gætu samið við launþegahreyfinguna. Það var þó nokkur álitsauki fyrir Palme þegar náðist að semja við verkfalls- menn. Verkfallið hófst eftir að stjómin neitaði aö fallast á kröfur verkalýösfélags ríkisstarfsmanna um 3,1 prósent kauphækkun fyrir ár- ið 1985, til viðbótar þeirri hækkun sem þegar hafði verið samið um. Stjómin sagði að slíkar kauphækkan- ir myndu kippa stoðunum undan verðbólgubaráttunni. Samkvæmt samningunum, sem stjómin gerði svo við ríkisstarfs- menn, fengu þeir 2 prósent kaup- hækkunfrál.desember íár. Hlakka til Borgaralegu flokkamir í stjómar- andstöðu eru famir að hlakka til kosninganna. Þeir þykja sérlega sig- urstranglegir. Þeir benda á aðgerð- irnar undanfarið sem sönnun þess aö stjómin geti ekki tekist á við grund- vallarvandamál sænsks efnahags- lífs. Stjómarandstöðuleiðtoginn Ulf Adelsohn, sem er mjög líklegur til að verða forsætisráðherra, réðst að stjóminni fyrir að grípa til aðgerð- anna í blindu óræði. En sumir þeir sem fylgjast meö sænskum stjómmálum segja að að- ferðir stjómarinnar til að minnka neysluna og minnka verðbólgu meö því að verjast launahækkanakröfum kunni að borga sig á kjördag. Kjós- endur kunni að ákveða að þó að að- gerðir jafnaöarmanna hafi komiö þeim illa, þá hefðu þær orðið enn verri ef íhaldsmenn hefðu ráðið ferð- inni. „Það kemur til með að vera erfitt fyrir stjómarandstöðuna að saka stjómina um að hafa ekki brugðist hart við vandanum,” segir Sören Andersson. „Eg er ekki viss um að jafnaðarmenn muni tapa svo mörg- um atkvæðum vegna þessa.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.