Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1985, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1985, Blaðsíða 15
DV. MÁNUDAGUR 3. JUNl 1985. 15 Lýst er eftir bókmenntaþjóö A dögunum birti blaðlíki nokkurt allforvitnilega könnun. Blaöið spurði nokkra Islendinga að því hvort þeir vildu flytja búferlum ef þeim biðust skattfríðindi og gull og grænir ■ skógar erlendis. Merkilegt nokk, f jörutíu þúsund mörlandar, hlutfalls- lega, voru tilbúnir til brottfarar frá ríki grjónavellings og nauðungar- boða. Blaðlíkið kom þarna með svar viö hinum dularfullu mannshvörfum sem það hafði gert dramatísk skil nokkrum vikum áður. Annan í hvítasunnu var svo- kallaöur islenskur skemmtiþáttur á dagskrá sjónvarpsins. Gat ég ekki betur séð en að þama væri komin stikkprufa af flóttafólkinu lánlausa. Eftir að ákaflega þjóðleg rokkhljóm- sveit, sem gegnir nafninu Rikksjof, hafði spiiaö eitt lag kom einn af leikurum landsins og bauð okkur vel- komin til Las Vegas. Þá kom söng- hópur sem kallast Sedro 5 og söng eitt hugljúft lag á ensku, óperudúett söng þrjú lög á ensku og dúett úr Vestmannaeyjum söng tvö íög á ensku, þá kom Sedro 5 og söng annað lag á ensku og loks Rikksjof og söng enn eitt lag á ensku. Þá loks- ins að sjónvarpið vaknar upp af Þyrnirósarsvefni sínum hvað varðar islenska þáttagerð, þá býður það fólki upp á þátt sem meira og minna fer fram á erlendu tungumáli. Hefði ekki verið mun auöveldara að fá svipaðan þátt frítt hjá ónefndri menningarstofnun úti í bæ? Grjónavellings- þjóðin krufin Þætti þessum hefur kannski verið ætlað að svara spurningu blaðlikis- ins varðandi brottflutning og manns- hvörf á einhvern djúpstæöan hátt? Eftir þáttinn liggur það nefnilega ljóst fyrir manni. 1 fyrsta lagi þá vilja þessar fjörutíu þúsundir náttúr- lega yfirgefa landið vegna þess að þær skilja ekki móöurmáiið lengur, þessi stofnun tók sig nú saman i andlitinu til að gera islenskan skemmtiþátt, var þá virkilega ekki hægt að gera betur en þetta? Týnd bókmenntaþjóð Vikuna áður hafði verið þáttur í sjónvarpinu þar sem nokkur ágætis- skáld komu fram ásamt bókaútgef- anda og bókmenntafræðingi og ræddu stöðu ljóðsins. Þáttur þessi a „Eftir tíu ár veröur dagur ljóðsins ^ kannski haldinn í símaklefa, og þaö skáld sem þar les upp sennilega ekki kallað í sjónvarpssal, heldur sett í geðrannsókn.” þ.e. islenskuna. Alla vega má auðveldlega draga þá ályktun eftir þennan annars hörmungarþátt. Hitt er svo ljóst að hér er ekki búandi fyrir bjórleysi. Eitt það fáa, fyrir utan kynningar, sem fram fór á íslensku í þættinum var að tveir Is- lendingar (annar i líki útlendings) rifu landann niður í háöi fyrír þaö hvaö hann væri hallæríslegur aö hafa ekki alvörubjór eins og sönnu grjóna- vellingsþjóðfélagi sæmir. Og svona til að minna dulitiö á upprunann þá voru forníslensk vopn á vegg i bak- grunninum. Nei, í aívöru talað, fyrst var í framhaldi af því að fimmtán skáld lásu upp í Iðnó til að minna á tilvist ljóðsins. Nú er svo komið fyrir bókmenntaþjóðinni að skáldin eru ekki lengur að gefa fólki tækifærí til aö hlýða á sig heldur eru þau að minna þjóðina á að þau eru til, ennþá. Og þetta var slikur viöburður að ekki þýddi annað en að ræöa þetta undur í sjónvarpssal. Jú, allir voru þar sammála um að ljóðið tórði ennþá og án ljóðs eða bókmennta yfirleitt þá stoöaöi lítiö að vera að gaspra um íslenska þjóð. Menn voru reifir og giaðir meö glimrandi Kjallarinn HEIMIR MÁR PÉTURSSON NEMI viðtökur á degi ljóðsins og af þeim húsfylli sem varð. Eg var nú sjáifur einn af þeim sem fylltu Iðnó þennan dag og vist er þaö rétt að sætin i salnum voru flest skipuð. En til að fylla þennan sal hefði nægt að hvert þeirra skálda sem las upp hefði átt nokkra úr fjölskyldunni á staðnum. Eg vil leyfa mér að minna á að fyrir u.þ.b. tiu árum fylltu listaskáldin vondu ekki minni sal en Háskólabíó. Eftir tíu ár verður dagur ljóðsins kannski haldinn í símaklefa, og það skáld sem þar les upp sennilega ekki kallað í sjónvarpssal, heldur sett í geðrannsókn. Þjóðfélagið er orðið þannig að það þarf að minna fólk á allan skrattann meö tyllidögum og tylliárum; dagur ljóösins, ár trés- ins, ár æskunnar, kvennadagurínn, bóndadagurinn og svo framvegis og svo framvegis. Þess verður kannski ekki langt aö biða að skipað verði ár hugsunarinnar, svona ef einhver hefur þá hugsun á því, man eftir því. Og menn voru ekki svo frá því að ljóðiö gæti nú senniiega bjargaö íslensku þjóðinni frá köfnun i iðnaðarvarningi. Það félli nefnilega svo vel að nútímanum, væri stutt og svoleiðis, fólk gæti lesið það á fimm mínútum. Það er sennilega rétt, en getur fóik skilið það á fimm mínút- um. Ef íslenska þjóðin er komin þangað sem hún er, með öll þessi stórskáld í farangrinum, Jónas Hall- grímsson, Jóhannes úr Kötlum og Stefán Hörð, svo nokkrir séu nefndir af handahófi, hver ætlar þá að taka það að sér að yrkja betur eða svo kjarnyrt að þessi menningarfirrti smáhópur, Islendingar, hrökkvi við. Mér er spurn. Því þau skáld sem ætla að taka það að sér að bjarga þeim sem framleiddu og höföu gam- an af þessum svokallaða islenska skemmtiþætti, þau verða að yrkja miklum mun betur en Snorri Sturlu- son. Islenskar ljóðabækur seljast þetta frá 50—300 eintök og slík út- breiðsla á fagnaðarerindi frelsar engan, hvorki frá einu né neinu. Heimir Már Pétursson. Kjallarinn SPILABORG Agætir launþegar, erum við í stakk búnir til að fylkja liði í baráttu fyrir bættum kjörum okkar, með verk- föllum eða öðrum aðgerðum? Eg tel að það séum við ekki og vil rökstyðja mál mitt með eftirfarandi: Hér hefur blómstrað nokkuð sem kallast velmegun að mati stjórn- málamanna og margra atvinnuveit- HELGI S. GUÐMUNDSSON MARKAÐSFULLTRÚI 0 „Viö neytendur erum búnir að skrifa upp á víxil, sem engir pen- ingar eru til fyrir, langt fram í tímann, og ríkissjóöur framkvæmir fyrir pen- inga sem raunverulega eru ekki til.” enda. Viö skulum skoða velmegun- ina. Þú byggir íbúð, ferö í utanlands- ferö, þú átt ofan í þig og þína að borða, sjónvarp áttu, jafnvel video og auðvitað bifreið. Margt fleira mætti telja upp. Auðvitað lítur þetta vel út, því er ekki að neita. Spurning- in er; ertu búinn að borga þetta? Eg tel aö i flestum tilfellum sértu þaö ekki en eitt er öruggt, rikissjóður er búinn að fá sitt borgað i formi tolla og annarra gjalda og ríkis- stjómin er búin aö ráðstafa þessum peningum í fjárlögum. Við neyt- endur erum búnir að skrifa upp á víxil, sem engir peningar eru til fyrir, langt fram í tímann og rikis- sjóður framkvæmir fyrir peninga sem raunverulega eru ekki til. Þetta er skrítin staöa. Ekki lánuðu bankamir okkur fyrir þessum þurftum, nema í fæstum til- fellum. Hverjir þá? Það em atvinnu- rekendur, atvinnuveitendur okkar. Lán og aftur lán, afborganir og graðslukort, þannig er staðan í dag. Við hótum verkföllum, tvístrumst svo þegar á hólminn er komið og viðsemjendur hlæja að okkur og segja: Þeir gefast upp fljótlega, þvi þeir skulda okkur sjónvarpið, video- ið og siglinguna. Þeir verða að taka það sem við bjóðum þeim. Eg skal viðurkenna að þetta er nokkuð gróf mynd af ástandinu, en svolítið sönn. Við höfum látið glepjast af auglýsingum og allskonar þurftum. En við skulum ekki gleyma því að flest þessi þjónustu- og verslunarfyrirtæki búa í spilaborg og hrynja um leið og við sjáum að okkur. Mitt ráð er, snúum vörn í sókn, hættum þessu prjáli, kaupum ís- lenskt og eftir efnum. Það myndi leiða til meiri hamingju fyrir okkur og minnka erlendar skuldir og við stæðum sterkari eftir á réttmætum kröfum okkar, lausir úr snörunni. Stjómmálamenn, takið á þessu vandamáli. 1. Bankar einir ættu að sjá um lána- starfsemi, en ekki hundruð aðila meö víxlakvóta i bönkum, sem dreifa lánum, sama hvert, bara ef þeir geta selt sína vöru og fengið einhvem til að skrifa upp á skuldaviðurkenninguna. 2. Leggið bann við hvers konar lána- starfsemi í verslunum, þó eðli- lega í áföngum. Með því væri hægt að hafa einhverja stjóm á fjár- magni. Þá sjáum við hvar við raunverulega stöndum. 3. Leggjum áherslu á framleiðslu. Þar yrði tækifæri fyrir þjónustu- aðila aö hasla sér vöQ. Til aö þetta geti orðið raunhæft þarf ríkis- stjómin að hjálpa, meðal annars með breytingum á skattalögum, sem í dag leyfa nánast engum rekstri að eiga rekstrarfjármagn. Afleiðingin er sú að hagnist fyrir- tæki rjúka þau út í óarðbærar fjárfestingar eða ótimabæra út- þenslu. Nauðsynlegt rekstrarfé er svo tekiö að láni á háum vöxtum, sem leiöir til hækkunar á afurðum og gerir okkur ósamkeppnisfær á erlendum mörkuðum. Helgl S. Guðmundsson. „Auflvitafl litur þetta val út. . . ertu buinn að borga þetta?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.