Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1985, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1985, Blaðsíða 16
16 DV. MÁNUDAGUR 3. JUNI1985. Spurningin Ert þú hlynnt/ur fegurðar- samkeppni? Brynjar Gunnarsson: Já, hún lífgar uppá þjöðlífiö. Brynja Júlíusdóttlr: Já, ég er mjög hlynnt henni. Ef stelpurnar hafa gam- an af þessu þá er allt í lagi. Marinó Gíslason: Já, mér finnst i lagi með hana ef stúlkurnar eru frambæri- legar. Guðrún Högnadóttir: Eg hef satt að segja enga skoðun á málinu. Ef ein- hverjar stúlkur vilja taka þátt í þessu þá finnst mér ekkert því til fyrirstöðu að fegurðarsamkeppni fari fram. Guðrún Ottosdóttlr: Já, já. Mér finnst hún í lagi svo framarlega sem stúlk- urnar vilja taka þátt í henni. Elrikur Ólafsson: Já, já. Mér finnst þetta alis ekki vera gripasýningar eins og sumir halda fram. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur ¥ Burt með ábyrgðar- lausa hjólreiðamenn Langþreyttur bílstjóri skrifar: Hvaö ætlar löggan aö þola lengi stórhættulegan yfirgang hjólreiöa- manna? Það er alveg ferlegt hvernig þeir hegða sér í umferðinni. Þeir þverbrjóta allar umferöarreglur, hegöa sér stundum eins og fótgang- andi, stundum eins og bílstjórar, langoftast þó eins og óuppdregnir frekjuhundar. Nú eru þeir famir að aka með rautt spjót út úr bögglaber- anum, og nota það til þess að reka í bifreiöar. Um daginn beiö ég á rauöu ljósi og var að hlusta á rokklög í Kan- anum, afskaplega sæll og glaður með bilinn minn, lífið og tilveruna. Kem- ur þá ekki einn lopapeysukomminn á reiðhjóli, smeygir sér framhjó mér göturæsismegin og skrapar bifreið- ina mina með spjóti sínu. Lopa- peysukomminn rak trýnið upp í loftið og kærði sig kollóttan, greinilega vanur að stórskemma lakkið á f jölda bQa hvern einasta dag. Honum tókst að rispa minn bil framantil, og þar með var góða skapiö mitt farið þann daginn. Eg hringdi í lögguna og spurði hvort þessi eyðileggingar- spjót hjólreiðamanna væru virkilega lögleg. Löggankvaö svovera enhins vegar væri stranglega bannaö aö rispa með þeim bíla af ásettu ráði eins og lopapeysukomminn gerði, og ráðlagði hann mér og öörum öku- mönnum að hafa engar vöflur á en stöðva slíka spjótabófa samstundis, kalla tU lögguna og iáta þá bæta tjón- ið. Og þessu góöa ráði vil ég hér með koma 6 framfæri við aðra bílstjóra: skerum upp herör gegn ábyrgöar- lausum hjólreiöamönnum, hrekjum þá markvisst úr umferðinni, Reykja- vik hentar ekki hjólreiöafólkL Þessi stúika er ekki með „spjót' orðræðu sinni. 6 hjóli sinu sem bréfritari minnist á i Þota frá Flugleiðum á flugi yfir Reykjavik. HugleSavélar: EKKERT GERT Erlendur f erðamaður hringdl: Eg kom til Islands fyrir tæpum hálfum mónuði með flugvél Flug- leiða. Eg varð fyrir miklum von- brigðum með flugfélagiö og þjónustu þess. Fargjaldið var þrisvar sinnum hærra en tíðkast á jafnlöngum flug- leiöum hjá flugfélögum i Ameriku, sætin voru óþægUeg og meðan ó ferö- inni stóð var ekkert gert tU að skemmta farþegunum. Það var hvorki sýnd bíómynd né leikin tón- list. Ráöamenn Flugleiöa ættu aö taka sér flugfélagið SAS tU fyrir- myndar. Þaö er augljóst aö þeir hafa þörf fyrir samkeppni. Sæmundur Guðvinsson, fréttafuUtrúi Fiugleiða: Það er leitt tU þess aö vita ef um- ræddur farþegi hefur oröið fyrir von- brigðum með þjónustu Flugleiða á flugi frá Bandarikjunum tU Islands. Flugleiðir hafa lagt mikla óherslu á að veita farþegum sínum góöa þjón- ustu og þaö er ekki sist þess vegna sem félagiö er í stööugri sókn á flug- leiöinni mUU Bandaríkjanna og Evr- ópu þar sem samkeppni mUU flugfé- laga er jafnhörö og raun ber vitni. Reynt er aö láta farþegunum Uöa sem best meðan á flugferð stendur og nú síöast hefur veriö sett upp Saga Ciass farrými í beinu flugi mUU Islands og New York tvisvar i viku og er ætlað þeim farþegum sem borga hæstu fargjöldin. Bíósýningar um borö og útbúnaöur tU að f arþegar geti hlýtt á tónlist eru mál sem hafa vissulega verið tU umræðu hjá Flug- leiöum. Kostnaður er hins vegar meiri en svo að þessu verði komið við að óbreyttum aðstæðum. Fargjöld innan Bandarikjanna á leiðum sem eru jafnlangar og miUi Bandaríkjanna og Islands eru afar margbreytUeg og er þar bæði um að ræða mun ódýrari fargjöld en þau sem Flugleiðir bjóða og einnig miklu dýrari. Þetta er ósköp eðUlegt á markaöi sem telur tugi eða hundruö miUjóna farþega ó óri hverju. Þjónusta SAS-flugfélagsins er vissulega rómuö og það ekki að ástæöuiausu. Hins vegar breytir þaö ekki þeirri staðreynd að f jöldi Dana, Norðmanna og Svia Qjúga órlega meö Flugleiöum frá sinum heima- löndum til Bandaríkjanna og heim aftur þótt þaö kosti vélaskipti á KeflavikurflugveUi. A sama hátt feröast íbúar meginlandsins oft lang- ar leiðir meö bifreiðum og lestum tU Lúxemborgar tU aö fljúga þaöan meö Flugleiöum til Bandarikjanna. Astæðan er einfaldlega sú aö þetta fólk telur sig fá mest fyrir peningana sina með þvi aö skipta viö Flugleiðir. En þótt viö hjá Flugleiöum teljum okkur veita meiri og betri þjónustu en mörg félög sem bjóða fram svipuö fargjöld er ekki þar með sagt að ekki megi gera enn betur. Því eru þessi mál i stöðugri endurskoðun og von- andi kemur sú tið að Flugleiðir geti boðið betri sæti og dægrastyttingu um borð i vélum f élagsins. Fatlaðir eiga oft i stökustu vand- ræðum með að komast leiðar sinnar. Stefnu- mót við slys Elsa Stefánsdóttir skrifar: Við sem erum í hjólastólum erum sérlega hress þegar vorar og ekki er lengur von á snjó og hálku þvi snjór er okkur veruleg hindrun. Veðráttunni getum við ekki stjómað en þaö ætti hins vegar aö vera hægt með mann- anna verk. Tröppur eru okkur mikU hindrun en oft er hægt aö leysa það vandamál með t.d. skábraut og hafa þær víða verið gerðar, sumar til bóta, aðrar alls ekkL Nýlega var gerð ská- braut við göngudeild Landspitalans, er hún nær ónothæf þeim sem hún er væntanlega gerð fyrir, þ.e.a.s. hjóia- stólanotendum, hún er aUt of brött og að fara hana er nánast stefnumót við slys! Þegar framkvæmdir á borð við þessar eru gerðar ber að vanda vel tU verka og virða ákvæöi byggingareglu- gerðar og maður skyldi halda að þeir fræðingar sem óbyrgð bera á slíkum framkvæmdum vissu hvaö þeir væru að gera, en i þessu ókveðna tUfeUi mun embætti húsameistara ríkisins hafa samþykkt útfærslu á áðurnefndri ská- braut. Hvemig stendur á að sUkt er leyft? Þegar ég sé sUk haUærismann- virki dettur mér oft i hug litU snáöinn sem horfði ó þegar verið var aö bera mig niöur tröppur, hann kom til min og sagði: „Þaö þarf ekki að bera þig þeg- ar þú ert dáin, þá f lýgurðu bara eins og englamir ó himninum.” Endursýning Torfl hringdi: Mig langar tU að beina þeim tiUnæl- um til Bjama Felixsonar aö endursýna landsleikinn gegn skoska landsUöinu. Þetta var góður leikur og margir eru spenntir fyrir þvi að sjá hann í heild eöa þó valda kafla úr honum. Skammarlegt athæfi Maður hafði samband: Eg ók framhjá LaugardalsveUinum á miðvikudag, morguninn eftir lands- leikinn miU islenska Uösins og þess skoska. Viö mér blasti ófögur sjón. Svæöiö kringum völUnn var fuUt af bréfarusU svo og næstu götur. Þegar betur var aö gáð kom i ljós að þetta voru „auglýsingar” frá Iþróttablað- inu, Alþýðuflokknum, Henson og KSI, en þeim hafði veriö klesst á bUrúöur vallargesta kvöldið áður. Manni er al- veg óskUjanlegt hvað fær fyrirtæki og samtök tU aö kynna sig á þennan hótt. Þessi kynning er vissulega neikvæð, þó svo að hún nái kannski tU margra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.