Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1985, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1985, Blaðsíða 20
20 DV. MANUDAGUR 3. JUNl 1985. Kennarar Kennara vantar að Grunnskólanum á Hellu. Æskilegar kennslugreinar íslenska, raungreinar, íþróttir og hand- mennt. íbúðir eru fyrir hendi. Upplýsingar hjá skólastjóra í síma 99-5343. Umsóknir sendist formanni skólanefndar, Óla Má Arons- syni, Heiðvangi 11, Hellu, símar 99-5954 og 99-5100 fyrir 20. júní nk. Framhaldsnám að loknum grunnskóla Athygli er vakin á að umsóknarfrestur um inngöngu á ýmsar námsbrautir á framhaldsskólastigi er til 6. júní. Tilskilin umsóknareyðublöð fást í þeim grunnskólum sem brautskrá nemendur úr 9. bekk og í viðkomandi fram- haldsskólum. Leiðbeiningar um hvert senda skuli um- sóknir eru á umsóknareyðublöðunum. Bent skal á að í Reykjavík verður tekið á móti umsóknum í Miðbæjar- skólanum 3. og 4. júní kl. 9—18 báða dagana og jafn- framt veittar upplýsingar um framhaldsskóla. Menntamálaráöuneytið, 31. maí 1985. Bækur til sölu: Við erum sífellt að taka fram bækur, gamlar og nýlegar. Ýmislegt skemmtilegt og forvitnilegt hefur borizt upp á síð- kastið. Nokkurdæmi: Hœstaréttardómar 1920—1971, ób., góö eintök, Jaröabók Ama Magnússonar 1—11 i útvöldu skinnbandi, Manntaliö 1816, Arbaekur Landsbókasafns komplet I skinnbandi, Timaritið Óöinn, Timaritiö Satt komplet, Andvari 1873—1983, Timarit Bókmenntafélagsins 1—18, ýmis gömul Þjóðvinafélagsalmanök frá þvi fyrir aldamót, Sveitalífið og Reykjavikurlfflð eftir Brieti Bjarnhéöinsdóttur, Sœmundar-Edda, frumútgáfan 1787—1828, Runamo og Runerne eftir Finn Magnússon, Kh. 1841, áritað frá höfundinum, Eðlisfrœði Fischers, 1852, Fjölnir, frumútg. 1.—4. árg., fjölmargar gamlar Forordningar frá slöustu öld, Forordninger og Aabna Breve, Hrappsey 1776—1778, Grégés 1—2, frumútgáfan 1829, Grasnytjar eftir sr. Björn Halldórsson, Kh. 1783, Orðabók Gunnlaugs Oddsens, 1813, Om Verdie-Beregning paa Landsviis eftir Halldór Einarsson, Kh. 1833, Maður og kona eftir Jón Thoroddsen, frumútgáfan 1876, Ljóömæli Hans Natanssonar, Drauma-Jói eftir Ágúst H. Bjarnason, Jarðatal Jonsens, Kh. 1847, Hugvekja um þinglýsingar eftir sama, Kh. 1840, Islandske Raettergang eftir Jón Árnason og Jón Eiriksson, Kh. 1762, frumútgáfan af Árbókum Jóns Espólins, 1.-11. bindi, úr- vals eintök, Alaska eftir Jón ritstjóra Ólafsson, slátur úr Ármanni é Alþingi, þ.á m. kynningarritiö, Kristni saga, Kh. 1773, ýmis rit eftir Magnús „frater" Eiríksson, Gulaþingslög, Kh. 1817, Klaustur- pósturinn, Viöey 1818-1825 1.-8. árg., Skýringar yfir fornyrði Lögbókar (Jónsbókar), íslenzk þjóðlög Bjarna Þorsteinssonar, út- valiö band, Reykjavikurpósturinn 1846—1849, fslenzk sagnablöð komplet 1817—1826, Um ítölu búfjér I haga, Heiðnir eta hrossakjöt eftir Magnús Ketilsson, Hrappsey 1776 (ekki heil), Minir vinir eftir Þor- lák Ó. Johnson, Lanztiðindln, 1849—1950, Almanök Jóns Sigurðssonar og Finns Magnússonar, slæðingur frá árunum 1847 — 1874. Einnig nýkomin forn dönsk lögfræöirit og dómasöfn frá fyrri öldum, handritaðar lagakennslubækur frá Kaupmannahafnarháskóla frá fyrri hluta síöustu aldar og ótal, ótal margt annaö fágætt og fróölegt. Viö höfum auk þess þúsundir eldri bóka og uppseldra á niðursettu verði, ævisögur, fræöi- bækur, þjóðlegan fróðleik, andieg málefni, allskyns skáldskap, ennfremur þúsundir ódýrra pocket- bóka á ensku og dönsku. Einnig eru til sölu gamlar ritvélar, prýðilega út- lítandi trékistur, þ.á m. reiðingskistur, og gömul ferðakoffort, málverk og myndir, t.d. eftir Jóh. S. Kjarval, Barböru, Sverri Haraldsson o. fl. Gefum reglulega út bókasöluskrár og sendum þær ókeypis til allra sem óska utan Reykjavíkur- svæðisins. Kaupum og seljum flestar íslenskar bækur, heil söfn og einstakar bækur. Metum bókasöfn og list- gripi fyrir skipta- og erfðabú. Vinsamlega hringið — skrifið — eða lítið inn. Bókavarðan — Gamlar bækur og nýjar — Hverfisgötu 52 — sími 29720. Iþróttir Iþróttir Iþróttir • Það var oft hart bartet i lalk Vikings og Viðte i gssrkvöldl an Viðtemsnn höfðu bstur þagar upp var staðk). Hér ar Atll Einarsson i baréttu um knöttinn vlð alnn lalkmanna Viðls. DV-mynd Brynjar Gautl. Fyrsti sigur Víðis —í 1. deild. Vann Víkingí gærkvöldi á LaugardalsveHinum, 0:1 Ví&ismenn, vel studdir af sínu fólki, gerðu góða ferð í höfuðstaðinn í gær, léku þá við Víking á Laugardalsvellin- um og sigruðu, 0—1. Fyrsti sigur llðsins i 1. deild en liðið var ókunnugt þeim slóðum fyrir þetta keppnistima- biL Leikurinn var dapur. Sú knattspyrna sem sást kom yfirleitt frá Haeðar- garðsliöinu sem náöi snemma undir- tökum á miðjunni. Víðismenn voru hins vegar mun hættulegri í skyndi- sóknum sinum sem hvað eftir annað komu Víkingsvöminni í mikinn vanda. Straz á 4. minútu komust strákamir frá Garði í forystu með marki Grétars Einarssonar. Markið kom eftir að vörn Víkinga, hafði opnast illa, Daniel Einarsson lék boltanum að markteig Víkings, umkringdur Víkingum. Hann tók þann kostinn að reyna hælspyrnu á Grétar sem átti ekki í neinum vandræðum með að skora af stuttu færi fram hjá ögmundi Víkingsmark- ! Völsungur vann 1 stóra slaginn ! I Aðalleikur helgarinnar i 2. deild var án alls efa „Derby” leikur þeirra norðanmanna. 450 manns fylgdust með skemmtilegum leik Völsunga frá Húsavík og KA. Bæði liðln eru að nokkru leyti styrkt með Sunnlendlng- um sem komu nokkuð við sögu. Völs- ungur hafði betur i þetta skiptið, vann 3—2 eftir mjög tvísýnan ieik. Það var Sigurður Halldórsson sem kom Völsungi á bragðið en marka- Tryggvi Gunnarsson jafnaði fyrir KA og þannig stóð i hléL Strax í byrj- un siðari hálfleiksins var Tryggvi ■ aftur á ferðinni með annað mark KA. I Húsvíkingarnir voru þó ekki á þeim I buxunum að gefast upp. Jónas Hall- ■ grimsson jafnaði úr vítaspyrnu eftir | að Kristján Olgeirsson hafði veriö | felldur innan vitateigs. Lokaorðið | átti síðan Jón Leó Ríkharðsson er tiu ■ mínútur voru til leiksloka. Völsungar I áttu mun meira i leiknum það sem I eftir var en staðan hélst óbreytt til ■ loka. -fros ■ Markalaust í Njarðvík Frá Magnúsi Gislasyni, fréttaritara DV á Suðurnesjum: tsfirðingar töpuðu sínum fyrstu stlgum í 2. delld íslandsmótsins í knattspyrnu er þelr sóttu Njarðvíkinga heira f gær. Leikið var í Njarðvfk og tókst hvorugu liðinu að skora mark. Isfirðlngar voru öllu sterkari aðillnn i fyrri hálfleik og sköpuðu sér þá tvö tækifæri en markvörður Njarðvikur bjargaði liði sínu fyrir horn með snilldarmarkvörslu. 1 síðari hálf- lelknum sóttu helmamenn meira og fengu eltt gulllð tæklfæri er tiu mínútur voru til leiksloka er Þórður Karlsson náðl að komast framhjá varnar- mömmm tsafjarðar og markverði Uðs- ins. En Þórðnr brenndi af i galopnu færi þar sem léttara hefði verið að skora og Isfirðlngarnir héldn þvi vestur með aðeins eitt stig i pokanum. verði. Eina hættulega færi Víkinga i fyrri hálfleik, kom á 11. minútu er Einar Einarsson náöi ekki að teygja sig í fyrirgjöf Atla Einarssonar á markteig. Víðismenn áttu tvö önnur hættuleg marktækifæri i hálfleik en þeim félögum Vilberg og Einari Ás- bimi brást bogalistin í bæði skiptin. Víðismenn komust nokkuð meira inn í gang leiksins í síðari hálfleiknum en bæði lið fengu góð færi. Andri Marteinsson átti skalla rétt yfir og traustur markvörður Víðismanna bjargaði laglega skalla frá Herði Theódórssyni. Hinum megin fékk Svanur Þorsteinsson „færi færanna” eftir að Víkingsvömin hafði gleymt sér. Stóð einn gegn ögmundi en skaut útaf. Aðall Víðisliðsins er gífurleg barátta allra leikmanna liðsins. Leikur þeirra virkar ekki mjög skipulega og miðju- spil þeirra var lítt áberandi. Skyndi- sóknir þeirra komu hins vegar varnar- mönnum Víkingsliösins oft í klípu. Liðið var jafnt, Einar Ásbjöm þeirra bestur. Andri Marteinsson var langbesti maður Víkings í leiknum. Olafur Olafsson stóð sig þokkalega í vöminni. Bjöm Ámason gerði þrjár breytingar á liði sinu fyrir þennan leik. Báðir bakveröimir misstu sæti sitt og ögmundur kom í markiö á ný. Þóroddur Hjaltalín dómari stóð sig þokkalega, hann gaf Grétari Einars- syni Víðismanni gult spjald fyrir gróft brot á Andra Marteinssyni. LiðVikings: ögmundur Kristinsson, Unnsteinn Kárason, Þórður Marels- son, Jóhannes Báðarson (Kristinn Helgason), Olafur Olafsson, Hörður Theódórsson (Jóhann Holton), Andri Marteinsson, Aðalsteinn Aöalsteins- son, Einar Einarsson, Ámundi Sigmundsson, Atli Einarsson. Liö Víöis: Gísli Hreiðarsson, Helgi Sigurbjömsson, Rúnar Georgsson, Einar Ásbjöm Olafsson, Olafur Róbertsson, Sigurður Magnússon, Guöjón Guðmundsson, Vilberg Þor- valdsson (Svanur Þorsteinsson), Daníel Einarsson, Grétar Einarsson (Klemens Sæmundsson, Gísli Eyjólfs- son. Maður leiksins: Andri Marteinsson, Víkingi. -fros

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.