Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1985, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1985, Blaðsíða 29
DV. MANUDAGUR 3. JUNI1985. Enn óvíst um af greiðslu útvarpslagaf rumvarpsins: Bráðabirgðaákvæði um tilraunaútvarp? Otvarpslagafrumvaipið, sem af- greitt var með naumum meirihluta í neðri deild, er nú komið i hendur menntamálanefndar efri deildar. Sú nefnd hefur ekki fjallað um málið í síðustu viku vegna f jarveru Haralds Olafssonar, formanns nefndarinnar. 'lausnir. Eiður sagði aö þetta frum- varp væri búiö að afklastra. A þing- fundi á þriðjudag sagði hann ,,aö það væri til svívirðingar og háðungar fyrir Alþingi ef þetta mál færi í gegn með þeim endemum sem það fór í gegnum neðri deild”. „Það er engin trygging fyrir því,” sagði Eiður Guðnason alþingis- maður sem á sæti í viðkomandi nefnd er hann var spurður hvort frumvarpið yrði að lögum fyrir þing- Sem kunnugt er greiddu 16 þing- menn atkvæði með frumvarpinu í þeirri deild, 12 voru á móti því og 11 sátu hjá. Sagði Eiöur að þaö væri að mörgu leyti fýsilegri kostur að setja bráðabirgöaákvæöi við gildandi út- varpslög, sem heimiluðu tilraunaút- varpsrekstur, til dæmis til 3 ára. A meöan væri tíminn notaður til aö vinna betur að nýju útvarpslaga- frumvarpL Tiliögum alþýðuflokks- manna um boðveitur var hafnað í neðri deild, en búist við að þær verði endurf luttar í efri deild. Deilt hefur verið um hvort reglur um boðveitur eigi heima í fjarskipta- lögum eða í útvarpslögum. -ÞG. Kartöfluflög- ur gera lukku á Selfossi Regina, Selfossl. EKTA hf. á Eyrarbakka er vaxandi og vel rekinn atvinnurekstur, eins og flest einkafyrirtæki ef ríkisstjórnin er ekki meö puttana i rekstrinum og eig- endur fá að ráöa sjálfir með meöfædda hæfileika. Ekta tók til starfa i ágúst á sl. ári og hefur reksturinn gengið vel. Þar hafa unnið fjórir en nú á að fara að fjölga fólki. „Snakk” heitir framleiðsl- an sem búin er til eingöngu úr kartöfl- um. Hafa verið framleiddar þrjár teg- undir en nú er sú fjórða komin á markaðinn sem er með radí og pipar- bragöi og heitir skrúfur. Fimmta tegundin sem heitir flögur verður framleidd strax og kartöfluuppskeran á Eyrarbakka hefst sem vonast er til aö veröi um miðjan júli. Eftir aö Ekta tók að framleiða hina eftirsóttu vöru finnst fólki að það geti ekki sest við sjónvarpið nema hafa snakk í skál til að smjatta á. Sjónvarpsáhorfendum finnst að þeir verði skynsamari af að boröa þetta snakk og gleypi ekki við fréttunum eins og þeir gerðu oft áður en snakkiö kom á markaðinn. Ljósaklefar fyrir psori- asissjúklinga Samtök psoriasis- og exemsjúkiinga hafa fengið Stálumbúöir hf. til að smiða sérstakan ljósaklefa. Sá er meö svokölluðum UVB ljósarörum sem notuö eru til lækninga á psoriasis. Ljósaklefinn er á göngudeild Heilsu- vemdarstöðvarinnar. Þangað geta psoriasissjúklingar hringt og pantaö tíma. Ekki er nóg að fara einu sinni í ljós eigi árangur aö nást. Er mælt meö aö sjúklingar fari daglega eöa annan hvern dag í 2—3 vikur eða jafnvel lengur. Fúsi SH161 é siglingu. DV-mynd Ægir Kristinsson. Fáskrúðsfjörður: Nýr bátur sjósettur Frá Ægl Kristinssyni, Fáskrúðsfirði: Nýr 8,5 smálesta fiskibátur var ný- lega sjósettur hjá skipasmiöastöð Guðlaugs Einarssonar á Fáskrúös- firði. Var honum gefið nafnið Fúsi og ber hann einkennisstafina SH161. Eigandi hins nýja skips er ungur maöur, Pétur I. Vigfússon á Hellis- sandi, og verður skipið gert út frá Rifi. Kvaðst Pétur ánægður með hinn nýja bát sem er mjög vandaður, byggður úr furu og er súðbyrtur. Aðalvél er 80 hestafla Ford. Teikn- ingar af bátnum eru gerðar af Sig- urði Einarssyni Reykjavík. Skipið kostaði um 2,1 millj. kr. og þykir ódýrt af skipi af þessari stærð. Heimsiglingin gekk vel. Flugbjörgunarsveit Austur-Eyjafjalla hefur fest kaup á björgunarbil. Er hann af gerðinni Mercedes Benz Unimog. Bíllinn er sórstaklega útbúinn til aksturs i óm, vötnum eða sjó. Kemur það sór vel fyrir björgunarsveitina, þvi ó leitarsvæði hennar eru mörg vatnsföll, svo sem Markarfljót, Krossó og Syðri- og Nyrðri-Öfæra. Á meðfylgjandi mynd sést er björgunarsveit- armenn veita bilnum viðtöku. Mega sitja í óskiptu búi ef erfðaskráin er f lagi „Þetta er vissulega skref í rétta átt,” sagöi Guðrún Helgadóttir alþing- ismaður. Frumvarp, sem hún flutti á síðasta þingi og endurflutti á þessu ásamt fleiri, er oröið að lögum. Það er breyting á erfðalögum. I meðförum tveggja þinga og nefnd- ar hefur upprunalegt frumvarp Guð- rúnar breyst og sagðist hún að visu hafa kosið aö þaö hefði náð fram að ganga í upprunalegri mynd, þó að þessi áfangi væri ánægjulegur. Samkvæmt þeim breytingum á erfðalögunum, sem samþykkt voru í efri deild Alþingis í gær, getur annaö hjóna eða bæði mælt svo fyrir í erfða- skrá að það þeirra sem lengur lifi skuli hafa heimild til að sitja í óskiptu búi með niðjum beggja. Fyrirmælin í erfðaskránni eru breytingin frá upp- runalegu f rumvarpi Guðrúnar. -ÞG 29 Tilkynning til skattgreiðenda Dráttarvextir vegna vangreiddra þinggjalda verða reikn- aðir að kvöldi þriðjudags 4. júní nk. Vinsamlegast gerið skil fyrir þann tíma. Fjármálaráðuneytið, 29. maí 1985. Ódýrar og pottþéttar pakknlngar í bílvélar Við eigum á lager pakkningar í ílestar tegundir bílvéla - viðurkennd vara sem notuð er af mörgum biíreiðaíram- leiðendum. AMC, BMW, Buick, Chevrolet, Daihatsu, Datsun, Dodge, Fiat, Ford, Land Rover, Mazda, M. Benz, Mitsubishi, Moskvitch, Opel, Perkins, Peugeot, Range Rover, Renault, Saab, Scania, Subaru, Suzuki, ISLENSK FRAMLEIÐSLA HEILSOLUÐ RADÍAL DEKK Nú komast allir bílar f hús — þeir stærstu sem smæstu! Þú getur komið til okkar á gamla góöa staðinn i Skipholti 35 eða í nýju húsakynnin að Réttarhálsi 2 þar sem við höfum reist stærsta og tæknilega fulikomn- asta dekkjaverkstæði landsins. Hjá okkur eru alltaf „íslenskir dagar' GUMMI VINNU STOFAN - % í •\ HF SKIPHOLTI35 s. 31055/30360 RÉTTARHÁLSI2 s. 84008/84009

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.