Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1985, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1985, Blaðsíða 43
DV. MANUDAGUR 3. JUNI1985. 43 Sandkorn Sandkorn Það er spurning hvort Snœldu-Blesi verftur settur í lengingu. Þeir vilja hretin sín Norðanáttin með tilheyr- andi kulda og éljagangi kom heldur betur flatt upp á Norðlendinga. Þeir voru búnir að njóta veðurblíð- unnar í alit vor og vissir um að engar breytingar yrðu fyrr en í haust. Þetta á samt ekki við alveg alla Norðlendinga. Á nokkurra mánaða fresti hefur Dagur birt veð- urspá Aðalsteins Öskars- sonar, eins starfsmanns blaðsins. Þótt hann sé ekk- ert lærður í veðurfræði hef- ur bonum tekist að gera furðu réttar langtimaspár. 1 síðustu spánni hans var sagt að það yrði kalt fram í miðjan júni. Þrátt fyrir það steig hitamællrinn næstu daga og vikur jafnt og þétt og komst vel yfir 20 stig dag eftir dag. Starfsmenn Dags urðu fyrir aðkasti og háðs- glotti bæjarbúa sem þótti lítiö til spádóma þeirra koma. Það er sagt að stjórarnir á Degi hafi glaðst óumræði- lega þegar hann fór að hriða og þeir liggi á bæn til að fá júníhretið sem spáð er lika. Dagshret er þetta kall- að núna, árans bakslagið sem kom í bliðuna. Blesi í lengingu? Bæklunardeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akur- eyri hefur slegiö fullkomn- lega í gegn í vetur. Tveir sérfræðingar þar hafa iagt ómælda vinnu i að græða fótbrotið á Snæidu-Blesa frá Árgerði í Eyjafirði og sýnt með þvi mikla fómfýsi. Þeir breyttu meira að segja sjúklingamóttöku Fjórð- ungssjúkrahússlns i rönt- genstofu fyrir hesta á f immtudaginn var. Meðan þessu fór fram skráði y f rlæknir deildarinn- ar stórmerkilegan kafla i íslenska lækningasögu þeg- ar hann setti „lettneskan" lengingarbúnað á fót á manni í fyrsta skipti. t framhaldi af þessu hef- ur vaknað sú spurning hvort snillingarnir þrir leggi ekkl bara allir saman næst. Það kom nefnilega i ljós að fóturinn á Snæidu- Blesa styttist um nokkra sentímetra við brotið. Og nú eru lengingartækin til á deildinnL Ennum Bubba Bubbi Morthens og 1. maí á Húsavík eru enn á dagskrá. Sem frægt er orðið var litlu börnunum á Húsa- vik lofað að stjarnan kæmi og tæki fyrir þau nokkur lög síðdegis á frídegi verka- lýðsins en hún lét ekki sjá sig. Það hefur verið upplýst að á þeim tima var Bubbi að baða sig i Stórugjá í Mý- vatnssvelt. Húsvíklngar hafa haldið þvi hátt á loft að Bubbi hafi svikið bæði málstaðinn og smáfólkið með þessu baði sinu í gjánnl. Popparinn á vist að vera eitthvað óhress með þá túlkun og á að hafa sent verkalýðspostul- um á Húsavík grimm hug- skeyti. Þeir hefðu nefnilega átt að tala við sig fyrr. Það sé ekki nóg að hringja í Hót- el Reynihlíð fyrir hádegi og ætiast til að fræg popp- stjarna bruni til Húsavíkur til að syngja þegar aðrir tónleikar séu um kvöldið fyrlr Mývetninga. Til þess hefðl bara enginn timi verið. Hótel fyrir Japanina? Hótelvandræðin á Akur- eyri ættu að verða úr sög- unni eftir nokkur ár nema ferðamannastraumurinn til Norðurlands aukist þvi meira. Hótel KEA er að stækka heilmikið og nýiega var opnað hótel þar við hlið- ina sem kallast Stefanía. Kannski sætir þó mestum tiðindum i þessum hótelmálum i höfuðstað Norðurlands fyrirhuguð bygging hótels við Skipa- götu. Það á að verða geysi- stórt, glæsilegt og vel búið. Þrátt fyrlr hótelskortinn undanfarln ár velta menn vöngum yfir hvort þessi míkla uppbygging hótela á Akureyri gangi. Ferða- mannastraumurinn sé fyrst og fremst á sumrin og því verði erfitt að reka hótelln allt áriö. En nú eru flestir orðnir bjartsýnir nyrðra og vissir um góða tið fram- undan. Það mun vist til dæmis verða við það miðað á Hótel Goðafossi við Skipa- götu að kröfum japanskra ferðamanna verði fullnægt. Svo er bara að sjá hvort japanska ferðamanna- bylgjan skellur á og yenin verði kannski aðaigjald- miðiliinn á Akureyri. Umsjón: JónBaldvin Halldórsson SUMARTILBOÐ - 10% AFSLÁTTUR Í tilefni sumars bjóðum við 10% afslátt af öllum vörum dagana 28. maí til 8. júní. Stórkostlegt úrval af fyrsta flokks postulíns- og kristalsvörum á góðu verði frá heims- þekktum enskum fyrirtækjum: Wedgwood, Spode, Aynsly, Poole, Dartington, Metropolitan o.fl. Verslunin Keiíöal Laugavegi 61 —63. Heba heldur vió heilsunni' HEBA. „PÚL-KÚR" Konur, nú er að hrökkva aða stökkva ef koma á sér i form fyrir sumarið og sölina. Látið okkur i Hebu aðstoða ykkur með sjö daga sumar-,,púlkúr". Púlkurl 7.-14. júni Púlkúr I110.-19. júnl. Kennari: Elisabet Hannesdóttir. Upplýsingar og innritun í simum 41309 og 42360. Heilsurœktin Heba Auðbrekku 14. Kópavogi SKÓLASTJÓRI Staða skólastjóra við tónlistarskólann í Vogum er laus til umsóknar. Æskilegt er að umsækjandi geti tekið að sér organista- starf (hlutastarf) við Kálfatjarnarkirkju. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist formanni skólanefndar, Jóhanni Sævar Símonar- syni, Vogagerði 12, Vogum, fyrir 21. júní nk. Skólanefnd. Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir REGNB0GINN SOVESK KVIKMYNDA VIKA Þann 1. júní hófst sovésk kvik- myndavika í Regnboganum. Þessi kvikmyndavika er sérstök að því leyti að f jórar af þeim kvikmyndum, sem á efnisskrá eru, fjalla um styrjöldina. Það er engin tilviijun, þar sem núna i maí var þess minnst að 40 ár eru liðin frá lokum heimsstyrjaldarinnar siöari. Fer hér á eftir yfirlit yfir þær sex kvikmyndir er sýndar verða. Tundurakeytaflugvél er gerð eftir frásögn hins kunna sovéska rithöfund- ar, Júrí German, úr styrjöldinni. Leik- stjóri er Semjon Aranovits. Kvikmyndin gerist árið 1944. Við fyrsta tillit minnir líf hermann- anna í flugher sjóhersins á heimavíg- stöðvamar: Flugmennirnir hafa fjöl- skyldur sínar hjá sér, eigið leikhús og rakarastofu. En þeir fá verkefni og fljúga til að framkvæma þau og hvert skiptið getur orðiö hið siðasta. Belobrov höfuðsmaður kemur heim af sjúkrahúsi og kemst að þvi að eigin- kona hans hefur svikið hann, Tsere- povets gengur á eftir Marúsju í mat- stofunni, en ferst það óhönduglega og Gavrilov bíður sonar síns, fimm ára hnokka, sem týndist í ringulreið styrj- aldarinnar og er í vafa um hvort hann fær rétt bam í hendur. Þessir þrír menn eru aðalpersónur myndarinnar. Tvlsvar fæddur heitir kvikmynd, sem einnig f jallar um stríðið. Handrit er eftir A. Astafjev og E. Fjodorovskí. A. Sirenko er leikstjóri. Kvikmyndin fjallar um hörmulega atburði heims- styrjaldarinnar síðari. Arið 1942. Hvíta hafið. Fasistar hafa gert sprengjuárás á sjúkraskip. Hinn ungi hermaður, Andrej Bulygin, er sá eini sem kemst lífs af. Fasistaflug- maöur eltir hann i þvl skyni að gera út af viö eina vitnið að þessum hræði- lega glæp. Hann eltir unga hermann- inn í nokkra daga eftir ísbreiðum hafs- ms. . . Myndefniö í kvikmyndinni Móðir Maria em hin hörmulegu örlög Elísa- vetu Kúzminu-Karavajevu, rússnesku skáldkonunnar. Höfundar handrits em S. Kolosov og E. Mikulina og S. Kolosov er leikstjóri. Söguhetjan er dóttir aðalsmanns, gengur í Kúzmin- Karavajev-menntaskólann í Péturs- borg. I æsku hrifst hún af verkum Alexanders Blok. Hún hittir hann oft og hiö mikla skáld helgar telpunni kvæðieftirsig. A byltingarárunum og í borgara- styrjöldinni vinnur hún með lýðræðis- öflunum. Skobtsov liðsforingi bjargar henni frá bana þegar andbyltingaröfl berast til Anapa, heimaborgar hennar. Hún verður eiginkona hans og fer með honum úr landi. Það rennur fljótt upp fyrir henni þvílika skyssu hún hefur gert. Um miðjan þriðja áratuginn gekk Elísaveta Júrjevna í klaustur í París og tók sér nafniö María. Enn ein mynd um styrjöldina er Ast f stríði. Pjotr Todorovski er höfundur handrits og leikstjóri. I gráum hversdagsleikanum berst skært ljós inn í sál Sasha Netúzhilins, óbreytts hermanns, tónlist hljómar í eyrum hans — hann er ástfanginn af undurfagurri hjúkrunarkonu. Hún er líka ástfangin — af ungum liðs- foringja. Nokkur ár llöa frá lokum styrjaldar- innar. Sasha stundar nám við háskól- ann, kvænist og er hamingjusamur með eiginkonu sinni, Veru. Lífið er slétt og fellt, þangað til hann hittir Ljúbu aftur. Það var erfitt að þekkja aftur hina fögru, ungu stúlku í konunni sem var farin að eldast og seldi snúða á götum úti. Hún missti mann sinn í stríöinu og var ein eftir með barn þeirra. Kvikmyndin Rallí er spennumynd. Höfundur handrits er A. Kolberg og A. Brench er leikstjóri. Myndin segir frá raDíi „um þrjár höfuðborgir”, Moskvu, Berlín og Varajá. Janis Liepa og Gunnar Grád, sovésk- ir kappakstursmenn, taka þátt í þessu rallíi. Gunnar heyrir einu sinni furðu- leg hljóð í bílnum. Þegar stansað er fer hann að athuga málið og finnur í biln- um lítinn kassa og þar i er málverkið Rafael og Fomarina eftir Engr, en það hvarf úr safni þegar á árum heims- styrjaldarinnar siðari. Grád telur það skyldu sína að láta vita um fundinn en Liepa reynir aö telja hann af þvi. Verði um rannsókn að rsða verða þeir að hætta keppni. Og þeir sem hafa áhuga á kvikmynd- um um vísindaskáldsöguleg efni verða ekki sviknir, vegna þess að kvikmynd- in Hótelið Hlnn deyjandi fjallgöngu- maður er á efnisskrá. Höfundar hand- rits eru A. Strugatski og B. Strugatski og B. Kromanov er leikstjóri. Giebski rannsóknarlögreglumaður, eint af söguhetjunum, kemur i lítið fjalla- hótel, en getur ekki upplýst neinn glæp, en allt andrúmsloftið er lævi blandið... Snjóflóð lokar leiðinni til hótelsins og lögreglumaðurinn veröur að halda þar kyrru fyrir í nokkra daga. Oskiljanleg- ir hlutir fara að gerast á hótelinu. Einn gestanna finnst látinn í herbergi sínu. Allir liggja undir grun vegna grunsam- legrar hegðunar. Glebskí hefur rannsókn málsins og það kemur í ljós aö gestir frá öðrum hnetti hafa komið i heimsókn til jarðarinnar. HK. Útboö Hafnamálastofnun ríkisins býður út verkið sjóvörn á Akranesi 1985. Verkið er í 7 verkliðum,alls um 2200 rúm- metrar af flokkuðu grjóti og um 800 rúmmetrar af kjarna- grjóti. Verki þessu skal lokið fyrir 1. sept. 1985. Útboðs- gögn verða til sýnis og afhendingar gegn 2000 kr. skila- tryggingu hjá Hafnamálastofnun ríkisins, Seljavegi 32, Reykjavík, og hjá Verkfræði- og teiknistofunni sf., Kirkjubraut 40, Akranesi. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Verkfræði- og teiknistofunnar sf., Kirkjubraut 40, Akra- nesi, 19. júní kl. 14.00 að þeim bjóðendum viðstöddum er þess kunnaaðóska. Hafnamálastofnun ríkisins. Frá Bændaskólanum á Hvanneyri Auglýsing um innritun nemenda: Bændadeild: Tveggja ára námsbraut (4 annir) að búfræðiprófi. Helstu inntökuskilyrði: — Umsækjandi hafi lokið grunnskólaprófi og fullnægi lágmarkskröfum um einkunn til inngöngu í framhalds- skóla. — Umsækjandi hafi öðlast nokkra reynslu við land- búnaðarstörf og að jafnaði stundað þau eigi skemur en eitt ár, bæði sumar og vetur. Skrifleg beiðni um inngöngu ásamt prófskírteinum sendist skólanum fyrir 10. júní nk. Búvísindadeild: Þriggja ára námsbraut að kandidats- prófi (BS—90). Helstu inntökuskilyrði: — Umsækjandi hafi lokið búfræðiprófi með 1. einkunn. — Umsækjandi hafi lokið stúdentsprófi á raungreina- sviði eða öðru framhaldsnámi sem deildarstjórn telur jafngilt og mælir með. Umsóknir ásamt prófskírteinum skulu hafa borist fyrir 10. júní nk. Nánari upplýsingar eru veittar á Hvanneyri í síma 93- 7500. Skólastjóri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.