Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1985, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1985, Blaðsíða 3
DV. LAUGARDAGUR15. JUNI1985. - Þegar flugvól frá Flugfélagi Norflurlands var afl lenda á Grimseyjarflugvelli i fyrradag lenti hún í fuglageri. Afleiflingar urflu þær afl rúfla brotnafli i vól- inni. Einnig skemmdist loftnetsbúnaflur hennar. Fuglalif er fjölskrúflugt i Grímsey á vorin. Er algengt afl flugmenn lendi i vandrœflum vifl lendingu því afl fuglarnir halda sig mikifl vifl flugvðllinn. Þvi fór sem fór i þetta skiptifl og skemmdist vólin talsvert, eins og áflur sagfli. Henni var þó flogifl til Akureyrar þegar lappafl haffli verifl upp á rúð- una. DV-mynd JBH/Akureyri Farið að hitna í holunni hjá íslandslaxi hf. í Grindavík: NORSKU HROGNIN ORDIN AÐ SEIÐUM — af ráðið í haust hvort reist verður 500 tonna matf iskstöð Yfir 400 þúsund seiði eru nú komin úr norsku laxahrognunum sem Is- landslax hf. í Grindavík fékk á dögunum. Þar meö er seiöaeldi hafið í nýju 2.500 fermetra eldishúsi fyrir- tækisins. Enn er verið aö bora eftir heitum sjó. Fariö er að hitna á 450 metra dýpi og búist við árangri á næstu 50-100 metrum. Að sögn Þórðar H. Olafssonar fram- kvæmdastjóra verður eldishúsið full- búið i þessum mánuði. Eldi þeirra 400- 450 þúsund seiða verður eina starf- semin þar fram á næsta ár. I haust veröur afráðið hvort reist verður 500 tonna matfiskstöð. Framkvæmdir verða þá þegar hafnar, þyki kosturinn fýsilegur. Ef af verður nýtast 150 þúsund 30 gramma gönguseiði fyrir þá stöð næsta sumar. Hin seiðin verða seld á erlendum markaði. Þar sem hrognin voru keypt að utan má ekki seija seiði úr þeim út fyrir stððina nema til út- landa, af öryggisástæðum. Það verður ekki fyrr en laxar úr þessum hrognum hafa hrygnt og seiði úr þeim hrognum hafa verið alin að seiðasala verður leyfð hérlendis. Þórður sagði að heitavatnsborunin hefði gengið erfiðlega á kafla, á um 200 metra dýpi. Fyrst hefði verið reiknað með heitu vatni á 300 metrum, en síöar heföi mönnum sýnst lfklegra að þaö fengist á um 500 metrum. 30-50 stiga heitur sjór verður notaður til þess að hita f erskvatnið gegnum f orhitara. HERB ISLENDINGAR. EIGA ERINDI Tll BJORGVINJAR OG A SOGUSLODIR VESTURLANDSINS Það eru sterk söguleg tengsl milli Björgvinjar og íslands. Á miðöldum var borgin dyr íslendinga að umheiminum, verslunarmiðstöð og höfuðborg um skeið. Björgvin státar af fjölmörgum stórmerkum byggingum frá miðöldum og tímum Hansakaupmanna. Gaman er að skoða elsta borgarhlutann í Björgvin. Staldra við á Fiskitorginu og rölta um Bryggjuna, sem er miðstöð listiðnaðar og handverks. Þar eru líka sérlega góðir veitingastaðir. Prófið gómsætu fiskréttina í Einhyrningnum. ( Björgvin er að finna áhugaverð söfn, nægir þar að nefna Bryggjusafnið og Hákonarhöllina. Það er alltaf eitthvað eftirtektarvert að gerast í Grieghallen: Tónleikar, óperur, leiksýningarog ballettar. Snemma sumars er árlega haldin mikil tónlistarhátíð í Björgvin sem laðar að sér fjölda gesta. Ef þreyta sest í beinin eftir göngutúr um gamla bæinn, er Ijúft að hvílast um stund á garðbekknum við styttuna af Snorra Sturlusyni og láta hugann reika aftur í aldir. Flugleiðir bjóða farþegum sínum til Björgvinjar bílaleigubíla á góðu verði. Einnig gistingu á vönduðum hótelum í borginni og í „fjalla-hyttum". Þarna gefst gott tækifæri til að njóta náttúrufegurðar norsku fjarðanna. Stórkostlegustu firðirnir eru flestir við bæjardyr Björgvinjar, á Vesturlandinu: Harðangursfjörður, Sognfjörður og Geirangursfjörður, svo einhverjir séu nefndir. Þetta eru heimaslóðir forfeðra okkar. Nú gefst þér færi á að heimsækja Dalsfjörðinn, heimabyggð Ingólfs Arnarsonar í Noregi. Á heimaslódiimforfeönmna BJORGVIN u. LEITIÐ FREKARI UPPLÝSINGA A SÖLUSKRIFSTOFUM FLUGLEIÐA. HJÁ UMBOÐSMÖNNUM OG FEROA- SKRIFSTOFUM.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.