Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1985, Blaðsíða 5
DV. LAUGARDAGUB15. JUNI1985.
ÆTLAR AÐ BYGGJA EIN-
BYLISHUS A FORNMINJUM
Mikill hiti er í íbúum Seljahverf is í
Breiöholti vegna fyrirhugaðrar
byggingar rúmlega 300 f ermetra ein-
býlishúss á staö sem samkvæmt
aöalskipulagi á að vera opið, grænt
svæði. Hafa undirskriftalistar gengið
milli nágrannanna vegna þessa.
Forsaga málsins er sú að á um-
ræddu svæði eru elstu fornminjar
Breiðholts, en þar stóð gamli Breið-
holtsbærinn. sem hverfið er kennt
við. Fyrir ofan er talin hafa staðið
kapella frá 14. öld og við hana er sagt
að kirkjugarður hafi verið. Hafa
komið upp bein þarna á lóöinni þeg-
ar rótað hefur verið í jarðveginum.
Er meiningin að grafa þarna upp ein-
hvern tíma og friða svæðið. A þeim
forsendum er svæðið grænt á aðal-
skipulagi.
Svo gerist það fyrir mánuði aðJón
H. Björnsson, eigandi Alaska, fer að
grafa þarna grunn, enda með bygg-
inganefndarieyfi upp á vasann. Þótti
nágrönnunum þetta furðulegt og
hafa farið býsna hljótt ef verið væri
að breyta aöalskipulaginu svo. Fóru
þeir því af stað með undirskrifta-
söfnun og sendu borgarstjórn sem
afturkallaði leyfiö og sendi bygg-
inganefnd málið aftur til umf jöllun-
ar.
„Þetta er hreinn og klár grunnur,
sem þarna er kominn og miktar
— nágrannarnir æf ir
breytingar hafa verið gerðar á land-
notkuninni. Þess vegna ætti þetta
mál að fara fyrir skipulags-
nefnd og skipulagsstjórn rfkisins,"
sagði ónafngreindur nágranni.
„Þetta er elstu minjarnar hér í
Breiðholti og æskilegt er að grafa upp
rústirnar. Við teljum að maðurinn
megi ekki byggja þarna, en grunnur-
inn er alveg við gamla Breiðholtsbæ-
inn þarsemhannstóð."
„Eg hef hugsað mér að búa í þessu
húsi," sagði Jón H. Björnsson. „Ann-
að vil ég ekki segja um þetta mál á
þessustigi."
Málið er þvi í biðstöðu og beðið er
efttrúrskurðibygginganefndar. -KÞ
Þegar hefur verifl grafinn grunnur fyrir einbýlishúsinu. í baksýn sjást
rústir gamla Breiflholtsbæjarins. Eins og sjá má nœr grunnurinn alveg
afl bœnum. DV-mynd VHV
Sá danski seldist
á einni viku
nú tókst okkur að fá dyrari gerðina, Skoda 120L
sérútbúna fyrir Danmörku með eftirtöldum búnaði:
Stærri vél (1200cc 52 Din hö.) Tveggja hraöa rúðuþurrkur Rafmagnsrúðusprautur
Tannstangarstýri Halogen framljós Læst bensínlok
Aflhemlar Teppi á gólfum Bamalæsingar á afturhurðum
Fullkomnara mælaborð Radial hjólbarðar (165 SR 13) Hallanleg framsætisbök
Hliðarlistar Bakkljós o.fl.
Þokuljós að aftan
Og allt þetta færðu á dönsku afsláttarverði
aðeins kr. 188.888.""
Ath. Opið ídag.
>A»
^4<--«
m..... ' l_ lljyH [SK^DA
L
n JÖFUR HF . . >¦•,_.¦.> ¦»
0
NYBÝLA VEGI 2 KÓPAVOGI S IMI42600 "^^|
¦ ¦¦NuoíS