Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1985, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1985, Blaðsíða 8
DV. LAUGARDAGUR15. JUNI1985. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF. Stjórnarformaflurogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriog útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjðrar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aostoðarritstjórar: HAUKUR HELGASONogELÍASSNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastiórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SfÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686*11. Auglýsingar: SfÐUMÚLA33. SfMI 27022. Afgreiosla,áskriftir, smáauglýsingar.skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-ogplötugero: HILMIR HF., SfDUMÚLA 12. Prentun: Árvakurhf. Áskriftarverð á mánuði 360 kr. Verð í lausasölu 35 kr. Helgarblað40kr. Núernógkomið Framhald starfa Alþingis yfir í næstu viku getur aöeins oröið þjóöfélaginu til skaða. Það leiðir til, að án skoðunar verða samþykkt illa smíðuð og seint fram borin stjórnar- frumvörp, sem eru á skjön við nútímann og eiga eftir að reynast þjóðinni dýr. Stjórnarandstaðan mundi sýna þjóðhollustu, ef hún legði stein í götu þessara frumvarpa, bæöi með málþófi og á annan hátt. Komiö hefur í ljós, að sumir þingmenn geta talað klukkustundum saman og er nú kjöriö tækifæri til að nýta þá listgrein. Ríkisstjórnin með forsætisráðherra í broddi fylkingar virðist halda, að afgreiðsla þessara frumvarpa verði stjórnarflokkunum gott vegarnesti, ef kosningar verða í haust. Þá verði þó hægt að segja, að eitthvað liggi eftir þessa ríkisstjórn. Þetta er rangt. Miklu frekar verður samþykkt frum- varpanna að eins konar myllusteini um háls stjórnarflokk- anna. 1 hverri viku koma í ljós nýir gallar á frumvörpun- um. Og vafalaust getur stjórnarandstaðan vakið ræki- lega athygli á því í næstu kosningabaráttu. Versta frumvarpið, sem rfkisstjórnin er að reyna að knýja í gegn, þrátt fyrir mótmæli úr öllum áttum, er það, sem fjallar um Framleiðsluráð landbúnaðarins. Meira að segja bændur eru á móti því. Og fyrir Sjálfstæðisflokkinn er það pólitískt harakiri. Slæmur er líka þríhöfða þurshm, sem f jallar um ýmsar nafnbreytingar á starfsemi Framkvæmdastofnunar ríkisins, en engar efnislegar breytingar. Þau þrjú frum- vörp eru tilraun til að klæða þjóðhagslega skaðlega iðju þeirrar, stofnunar í nýju fötin keisarans. Frumvörpin um nafnaskipti á sjóðum atvinnuveganna og ýmis mál bankakerfisins eru ekki eins slæm. Ekki hefur þó neinn treyst sér til aö mæla þeim bót á opinber- um vettvangi, ekki frekar en öðrum þeim frumvörpum, sem hér haf a verið nefnd. Þetta má allt bíða. Alþingi er þegar búið að afgreiða flest þau mál, sem geta orðið stofnuninni til sóma eða hindrað vansæmd hennar. Dæmi um hið síðarnefnda eru ný lög um þing- sköp, sem eru til þess fallin að gera starfshætti stofnunar- innar þjálari og skynsamlegri. Annað dæmi er frumvarpið um iánsfjárlögin, sem hlaut loksins afgreiðslu í þessari viku, rétt áður en sól er hæst á lofti og hálfnað tímaskeiðið, sem lögin fjalla um. Það mál verður því rfkisstjórn og stjórnarflokkum ekki til meiri skammar en oröið er. Frumvarpið um frjálsara útvarp er orðið að lögum, að vísu ekki fyrir tilstilli sameinaðs stjórnarliðs, heldur með óbeinu bandalagi Sjálfstæðisflokksins og Bandalags jafnaðarmanna. Þetta mál tefur ekki lengur fyrir því, að læsa megi dyrum Alþingis. Ef vilji hefði verið til, hefði mátt nota gærdaginn til að komast að einhverri niðurstöðu í bjórmálinu og forða Alþingi frá vansæmdinni, sem það er að baka sér með margföldum skrípaleik við meðferð málsins. Þá hefði Alþingi raunar haft hreint borð um þessa helgi. Úr því að ríkisstjórnin er staðráðin í að svala sjálfseyð- ingarhvöt sinni með þingstörfum í næstu viku, væri holl- ast að nota allan tíma til að þvæla fram og aftur um bjórinn og ekki hætta fyrr en niðurstaða er fengin. Tími, sem fer í annað, er glataður tími. Jónas Kristjánsson. Fánar í rigningu Mér finnst alltaf gaman á sautjánda júní. Það er mér i barns- minni hve ég f ylltist velsæld og gleði, þrammandi hundvotur niður eftir Laugavegi, með fána og blöðru, heyrandi óminn af öxar viö ána, einhvers staðar langt f ramundan. Nú orðið læt ég að visu börnunum eftir fánann og blöðrurnar. En niður Laugaveginn verð ég að ganga. Það er ekki sautjándi júni öðruvísi. Eg held ekki að sagnfræðingar framtiðarinnar muni telja árið 1985 öörum árum merkara í sögu lýðveld- isins, nema ef vera skyldi fyrir það,. hversu þaulsætnir þingmenn hafa verið þetta vorið. En það er þó við hæfi aö líta um özl um leið og maður óskar sjálfum sér og þjoðinni til hamingju með komandi þjóðhátíðar- dag. Sagnfræði verður fyrst skemmtileg, þegar menn fjalla um hana í viðtengingarhætti; um það sem hefði getað gerst, en binda sig ekki við það sem gerðist. Hvað hefði gerst, til dæmis hefði Island ekki orð- iö s jálf stætt ríki 1918 V Þá værum við kannski danskir rikisborgarar nú. Þá væri bjórmálið ekki það bitamál, sem það er þessa dagana, svo eitthvað sé nefnt Þá væri aldeilis annað yfirbragð yfir Norðurlandaþingum. Þá hefði Jón Baldvin orðið að fella Anker, til þess að verða krataformaður! Það hefði aldeilis orðið hvellur! Og Páll Pétursson talaði þá dönsku kannski ögn lipurlegar! Og í tilefni ófaranna f siðustu tveimur landsleikjum, mætti ímynda sér, aö 14—2 leikurinn heföi aldrei verið leikinn. (Betur ef svo væri, það er einhver hrooalegasta niðurlæging, sem Islendingar hafa orðið fyrir eftir að Kópavogsfundinum var slitið. Sumt fyrirgefst Dönum aldrei!) Hefðu Islendingar ekki orðið sjálf- stæðir 1918, væri efnahagsástandið iika gerólíkt þvi, sem það er nú. Þá Úr ritvéiinní Ólafur B. Guönason ættu íslenskar fiskafurðir greiðari leið inn á Evrðpumarkað, svo dæmi sénefnt. Við skulum vera hreinskilin, og viðurkenna, aö við höfum klúðrað efnahagsmálum. Astandinu i dag á þvi sviði verður best lýst með einu orði: „blankheit". („örbirgö" gæti lfka verið viðeigandi orð, en við skulum ekki verða hysterísk.) En úx því efnahagsmál okkar hafa verið nefnd, og þar sem við erum að ræða um fyrra samband okkar við Dani, er ekki úr vegi að rifja upp eitt það baráttumál, sem Jón Sigurðsson setti á oddinn, forðum, en arftakar hansgleymdu. J6n f orseti var lipur reiknimeistari og hann gerði kröfur é hendur Dönum. Hann benti á, að í aldalangri stjórnartíð Dana á Islandi, hefðu þeir arörænt þjóðina rækilega og flutt allan þann auð, sem hér skapaðist, jafnoðum til Kaupmanna- hafnar. Jön sá þvi fram á það, að þegar Islendingar ynnu sjálfstæöi sitt til baka, væri hætta á að þeir stæðu uppi, eins og þeir eru nú, þ.e.a.s. fátækir, því þjöðarkapitalið væri bundið í fögrum byggingum Kaupinhafnar. Þetta vildi Jón ekki sætta sig við, en kraföist þess, að Danir skiluðu ránsfengnum til baka. Þegar Jón gerði þessa kröfu, reiknaði hann út skuld Dana við Islendinga, og fékk út úr þvi dæmi dálaglega upphæð. En eins og áður sagði, var kröf um hans ekki sinnt, og eftir hans dag gleymdust þær. En á þessum siðustu og erfiðustu tímanum væri ekki ónýtt, ef tækist að innheimta þessa skuld! Reiknuð til núvirðis, og með uppsöfnuðum vöxtum og vaxta vöxtum, ætti hun að vera orðin allstðr. Liklega nðgu stór til þess að tæma danska rikiskassann i eitt skipti fyrir öll. En þá mætti taka land uppí þar gjald þryti. Sjáland er t.d. falleg eyja, og vel i sveitsett! Og meö dönsku gulli mætti jafna fjárlagahalla, viðskiptahalla og aðra slagsiðu i efnahagsmálum, fjár- magna husnæðismálakerfið alveg uppá nýtt, og byggja eina Seðla- bankahöll fyrir hvert ráðuneyti þar aðauki. Nú, þegar við höfum endurheimt handritin, væri þetta freistandi hugmynd. En hún hefur auðvitað þennan galla, sem flestar snjallar hugmyndir hafa — hún er ðfram- kvæmanleg. Þvi miður. Ojæja, úr þvi Jóni forseta tókst það ekki, er varla von til þess að Stein- grími verði ágengt. Svo þaö er ekki annað að gera, eins og málum er háttað, en bera sig karlmannlega, og halda upp á þjoðhátíðardaginn á viöeigandihátt. Allir með fána og blöðru, syngjandi í rigningunni. Gleðilegan þjoðhátíöardag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.