Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1985, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1985, Side 9
DV. LAUGARDAGUR15. JUNl 1985. 9 ÍSLAND LENGI UFI, HÚRRA, HÚRRA Islendingar halda upp á þjóðhátíð- ardag sinn í roki og rigningu ef að likum lætur. Eg man satt að segja ekki eftir öðru veðri sautjánda júní og kynni því illa ef nú brygði út af reglunni. Maður þarf að sanna ætt- jarðarást sína með því að berjast gegn slagveðrinu í sparifötunum og mestu föðuriandsvinimir taka börn- in sín á herðamar þegar hátíðarhöld- in standa hæst til að unga kynslóðin fái sem best notið þeinrar veðráttu sem við erum að halda upp á. Mér em minnisstæðar skrúðgöngurnar þar sem berleggjaöir skátarnir marséra biáir af kulda með rokið i fangið og leikarastéttin fer með Kardemommubæinn til að minna á Islandssöguna. Og svo kemur forsæt- isráðherra og flytur ræðu sem eng- inn heyrir fyrir ískrinu í hátölurun- um og allt í einu er kórinn farinn að syngja: Eg vil elska mitt land og þá fara börnin að heimta blöörur og ís. Það elskar enginn landið fyrir minna en einn skammt af blöömm og ís þeg- ar þjóðhátiðin er annars vegar. Stundum gera kariakórar tilraun til aö syngja 0, Guð vors lands, enda er það eflaust ofvaxið kvenfólki að komast svo langt niður í tónstefinu sem þjóðsöngurinn gerir ráð fyrir. Þess vegna em það bara karlakórar sem fá að spreyta sig á þessum guðs- sálmi, sem á að vera þjóðsöngur þó enginn kunni hann. Ö, Guð vors lands Ég hef tekið eftir því erlendis, á knattspyrnulandsleikjum, þegar þjóðsöngvar eru leiknir, að allur mannfjöldinn tekur undir sinn þjóð- söng og veit hvað hann syngur. Hér heima við slík tækifæri rikir slík grafarþögn meðan grammófónar skælast á þjóðsöngnum, að maður getur haldið að einhver nákominn hafi dáið og verið sé að minnast hans með einnar mínútu þögn. Þögnin stafar hins vegar af því að hér hefur engum dottið í hug að læra textann og veit ekki hvað hann á að syngja og getur það ekki heldur. Það er heldur engin þjóð nema Islendingar sem lætur sér til hugar koma að gera kirkjusálm að þjóðsöng, hversu fall- egur sem textinn annars er. Og nú má enginn halda aö mér sé í nöp við Guð vors lands, enda bæði trúrækinn og þjóðemissinnaður. Ég hefði hins vegar haldið að það væri ákjósan- legra fyrir landslýðinn að húrra f yrir fósturjörðinni eftir að hafa kyrjað löggiltan þjóðsöng upp í veöur og vind. Þjóðin hefði allavega betri samvisku á þessum hátíðisdegi aö bregða sér á videoleiguna um kvöld- matarleytið, eftir að hafa gert skyldu sina í skrúðgöngunum og þjóðsöngnum, og lagt það á sig að út- skýra fyrir börnum og barnabörn- um, hver Jón Sigurðsson hafi verið. Skuldunautunum fyrirgefið I fyrra eöa hittiðfyrra var Is- lendingum gerður sá grikkur að spyrja þá um deili á Jóni. Sumir héldu að hann væri togari, aðrir myndastytta og svo voru þeir sem héldu að hann hefði verið stjóm- málamaður og má telja það síðast- nefhda nokkuð góða söguþekkingu. Að minnsta kosti myndi hún duga á stúdentsprófi, þar sem menntaskól- amir útskrifa nemendur sína með þrjá í lágmarkseinkunn ef þeir gata ekki á krossaprófum. Það teljast nefnilega mannréttindabrot í þessu góöa landi, að vera felldur á prófum, rétt eins og það er mannréttindabrot að selja íbúðir á nauðungamppboð- um. Þetta er Rikisútvarpiö búið að finna út og fer nú herferð gegn því ill- þýði, sem selur ibúðir ofan af sak- lausu fólki. Skítt veri með þá sem hafa lánað peningana, enda er það ekki skerðing á mannréttindum aö tapa fé sem maður hefur lánað. Sam- kvæmt þeirri skilgreiningu eru skuldunautar gott fólk en lánar- drottnar vont fólk, enda segir í faðir- vorinu að maður skuli fyrirgefa „sín- um skuldunautum”. Þar er ekkert minnst á lánardrottna. Hvað varð um lýðveldið? En ég var að tala um Jón Sigurðs- son og sautjánda júní. Jón f orseti var að vísu enginn Bolivar eða Che Guevara eða Zorro, sem drápu mann og annan og urðu þjóðhetjur í skylm- ingum. Hann lenti heldur aldrei í þeim bamingi að halda afmælisdag sinn hátíðlegan eins og nú er orðin venja hjá okkur, afkomendum hans. En Jón var aftur á móti haldinn þeirri áráttu aö Islendingar ættu aö berjast fyrir sjálfstæði sínu og gat gert það sjálfur án þess að gerast skæruliði í óbyggðum. Hann hafði dyggan stuðning Fjölnismanna og sameiginlega lögðu þeir grunninn að því lýðræði sem kemur saman á Austurvelli einu sinni á ári í tilefni af afmæli Jóns. Stundum veltir maður því f yrir sér hvað verði um þetta lýðveldi hina daga ársins. Unga kynslóðin veit jú að styttan fyrir framan alþingishús- iö er af manni sem heitir Jón Sig- urðsson, en meðan hann er hvorki í landsliöinu né í poppinu og fæst ekki á videoleigum, þá kærir hún sig koll- ótta um sögu þessa manns. Og Fjöln- ismenn, hver jir voru nú það? Þriller til tilbreytingar Einu sinni var ég viðriðinn þjóðhá- tíðina í Reykjavík og við létum semja leikþátt um Fjölnismenn og tróðum upp með hann á sundlaugar- barminum í Laugardal. Þá var Ás- geir Asgeirsson forseti og við sátum þarna tveir, auövitaö í grenjandi rigningu, vegna þess að hinn helm- ingurinn af þjóöinni var ekki inter- Ellert B. Schram skrifar: essaður í „svona þungu efni”. Mig minnir að Gunnar Eyjólfsson hafi leikiö Jónas Hallgrímsson og gerði það vel eins og hans er von og vísa. En sennilega hefði ljóðskáldinu þótt það dapurlegur vitnisburður um þjóðina sem hann orti sín ástarljóð til að horfa upp til okkar Ásgeirs af sundlaugarbarminum, eina og yfir- gefna í rigningarsuddanum. Hvert er þá orðið okkar starf í sex hundruð sumur? Menn eru fljótir að gleyma og það á skemmri tíma. Ekki eru liðnir nema þrír mannsaldrar síðan Jónas Hallgrimsson sá ekki sólina fyrir þeirri þjóð, sem nú má ekki vera að því að lesa ljóðin hans. Og svo erum við, minni spámenn, að gera okkur breiða út af dægurmálum og gera grein fyrir atkvæðum okkar tU aö sagan geti dæmt okkur réttlát- lega! Við erum kannski dauð á morgun og okkar er kannski saknað fram yfir helgi. En hvað svo? Þjóðin heldur að vísu áfram að sanna ætt- jaröarást sina með þvi aö láta rign- inguna lemja sig sautjánda júni, en ekki meir, ekki meir. Húsameistari ríkisins, presturinn og moldin sjá til þess. Minningin hverfur í blámóðu sögunnar og geymist ekki einu sinni í myndastyttu. Saga kynslóðanna, saga þjóðarinnar bíður sín endalok í sjoppunum þar sem hægt er að kaupa blöðrur og ís, af því á þjóðhá- tíðardeginum er gefið fri tU að viðra sig í rigningunni. Og svo förum við á videoleiguna um kvöldið og leigjum okkur þrUler til tilbreytingar! Hræöileg ímynd Og hvað er það svo annað sem þjóðin hefur f yrir stafni 106 árum eft- ir dauða Jóns Sigurðssonar? Jú, niðri á alþingi snýst sjálfstæð- isbaráttan um bjór og þjóðarmetnað- urinn fær útrás inni á Laugardals- veUi, þegar landinn tapar fyrir óheppninni. Unga fólkiö kemst lengst í söguskýringum með þvi að benda á aö harða rokkið hafi tekið við af diskóinu og karlpeningurinn fær fæð- ingarorlof, þegarkonan verður ólétt. Af kvenfólkinu er það að frétta að nú er það á móti fegurðarsamkeppn- um, vegna þeirrar hræðUegu ímynd- ar sem hefst upp úr því að konur séu faUegar í augum karla. Ekki veit ég hvemig færi fyrir mér, ef mér verð- ur bannað að segja að falleg kona sé faUeg, en sjálfsagt á þaö fyrir þess- ari þjóð að Uggja að neita sér um þann munað. Að minnsta kosti væri þaö i stU viö þá sjálfspiningu sem felst í hátíöarhöldunum sautjánda júní, þegar veðurbarin skrúðgangan marsérar framhjá. Ég er íslenskur Þetta er nú myndin sem við blasir. Og við því verður sjálfsagt lítið gert. Þeir eru að vísu búnir að samþykkja það í þinginu að skylt sé að þýða aU- an erlendan texta upp á íslensku, þegar gervihnettimir og aörir en rík- isstarfsmenn fá að sjónvarpa tU okk- ar. Þannig ætlar alþingi Islendinga að viöhalda tungunni og arfleiföinni frá Jóni forseta og Fjölnismönnum. Bráðum fara þeir að skylda þjóðina tU að ganga meö merkimiða framan á sér: ég er íslenskur. Ef hún hefur týnt tungunni og tilfinningunni og sögunni, þá verður vitaskuld ein- hvern veginn að auðkenna þjóðina. Ef menn eru svo hræddir um aö frelsið, sem Jón forseti barðist fyrir, hafi þær hryggUegu afleiöingar að nú verði að texta íslenskuna, þá er ekki úr vegi að selja meikimiðana um þjóðernið sautjánda júní. En þeir verða að vera vatnsheldir. Það gerir þjóöhátíöarrigningin. Og ef alUr eru rækUega merktir þarf engan þjóð- söng og ekki hlómsveig að leiði Jóns Sigurðssonar. Og þá má jafnvel leggja niður frelsið, því hvað þarf þjóð að gera við frelsi, sem hefur texta og merkimiða og misnotar frelsið þar að auki tU að velja sér f eg- urðardrottningar? Island lengi lifi, það Ufi, húrra, húrra. EUert B. Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.