Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1985, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1985, Blaðsíða 10
10 DV. LAUGARDAGUR15. JUNI1985. Alþjóðamótið í Vestmannaeyjum: Duttlungar Lombardys settu svartan blett á mótið Skák Alþjóöamótið í Vestmannaeyjum verður lengi í minnum haft. Sjaldan hefur rflct annað eins upplausnar- ástand á nokkru skákmóti og er Lombardy lét sig hverfa og gerð var dauðaleit að honum um alla eyju. Hann var löngu fallinn á tíma á móti Jóhanni Hjartarsyni þegar hann fannst, sitjandi í makindum sínum á setustofunni á Hótel Gestgjafanum og hripaði niður motmælabréf. Hann var argur út í skákstjóra mótsins, kvaðst hafa verið beittur órétti og lýsti því yfir að hann væri hættur þátttökuímótinu. Síðar um kvöldið mætti hann ckki í biðskák sína á móti Ingvari As- mundssyni, sem að vísu var töpuð, en er liða tók á nóttina var komið annaö hljóð í strokkinn. Jóhanni Þóri tókst með löngu simtali að telja hann á að halda áfram taflmennsk- unni. Daginn eftir var hann aftur mættur til leiks og tefldi siöan þær skákir sem eftir voru. Framkoma hans þótti til skammar fyrir svo æru- veröugan prest og þetta haföi slæm áhrif á keppnisandann. I Safnahús- inu var eins og allt dytti í dúnalogn og friðsemdarjafnteflum fjölgaði til muna, þar til í síöustu umferðunum. Deilurnar vöknuðu í skák Lomb- ardys við Ingvar. Klerki fannst Karl Þorsteins standa of nálægt borðinu og rak hann burt með látum. Þetta gerðist tvívegis og í bæði skiptin átti Ingvar leik. Nærvera Karls hefði miklu fremur átt að trufla hann en þaö er alkunna að sá sem á lakari stöðu er næmari. Lombardy barðist nefnilega fyrir lifi sinu, tókst reynd- ar að klóra í bakkann rétt áður en skákin fór í bið en átti þó erfitt upp- dráttar. Drottning hans og þrj: peð máttu sín lítils gegn riddara, hrjk og fimm peöum Ingvars. Peð Lombard- ys féllu eitt af öðru en Ingvar var hins vegar ekkert að flýta sér og lét prestinn þjast eins lengi og hægt var. Eftir 104 leiki var mælirinn fullur og Lombardy hætti í mótinu til bráða- birgða. Lein varð efstur eins og meðfylgj- andi tafla sýnir, hlaut 9 1/2 v. Tryggði sér sigurinn að eigin sögn með því að tapa fyrir Short í síðustu umferð. Það var einkennilegt að horfa á sigurvegarann gefa síðustu skák mótsins. Annars tefldi Lein vel og var vel að sigrinum kominn. Hann taldi skákina við Plaskett úr 1. um- ferð vera sína bestu. Helgi tefldi af gífurlegu öryggi og hefði náð Lein ef Björn Ivar Karlsson hefði ekki þvælst fyrir honum í síð- ustu umferöinni og náð jafntefli. Sumum áhorfendum fannst Helgi samt ekki nógu grimmur — gerði ein sex jafntefli sem vart náöu tíu leikj- um en einbeitti sér að þvi að vinna „minni spámennina". Jóhann Hjartarson var ófarsæll framan af og Lombardy sló hann endanlega út af laginu. Þar sem hann hreyfði ekki peð í skákinni fékk hann bókað null en skákin telst hins vegar ekki með við útreikning titil- áfanga. Hreinn stórmeistaraáfangi var því úr sögunni og Jóhann kærði sig ekki um að hafa óhreint mjöl i pokanum. Ef fram heldur sem horfir kemst Guðmundur í flokk hinna ósigrandi ásamt Capablanca og Knezevic. Þetta var þriðja mótið í röð sem hann tekur þátt i og tapar ekki skák. Samtals 35 skákir án taps og geri aðrir betur. Þó var langt frá að tafl- mennskan væri litlaus. Engu var Ifk-* ara á stundum en allt kom fyrir ekki. Einhvern veginn leystust flækjumar uppíjafntefli. Sá er þetta ritar var lengi að kom- ast í gang, tapaði í 2. og 3. umferð á klaufalegan hátt. Karl átti skák mótsins i næstsíðustu umferð. Vann hann Lombardy snoturlega eftir tímahraksdans og taugastríð. Þeir tókust ekki í hendur fyrir skákina og er mát blasti við k vittaði Lombardy á pappirana og var farinn næst er Karl kom aö boröinu. Bragi fékk oft góðar stöður sem honum tókst ekki að nýta sér og Ingvar tefldi betur eftir því sem leið á mótið, var búinn aö snúa á Short í erfiöu riddaraendatafli en lék af sér og var hrikalega óheppinn gegn Plaskett. Er hann féll á tíma í væn- legri stöðu taldi hann sig hafa náð leikjunum en varö það á að ríta einn leikinn tvisvar og skákin var töpuð. Björn skorti greinilega keppnis- reynslu á svo sterku móti. Hann er með um 40 bréfskákir í gangi og býr yfir góðri byrjanaþekkingu sem oft kom að góðu gagni. Hann fékk ekki teljandi lakara eftir fyrstu leikina nema gegn Lein er hann beið of lengi með að na peði aftur sem hann hafði fórnað. Enski alþjóðameistarinn Jim Plaskett tapaði sjö fyrstu skákunum og var greinilega í miklu óstuði. Við skulum líta á skák hans við Braga, sem er gott dæmi um sambandsleysi hans á mótinu. Bragi drepur riddara en í stað þess að drepa aftur freistar Englendingurinn þess að skjóta inn sóknarleik en yfirsést svarleikur motherjans. Hvítt: JimPlaskctt Svart: BragiKrlstjánsson Frönskvörn. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 Rc6 4. Rgf3 Rf65.e5Rfd76.Bd3 Þetta er lakara en 6. Bb5, 6. Be2, eða 6. Rb3 sem er algengasta framhaldið. 6. —Rb4 7. Be2 c5 8. c3 Rc6 9.0-0 Be7 10.Bd3Db611.HelO-0 Vel kemur til greina að hirða peðiö meö 11. -cxd4 12. cxd4 Rxd4 13. Rxd4 Dxd4, þó svo hvítur hafi viss færi eftir 14. Rf3. Sú staða hefði verið Englendingnum að skapi, sem er hvergi banginn þrátt fyrir fáa vinninga. Bragi fer „öruggu leiðina". 12. dxc5 Rxc513. Bc2 f614. exf6 Bxf6 15. Rfl Dd816. Be3 b617. Dd2 He818. Hadl Bb 7 19. Rg3 Re5?! 20. Rxe5 Bxe521.De2 Hótar 22. Dh5 og 22. Bxh7 og 22. Bxc5 er einnig á döfinni. Svartur hefur fengið lakari stöðu. 21.— Bxg3 Nú er sjálfsagt að leika 22. hxg3 og hvíta taflið er betra. Plaskett átti 25 minútur eftir af umhugsunar- timanum, notaði 20 minútur á næsta leik, sem reyndist herfilegur afleikur. 22.Dh5?? Jón L Árnason 22.—Dh4! Svartur svarar í sömu mynt og nú kemst hvítur ekki hjá mannstapi. Plaskett sást augljóslega yfir þennan leik og nú stendur hann uppi með tapaða stöðu. 23. Bxh7+ Kh8 24. Bg6+ Dxh5 Fleiri er einn keppandi sem fylgdist með skákinni stakk upp á millileiknum 24. —Bxh2+ en Short benti á að svarti kóngurinn stendur í skák. 25. Bxh5 Bc7 26. Bxe8 Hxe8 27. c4 Re4 Með tvo menn fyrir hrók er vinningurinn einungis tæknilegt atriði. 28. f 3 Rf6 29. Bg5 Bd6 30. Bxf6 gxf6 31. cxdð Bc5+ 32. Khl e5! 33. d6 Hd8 34. d7 Kg7 35. h4 Kf7 36. He2 Bd4 37. f4 Hh8 38. Kh2 Hxh4+ 39. Kg3 Hh8 40. fxe5 fxc5 41. Hc2 Hd8 42. Hc7 Bd5 43. Hxa7 Ke6 44. b3 Hg8+ 45. Kh2 Hxg2+ 46. Kh3 Hg8 47. Hcl Hd8 48. Kg4 Kd6 49. Hdl Be6+ 50. KÍ3 Bxd7 51. Hxd4+ exd4 52. Ke4 Kc5 53. Hc7+ Bc6+ — Oghvíturgafstupp. JLA. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. lAnatoli Lein Helgi Ólafsson Jóhann Hjartarson Nigel Short Jón L. Árnason Guðmundur Sigurjónsson Karl Þorsteins William Lombardy Jonathan Tisdall Jim Plaskett Ingvar Ásmundsson Bragi Kristjánsson Ásgeir Þ. Árnason Björn Karlsson 1 2 3 4 5 6 7 8 g 10 11 12 13 4 Point. X % 0 A 'lz 'k 'k 'lz o O 0 0 o o Vi X Vi 'í 'k 'k % o o 0 o o % 1 % X >h % o o 'lx o o '£ o 0 o % 'k X 1 'k 0 Vz »/a 1 o o o o 'k % % o X 'k A 'h o o o o 1 'k 'U 'k '/* % A 1 A A 1 f Vk 'k i 1 'k 1 1 1 1 1 í °[ r 'k 1 1 'U 1 1 °l Mt Vz O 1 1 1 1 sí X o 'k o A X O 'k 'k A i 1 i o 'k 8 'k 'k A 'k í 1 A X O 'h 1 i 1 o 'U 1 i 1 1 1 14 'k 'k \ 'k x - 1 »/t 'k *k 1 Vk o 0 O X 1 O 1 1 H 'k o >k o o 'k 1 '/* O X >k 1 K h o % 1 'A X 'k % h 0 o 'k o o 'k X 1 i'L 0 o o o * 'k O X z. Hugmyndaríkt höf uð á ungum öxlum Tiunda Fríverslunarbandalagsmótið var haldið f yrir stuttu í Bordeaux. B-sveit Frakka, sem skipuð var eft- irtöldum spilurum, sigraði: Mouiel— Sussel—Levy — Abecassis—Crozet — De rousseaux. Chrisiian Desrousseaux er sonur kunns bridgemeistara sem spilaði í landsliði Frakka um árabil. I leíknum við England sýndi júniorinn að hann er síst eftirbátur föður síns í bridgespil- inu. Frakkar unnu leikinn 25—5 og eft- irfarandi spil átti talsverðan þátt í því. Allir á hættu/norður gefur: NOIUIUH *AG53 v ADG >G4 *AK65 ið félli. En margt fer öðruvisi en ætlað er. I lokaða salnum hófust sagnir með einu laufi í norður, F. Crozet. Austur strögglaöi á einum tígli og síðan klifr- aði suður, Christian Desrousseaux, alla leið upp í sjö spaða. Vestur spilaði út tígulniu, fjarklnn, drottning og ás. Otlitið var allt annað hjarta og kastaði tígultiu. Síðan tók hann trompin án þess að skeyta um það að engin innkoma var eftir til þess að taka á laufás. Þegar síðasta trompinu var spilaö varstaðanþessi: Norouh * — V — O G * A6 Vl.STl H A - V — O 3 + 98 Al'STlJU * - >? — O K + 104 Bridge VlMT H + 104 V 10843 0 93 + D9872 AuiUíU * 8 v 9765 / KD765 * 1043 M'nuit + KD9762 ^'K2 0 A1082 + G 1 opna salnum sögöu Englendingarn- ir Smolski og Stanley sex spaða á n-s spilin sem þeir unnu auðveldlega. Slemman virðist auöveld í sögnum og úrspili og allar likur voru á því að spil- Stefán Guðjohnsen en glæsilegt fyrir sagnhafa en þrátt fyrir æsku sína — hann er aðeins 19 ára — hef ur hann töluverða reynslu. Hann var fljótur að átta sig á stððunni og spilaði strax laufgosa með þeim ásetn- ingi að svina honuin. Vestur lagði hins vegar á og ekki batnaði ástandið við það. Nú var ekkert eftir nema nota hugmyndaflugið. Eftir að hafa tekið tvisvar tromp spilaði suður þrisvar SUÐUR *2 s? _ 0 82 *- Tígulgosa var kastað út úr blindum og draumar suðurs rættust þegar aust- ur kastaði tígulkóngi og suður átti tvo síðustuslaginaá8 og 2 í tigli. Sannarlega hugmyndaríkt höfuð á ungumöxlum. Mikill spilaáhugi í Reykjavík Þátttaka í sumarbridge í Reykjavík hefur verið með eindæmum góð, það sem af er. Fyrstu 3 kvöldin í sumar- bridge í Borgartúni 18 hafa samtals 170 pör spilað. Það gerir aö meðaltali 57 pör á kvöldi. Hjá Skagfirðingum hafa 86 pör spilað á sama tima þannig að vikulega hafa rúmlega 85 pör spilað. Er upp verður staðið í lok sumars munu tæplega 1.500 pör hafa tekið þátt í sumarkeppni í Reykjavík ef þátttaka verður svipuð út sumarið. Það er um 3.000 manns. Annars staðar á Norðurlöndunum hafa einnig verið í gangi sumarkeppn- ir, en þátttaka þar er hvergi nærri eins mikil og hér í Reykjavík. Hver skyldi vera ástæðan fyrir því? Af hverju eru aðeins um 60 pör að spila vikulega í Osló yfir sumartímann? Og svipuð tala í Kaupmannahöfn? Minni þátttaka er í Finnlandi en um Svíþjóð veit umsjón- armaður ekki. Trúlega er þátttakan bar þónokkur yfir sumartímann enda Sviar mikil spilaþjóð og vel skipu- lagöir. I f ramhaldi af þessari spilamennsku hafa komið upp hugmyndir hjá nokkr- um mönnum í Reykjavfk hvort ekki sé timabært að huga að spilamennsku allt árið i þvi f ormi sem nú er. Að spila eins kvölds keppni þar sem enginn er bund- inn af einhverjum félagsskap eða öðr- um þeim langtímaáætlunum sem f gildi eru hjá öllum félögum. Og um- sjónarmaður spyr sig, hví ekki? Slikum spilaáhuga verður að mæta á heimavelli og gera eitthvað fyrir. Því málið er það að stór hluti þess fólks sem sækir sumarspilamennsku er ekki kenndur við neitt f élag umf ram annað. Það hefur einungis gaman af að grípa í spil þegar því hentar. Hvernig væri að athuga málið fyrir næsta haust? Frá sumarbridge Skagfirðinga 6óð þátttaka er hjá Skagfirðingum í sumarbridge. Sl. þriðjudag mættu 32 pör til leiks og var spilað í 2X16 para riðlum. Orslit urðu þessi (efstu pör): A) StlE 267 1. Sigrún Pétursd.—Itósa Þorstetasd. 2. BaWurAmasoD—HaukurSigurjónss. 236 3. Magnús 232 4^-6. IngólfurLillendahl—JónBjörnss. 231 4.-6. Lárus Hennannss.—Þórarinn Arnas. 231 B) Stlg 1. Auton R. Gunnarsson—Guomundur Auð- onss. 271 l.AiuonR.Gunnarss.—ÍJuomiuitlurAuuuass. 271 IMagnnsTorfas.—GuomundurAubunss. 264 3. Erla Sigurjónsd.—Dröfn Guðmundsd. 247 4. HögniTorfason—ÖskarKristjánsson 246 Meðalskor i báöum riölum var 210 stig. Spilað verður á þriðjudögum í Drangey v/Síðumúla í allt sumar. Spilamennska hefstkl. 19.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.