Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1985, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1985, Síða 11
DV. LAUGARDAGUR15. JUNl 1985. 11 Fegurð og nefndir Konan mín tilkynnti mér um dag- inn aö hún væri búin aö finna nefnd sem ég þyrfti endilega aö reyna aö komast í, hún væri nefnilega alveg sniðin fyrir menn eins og mig. Eg fylltist auðvitaö áhuga og vildi endi- lega fá að vita hvaö nefndin héti sem hentaði mér svona vel. Þetta var þá stóriðjunefnd og haföi konan min verið að lesa um það í einhverju blaöi að nefndarmenn hefðu fengið borgað fyrir það að sofa á einhverju hóteli í útlöndum og taldi hún að þótt nefnd- armenn hefðu vafalaust staöið sig prýðilega í þessum efnum hefði ég slegið þeim öllum við, meira að seg ja farið létt með það, og orðið forríkur á þvi sem ég væri svo iðinn við heima hjá mér án þess að fá krónu fyrir það. Mér fannst þetta satt að segja ofmat á hæfileikum minum en gat þó ekki neitað því að ég ætti stundum erfitt meö aö halda mér vakandi þegar veriö væri að sýna börnum gólandi útlendinga í sjónvarpi eða skork vikindi í frumskógum Af ríku. A hinn bóginn er ég ekki í neinum vandræðum með að vaka þegar verið er að sýna f rá fegurðarsamkeppni og skiptir þá engu máli hvort hún fer fram í Broadway eða borgarstjórn Reykjavikur. Eg horfði á keppnina í Broadway mér til mikillar ánægju en þótti þó dálítið slæmt að ég hafði ekki hugmynd um hvað Rod Stewart var aö gera þarna. Siðar kom í Ijós aö hann vissi það vist ekki heldur og misskildi Björgvin þar að auki og fór að syngja utan dagskrár og fannst öllumþetta ógurlega gott hjá honum, konan min fékk meira aö segja gæsa- húð og bað mig í öllum lifandi bænum að þegja þegar ég spurði hana að því í miðju lagi hvað hún héldi að hefði verið gert við mig ef ég hefði allt í einu hoppað upp á sviðið og farið að kyrja uppáhaldslagið mitt, Isiand ögrumskorið. — Mér hefði sko örugglega verið hent út áður en ég hefði verið kominn að... blessað hefur mig. . . og ég sennilega aldrei fengið að koma inn á staðinn aftur, að minnsta kosti ekki i þessulífi. — Ussssssss, sagði konan min með svo mörgum essum að ég sá mér þann kost vænstan að hlusta á söngvarann sem er víst frægari en Kristján Jóhannsson og Pavarotti til samans. I fegurðarsamkeppni fer allt eftir fyrirfram geröri áætlun og það er víst þess vegna sem hún endaði á því að borgarstjórinn krýndi fegurðar- disimar og kyssti þær á kinnina eftir Háaloft BENEDIKT AXELSSON að þær höfðu beygt sig dálitið i hnjánum og má guð vita hvar hann heföi kysst þær ef þær hefðu ekki gert það. Að svo búnu var þessari fegurðar- samkeppni lokið og við tók sú sem fram fór í borgarstjóm í fegrunar- vikunni og þótt Rod Stewart væri þá löngu farínn af landi brott og af þeim ástæðum ófær um að endurtaka leik- inn frá því í Broadway fannst mér, seinni keppnin miklu skemmtilegri. Það sem mér fannst einna athyglisverðast er það að ég hef allt- af haldið að eitthvað nauða- ómerkilegt færi fram á fundum í borgarstjóm og stafar þessi mein- loka min trúlega af því að mér hefur alltáf fundist lýðræðið nákvæmlega eins í framkvæmd og einræði eftir að búið er að kjósa og því eigi minni- hlutinn aldrei annarra kosta völ en segja já og amen eða kannski réttara sagt nei og amen við öllu þvi sem meirihlutinn ákveður. Hins vegar geri ég mér grein fyrir þvi, þótt ég skilji þaö ekki, að meirihlutinn hefur ekki alltaf á réttu að standa og er ég til dæmis á þeirri skoðun að við, karlrembusvínin, eigum að hafa miklu meira gaman af því að þvo upp leirtau og ryksuga teppið í stofunni en að horfa á konu í sundbol, annaö væri óvirðing við kvenfélagið eins og þaö leggur sig. Fjölmiðlamenn virðast á hinn bóginn ekki á sama máli og ég í þessum efnum því að þegar einn af borgarfulltrúunum okkar mætti á fund í sundbolnum sínum um daginn var hann myndaður í bak og fyrir en ég þori að fullyrða að það hefði ekki verið tekin ein einasta mynd af Islenskir bridgemeistarar gera það gott ÍUSA Einar Guöjohnsen hefur fyrir löngu getið sér gott orð sem bridge- meistari á austurströnd Bandaríkj- anna. I janúar sl. vann hann 29 sveita keppni ásamt félögum sínum Stengel, CoonogSion. En Isiand hefur einnig eignast verðugan fulltrúa á vesturströndinni þar sem er Þorlákur Jónsson, eða Thor Jonsson eins og hann nefnist þar. Um sama leyti vann hann 47 sveita keppni í Palm Springs ásamt félögum sínum Fedder, Henderson, Kerr og Summers. Þeir Einar og Þorlákur eru báðir verkfræðingar í Bandaríkjunum. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 123., 125. og 126. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á eigninni Brekkutanga 18, Mosfellshreppi, þingl. eign Ásgeirs Sigurðs- sonar, fer fram eftir kröfu Útvegsbanka islands, Landsbanka islands, Búnaðarbanka islands, Veðdeildar Landsbanka isl., Gisla Baldurs Garðarssonar hdl. og Sambands almennra lífeyrissjóða á eigninni sjálfri þriöjudaginn 18. júní 1985 kl. 15.00. Sýslumaöurinn í Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 87., 92. og 95. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1983 á eigninni Arnarhrauni 17, eystri hluta, Hafnarfirði, þingl. eign Jóns Mýr- dal, fer fram eftir kröfu Sveins H. Valdimarssonar hrl. á eigninni sjálfri þriðjudaginn 18. júní 1985 kl. 13.15. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. honum ef hann hefði mætt á fundinn í úlpunni sinni. En svona er pólitfkin víst og viö því er sennilega ekkert að gera. Að lokum vil ég geta þess, ef það gæti orðið konum í borgarstjóm til. einhverrar huggunar, aö konan hans Rod Stewart fær eitt hundrað og fjörutfu þúsund krónur íslenskar fyrir að láta taka af sér mynd úti í NewYork. Það er óneitanlega mikill munur á prísunum þar og niðri í Skúlatúni. Kveðja Ben. Ax. / LJOSÍ SIÐUSTU ATðUMA FÍNNSf nép^ au vi£> ÆTTun au fpí&a /ÓL/Ta/Sku SAuÐKiWd/a/A CiO [SLF/y'SFA AAJ’FíJLK'UCOSTiWf/ A STu/YDlWt/i. maskinhuset leo modsena/s TOZ járnsmíðavélar Forstjóri Maskinhuset Leo Madsen A/S, Axel Nordahl, verður á Hótel Sögu (sími 29900), herbergi 611, og er þar til viðtals 16., 17. og 18. júní nk. frá kl. 2—6 e. h. alla dagana. Allar nánari upplýsingar veitir Vélsmiðjan FAXI hf. Skemmuvegi 34 Kópavogi. Sími 76633. töntur iqarðinn Gar&p'öntur. T é „ wnnar. Bgum 'íka 193,05,0109 gróöurskála. Paröáburður. Þunkaður hænsnaskítur frá Holtabuinu. fiarðáhöld attskonar. GarMöngur. Garðkönnur. Útiker, svalaker. Veggpottar í utvali. Gróðurhúsinu við Sigtún

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.