Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1985, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1985, Side 12
12 Nauðungaruppboð sem auglýst var i 37., 41. og 50. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Smiðjuvegi 11, þingl. eign Timburs og stáls hf., fer fram aö kröfu Bæjarsjóðs Kópavogs og Iðnþróunarsjóðs á eigninni sjálfri þriðju- daginn 18. júní 1985 kl. 13.45. Bæjarfógetinn i Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 37., 41. og 50. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á Smiðjuvegi 14 — hluta —, þingl. eign Hreiðars Svavarssonar, fer fram að kröfu Jóns Þóroddssonar hdl., Ásgeirs Thoroddsen hdl., Sigríðar Thorlacíus hdl. og Bæjarsjóðs Kópavogs á eigninni sjálfri þriðjudaginn 18. júní 1985 kl. 10.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 37., 41. og 50. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Kópavogsbraut 73, þingl. eign Gústafs H. Kristjánssonar, fer fram að kröfu skattheimtu rikissjóðs í Kópavogi, og Bæjarsjóðs Kópa- vogs á eigninni sjálfri fimmtudaginn 20. júní 1985 kl. 10.30. Bæjarfógetinn i Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 37., 41. og 50. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Skálaheiði 5 — hluta —, þingl. eign Guðmars Guðmundssonar, fer fram að kröfu skattheimtu ríkissjóðs í Kópavogi og Veðdeildar Landsbanka íslands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 20. júní 1985 kl. 10.45. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 37., 41. og 50. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Þinghólsbraut 42, þingl. eign Guðbjarts Oddssonar, fer fram að kröfu skattheimtu rikissjóðs í Kópavogi á eigninni sjálfri fimmtudaginn 20. júni 1985 kl. 11.30. Bæjarfógetinn í Kópavogí. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 37., 41. og 50. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Þverbrekku 6 — hluta —, þingl. eign Sighvats Jónssonar, fer fram að kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtudag- inn 20. júni 1985 kl. 11.45. Bæj’arfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 37., 41. og 50. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Furugrund 50 — hluta —, þingl. eign Auðuns Snorrasonar, fer fram að kröfu Gests Jónssonar hrl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 20. júni 1985 kl. 13.30. Bæjarfógetinn i Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 18., 20. og 22. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á eigninni Vatnsendabletti 25, þingl. eign Páls Þ. Pálssonar, fer fram að kröfu skattheimtu ríkissjóðs í Kópavogi á eigninni sjálfri fimmtudaginn 20. júní 1985 kl. 14.45. Bæjarfógetinn i Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 18., 20. og 22. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á eigninni Hliðarvegi 36, þingl. eign Ásdísar Báru Magnúsdóttur, fer fram að kröfu skattheimtu rikissjóðs í Kópavogi á eigninni sjálfri fimmtudag- inn 20. júní 1985 kl. 15.30. Bæjarfógetinn i Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 21., 31. og 37. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á eigninni Borgarholtsbraut 60, þingl. eign Ástríðar J. Jónsdóttur. fer fram að kröfu Guðjóns Steingrímssonar hrl. á eigninni sjálfri þriðjudag- inn 18. júní 1985 kl. 15.30. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 75., 81. og 82. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á eigninni Hamraborg 24 — hluta —, þingl. eign Benedikts Aðalsteins- sonar, fer fram að kröfu skattheimtu ríkissjóðs í Kópavogi, Útvegs- banka íslands og Veðdeildar Landsbanka islands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 20. júní 1985 kl. 15.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. DV. LAUGARDAGUR15. JONI1985. Gott fyrir þolinmóða Chateau Cantenac-Brown 1981 630 krónur 1,3 stig (af 10) Chateau Barthez de Luze 1982 .330 krónur 7 stig Saint Emilion 1982 (Luze) 310 krónur 7 stig Höfuðvígi góðvína heimsins, Brrdeaux-hérað í Frakklandi, er nú loksins komið á blað h já Ríkinu. Það- an eru hér á boðstólum rauðvín, sem ekki aðeins eru samkeppnishæf við vín annarra héraða og landa í verði og gæðum, heldur eru raunar sum hver fremst í flokki. Þetta er ánægju- leg tilbreyting, sem tekur sanngjamt tillit til stöðu Bordeaux í vínheimin- um. Bordeaux-vínhéraðið er nálægt Atlantshafsströnd Suður-Frakk- lands, við fljótin Garonne og Dordogne, sem sameinast í Gironde- fljóti. Héraðiö hefur í aö minnsta kosti tvær aldir boriö höfuð og heröar yfir önnur vínhéruð heims. Fyrir utan árgangs-púrtvín eru eðalvínin frá Bordeaux hin einu, sem ná kaup- hallarskráningu. Sem dæmi um slíka skráningu má nefna, aö um daginn sá ég flöskuna af svo nýjum árgangi sem 1978 af Chateau Petrus skráða á um 4.500 krónur flöskuna. Hin miklu víngæði á þessum slóð- um öðluöust frægö fyrir löngu. I kjöl- farið hefur verðlagið sprungið í loft upp. Þeir, sem áður keyptu þaðan hversdagsvín, leita nú aö miðlungs- vínum í öðrum löndum. Þeir, sem áður keyptu þaðan miðlungsvín, leita nú að eðalvínum í öðrum löndum. Þeir ,sem áöur keyptu þaöan eöalvín, eru nú komnir í þurrkví. Þetta ástand hefur rækilega endurspeglazt í framboði Ríkisins á vínum héraðsins. Til skamms tíma stóðust hin hversdagslegu Bordeaux-rauðvín, sem hér fást í 200 og 300 króna verð- flokknum, engan samjöfnuö við önn- ur vín í þessum sömu veröflokkum. En hvað um hinn kantinn? Einungis stórefnað ævintýrafólk leggur í að kaupa Chateau Talbot á 1060 krónur, því aö það skemmist auöveldlega í vondri geymslu hér á landi, ýmist hjá Ríkinu eða hjá veitingahúsum. Sumir hafa lagt í vana sinn að kaupa Chateau de Saint Laurent á 230 krónur, þegar þeir eru blankir, og Chateauneuf-duPape á 450, þegar þeim vegnar betur. Hvorugt þeirra er frá Bordeaux, en bæði eru frönsk. Fyrra vínið er dæmigert húsvín og hefur fengið hér sex í einkunn. Síöara vínið er lítillega betra, upp á sex og hálfan. En vantað hefiir slík vín á verði, sem væri þarna á milli. Tvöáum 300krónur Nú eru komin til skjalanna tvö Bordeaux-vín, sem eru upp á heila sjö í einkunn og kosta rúmlega 300 krónur í Rikinu. Það eru Saint- Emilion (Luze) á 310 krónur og Chateau Barthez de Luze á 330 krónur. Þar með má Chateauneuf- du-Pape fara að vara sig. Hið nýja Saint-Emilion er af árgangi 1982 um þessar mundir, alveg eins og gamli Saint-Emilion frá Bichot. Bæði eru þessi vín frá hægri eða nyrðri bakka Dordogne- fljóts, rétt áður en það sameinast Garonne-fljóti. Svæði þetta, sem heitir Saint-Emilion, er rétt austan við héraðshöfuðborgina Libourne. RAUÐVÍNSd^* PRESSANSp Jónas Kristjánsson y Vín þaöan eru aö nokkru frábrugðin þekktustu Bordeaux-vínunum, sem koma frá Haut-Medoc og eru að mestu úr Cabemet-Sauvignon berj- um. Saint-Emilion vínin em hins vegar að mestu úr Merlot berjum og þroskast mun hraðar en hin. Þau verða því drykkjarhæf mun fyrr, en ná oft ekki sömu hágæðum með aldrinum. I samanburöi vínanna frá Luze og Bichot kom í ljós, að Luze vínið var dimmra og dýpra að sjá, hafði ákveðnari ilm og var minna súrt á bragðið. Það sló Bichot víninu viö og var því verðugur fulltrúi svæðisins í blindri smökkun. Þar fékk Saint- Emilion 1982 (Luze, 75 cl, 12%) sjö í eirikunn. Þess ber að geta, að ár- gangurinn 1982 er með hinum allra beztu á síðustu áratugum. Því er vel hugsanlegt, að vinið eigi eftir að batna enn. Hitt nýja vínið, Chateau Barthez de Luze, er búgarðsvín frá Haut- Medoc, sem er á vestari bakka Gironde. Þaðan eru mörg frægustu Bordeaux-vínin, en Barthez er ekki eitt af þeim. Raunar hef ég hvergi fundið þennan búgarð á skrám, svo að sennilega er hann nýlegur af nálinni. En vínið er dæmigert minniháttar búgarðsvín frá Haut- Medoc, frekar gott, en ekkert sér- stakt. Argangurinn í Ríkinu er 1982 og gæöin mjög svipuð og á framan- greindu víni. I blindu smökkuninni fékk Chateau Barthez de Luze 1982 (75 cl, 12%) einkunnina sjö. Hins yegar má reikna meö, að Barthez geti sem búgarðsvín batnað í góðri geymslu í eitt eða tvö ár og haldizt í því ástandi í nokkur ár í við- bót, en hitt er sennilega nálægt sín- um toppi. Barthez er ekki eins mjúkt, vantar sennilega fullan þroska. Ilmurinn af þeim var mjög svipaður. Eðalvín uml988 Þriðja vínið, sem komið er til skjalanna frá Bordeaux, er annars eðlis. Það er frægt eðalvín frá búgarðinum Chateau Cantenac- Brown, sem er rétt sunnan við þorpið Margaux í suðurenda Haut-Medoc svæðis. A þessum slóðum eru ræktuö mörg fræg vín og ber þar hæst Chateau Margaux. Hjá Chateau Cantenac-Brown eru stunduö nákvæm vinnubrögð á 30 hekturum vínviðar og bruggaðir 15.000 kassar á ári i hefðbundnum stíl. Vínið er seint að taka við sér og verða mjúkt á bragöið, en endist síðan óvenju lengi. 75% vínberjanna eru Cabernet Sauvignon, sem gefa víninu þunga og varðveizlugildi. Beztu árgangar þess þurfa tíu ár til að verða að mildum og ljúfum eðal- vínum. Argangur 1981, sem að undanförnu hefur fengizt í Ríkinu, er frekar góður og ætti að þurfa um sjö ár til að ná fullri reisn. Og það gerist þá ekkifyrrenl988. Of snemmt er að kaupa sér þetta vin á veitingahúsi til notkunar strax. Hins vegar er kjöriö að kaupa það á 630 krónur flöskuna í Ríkinu til að setja í góöa, helzt svala geymslu til notkunar við hátíðlegt tækifæri ein- hvern tíma á árabilinu 1988—1992. Það er mun ódýrara en 1060 króna Chateau Talbot og mun merkara að mati fræðimanna. Að vísu hefur vínið þroskazt nóg til að hægt sé að drekka það núna. En í því tilviki kemur í ljós, að enn sem komið er getur það ekki talizt miklu betra en hin tvö vínin, sem sagt hefur verið frá í þessari grein. Chateau Cantenac-Brown (75 cl, 11,5%) fékk í blindu smökkuninni 7,5 í einkunn. Það var byrjað að brúnk- ast, var dimmt og þungt, ilmur og bragð byrjað að mýkjast. Með tíð og tíma ætti þetta vín að fara yfir átta í einkunn og jafnvel fara upp í níu. Þetta er sjálfur tind- urinn í Ríkinu, aðeins kleifur hinum þolinmóöu. Jónas Kristjánsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.