Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1985, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1985, Blaðsíða 14
14 Mlíl .81HUDACU DV. LAUGARDAGUR15. JUNI1985. ÚTBOÐ Vegagerð ríkisins óskar eftir til- boðum í Krýsuvíkurveg — Bláfjallaveg: Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Reykja- vík (aðalgjaldkera) frá og með 20. júní 1985. Vegamálastjóri. KENNARAR Eftirtaldar stöður eru lausar í Hveragerði. Við grunnskólann: Staða smíðakennara og staða myndmennta- kennara. Viö gagnf ræðaskólann: Tvær stöður. Kennslugreinar: stærðfræði, eðlis- fræði, samfélagsfræði og íslenska. Við barnaskólann: Tvær stöður í almennri kennslu. Upplýsingar veita: Skólastjóri gagnfræðaskólans í síma 99-2131 eða 4232, skólastjóri barnaskólans í síma 99- 4326 og formaður skólanefndar í síma 99-4430. Skólanefndin. HAGSTÆTT VERÐ! Viðskiptavinir Heklu! Við bendum á hagstætt verð á dempurum. Komiö og gerið góð kaup. Demparar í: Verð kr.: Golffr................... 1.390 Jettafr.................. 1.390 Pajero fr. ................ 1.250 Coltfr. .................. 1.550 Galant fr. ........... ___ 1.550 Galanfaft. ............... 990 Range Rover............. 1.220 VIÐURKENND VARA MEÐ ÁBYRGÐ SAMA VERÐ UM LAND ALLT! RAIMGE ROVER 0HEKLAHF Laugavegi 170-172 Sími 2124Q 0g allir tóku und- ir meó The BOSS — DV meðal 60 þúsund áhorfenda á tónleikum Bruce Springsteen íGautaborg Frá Gissuri Pálssyni, fréttaritara DV í Gautaborg: Rúmlega 60 þúsund manns troöfylltu Ullevileikvanginn öðru sinni nú um helgina er ameriska rokkgoöiö Bruce Springsteen sótti Svía heim í Gauta- borg. Hann sigraði Ullevi. Hann lagði alla að f ótum sér og breytti leikvangin- um í stærsta dansgólf i heimi. Með ótrúlegri sviðsframkomu dró hann aHa með sér í sönginn og rokkið. Það var stórkostleg upplifun að heyra 60 þusund manns sy ngja einum rómi með „The Boss" sem f orsöngvara. Um leið og fyrsta lagið „Born in the U.S.A." byrjaði að hljóma fékk maður þá tilf inningu að maður væri að fara að upplifa eitthvað stórkostlegt. Hvert gullkornið á fætur öðru: „The River", „Dancing in the dark", „Cover me" f laut af vörum meistarans og þetta var bara upphafið. Hann spilaði öll þau lög sem maður átti von á og mikið meira. Leikvangur- inn gekk í bylgjum og hefur skjálftinn örugglega mælst hátt á Richterskalan- um. Við innganginn var dreift textablöð- um sem innihéldu „Hungry heart" og „Dancing in the dark". Hver einasta læs sála tók undir með „The Boss", „Everybody's got a hungry heart" og „You can't start a fire without a spark". Aldrei áður hefur ríkt þvilík stemmning á hljómleikum. Haft var eftir einumgestanna: „Þetta var eins og að vera á Stones, Bowie og Dylan-hljóm- leikum, öllum samtímis, Hver hljóm- ur, hvert hljóð var eins og dælt beint f æð." Stórkostlegast af öllu var lokalagið „Twist and shout", þá þurfti maður ekki að dansa lengur, leikvangurinn dansaði undir fótum manns. Það siðasta sem foringinn sagði áður en hann hvarf: „Eg er fangi, fangi rokksins". EftirhljómleikanasagðiBruce: „Eg er mjög ánægöur með þessa hljóm- leika. I kvöld spilaði ég af nautn. Eg og hljómsveitin gáfum allt sem við áttum i kvöld, við getum ekki betur." Hann leit mjög þreytulega út eftir þessa tæplega fjóra tíma. „I byrjun hljómleikaferöalagsins spiluðum við ennþá lengur, rúmlega f jóra og hálfan tíma," sagði Bruce. „En til þess að geta spilað á útopnu aflan timann, urð- um við að stytta hljómleikana þegar þeimfóraðfjölga." UUevi leikvangurinn skilaði hlut- verki sinu vel, þó að hann hafi upphaf- lega verið hannaður sem iþróttaleik- vangur. Tveir risavaxnir videoskermar voru við sviöið og sýndu stöðugt það sem var að gerast á sviðinu. Hætt er við að ef þeirra hefði ekki notið við þá hefðu þessir hljómleikar ekki heppnast eins vel og raun varð á. Mikið var um að vera í Gautaborg þessa helgi og voru götusalar á hverju horni að selja minjagripi um þessa hljómleika. Þar kenndi ýmissa grasa: treflar, ennis- bðnd og T-bolir merktir „The Boss" í bakogfyrir. Þrátt fyrir að reynt hafi verið að koma í veg f yrir svartamarkaosbrask, með þvi aö selja síðustu 1000 miðana sama dag og hljómleikarnir fóru fram, var það ekki hægt. Miðaverð var um 500 ísl. krónur og fór í um 2000 krónur fyrir utan leikvanginn. Þeir sem ekki náðu sér i miða með nokkru móti reyndu að klifa veggi leikvangs- ins. Reyndist það með öllu ógerlegt og einn hinna klifurglöðu hrapaði niður á malbikið og stórslasaðist. Mörg þúsund Springsteen-aðdáendur máttu því standa úti f yrir leikvanginum þó að þeir hefðu ferðast langar leiðir til að, komast á hljómleikana. GP/Gautaborg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.