Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1985, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1985, Qupperneq 16
16 DV. LAUGARÐAGUR15. JUNI1985. me t*SS; i 17. JUNI Á ÁRI ÆSKUNNAR A ótrúlega skömmum tíma hefur Island breyst úr fátæku landi með fábreytta atvinnuhætti í velferðarþjóðfélag. Þessi breyting er verk margra þjóðhollra aíla. Samvinnumenn eru stoltir af að haía átt nokkurn þátt í þessari breytingu. A þjóðhátíðardegi á ári æskunnar senda samvinnumenn æskufólki sem og öðrum landsmönnum þjóðhátíðarkveðjur. SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA Ég skil ekki af hverju flestir félagar mínir eru svona hissa á því aö ég skuli hafa farið á Leikinn. Ég sem hef séö Bayern Miinchen og HSV keppa í Ham- borg og Hamborgara vinna 2—1. Rummenigge eldri lék hér um bil síö- asta leik sinn fyrir Bæjara og Sören Lerby gat ekki neitt. Svo er ég líka í hinu viröulega Zico-vinafélagi ásamt kunnum lögfræðingi hér í borg og viö ætlum til Mexíkó ’86. (Zico er besti fót- boltamaður i heimi, hvað sem hver segir. Hann er frá Brasiliu.) Við ætlum aö fljúga út til New York og leita meö logandi ljósi aö Rambler ’66, mála ut- an á hann slagorðið ZicoPals og keyra sem leið liggur suður eftir. Fylgja svo brasilíska landsliöinu eins og skugginn og taka þátt í gleðinni þegar Brassam- ir verða heimsmeistarar. (Það er róg- ur og illmælgi aö Brasilía sé á niöur- leið. Zico er aftur kominn í liðið og far- inn að skora.) Hitt er svo annaö mál að sjálfur hef ég aldrei stigið niður á knattspymu- völl, ekki síöan í gamla Mýrarhúsa- skólanum fyrir ævalöngu — ef kalla má flísalagt gólfið þar knattspyrnuvöll sem ég efast um. En leikfimikennarinn okkar hét Hálfdán og bar nafnið með sóma; hann var alltaf hálf dán og nennti ekki að kenna okkur svo þaö var bara skipt í lið og spilaður fótbolti. Ég var með. Ég fer ekki nánar út í þá sálma. Sælt er sameiginlegt skip- brot En þarna var ég semsé kominn á Leikinn. Strákarnir ætluðu að keppa á móti Spánverjum og gott ef ekki vinna. Ég ákvað að gera Strákunum ekki þann grikk að halda með þeim; öll lið sem ég held meö tapa nefnilega. Ég byrjaði að fylgjast með fótbolta — í sjónvarpinu — þegar heimsmeistara- keppnin stóð yfir 74 og var ákafur stuðningsmaður Hollendinga. Cruyff og strákamir gáfu tóninn með því að klúðra úrslitaleiknum. I Argentínu 78 hélt ég samt áfram með Hollendingum en Rensenbrink stóð ekki undir þeim vonum sem ég batt við hann. Örlög Brassanna á Spáni em svo aftur á móti þyngri en tárum taki. Meira að segja í ensku knattspymunni, sem ég nenni ekki aö horfa á en les bara um í blöðun- um, er hið sama uppi á teningnum. Ég ákvað fyrir löngu að halda með Ulfun- um og nú féllu þeir með skömm niður í þriðju deild. (Þetta á ekki bara viö um fóltbolta; á hvaða sviði sem er tapa þeir sem ég held með. Þegar ég var með sögu Rómaveldis á heilanum og las Livius áður en ég fór að sofa og Gibbon í þynnku uppgötvaði ég einu sinni að all- ar mínar eftirlætispersónur voru of- látungar sem höfðu risið gegn Róm- verjum og fallið. Hannibal, Júgúrta, Spartacus, Vercingetorix og fleiri; umfram allt Míþridates mikli. Ég hélt með Lucullusi fremur en Pompeiusi, Pompeiusi fremur en Caesar, Caesar fremur en Agústusi. — Þetta á ekkert skylt við samúö með lítilmagnanum. Þetta er sælt sameiginlegt skipbrot fatalistaoglúsera.) Slátrarinn frá Bilbao Svo ég ákvað að halda með Spán- verjum. Snúa á örlögin, þó ekki væri nema til þess að hughreysta alla þá sem voru svo sárir þegar Skotar stungu af með sigurinn fyrir skömmu. Spánn — mitt lið. Slátrarinn frá Bilbao

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.