Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1985, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1985, Blaðsíða 17
DV. LAUGARDAGUR15. JUNl 1985. 17 Texti: Illugijökulsson Mynd: Er/ing Asþelund Sþánverjum frygðarstunum Emanúelle — rétt eins eins og fífl, þvert ofan í fagran ásetn- og stöllur þeirra á vellinum yfir knatt- ing um að halda með Spánverjum. Það leikni og boltameðferð. (Þessi orð hef virtist reyndar vera farið að bera ég lært af íþróttafréttariturum. Eg hef árangur. Og þetta mark var fallega grun um hvað þau þýða.) búið til, því verður ekki mótmælt. — minn maður. Var Andoni Coiooechea yf irleitt í liðinu? Það hafði ég ekki hug- mynd um, því ekki datt mér í hug að kaupa leikskrá. (Nú eftir á ermérsagt að Slátrarinn hafi vissulega verið í lið- inu, aftasti maður í vörn. Hanh hafi hagað sér eins og stakur séntilmaður eins og jafnan hér á landi. Skyldu þeir Schiister og Maradona trúa því?) Það virtist lfka vænlegt að halda með Spánverjum. Ég sá í blöðunum að flcstir spáðu því að leikurinn endaði 2—1 fyrir Spán en ýmsir hölluðust að 3—0. Svo voru þeir sem töldu að Island myndi vinna en þeir nefndu engar töl- ur. Sögðust bara vona að Strákarnir my ndu standa sig j af nvel og gegn Skot- um. Þann leik sá ég ekki. Og heyrði varla. Stúlkur klæddar appelsínu- safafernura Þegar ég kom inn á Laugardalsvöll- inn — deija vu! Eg hafði komið þar áð- ur. Þetta á ekkert skylt við dulræna reynslu; það rifjaðist bara upp fyrir mér að einhvern tíma fyrir óralöngu hafði ég farið á þennan völl en endað á því að fylgjast fyrst og fremst með sjónvarpsupptökuvélunum. Ekki man ég fyrir mitt litla og óhrjálega líf hverjir voru að keppa og kannski vissi ég það aldrei. Það hefur þó tæpast ver- iö mikilvægur landsleikur (léku Is- lendingar annars mikilvsega landsleiki i þá daga?) því viðhöfn var miklu minni en nú og auglýsingauppákomur engar, að því er mig minnir. Það var svolítið um þær í þetta skipti. Litlar stelpur í appelsínusafafernum hlupu flissandi kringum völlinn, fallhlífar- stökksmenn renndu sér fimlega niður á hann og höfðu sumir auglýsingafána aftan úr sér. Ojájá, það er nú það. Eg sá lika að meðal þeirra auglýsinga sem að venju var raðað umhverfis völlinn voru fjölmargar sem ætlað var að höfða til Spánverja. Þeir ku hafa séð leikinn beint í sjónvarpinu og í sigurvímunni eftir á hafa þeir ábyggi- lega hlaupið sem leið lá út á næsta veitingahús og pantað sér bakkalá. Af gömlum konum Áhorfendur voru býsna margir, held ég; tíu þúsund sagði einhver og það telst vist ansi gott. Þeir voru af öllum stærðum og gerðum en feður með syni sína voru einna mest áberandi. Eg sá líka furðanlega margar gamlar konur. Gamlar konur á Islandi láta ekki að sér hæða og neita bersýnilega að hafa einungis áhuga á hannyrðum og barna- börnum. Eg minnist þess að eiriu sinni þegar ég var á blómagelgjuskeiðinu þá laumuðumst við nokkrir félagarnir inn á Emanúelle-mynd í Stjörnubíói og fór- um klukkan ellefu til að minna bæri á því að við værum ekki í Fjalakettinum að horfa á Kurosawa. Að visu höfðu fleiri fengið sömu hugmynd og bíóið var því sem næst fullt. Þegar ljósin komu upp í hléinu bjóst ég við að sjá ekkert nema gamla frakkakarla og bólugrafna, blóðrjóða stráka eins og okkur, og víst var slangur af þessum manngerðum þarna. En mest varð ég hissa (eða hissastur eins og Olafur heitinn Jónsson sagði) á því að meiri- hluti bíógesta var kvenkyns. Þær voru næstum allar komnar vel af miðjum aldri, suinar rúmlega það, og voru gjarnan tvær og tvær saman. Rosknar lesbiur loksins komnar úr felum? Eg held reyndar ekki. En alténd virtust þær skemmta sér konunglega yfir Lítíll íslenskur f áni Svo komu liðin inn á völlinn. Fremst fóru fánaberar með spánska og ís- lenska fánann og það vakti heykslun þeirra sem nærri mér stóðu að íslenski fáninn var f ast að því helmingi minni en þeirra sunnanmanna. Lofaöi ekki góðu fyrir Islendinga en úr því ég hélt með Spánverjum var mér alveg sama. Það voru leiknir þjóðsöngvar og svo fóru leikmenn að búa sig undir að byrja leikinn, innan um fallhlífar- stökkvara og áhrifamenn sem bukkuðu sig og beygðu hver fyrir öðr- um. Þarna var Teitur Þórðarson sem vissi ekki enn að hann myndi skora mark á 33ju 'mínútu og þarna voru lika þeir Manuel Sarabia og Marco Alonso sem höfðu ekki grænan grun um að þeir myndu vinna leikinn fyrir Spán. Ekki svo að skilja að ég hafi vitað hverjir þeir voru. Eg þekkti að vísu Teit af því hann er dekkri en aðrir ís- lenskir landsliðsmenn en félaga hans þekkti ég fæsta og engan Spánverja. Ekki einu sinni Slátrarann. Dómarinn Daina Þegar fallhlifarstökksmennirnir höfðu loks dregið auglýsingar sinar út af vellinum byrjaði leikurinn snögg- lega. Eg sá ekki hvort liðið hóf spörkin. Enda skipti það litlu máli; boltinn barst milli liða eins og til er ætlast og dómarinn Andre Daina f rá Sviss hring- snerist eins og skopparakringla á miðjum veliinum. Ég heyrði að nær- stöddum feðrum leist ekkert á þennan dómara. Hann dæmdi þann fræga leik þegar Juventus vann Liverpool og þeir mundu greinilega enn eftir vítinu sem hann dæmdi þegar Boniek var brugðið. Utan vitateigs, hugsið ykkur! VivaEspana! Daina var hins vegar hvergi smeyk- ur og hafði sig mikið í frammi með flautuna sína. Sama gerðu fáeinir spánskir áhorfendur sem höfðu komið sér fyrir fremst í stúkunni með fána, blistrur og eina mikla trommu sem þeir hvöttu sína menn öspart áfram með. Þeir sungu meira að segja Viva Espana sem ég hélt að engir kynnu nema Islendingar; ég var farinn að halda að þessi lagstúfur hefði veriö fundinn upp af þorstlátum löndum mínum í sólarferð. En svo var greini- lega ekki. Þessir fáu áhangendur Spánverja létu svo mikið að sér kveða að stundum yfirgnæfðu þeir hróp og köll Islendinga og einkum var bumban áberandi. Eg trúi að þessir Spánverjar hafi veriö öllu duglegri við hvatningar en allir þeir 1200 Skotar sem hingaö komu, sællar minningar, enda voru þeir duglegastir á bjórkrám og á göt- um úti. En um það skal ég annars ekk- ert segja því Skotaleikinn sá ég ekki, einsogfyrrsagði. Leikurinn var ekkert sérstaklega skemmtilegur til að byrja með. „Spán- verjar beita skyndisóknum," sagði maður nokkur spekingslega fyrir aftan mig og var auðheyrilega stoltur yfir því að geta sagt það um annað lið en hið íslenska. Hvað veit ég? Ég veit bara að þegar 33ja mínúta rann upp stóð ég mig allt í einu að því að vera farinn að klappa saman höndunum „Sparkaðu hann niður!" I leikhléinu fór fram asnalegur leik- ur til þess að auglýsa einhverja bíla- tegund og svo byrjuðu menn að kasta spjóti. Litiu dreiigirnir sem komu með feðrum sínum voru miður sín yfir því að fá ekki aö sjá sterkasta mann í heimi kasta staurum og draga vörubíla og spjótkastið fór fyrir ofan garð og neðan. Þó mun hafa verið sett vallar- met. Það var annað að sjá til Strákanna í seinni hálfleik en hinum fyrri. Eftir ör- fáar minútur haföi Sarabia jafnað eins og örlögin höfðu kveðiö á um og Strákarnir voru ekki með á nótunum. Ahorfendur voru ekki alls kostar ánægðir. Eftir því sem leið á leikinn urðu köliin háværari; þeir vildu að Strákamir „færu í'ðá, stoppuðu 'ðá, pressuðu 'ðá, tækluðu 'ðá", og einn gamall maður nálægt vini mínum var ekkert að skafa utan af því. „Sparkaðu hann niður;" hrópaöi sá gamli þegar tækifæri gafst. „Það ætti að kjöldraga þessa andskota;" Þessi maður var ódrukkinn og sýndist sömuleiðis þokkalega ógalinn svo hér hefur sjálf- sagt verið um að ræða andlegan föður þeirra sem gengu berserksgang í Brussel. Fuss og svei Þegar Spánverjarnir komust svo yf- ir voru Strákarnir orönir hikandi og mistókst margt. Þeir misstu boltann, vanræktu að hreinsa frá, héldu spilinu ekki gangandi. (Þetta allt hef ég líka lært af íþróttafréttariturum.) Fuss og svei heyrðust frá áhorfendabekkjun- um en þrátt fyrir allt studdu áhorfend- ur Strákana sína duglega. Þeir baul- uðu eins og heilagar kýr í hvert sinn sem Spánverji braut á Islendingi eða dæmt var á Islending fyrir sams konar brot á Spánverja. Svo veinuðu þeir af fögnuði þegar Strákunum tókst þokka- lega upp við svo einfalda hluti að Zico eða Platini hefðu blygðast sín fyrir að framkvæma þá. Og þegar Islendingar skutu á mark létu þeir rækilega til sín heyra — uns vonbrigðastunan reis upp af vellinum þegar skotiö f ór út um þúf- ur. Sjálfum var mér orðið kalt og farið aðdauðleiðast. öryggisgæslu stórlega ábótavant! Leikurinn endaði, eins og svo margir höfðu vitað fyrir, 2—1. Það var að minnsta kosti skárra en 3—0, en ég sá ekki betur en allir færu hundfúlir af vellinum. Nema náttúrulega spænsku áhorfendurnir. Eg sá það raunar skömmu seinna niðri í Tryggvagötu að þetta voru svo tii eingöngu Spánverjar sem hafa verið búsettir hér á landi ár- um og áratugum saman og sumir meira að segja frá Suður-Ameríku. Þetta er gamla sagan um að ala nöðruna við brjóst sér. En ekki ætla ég að kvarta. Mitt lið vann — aldrei þessu vant. Að lokum vil ég taka fram að öryggisgæslu á vellinum var stórlega ábótavant. I frakkavasanum hafði ég tvö hárbeitt skrúfjárn sem eru vinsæl morðtól á fótboltaleikjum. Þaö var se.nnilega eins gott að ekki hallaði á mínamenn... -IJ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.