Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1985, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1985, Blaðsíða 18
18 DV. LAUGARDAGUR15. JtJNl 1985. fLausar stöður hjá Rey kja víkurborg Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. Matreiðslumeistara — forstöðumann mötu- neytis. Um er að ræða 100% starf. Vinnutími er frá kl. 8—16. Óskað er eftir starfsmanni með meistararéttindi eða sambærilega menntun. Starfsstúlku í mötuneyti, 75% starf. Um fram- tiðarstarf er að ræða. Starfsstúlku á dagdeild þjónustuíbúða frá 1. sept., 100% starf. Vinnutímifrá kl. 8—16. Upplýsingar um stöður þessar veitir skrifstofa þjónustuíbúða frá kl. 9 til 13 daglega í síma 685377. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkur- borgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknar- eyðublöðum sem þar fást fyrir kl. 16.00 miðvikudaginn 26. júní 1985. iG'TÆTT VERB ! Viðskiptavinir Heklu. Við bendum á hagstætt verð á stýrisendum og spindilkúlum. Komið og gerið góð kaup. Stýrisendar í: Verð kr.: Golf —► ’84 ............580 Jetta —> ’84 ...........580 RangeRover..............690 * Land Rover..............295 Allegro ................195 Mini ...................195 Spindilkúlur í: Verðkr.: VW 1200,1300 ...........460 VW Fastback ............330 VW Transporter ’80 .. 880 VHDURKENND VARA MEÐ ÁBYRGÐ SAMA VERÐ UM LAND ALLT! Fallhlífarstökkvari kemur niður með fána A-Þýskalands á Laugardalsvellinum. Óstöðvandi munn ræpa á HM-leik — setti Ijótan blett á landsleik íslands og Spánar Það vakti mikla athygli á Laugar - dalsvellmum, i landsleik Islendinga og Spánverja, að leikmenn íslenska liðsins hreinlega gáfust upp eftir að þeir voru búnir að skora fyrsta mark leiksins, 1—0. Leikmenn íslenska liðsins drógu sig þá aftur í vörn — gáfu eftir miðjuna þannig að Spán- verjar tóku öll völdin í leiknum. Sókn er besta vörnin, er oft sagt. Það 2r þvi furðulegt að leikmenn ís- lenska liðsins skuli hafa dregið sig til baka og enn furöulegri var sú liðs- uppstilling sem Tony Knapp lands- liðsþjálfari tefldi fram. Janus Guð- laugsson var látinn leika stööu bak- varðar og Sigurður Grétarsson í stöðu miðvallarspilara en það hefur ekki verið hans sterkasta hliö. Sig- urður leikur ávallt sem fremsti mað- ur — hefur ekki yf ir að ráða þeirri út- sjónarsemi sem góöur miövallarspil- ariþarf aðhafa. Af þeim fjórum miðvallarspilurum sem hóf u leikinn var aðeins einn leik- maður sem gat unnið boltann fiá Spánverjum. Það var Omar Torfa- son. En hann náði sér þó aldrei á strik — saknaði greinilega kraftmik- illa leikmanna viö hliðina á sér. Innáskiptingar Knapp vöktu at- hygli þvi aö hann áttaði sig ekki á aö margir leikmenn voru hreinlega búnir með krafta sína. Þeir voru ekki teknir út af. Gunnar Gíslason, óþreyttur maðurinn, var látinn inn á — og þá í stöðu bakvarðar — og Guð- mundur Steinsson, sem er okkar hættulegasti sóknarleikmaður, kom inn á völlinn of seint. Þegar hann loksins kom inn á gerði hann mikinn usla í vöm Spánverja. Ánægðir með tapið Ég var ekki ánægður með hvemig leikurinn þróaðist, eins og svo marg- ir. Þess vegna kom það á óvart að nokkrir voru ánægðir með leikinn. Bent var á að Island hefði aðeins tap- að með eins marks mun fyrir Wales, Skotlandi og Spáni — og engin skömm væri að tapa gegn atvinnu- mönnum. Það er hreint furðulegt að menn séu ánægðir með tapleiki. Knattspyman byggist upp á því að skora mörk og sigra. Olympíuhug- sjónin, að vera með, þekkist ekki í knattspyrnu og er það vel. Góð aðsókn Það er greinilegt að áhuginn er mikOl fyrir landsliði Islands. Þaö sást best á landsleikjunum gegn Skotum og Spánverjum. Nær 27 þús. áhorfendur komu til aö sjá þessa leiki. Þeir hefðu orðiö fleiri ef Ásgeir íþróttir í vikulokin SigmundurÓ. Steinarsson Sigurvinsson og Arnór Guðjohnsen hefðu leikið með. Já, vel á minnst. Menn mega ekki gleyma því að íslenska landsliðið var ekki skipað mörgum af okkar bestu leikmönnum. Asgeir, Pétur Péturs- son, Arnór og Sigurður Jónsson léku ekki með. Fjarvera þessara manna veikti að sjálfsögöu landsliðið. Is- lendingar eiga að geta átt gott lands- liö þegar allir leikmenn okkar em heilir. „Sjároðanní austri” Leikurinn gat ekki hafist á réttum tíma og mátti sjá óhressa spánska sjónvarps- og útvarpsþuli. Sjónvarp- að var beint til Spánar. Hver var ástæðan fyrir 9. mín. töf á leiknum? Jú, það var beðið eftir fallhlífar- stökkvurum sem áttu að koma meö knöttinn sem leikið var með. Sex fall- hlífarstökkvarar komu svífandi inn á völlinn. Hefði ekki verið réttara að láta þá stökkva löngu fyrir leik. Loksins þegar þeir komu komu fram ljót mistök. Einn stökkvarinn kom niður með fána A-Þýskalands en ekki Spánar. Það vantaði aöeins að leikið væri, JSjá roðann í austri” á orgelið í sendiferðabílnum. Hermann — ð eftir að lýsa aftur. Östöðvandi munnræpa Það sem setti ljótan blett á leikinn var þulur nokkur sem var með óstöðvandi munnræpu í hátalara- kerfi vallarins nær allan leikinn. Það er hreint furðulegt að menn komist upp meö það að vera að reyta af sér fimmaurabrandara í miðjum HM- leik. Þaö er óþolandi að maöur sé lát- inn blaðra í hátalarakerfi þegar áhorfendur eru spenntir að horfa á landsleiki. Já, það er vægast sagt furðulegt að maður geti tröllriðið hátalarakerfinu — verið með glósur á leikmenn sem eru að leika fyrir hönd Islands. Lágkúran var þama í hámarki og mér var hugsaö til spönsku þjóðarinnar sem sat fyrir framan sjónvarpstæki sín á Spáni og einnig Islendinga sem horfðu á leik- inn beint á Spánarströnd. Þeir fengu að heyra óstöðvandi munnræpu mannsins sem sat við hátalarakerfi Laugardaisvallarins. Hvar er gamla, góða lúörasveitin? Þá var það eitt sem áhorfendur vom ekki ánægðir með í landsleikj- unum gegn Spáni og Skotlandi — það var hvemig farið var með þjóð- söngvana. A landsleiknum gegn Skotum söng kór þjóðsöngvana. Það var allt í lagi, en gallinn var bara sá að það vom aðeins örfáir sem heyrðu sönginn. A landsleiknum gegn Spán- verjum vora þjóðsöngvamir leiknir á orgel inni í sendiferðabíl. Orgelleik- urinn heyrðist vel en hrikalega voru þjóðsöngvamir falskir — það var oft eins og leikið væri með einum putta. Hvar er gamla, góða lúðrasveitin sem hefur sett svo skemmtilegan svipálandsleiki? Hermann fjarri góðu gamni Það voru 10 þús. áhorfendur sem sáu landsleikinn en margir hlustuðu á beina útvarpslýsingu frá honum. Og þeir era margir sem sakna hressi- leika Hermanns Gunnarssonar sem gerði leiki lifandi og skemmtilega. „Eg er hættur að hafa gaman af að hlusta á lýsingar frá leikjum eftir að Hermann hætti,”hafa margir sagt við mig. Eg hef svarað þessum mönnum að Hermann eigi eftir að koma aftur og ylja útvarpshlustendum um hjartaræturnar. Hermann verður kominn í slaginn þegar frjálsu út- varpsstöðvarnar byija að útvarpa eftir næstu áramót. -SOS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.