Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1985, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1985, Qupperneq 21
DV. LAUGARDAGUR15. JUNI1985. 21 Fáir bílar hafa fengið eins lofsamlega dóma og margar viðurkenningar og MAZDA 626, meðal annars: #Bíli ársins í V-Þýskalandi * 2 ár í röð í) Bíll ársinsí Bandaríkjunum (j^Bíll ársins í Japan ^ Bíll ársins í Ástralíu fílBíll ársins á Nýja-5jálandi fl Bíll ársins í 5uður-Afríku MEST FYRIR PENINGANA Þessi margfaldi verðlaunabíll er nú til afgreiðslu strax á sérlega hagstæðu verði. Tryggið ykkur því bíl strax! BÍLABORG HF. Smiðshöfða 23 sími 812 99 ÚTVARPtÐ LEITAR AD 78 SNÚNINGA PLÖWM Þorsteinn Hannesson, fyrrum tón- listarstjóri, hefur undanfarin misseri haft þann starfa með höndum að safna islenskum 78 snúninga hljómplötum fyrir Ríkisútvarpið. Hefur hann til þess aöstöðu í húsakynnum stofn- unarinnar við Suöurlandsbraut þar sem hljómplötum er raðað í hillur frá lofti niður á gólf. Þorsteinn segir að starfinu miði vel. „Því verður haldið áf ram í sumar af f ullum krafti. „Við eigum æði mikið en ekki nándar nærri allt” Að sögn Þorsteins veit enginn með vissu hve. margar íslenskar 78 snúninga plötur hafa verið gefnar út í gegnum tiðina. Sú fyrsta var gefin út árið 1907, og hafði að geyma lögin Eldgamla Isafold og Guð vors lands leikin af hljómsveit, en sú síðasta er talin hafa komið út árið 1956. Ríkisút- varpið á sem stendur eitthvað um 600 plötur frá þessu fimmtíu ára tímabili en mikið vantar á að safnið geti taiist fullkomið. „Við eigum æði mikið en ekki nándar nærri allt,” segir Þor- steinn. Utvarpið á frá einu og upp í 45 eintök af hverri plötu. Mest er til að Ökuljóði Stefáns Islandi og Karlakórs Reykjavíkur, 45 eintök, en hún er án efa sú íslenska 78 snúninga plata sem selst hefur hvað mest hér á landi. Platan er einnig athyglisverð fyrir þá sök að hún er auð öðrum megin og eina islenska platan sem er þannig úr garði gerð. Þorsteinn lék fyrir okkur vel varðveitt eintak af ökuljóði, þegar við heimsóttum hann á Suðurlands- brautina á dögunum, og var ekki aö heyra að þar færi rúmlega 60 ára gömul plata. Engar rispur, engir hvellir, bara ljúfir tónar, „Áfram veginn...” Annars segist Þorsteinn ekki hlusta mikið á plöturnar sjálfur. „Eg gæti sjálfsagt setið heilu dagana. En það er engin ástæða til að neita sér um það stöku sinnum.” Og hvað hafa þessar 600 plötur út- varpsins að geyma? „Langsamlega mest söng,” segir Þorsteinn. „Það er því fjarskalega gaman fyrir gamlan söngvara eins og mig að fá tækifæri til að safna þessu fyrir hönd Ríkisút- varpsins.” Framan af sungu menn þjóðsönginn, sálma og lög eftir íslensk tónskáld. Síðan fóru Stefán Islandi og María Markan, sem verður reyndar áttræð í þessum mánuði, að syngja óperuaríur inn á plötur og undir lokin var mikið gefið út af dægurlögum. Það er að minnsta kosti betra en að þær fari á haugana.” Þorsteinn segist einbeita sér að því að safna og varðveita. „Það er ekki mitt að leggja mat á þessar plötur. Samt sem áður er ljóst að þær hafa mikið sögulegt gildi. Þetta er skeið sem er runnið og kemur aldrei aftur.” Útvarpið vill kaupa plötur af almenningi í sumar Utvarpið mun halda áfram að kaupa 78 snúninga plötur í sumar og greiða fyrir þær það sem talist getur eölilegt verð. ,,Fólk verður að treysta okkur,” segir Þorsteinn. „Þaö má ekki halda að við séum að svindla á því — alls ekki. Slíkt gerir ekki virðuleg opinber stofnun.” Finni fólk hjá sér íslenskar 78 snúninga plötur, sem það heldur aö út- varpiö hefði áhuga á, ætti þaö að hafa samband viö Þorstein í síma, en með „íslenskri plötu” á Þorsteinn við plötur gefnar út á vegum íslenskra aðila með annaðhvort íslenskum eða erlendum tónlistarmönnum og plötur gefnar út erlendis með íslenskri tónlist. Og fólk ætti að vera alveg ófeimið við að hringja. Flestar gamlar plötur hafa eitthvert gildi. Eða eins og Þorsteinn segir: „Þótt það sé ekki síðasta eintakið þá gæti það verið það besta og þannig komið að miklum notum við endurupptökur.” Þessar gömlu íslensku plötur er ekki hægt að „pressa” upp á nýtt. Menn geta því aðeins notið tónlistarinnar sem þær hafa að geyma með því aö hlusta á plötumar sjálfar eöa endur- upptökur. En þegar unnið er við að taka upp gamlar plötur veltur á miklu að hafa sem flest eintök. Þá má klippa saman bestu kaflana á hverju eintaki og búa þannig til nánast fullkomna upptöku. Flestar gamlar plötur hafa því eitthvert gildi. A þeún gæti leynst kaflinn sem hvergi hefur fundist Faldar niðri í kjallara eða uppi á hanabjálka Hljómplötusöfnunin tók kipp í fyrra- sumar þegar útvarpið ákvað að auglýsa eftir 78 snúninga plötum í eigu almennings. Alls bárust um 1900 plötur, þar af um 60 eintök sem út- varpið átti ekki áður og 200 eintök sem einungis eitt eintak var til af fyrir. Vom plöturnar mjög misjafnlega á sig komnar, að sögn Þorsteins, en engu að síður ómetanlegur fengur. Otvarpið keypti allar plöturnar óséðar á 25 krónur stykkið. Kann sumum að þykja verðið helst til lágt en á það ber að líta að flestar vom plöturnar ónýtar eða þegar í eigu út- varpsins. Þá er markaðurinn fyrir 78 snúninga plötur lítill sem enginn. Fáir hafa aðstöðu til að spila þessar plötur, til þess þarf sérstalrt „pick-up” og 78 snúninga plötuspilara, þannig að í sjálfu sér eru þær einskis virði — nema fyrirsafnara. Þorsteinn segir að í fyrrasumar hafi flestir komið meö þetta fimm til tíu plötur. Einn kom með 67. „Þetta kom mikið frá gömlu fólki úr dánarbúum og svo framvegis. Mest úr bænum en einnig utan af landi. Þessar plötur er víða að finna og oft veit fólk ekki af þeim hjá sér. Þær em faldar einhvers staöar niðri í kjallara eða uppi á hana- bjálka, rykugar, týndar og tröllum gefnar. En okkur ber skylda til að finna þessar skífur og varðveita þær. 1 Þorsteinn Hannesson, fyrrum tón- listarstjóri, segir að Rikisútvarpið hafi áhuga á að kaupa íslenskar 78 snúninga hljómplötur af almenningi. DV-mynd: VHV óskemmdur til þessa. Hver veit nema að árangurinn af starfi Þorsteins verði sá að einhvern tímann verði unnt að gefa aftur út ýmsa týnda gersemi íslenskrar tónlistar? Hverveit? EA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.