Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1985, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1985, Qupperneq 23
DV. LAUGARDAGUR15. JUNI1985. 23 NÚNA FÍLA ÉG ÞAÐ ALVEG AÐ GANGA Bubbi Morthens er oröinn nýr og betri maður. Jæja, segir fólk gjarnan: so what else is new? En þó er þetta satt. Hann hefur losað sig við dópið sem farið var að há honum bæði í leik og starfi og virðist rólegri og yfir- vegaðri en áður. Ný plata, Kona, ber þess lika merki. „Þetta er öðruvísi plata en ég hef áð- ur gert,” segir hann. „Hún er pósitíf- ari, ljúfari. Mig hefur oft langað til þess að gera svona plötu sem hægt er að hlusta á við hvaöa kríngumstæöur sem er. Eiginlega er þetta bakkgránd- plata, dálítið i stil við J.J.Cale. 1930 músík.” — Ertu orðinn leiður á rokki? „Neinei. En það bara ber sig ekki, það er ekki hægt aö rokka mikiö hér. Það er búið að sýna sig. Eg var hins vegar að gera samning við fyrirtæki í Stokkhólmi um að gera plötu þar úti i haust og það verður rokk. Púra rokk.” .. var að gera mig að idjót” Bubbi situr í nýrri íbúð sinni við Laufásveg innan um veggfóöursræm- ur og annan viðbúnað og hlustar á nýju plötuna. Frosin grima er fyrsta lagið; Það var sýnt i Skonrokki fyrir röskri viku. — Á þetta að verða hittlagið á plötunni? „Hittlagið? Það veit ég ekki. Þaö væri auðvitaö gaman. En ég veit ekk- ert hvemig viðtökur þessi plata fær svo þaö er ómögulegt aö segja. Annars er Frosin grima eiginlega bara mynd, eins og flestöll lögin á plötunni. Eg er aö tala við sjálfan mig. Þetta var sam- iö þegar ég uppgötvaöi að dópiö var að gera mig aö idjót, í janúar á þessu ári. Lagið er lika um tilfinningar minar i sambandi við konuna mína.” — Voru lögin tekin upp um svipaö leyti og þau voru samin? „Já. Það er að segja grunnamir að öllum lögunum nema einu sem var samið í mars. Um þetta leyti var ég að keyra á mjög stífu rugli en svo tók ég mér pásu og stoppaði. Þegar ég var orðinn sæmilega skýr í kollinum fór ég svo í stúdíóið aftur og komst að því að það sem ég hafði veríð að gera var al- veg út í hött, það var steindautt. Og þá var allt tekið upp aftur.” — Textarnir eru líka samdir á þessu tímabili? „Já. Eg stoppaði sjálfur á dópkeyrsl- unni hálfum mánuði áöur en ég fór í þessa þurrkun og textamir em eigin- lega niðurtúrinn, þegar ég var að taka út byrjunarskjálftann.” Fyrsta barnalagið — Talað við gluggann er næsta lag. „Það er lika samið út frá konunni minni. Hún er i námi úti og þá skapast eölilega alls konar konfliktar. Þetta er samið um það leyti sem hún fór út til Bandarfkjanna eftir jólin síðustu.” — Söngurínn hennar Siggu. Hver er Sigga? „Sigga er lítil stelpa sem sendir mér myndir. Þar era flestar af mér, sýna mig í pönkútgáfu eða áUka múnder- ingu, en svo er hún aUtaf sjálf einhvers staðar á myndinni — voðalega fín og dömuleg með tíkarepena. Eg ætlaöi að þakka henni fyrir þessar myndir með því að teikna sjálfur handa henni mynd en ákvað svo að gera þetta lag í stað- inn. Þetta er Uklega fyrsta bamalagið semégbýtil. Mérþykirvæntumþað.” I — Seinasta augnabUkið heitir enn eitt lag. Þessir textar era fæstir bjart- sýnirframúrhófi. „Nei, enda eru þeir flestir um þetta sama — skilnað og niðurtúr af dópi. Eg var það iUa farínn að ég varð hreinlega að skrífa mig frá öllu saman. Og ég náði sem betur fer að tæma mig, enda hef ég aldrei unnið eins mikið með textana. Yfirleitt hef ég hrist þá fram 1 úr erminni en nú vUdi ég athuga hvort ég hefði úthald og geð til þess að vanda mig svoUtið. Eg fór yfir þá aftur og aft- ur, prófaði ýmsar varíasjónir og svo framvegis. Þessir textar era eins kon- ar lokasprengja á vissum kafla í Ufi minu og mér fannst lágmark að gera þáalmennilega.” Rómeó og Júlía djönkarar — Þú yrkir lika um Rómeó og Júííu á plötunni. „Þetta lag er eiginlega sprottiö af því að ég heyrði einu sinni Dana syngja um Rómeó og JúUu. Það var alveg fáránlegt með þessum framburöi þeirra og síðan hef ég gengið með þetta í koUinum. Annars erlagiðumparsem ég þekki, fólk sem streitaði sig af og fór í þurrkun. Mér fannst svoUtiö snið- ugt að gera Rómeó og JúUu að djönk- urum.” ýy//Æ< '/y/ — Einanótt? - „Þetta lag var samið eina stjörnu- bjarta nótt í janúar. Þá stóð ég við gluggann með gitarinn...” Semurðu lag og texta yfirleitt sam- tímis? „Oftastnær er þetta þannig að ég sem fyrsta erindi textans, tek svo gítarinn og reyni að finna grann sem passar við. Þegar ég er kominn með einhverja hljóma sem eiga við sem ég' annað erindið, tek aftur fram gitarinn og prófa mig þannig áfram þangað tU aUt er klappað og klárt. Svona aöferðir henta mér mjög vel, meöal annars vegna þess að ég nota mjög sjaldan kórasa.” — Og við erum komnir að laginu Sandur í glasi. „Þetta lag samdi ég markvisst í anda Hauks Morthens. Eg er ægilega hrifinn af mörgu þvi sem hann hefur gert, margt af því er djöfull vel gert. Mögnuð sum lögin hans.” Að lifa fyrir líðandi stund Við höldum áfram að hlusta á plöt- una Konu. Bubbi er þegjandalegur um sum lögin á henni. Þess í stað býsnast hann yfir því að þurfa að fara að taka til. — Hvemig ætlarðu að fylgja þessari plötu eftir? Nú ertu ekki með neina hljómsveit á þínum snærum. „Nei. En ég er búinn að fara um stóran hluta landsins og er að leggja af stað um Vestfirðina. Síðan ætla ég að taka mér frí þangað til ég fer að vinna efni fy rir þessa plötu fyrir Stokkhólms- fýrirtækið. Sú plata verður gefin út fyr- ir Skandinavíumarkað óg- Við vinnum saman að henni, ég og bassaleikarinn í Imperijét.'^.'V' ý/y/v//'/ — Ekki ætlarðu að syng ja á sænsku? „A sænsku? Nei, guð forðí mér frá því! Þetta er hryllileg tilhugsun; það væri meira að segja skárra að syngja á dönsku — aö minnsta kosti rokk. Nei, ætli ég syngi ekki á tungu Engla og Saxa.” — Hvað svo? Hvaða framtíðarhorfur hæfurðú gert þér? „Engar. Eg er ekkert að spá í svo- leiðis. Eg lifi bara fyrir daginn i dag. Dagurinn í gær er liðinn og dagurinn á morgun ekki kominn. Að lifa fyrir líð- andi stund er ósköp lógískt fyrir mig núna.” Kappakstur á 250 km hraða — Þaö eru fimm ár síöan fyrsta plat- an þin um Isbjamarblúsinn kom út. Þessi fimm ár hafa iiðið hratt, er það ekki? „Jesús minn, þetta hefur verið eins og á kappaksturebíl á 250 kilómetra hraða. Alger einstefna. Núna ffla ég al- vegaðganga.” — Sérðu eftir því sem þú gerðir þessi ár? „Nei. Eg er ekkert í því að sjá eftir neinu. Það er ekki hægt; þá yrði mað- ur fastur í fortiöinni og einhverjum gömlum bömmerum. Mér finnst engin ástæða tilþess. Punktur.” Punktur. Þegar ég fer er Bubbi enn að býsnast yfir því að þurfaaðtakatil. -IJ. JniuuESTune GERIR GÓÐAN BÍL BETRl! Það er ótrúlegt hvað góðir hjólbarðar eins og BRIDGESTONE gera fyrir bílinn. Með BRIDGESTONE fæst frábært veggrip, rásfesta og mikið slitþol. Tryggðu öryggiþitt og þinna settu BRIDGESTONE undirbílinn —þeir fást hjá hjólþarðasölum um land allt. BlLABORG HF Smiðshöfða 23, Sími 81299 ...................., I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.