Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1985, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1985, Blaðsíða 25
DV. LAUGARDAGUR15. JUNI1985. 25 höfum tekiö erlend lán fyrir hluta af þessu, 67% af fob-veröi eins og allir aðrir geta gert sem eru að kaupa vélar og bila. Þetta hafa verið skammtima- lán sem við höfum að mestu greitt upp. Við f engum þö leyf i til að breyta af- ganginum i langtímalán. Þetta var skuldbreytingin sem meðal annars var talað um i DV á sinum tima. — Nú er altalaö að niðurskurður framkvæmda, um rúmlegá 500 milljón- ir, sé að fara með ykkur hjá Hagvirki og þess vegna hafi boðið ykkar um „teppið" norðurkomið. „Eg veit sjálfur að margar kjafta- sögur ganga um okkur um að allt sé að fara til fjandans, bæði við og starfs- fólkið okkar höfum heyrt þær. En þær eru einfaldlega ekki réttar, staða Hag- virkis er goð. En segir það sig ekki sjálft að það hefur áhrif þegar dregið er skyndilega úr framkvæmdum upp á einn milljarð? Vegaáætlun hefur verið skorin niður um 435 milljónir króna og síðan kom niðurskurður Landsvirkjun- ar upp á um 520 milrjónir. Og þetta kemur ekki aðeins við okk- ur heldur alla verktaka. Þess vegna þarf enginn að verða undrandi þó sam- keppnin hafi aukist og menn reyni að afla nýrra verkefna. Við vorum að ná okkur í verkefni þegar við buðum í norðurveginn en satt best að segja var það líka til að vekja athygli á því sem er að gerast, — öllum niðurskurðinum. Við vorum og erum tilbúnir til að leggja bundið slitlag á veginn til Akur- eyrar á skömmum tíma. Þetta er arð- bær framkvæmd fyrir þjóðina og eitt er víst; fjármagnið nýtist betur en þegar þetta er gert á mörgum árum." Ekki heyrt múkk í ráðherra — Hafið þið fengið svar frá Matthi- asi Bjarnasyni samgönguráðherra vegna þessa tilboðs? „Nei, við höfum ekki heyrt múkk f rá r'áðherra." — Áttir þú von á því að þeir gleyptu viðtUboðinu? „Það er ekki nokkur vafi á því að þetta er hagkvæmt tilboð fyrir þá en í sjálfu sér áttum við ekki von á að þeir tækjuþví." — Nú talar þú um að staðan sé ekki slæm hjá Hagvlrki en tæplega er Jóhann Gunnar Bergþórsson ánægður með nýtingu tækjanna? „Nei, það eraf og frá. Þetta erkropp hér og þar. En við erum með mörg verk í gangi núna, flest smá, en það er mikill kostnaður við að færa tækin á milli staða. Við hjá Hagvirki getum samt verið ánægðir með hve okkur hefur tekist að fá morg verk, þau skapa fólkinu okkar, 280 manns, atvinnu. og tækin verða vel nýtt fram í september. Þetta ár verður samt í járnum hjá okkur." Hagvirki er þessa stundina með mörg járn í eldinum, framkvæmdir upp á 300 milljónir, eins og við nýju flugstöðina í Keflavík, Reykjanes- brautina, í Fossvoginum, Grafarvogi, Digranesskólann í Kópavogi, verk- fræði- og raunvísindadeild og 4 áfanga Kvíslaveitu, Hunavatnssýslu, og lagningu vegar frá Ljósafossi upp á Nesjavelli. Eru þá nokkrar fram- kvæmdir ótaldar. Tilboðið f ræga íðlafsvik — Nú vakti á sínum tima mikla athygli hve lágt þið buðuð i vegalagn- inguna í ðlafsvikurenni, aðeins um 56% af kostnaðaraætlun. — Hvernig f óruð þið að þessu? „I þessum framkvæmdum kom styrkur okkar vel í ljós, við höfðum hentug tæki í þetta verk; þarna var til dæmis um mikla grjótflutninga að ræða. Við vorum einnig að nýta tækin áður en farið yrði upp á Sultartanga og vorum því að nýta dauðan tíma hjá okkur. I þessu sambandi vil ég minna á hve mikilvægt er að stjórnvöld geri fram- kvæmdaáætlanir sem standast en vinni ekki frá einum degi til annars eins og gert er núna. Þá geta verk- takar farið að gera sinar áætlanir, nýtt tækin betur, þegar ekki er verið að nota þau í stórf ramkvæmdum." En vikjum talinu að fiskeldi. Jóhann og þeir hjá Hagvirki eru á kafi í því, eiga 25% í Fiskeldi Grindavíkur. Sjáum hvað Jóhann hefur að segja um það hvernig hugmyndin að fiskeldinu kom. Það má bara ______ekkert gera______ „Við höfum rætt það okkar á milli að fara út í fiskeldi til að nýta tækin betur yfir veturinn, auk þess sem viö höfum mikla trú á því að fiskeldi borgi sig. Við stofnuðum félag, KINNA- BERG. Ætlunin var aö reisa stöð rétt hjá sjóefnavinnslunni. En holan þarna suðurfrá, sem allt gengur út á, er enn í umsjá sjóefnavinnslunnar. Og ég veit ekki til annars en að hún hafi velkst á milli manna og engar ákvarðanir verið teknar um hana. Þess vegna höfum við ekki byrjað á framkvæmdum, holan tilheyrir ennþá sjóefnavinnslunni. Þá má bara ekkert gera." Fiskeldi Grinda víkur varð til í afmæliJóhanns — En hvernig tengdust þið Fiskeldi Grindavíkur? „Það má segja að hugmyndin hafi kviknað í fertugsafmælinu minu. Skólabróðir minn, Jónas Matthiasson, framkvæmdastjóri stöðvarinnar, og Svavar Skúlason, einn eigandi Hag- virkis, ræddu þessi mál þar mikið. Nú, og síðar var hugmyndinni einfaldlega hrint L framkvæmd. Við lögðum vegi að stöðinni og vorum með jarðvegsvinnslu undir geymana." — Eruð þið þá hættir við Kinnaberg, fiskeldi við sjóefnavinnsluna? „Nei, nei, það er ennþá á áætlun hjá okkur." — t flskeldi, nýbúinn að kaupa Bæjarútgerðina og f orstjóri Hagvirkis. — Hvernig hefur þú tíma til að sinna þessu öllu? Vinnan er mitt hobbý „Vinnan er mitt hobbý." —Aldreifrí? „Jú, en ég er með langan vinnudag. Þegar ég tek mér frí eru það tvenns konar frí: Eg skrepp í lax annað slagið yfir sumarið eða ég fer út fyrir landsteinana, kem mér út frá öllu saman, öðruvísi er erfitt að slappa af." Jóhann sagðist vera nýkominn úr tveggja vikna fríi í Hollandi. „Eg var þar í sumarhúsi með f jölskyldunni." Hann var samt ekki alveg laus við amstrið heima á Fróni, fyrsti stjórnarfundur var i Hvaleyri hf. A hann var kappinn „mættur". „Þetta var stjórnarfundur í gegnum síma. Þeir heyrðu allir í mér og ég heyrði hvað þeir voru að segja. Og svona héldum við fundinn." — Ertu morgunmaður, vaknaður fyrir allar aldir og verður mikið úr verki i morgunsárið? „Ég er hættur að vinna þannig að maður vaki allan sólarhringinn eins og tíðkaðist uppi í Hrauneyjafossvirkjun. Þaðerliðintíð. Erþaðsemþeir kalla B-maður „Eg er núna þaö sem þeir kalla B- maður, frekar þungur upp á morgnana en vel upplagður í eftirmiðdaginn." — Langur vinnudagur, hvenær ertu mættur á morgnana og hvenær halda menn heim? „Eg er yfirleitt kominn hingað á skrifstofuna í kringum hálfátta til átta á morgnana. Heim fer ég svo ekki fyrr en um kvöldmatarleytið, klukkan sjö. Eg horfi svo gjarnan á fréttir í sjónvarpinu og fer síðan hingað aftur, og er hér fram eftir kvöldi. Annars vil ég nú ekki meina að ég sé hér á hver ju kvöldi. en konan er á öðru máli; segir að ég komi hingað eftir fréttir óll kvöld." — Hvernig stjórnandi ertu? Dreifirðu valdinu eða gengurðu um í fyrirtækinu með hryliingsásjónu og fylgist með hvað hver og einn er að gera? „Eg held að mér hafi tekist að stjórna á lýðræðislegan hátt, dreifa valdinu og leyfa mönnum hér að njóta sín. Aö minu viti er ekkert eins mikilvægt í fyrirtæki og að starfsfólkið hafi gaman af því sem það er að gera, finni til sín, fái aö njóta sín, bæði viö fram- kvæmdir og hugmyndir.'' Helvítis lúsarkaup ______sem allir eru á —Borgarðu gott kaup? „Auðvitað er þetta helvitis lusar- kaup sem allir eru á í þessu þjóðfélagi. Viö verðum að rífa okkur upp, auka lifsstandardinn hér á landi. Það eiga öll fyrirtæki að borga góðu fólki gott kaup, verðlauna það sem vel er gert og meta það i verki. Hjá Hagvirki er borgað yfir taxta en því miður eru margir af minum mönnum ekki öfundsverðir, eftir að stórfram- kvæmdirnar hafa verið skornar niður. Þetta eru menn sem hafa unnið langan vinnudag uppi á hálendinu. Þegar svo framkvæmdir detta skyndilega niður lenda þeir illa í sköttunum sem eru jú greiddir eftir á." — Hvernig skilgreinir þú hugsunarhátt Hagvirkis? „Eg hef aldrei skilgreint hann neitt sérstaklega en við reynum að ná sem mestum hagnaði út úr öllum fram- kvæmdum; vinna hlutina með sem hagkvæmustum hætti. Þetta felst ekki hvað sist í þvi að nýta tækjakostinn sem allra best, og það gerist jú ekki öðruvísi en að hafa tækin sem mest í vinnu á hverjum sólarhring, helst allan sólarhringinn. Hugsunarháttur Hagvirkis Ef við ætlum að ná hærri lifsstand- ard á Islandi verðum viö að vera vak- andi fyrir nýjungum og hagkvæmni, ekki láta nokkra menn, kannski með óhentug tæki til einhvers, gera það sem einn maöur getur gert með hent- ugra tæki. Það verður að auka afköst hvers og eins." Hagvirki og vörubílstjórarnir Nú gengur sú saga að Hagvirki sé mikill óvinur vörubílstjóra í þessu landi? „Það held ég að geti ekki verið rétt. Ætli það séu ekki um 500 vörubílstjórar hérlendis, flotinn okkar er 23 vörubílar og grjótflutningstæki. Ef við eyðum vinnu allra vörubílstjóra þá erum við heldur betur með afkastamikil tæki. I mörgum verka okkar höfum við átt mjög góða samvinnu við vörubílstjóra, þeir hafa tekið að sér verk fyrir okkur þar sem það hef ur átt viö. Og að sjálfsögðu hafa vörubílstjórar líka orðið fyrir barðinu á niðurskurði vega- og orkuframkvæmda, annaö væri óeðiilegt. Vandinn hjá vörubílstjórunum er sá hvað bílarnir eru illa nýttir; þeir eru kannski í verkum þetta 3 til 4 mán- uði á ári. Hvaða vit er í þessu? Vand- inn er síðan „leystur" með skipti- vinnu, hver og einn fær sinn kvóta og verkið er unnið með óhagkvæmni f yrir þá." Það orð fer af Jóhanni að hann sé mannasættir. og eigi auðvelt með að umgangast fólk. Við spyrjum hvort þaðsérétt. Starfið sem leigubílstjóri góður skóli í mann- legum samskiptum „Jú, ég á nokkuð auðvelt með að um- gangast fólk og vona auðvitað að ég sé mannasættir. Besti skóli sem ég hef fengið i mannlegum samskiptum var starfið sem leigubílstjóri á námsárun- um í verkfræðinni. Það var hörku- skóU." Já, athafnamaður er hann — og með c ævintýraljðma. Harðduglegur. Með leigubilstjórastarfinu og verkfræðinni kenndi hann lika í Flensborg. Sagður mikill verkmaður, meö viðskiptavit í ábót. Enda, þegar hann seldi ieigubílinn eftir námið heima fór hann til Dan- merkur og gerði hið ótrúlega; hann keypti sér raðhús í Kaupmannahöfn. Menn hristu hausinn. En skólafélag- arnir vissu brátt hvar þeir áttu að leigja sér herbergi. Allir högnuðust á þessari samvinnu. Og i vikunni skrifaði Jóhann undir enn einn samninginn. Nú var það Bæjarútgerðin í Hafnarfirði. Margir hrista höfuðið. Hvern fjandann eru mennirnir að gera? Trúa þeir raun- verulega á þessi kaup? Veðmálið og séniverkassinn En félagi Jóhanns trúði því heldur ekki fyrir tuttugu árum að Jóhann ætl- aði að búa í Hafnarf irði að námi loknu. Fjörðinn skyldi hann flýja. I Séniver- kassi var lagður undir. Veðmálið féll í gleymsku. Það var lfka svona meira í stemmningu stund- arinnar. En upp rif jast mál um síðir. Félaginn gafst upp fyrir tveimur árum. Hann Jóhann býr auðvitað suð- ur í Firði og hef ur alltaf gert. -JGH Þjóðhátíö í Reykjavík 17.JUNI1985 DAGSKRA I. Dagskráin hefst: Kl. 9.55 Samhljómur kirkjuklukkna i Reykjavík. Kl. 10.00 Forseti borgarstjórnar, Magnús LSveinsson, ieggur blómsveig (rá Reykvikingum á leiöi Jóns Sigurössonar i kirkjugaröinum viö SuÖurgötu. Lúörasveit verkalýösins leik- ur: Sjá roóann á hnjúkunum háu. Stjórnandi: Ellert Karls- son. II. Viö Austurvöll: Lúörasvelt verkalýðsins leik- ur ættjaröarlög á Austurvelli. Kl. 10.40 Hétlðlnsett: Kolbeinn H. Pálsson, formaður Æskulýös- ráös Reykjavikur, flytur ávarp. Karlakór Reykjavikur syngur: Yfir voru ættarlandi. Stjórn- andi: Páll PampÍchlerPálsson. Forseti islands, Vigdís Finn- bogadóttir, leggur blómsveig frá islensku þjóðinni að minn- isvarða Jóns Sigurössonar á Austurvelli. Karlakór Reykjavikur syngur þjóðsönginn. Áv'arp forsætisráðherra, Steingrims Hermannssonar. Karlakór Reykjavikur syngur: íslandögrum skoriö. . Ávarp fjallkonunnar. Lúórasveit verkalýðsins leik- ur: Ég vil elska mitt land. Kynnir: Ásdís J. Rafnar. Kl. 11.15 Guðsþjónusta f Dómkirkjunni. Prestur séra Agnes M. Siguröardóttir. Dómkórinn syngur undir stjórri Marteins H. Friðrikssonar. Einsöngvari Magnús Jönsson. ill.Aksturgamalla bifreiða og sýning: Kl. 11.00-12.00 Félagar úr Fornblla- klúbbi fslands aka gömlum bifreiöum um borgina. Kf. 13.30 Hópakstur Fornbilaklúbbs ts- lands: Vestur Miklubraut og Hringbraut, umhverfis Tjörn- ina og aö Kolaporti. Kl. 14.30-17.00 Sýning á bifreiöum Fornbilaklúbbs Íslands i Kola- porti. IV. Hallargaröurog Tjörnin: ki. 13.00-19.00 í Hallargarði veróur mini-golf. Á Suðurhluta Tjarnarinnar veröa röörabátar frá siglingaklúbbi ÆskulýÖsráðs Reykjavíkur. V. Utitafl: Kl. 13.30 Unglingar tefla á útitafli. Skáksveitir úr tveimur skólum aöstoða viö skákina. VI. Hljömskálagaröur: Kl. 14.00-18.00 Skátadagskrá. Tjaldbúöirogútileikir. Kl. 14.30-15.15 Glímusýning. Golfsýnlng. Kl 16.00 Lúorasveit Reykjavlkur loikur undir stjórn Stefáns Þ. Stephensen. Kl. 17.30 Lelkþétiur fyrlr börn. Randver Þorláksson, Sigurður Sigurjónsson og örn Árnason. Vll.Skrúöganga: Kl. 14.00 Safnast saman víð Hlemmtorg. Kl. 14.20 Skrúoganga niður Laugaveg og Bankastræti. Lúðrasveitin Svanur leikur undir stjóm Kjartans óskars- sonar. Skátar ganga undir fánum og stjórna göngunni. Fólagar úr Þjóðdansafélagi Reykjavíkur taka þátt i göngunni í þjóöbúningum. VIII.Dagskráímiö- bæntim: LækjaHorg, Lækjargata, Bankastræti. Kl 14 30 Leikþáttur fyrir börn á Lækjartorgi. Randver Þorláksson, Siguröur Sigurjónsson og Örn Árnason Ki. 14.50 Bjössi bolla og Jón Pátl a Lækjartorgi. Kl. 15.00 Sultuleikhúsið flytur sýning- una „Hunangsmáni" i Lækjar- götu, á Lækjartorgi og i Bankastræti. Sýningin fjallar um pnns og prinsessu á brúðkaupsferöa- lagi, með þeim eru ýmsir skemmtikraUar og aö siálf- sögðu lifveröir, Á vegi þeirra veröur dreki sem hyggst ræna brúöhjónunum en þau þekkja tröll sem geta hjálpaö. Kl. 15.45 Reiösýning. Félagar úr Fólagi tamningamanna sýna " hesta sina i Lækjargötu. Kl. 15.45 Tóti trúður skemmtir a Lækj- artorgi. 16.00 Leikþáttur fyrir börn endurtekinn á Lækjartorgi. 16.30 Stjúpsystur skemmta á Lækjartorgi. 16.45 „Hunangsmáninn" endurtekinn. Kl. 17.00 Félagar úr Vélflugfélagi ís- lands fljúga flugvélum sinum yfir borgina. Ath.: Týnd börn veröa i umsjá gæslufólks i M.R. IX.Geröuberg: Kl. 15.00-18.00 Blönduö dagskrá fyrir eldri borgara. Umsjón Hermann Ragnar Stefánsson. X. Kjarvalsstaðir: Kl. 16.00-18.00 Blönduðdagskrá. Is- lenska Hljómsveitin. Þjóðlaga- flutningur. Þjóðdansafélag Reykjavikur sýnir dansa og kynnir islenska búninga. XI. (þróttir: Kl. 15.00 Reykjavikurmótiö I sundi i Laugardalstaug. Kl. 16.00 Knattspyrna I Laugardal. Úrvalslið drengja, Reykjavík — Landið. Kl. 17.15 Úrvalsliö kvenna, Reykjavik — Landiö. XII. Kvöldskemmtun í miöbænum: Kl. 19.30-23.30 Leikiö fyrir dansi. Hljómsveit Magnúsar Kjart- anssonar, Riksaw og Léttsveit rikisútvarpsins leika fyrir dansi. XIII. 17. júni tónleikar í Höllinni: Kl. 21.00-00.30 Kvöldskemmtun i Laugardalshöll. Fram koma hljómsveitirnar: Mezzoforte. Grafik, Gipsy, Megas. Lúðrasveittn Svanur ieikur viö innganginn. Verð aögöngumiöa kr. 100, — Forsala aðgöngumiða hefst sunnudaginn 16. júní i mið- bænum og Laugardalshöll kl. 14.00-18.00. Sjúkrastofnanir: Bjössi bolla og Jón Páll heimsækja barnadeildir Landspitalans og Landa- kotsspitala um morguninn. C/

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.