Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1985, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1985, Qupperneq 30
DV. LAUGARDAGUR15. JUNl 1985. * 30 AÐALFUNDUR Almenns lífeyrissjóðs iðnaðarmanna verður haldinn mánudaginn 1. júlí næstkomandi kl. 16ífundarsal Lands- sambands iðnaðarmanna, Hallveigarstíg 1 Reykjavík. Dagskrá: 1. Breytingar á reglugerð sjóðsins. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Önnur mál. Stjórnin. Áhaldahús Hafnarfjarðar Vélaverkstæði Bifvélavirki eða vélvirki óskast til starfa við almennar við- gerðir og smíðar. Upplýsingar veitir verkstjóri. Bæjarverkfræðingur. LIAg&TÆIT VEm i Viðskiptavinir Heklu. Við bendum á hagstætt verð á vatnsdælum og bensíndælum. Komið og gerið góð kaup. Verð kr 890 2.690 380 Verð kr.: Vatnsdælur í: Golf 1100 cm3- Galant 1600 ’77 Lancer1600 '17 Range Rover Mini Bensíndælur í: VW 1200 og 1300 ...... 750 Golf 1100 cm3 ’84 .... 750 Land Rover............ 890 VHDURKENND VARA MEÐ ÁBYRGÐ SAMA VERÐ UM LANDALLT! HEKLA J Laugavegi 170 -172 Sír HF Sími 21240 Meiraum málfarsmun I þessum og næsta pistli mun ég greina frá tveimur könnunum sem geröar voru í Armúlaskóla haustið 1984. Tiidrög þess voru að ég kenndi málfræðiáfanga einn sem er dáUtið frjálslegur hvað varðar námsefni. Yfirleitt ákveður kennari í samráöi við nemendur hvað skuU tekiö til með- ferðar en efnið verður vitaskuld að tengjast islenskrí málfræði í viðustum skilningi þess orðs. Umrætt haust voru í hópnum nemendur sem höfðu mikinn áhuga á máUýskum. Það varð úr aö athuganir á íslenskum mállýskum urðu aðalefni áfangans. Aðalverkefni nemendanna voru mál- iýskukannanir. Vitaskuld urðu þær ekki yfirgripsmiklar. Þær einskorð- uðust viö athuganir á málfari nemenda skólans sem eru á aldrínum 16—20 ára. Hér verður greint frá helstu niður- stöðum tveggja athugananna. Orðaforði kynjanna Fyrri athugunin beindist að því hvort munur væri á orðaforða karla og kvenna í skótanum. Könnunin fór þannig fram að búinn var til langur orðalisti Á listanum vcru orð sem algeng eru í máli unglinga. Um það bil 36 nemendur voru látnir merkja við þau orð sem þeir notuðu í daglegu tali. Þessir 36 nemendur voru vitaskuld jafn- margir af hvoru kyni. Síöan var búinn til annar listl Þar voru þau orð úr fyrri könnuninni sem mestan mun sýndu milli kynja. Tilgangurinn var að prófa þau enn f rekar. Seinni listinn var síðan lagður fyrir 50 nemendur, jafnmarga af hvoru kynL Af rúmlega 100 oröum sýndu 25 mun, sum umtalsverðan. Itrekað skal að orðin voru valin úr orðaforða unglinga. Sérstaka athygli mína vakti það hve litla útbreiðslu hvert orð virtist hafa. Það taídist til hreinna undantekninga ef orð naut meira en 50% útbreiöslu. Það finnst mér mæla dalítið á móti þeirri kenningu sem heyrist oft að tískuorð íslensk tunga 18 Eiríkur Brynjólfsson grípi um sig meðal unglinga og nái verulegri útbreiðslu. Þó kann það aö vera að tískusveiflur séu örari en svo að þær náist i svona könnun. Þessi orð höfðu umtalsverða útbreiðslu (innan sviga er fjöldi af 36 svarendum) :meiri- háttar (24), hrikalegt (24), fíla (20), sætur (26), glataður (27), vera á skallanum (26). öll þessi orð eru notuð jafnmikið af hvoru kyni. A eftirfarandi má sjá þau orð sem sýndu mestan mun eftir kynjum. Fjöldi svarenda var 50, jafnt af hvoru kyni. kvk. kk. sjúklegt 25 13 dama 9 19 antípat 23 9 beibifeis 5 13 blondína 1 6 deli 4 10 nagli 0 10 naggur 1 8 sjarmur 18 7 boddí 4 14 lummó 12 3 Á þessum litla lista má sjá að til eru orð sem sýna greinilega mismunandi útbreiöslu eftir kynjum. Nú kann sum- um aö finnast þetta sjálfsagöir hlutir. Og reyndar er þetta eðlilegt. Hins veg- ar gleyma menn gjarnan að sjálfsagða hluti þarf að rannsaka til aö fá óyggj- andiniðurstööur. Þessi könnun er vitaskuld langt frá því að vera gallalaus. Niöurstööur hennar benda þó til þess aö mismunur sé á oröaforða karla og kvenna. En marga fyrirvara verður óumflýjan- lega að gera. I fyrsta lagi var könnunin gerð meðal framhaldsskólanemenda. I öðru lagi voru allir svarendur innan tvítugs. I þriðja lagi má eflaust greina ýmsa galla í aðferöunum við könnunina. Hins vegar þykir mér rétt að benda kennurum á að hér er tilvalin leið til að gera kennsluna skemmtilega og afla um leið upplýsinga um ástkæra, yl- hýra málið. Að gefnu tílefni Sumum finnst ef til vin skólatíma illa varið í eltingarleik við slangur og óíslenskuleg orö eins og þaö er kaQaö. Skoðun mín er hins vegar eindregið sú aö rétt sé aö rannsaka íslenskt mál og þessi orðaforði er óumdeilanlega hluti af oröaforða íslenskunnar. Hvort þessi orð eru æskileg er hins vegar allt annar hand- leggur. Um það eru vitaskuld skiptar skoðanir. Og enn hæpnara er það hvort við ráðum yfirleitt miklu um orðaforða unglinga eöa um þróun málsins yfirleitt. Austur í Rússlandi eru til svo dónaleg orð að þau komast ekki á orðabækur og fólk getur fengið sektir fyrir að viðhafa þau á almannafæri. Mér dettur þetta oft í hug þegar fólk er að amast við orðaforða ýmissahópa. Með þessari aðferð mætti líka hugsa sér aö leysa atvinnumál islensku- fræðinga og stofna einhvers konar mállögreglu og sekta menn fyrir að segja til dæmis mér langar i stað mig langar. Reyndar mæli ég ekki meö þessari leið. SUMARNÁMSKEIÐ í SAUMASKAP FYRIR BYRJENDUR OG LENGRA KOMNA Ásgerður Ósk Júlíusdóttir klæðskeri, Brautarholti 18. Upplýsingar í síma 74965. St. Jósefsspítali Landakoti Svæfingardeild: Lausar eru eftirfarandi stöður: Hjúkrunarfræðinga með sérnám, sjúkraliða eða starfsstúlku (dagvinna). Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist hjúkrunarforstjóra sem veitir nánari upplýsingar í síma 19600frá kl. 11 —12 og 13—14alla virka daga. Reykjavík 13. júni 1985. Skrifstofa hjúkrunarforstjðra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.