Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1985, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1985, Blaðsíða 48
FRÉTTASKOTIÐ Sími ritstjórnar: 68 66 11. Auglýsingar, áskrift og tfreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá í sima 68-78-58. Fyrir hvert fróttaskot, sem birtist efla er notafl i DV, greifl- ast 1.000 krónur pg 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotifl i hverri viku. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum vifl fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 15. JUN11985. Birgir ísleifur: Áf ram landbún- aðarvitleysa £fr — verði f ramleiðslu- ráðslögin ekki samþykkt „Ef frumvarpiö veröur ekki sam- þykkt á þessu þingi heldur sama vit- leysan áfram í landbúnaði. Afram veröa bullandi útflutningsbætur og engin stjórn á einu eöa neinu. Einnig verður ekkert átak gert til aö stuðia að nýjum búgreinum eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Þetta er meginástæðan fyrir því að við leggjum áherslu á að frumvarpið verði samþykkt núna," sagði Birgir Isleifur Gunnarsson al- þingismaður, aðspurður um ástæðuna fyrir þvi aö Sjálfstæðisflokkurinn leggur svo mikið kapp á að koma f rum- <t-*#v varpinu gegnum þingið fyrir þingslit. Eins og kunnugt er hafa heyrst óánægjuraddir frá bændum, neytend- um og verslunarráði, svo einhverjir séu nefndir. „Ef þetta frumvarp dagar uppi núna er ég hræddur um aö það líði langur tími áður en nýtt f rumvarp lítur dagsins ljós." -APH Þjóðaratkvæði um bjór: Kostar5millj. " '*!' Ef gengið yrði til þjóðaratkvæða- greiðslu um bjórínn mundi það kosta þjóðina 5 milljónir samkvæmt útreikn- ingum fjármálaráðuneytisins. Bjórinn var eitt af viðfangsefnum allsherjarnefndar neðri deildar í fyrra- kvöld. Nefndarmenn, sumir hverjir, töldu nauðsynlegt að kynna hina nýju stöðu málsins nánar í þingflokkum. sínum. Einnig var óskað eftir kostnað- aráætlun frá fjármálaráðuneytínu um atkvæðagreiðslu um bjórinn sem hugs- anlega getur orðið. Þá var ákveðið að ræöa bjórinn á þriðjudag og þá verður hann væntanlega settur á dagskrá neðri deildar. -APH DV kemur næst út þriðjudaginn 18. júní. Smáauglýsingadeild DV í Þver- holti 11 er opin i dag, laugardag, kl. 9— 14 og á morgun, sunnudag, kl. 18—22. Deildin er lokuð 17. júní. Síminn er 27022. Anægjulega þjóðhátið. TALSTÖÐVARBÍLAR UM ALLA BORGINA SÍMI 68-50-60. ÞRÖSTUR SÍÐUMÚLA 10 &&&ZÍ&K&&TTZ&&F- LOKI Sjóararnir virfla a.m.k. kaffitímaákvæði samn- ingannal Kjaraviðræðurnar af tur í gang: Stef nir í skammtíma- samninga? Samningaviðræður hóf ust aftur í gær. Klukkan fimxn hófst fundur hjá Vinnuveitendasambandi Islands með formönnum ailra landssamtaka Alþýðusambandsins og forseta þess. Framkvæmdastjórn Verka- mannasambands Islands sarnþykkti á fundi í gærdag að óska eftir vift- ræðum við VSI, I ályktun VMI, sem samþykkt var samhljóða, var hvatt til gerðar skammtímasamnings til áramóta pg að í þeim samningi yrði lögð áhersla á að hindra kaup- máttarhrap sem nú er, einnig að á þessu tímabili yrði unnið að sér- stökum úrbótum fyrir fiskverkunar- fólk. Samkvæmt heimildum DV fór fram umræða á sömu nótum um skammtímasamning til áramóta, á miöstjómarfundi ASl i fyrradag, þó var ekki gerð formleg ályktuií þar. Því virðist staðan vera sú að flest landssamtökin séu horfin frá sér- kjarasamningum og allt stefni í skammtimasamninga til áramóta. Áð sögn Magnúsar Gunnarssonar, framkvæmdastjóra VSI, rétt áður en ¦ DV fór í prentun, var lítiö hægt aö segja umframgang viðræðnanna.ÞG Harflur fjögurra bila árakstur varfl é Stekkjarbakka i gær. Engan i bilunum sakaði en ökutœkin fjögur skammdust töiuvert, þar af einn bili ar hann f6r á hliðina. DV-mynd S. Freyja sigldi á meðan verkfallsverðir f óru íkaffi: Stoppa sjómenn gámaútflutning? „Víð munum grípa til harðra ráð- stafana og munurn viö einkum beina augum okkar að gámaútflutningi á ferskum fiski," sagði Guðmundur HaUvarðsson, formaður Sjómanna- félags Reykjavíkur, í samtali við DV. Deilur risu um borð i fiskiskipínu Freyju RE-38 á fimmtudag þegar senda áttl skipið til veiöa. Þustu verkfallsverðir um borð tíl að hefta för skipsins. Akvað þá útgerðarmað- urinn aö fresta för skipsins. Verk- faHsverðir gættu skipsins vel fram eftir degi í gær. Voru þeir um átta talsins og höfðu ekki augun af skip- inu. Svo var það um kaffileytið í gær að þeir brugðu sér frá í kaffi. A meðan notuðu Freyju-menn tækif ær- ið og héldu út til veiða. Sjómenn töldu Freyju-mena.vera að f remja verkfallsbfot þar sern þeir ætluðu að taka með sér héseta, skráðan sem kokk, en bannað er að breyta skráningu skipverja í verk- falli. Og ef þelr færu án hásetans væru yfirmenn að ganga í störf undirmanna sem eimiig er bannað í verkfaiU. Freyju-menn tóku síðari kostinn þegar þeir héldu til veiða í gær og settu hásetann í land. „Við ætlum að koma saman um helgina og ræöa þessi mál," sagði Guðmundur. „tJtgerðarmaður Freyju byggir sínaatvínnu á því að flytja út ferskan fisk í gámum. Við munum grípa til ráöstafanaA þeim vettvangi." — Attu við að þið hyggist stoppa allan gámaútf lutning eða ertu aðelns að tala um útflutning útgerða rma nns Freyju? . „Eg er að tala um allan gámaút- flutning á ferskum fiski. Hvort viö stoppum hann get ég ekki svaraö á þessaristundu." „Við teljum okkur fara að lögum. Meira hef ég ekki að segja um málið," sagði Gunnar I. Hafsteins- son, útgerðarmaður Freyju. -KÞ. Stjórarnir á Selff ossi: Stríðinu að Ijúka? Líkur eru á að stjórastríðinu á Sel- fossi ljúki með samkomulagi án upp- sagnar bæjarstjóra eða veitustjóra samkvæmt upplýsingum DV. Eins og kunnugt er hefur meirihluta- sa mst arfið þar í bæ verið í hættu vegna þessa máls. A fimmtudag hugðust framsóknarmenn leggja fram tillögu á bæjarráðsfundi að veitustjóranum yrði sagt upp svo bæjarstjórinn gæti starf- að þar áfram. Tillagan var ekki lögð fram þar sem meirihlutinn hafði gert með sér eins konar samkomulag. Samkomulag það f elst í því að meiri- hlutinn, það er að segja sjálfstæðis- menn og framsóknarmenn, hyggst ganga í það í sameiningu að koma öllu bókhaldi bæjarins undir einn hatt, eins og bæjarstjórnin hefur löngum viljað. Veitustjórinn hefur hins vegar verið andvígur því af einhverjum ástæðum. Þá mun vera komin formleg beiðni frá meirihlutanum til bæjarstjórans um að hann dragi uppsögn sína til baka. Bæjarstjðrinn staðfesti það í samtali við DV. Hann mun hafa beðið um nokk- urra daga frest tíl að hugsa málið. Fékk hann frest þar til á þriðjudag, en þá kemur meirihluti bæjarstjðrnar saman til skrafs og ráðagerða. -KÞ Útvarps- stöðvar í startholum A fyrirtækjaskrá Hagstofunnar hafa nokkrir aðilar látið skrásetja nafn á út- varpsstöðvum. Þar á meðal er Utvarp Reykjavík, Otvarp Keflavfk og Utvarp Vestmannaeyjar. Fréttaútvarpið var skráð á siðasta ári en nýlega var Kap- alsjónvarp hf. skrásett, en þaö á lög- heimili i Húsi verslunarinnar í Kringl- unni. Fjölmargir virðast hyggja á út- varpsrekstur, hér eru aðeins nokkrir nefndir. Islenska útvarpsfélagið er í startholunum. „Við munum opna útvarpsstöð klukkan tólf á miðnætti 1. janúar ef allt gengur upp," sagði Magnus Axelsson, f orvígismaöur þess félags. Nýju útvarpslögin taka gildi I. janú- ar 1986. En þá fyrst verður kjörin út- varpsréttarnefnd sem leyf in veitir. Þýski f álkaunga- þjófurinn: Dómsaðvænta Mál þýska fálkaungaþjófsins, Martin Horst Kilian, sem tekinn var á Keflavíkurflugvelli fyrir skömmu með þrjá fálkaunga i farangrinum, kemur fyrir Sakadóm eftir helgi. Jón Erlendsson hjá Sakadómi sagði að munnlegur málflutningur i málinu yrði á þriðjudag og dóms mætti vænta strax á miðvikudag. Jón sagðist ekki geta sagt til um hvern dóm Martin Horst Kilian mætti búast við að fá. Hins vegar væri ekki óeðlilegt að sá dómur tæki miö af hæstaréttardómi þýska fálkaþjófsins Bali í fyrra, en eins og menn muna fékk Bali 3ja mánaða fangelsi og 100 þúsund króna sekt. -kþ Þjóðhátíðarveður Gert er ráð fyrir vestanátt og skýj- uðu veðri sunnanlands í dag en björtu annars staðar. A sunnudag gengur hann í sunnan- og suðaustanátt og gera má ráð fyrir vætu sunnanlands í kvöld. A mánudag, 17. júni, má reikna með vætu suðvestanlands en þurru og ágætu veðri i öðrum landshlutum. Sæmilega hlýtt verður á landinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.