Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1985, Page 11
DV. FIMMTUDAGUR 20. JUNI1985.
11
Vatnsheld málning sem hindrar ekki útöndun, getur
stöðvað og komið í veg lyrir alkalískemmdlr.
STEIIMVARI 2000 er íslensk uppfinning sem á sér enga hlið-
stæðu. Þessi einstaka málning á rætur sínarað rekja til langrar ■
reynslu íslendinga í að mála steinhús að utan, þekkingar og
reynslu sem fengist hefur í baráttunni við alkalíefnahvörf í
steinsteyptum mannvirkjum og óska íslenskra sérfræðinga um
málningu sem gerir steinsteypu vatnsþétta án þess að hindra
útöndun hennar.
STEIIMVARI 2000 er terpentínuþynnanleg akrýlmálning. Hún er
gædd þeim einstöku eiginleikum að vera þétt gegn vatni
og slagregni, en hleypa jafn-
framt loftkenndum raka auð-
veldlega í gegnum sig, rúmlega
tvöfalt betur en hefðbundin
plastmálning. Þessir eiginleikar
gera STEIIMVARA 2000 að
óviðjafnanlegri málningu utan
á steinsteypt mannvirki við
íslenskar aðstæður.
STEINVARI 2000 hefur gengist
undir umfangsmikla nýnæmis-
rannsókn á erlendri tæknistofn-
un. Niðurstaða hennar er sú að
STEIIMVARI 2000 er nýjung
sém Málning hf. getur fengið
einkarétt til framleiðslu á. Þetta
eru góðar fréttir fyrir starfsfólk
Málningar hf„ íslenskan iðnað
og alla sem þurfa að mála
steinsteypt hús að utan. .
Óvarinn steinn
Hefðbundin plastmálning
STEIIWARI 2000
D a g a r
málninglt
/