Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1985, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1985, Qupperneq 19
DV. FIMMTUDAGUR 20. JUNI1985. 19 Viðskipti Viðskipti Viðskipti Viðskipti Ráðgjaf arstof ur á Islandi: „Verkefnin eruað breytast” — segir Kristján Krist jánsson hjáRáðgarði hf. „Það varð mikil þensla í ráðgjafar- bransanum fyrir svona 5 árum, en síöan hefur hægt á, ekki fjölgað mikið í stéttinni,” sagði Kristján Kristjánsson, einn þriggja í stjóm Ráðgarðs hf. Fyrirtækið er ný ráðgjafarstofa hér- lendis og þegar orðin sú stærsta. Með stærstu er átt við að þeir em fjölmennastir í rekstrarráðgjöfinni, alls 15 ráðgjafar. Þeir eru þó langt frá því að vera nýir í bransanum, voru allir hjá Rekstrar- stofunni í Kópavogi en hættu þar í febrúar siðastiiðnum og stofnuðu Ráðgarð. Hvað um það, við erum að fjalla örlítið um ráðgjafarþjónustu á Islandi. Kristján sagði að ráðgjöfin væri að breytast. „Verkefnin em að breytast, ýmis grundvallarverkefni, dns og að búa til bónuskerfi eða launakerfi, em að minnka. Þau em nú meira leyst inni i sjálfum fyrirtækjunum.” Fylgjum hugmyndum okkar eftir —En í h verju er þó breytingin f ólgin? „Hún felst ekki hvað síst i þvi að við fylgjum verkefnum okkar og hugmynd- um eftir, tökum þátt í því að hrinda þeim í framdvæmd.” Nú em starfandi fjórar ráðgjafarstofur sem fást við rekstrarTáðgjöf; Ráðgarður, Hagvangur, Rekstrartækni og Hannarr. Auk þess vinna nokkrir einstaklingar sjálfstætt við ráðgjöf. Skipta má ráðgjöfinni í nokkra hluta eins og ráðgjöf í stjómun, tölvum og skipu- lagningu og þá em stofumar meö vinnu- rannsctaiir. „Við hér hjá Ráögaröi höfum enn ekki farið út í að skipta fyrirtækinu í sérstakar deildir en hér era verkin þó mjög sérhæfð, ákveðnir menn á ákveðnum sviðum.” Útflutningsráðgjöf í stafni Kristján sagðist reikna með að hvað mesti vaxtarbroddurinn í ráðgjafar- þjónustunni værí á sviöi útflutnings- ráðgjafar. „Ég tel að slik ráðgjöf verði mjög inni í myndinni á næstu árum.” — Standast íslenskar ráðgjafarstofur samanburð vlð er- lendar ráðgjafarstofur? „Ég er ekki í nokkrum vafa um að svo er. Því þrátt fyrir að það séu ekki nema 10 ár síðan ráðgjafarstofur j Kristján Kristjánsson. „Það varð mikil þensla i ráðgjafarbransanum fyrir svona S árum en síðan hefur hægt á, ekki fjölgað mikið i stéttinni." DV-mynd VHV. ruddu sér til rúms í núverandi mynd hefur mönnum farið mikiö fram á þessumtíma. Ráðgjöf er líka þannig starf að menn verða sífellt að vaka yfir nýjungum sem em að gerast, stööugt að skóla sig til. Og það hafa menn gert, meðal annars verið erlendis á námskeiöum.” Erlendir ráögjafar á íslandi — Nú hafa sum fyrirtæki fengið Niðurstaða íágreiningi Almennra trygginga og Tryggingaeftirlitsins: Almennum í hag Nefndin sem skipuð var vegna ágreinings Tryggingaeftirlits rikis- ins og Almennra trygginga hf. hefur sent frá sér niðurstöðu í málinu: Ekki þótti ástæða til að Almennum tryggingum væri sett skilyrði um úr- bætur umfram það sem félagið hafði þegargert. Agreiningurinn snerist aðallega um álög á sjóði félagsins vegna erlendra endurtrygginga. Rifjum upp hvað Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur Almennra trygginga, haföi um málið að segja í DV þann 19. apríi sl. ,,Agreiningurmn snýst aðallega um það hvort viðskiptin erlendis séu svo áhættusöm að leggja þurfi ákveðiö öryggisálag ofan á bótasjóði féiagsins, en um það er ekki kveðið á ílögum. Og þá er þetta kannski frekar hversu mikið öry ggisálagiö á að vera og einnig hve langan tíma félagið þurfi til að aðlagast breyttum kröfum. Félagið sjálft er mjög varkárt og hefur sett inn ákveðið öryggisálag til að mæta hugsanlegum sveifium. Og raunverulegt g jaldþol félagsins er nú talsvert hærra en það gjaldþol sem kveðurá umílögum. Eg vil taka það skýrt fram að félagið er hætt þessum áhættuviðskiptum erlendis. Þetta eru fyrst og fremst gamlir samningar sem verið er að ræða um og þá mjög flókið mat á kröfum sem kunna að myndast í framtíðinni.” -JGH erlenda ráðgjafa tll að vinna fyrir slg. — Hvað finnst þér um það? „Eg er alls ekki á móti því að erlendir ráðgjafar komi hingaö og vinni fyrir íslensk fyrirtæki. Með þessu erum við að fá ákveöna samkeppni, menn vita þá af henni og verða bara að standa sig enn betur, sofna ekki á verðinum.” Og fyrst við erum aö ræða um erlenda ráðgjafa hér heima þá má geta þess að við Islendingar erum einnig að sækja út á erlenda markaðinn. Það vinna Islendingar við ráðgjöf erlendis.” Ráðgjöf dýr þjónusta? — Nú er rætt um að ráðgjöf sé dýr þjónusta, hvað viltu segja umþað? „Auðvitað er það alltaf afstætt hvað er dýrt og hvað ekki dýrt. En það er mín skoðun aö kostnaður vegna ráðgjafar skili sér mjög fljótt aftur, tel að reynslan sýni það.” Að sögn Kristjáns selja stofumar tím- lann þetta frá 700 krónum upp í þetta 1300 |til 1400 krónur. „Hvaö sérfræöingana varðar er algengast aö þeir séu seldir á um þúsund til 1400 krónur á tímann.” JGH. Atvinnuástandið: Dæminu snúið við — Þjóðhagsstof nun kannar nú ef tirspum eftir vinnuaf li „Þaö er ljóst að það er skortur á fólki í ákveðnum atvinnugreinum eins og reyndar auglýsingar blaöanna bera með sér,” sagði Jón Sigurðsson, for- stjóri Þjóðhagsstofnunar, í samtali við DV. En Þjóöhagsstofnun er nú aö vinna að gerð skýrslu um eftirspurn eftir vinnuafli á Islandi. Segja má að verið sé að snúa dæminu við, hingaö til hafa menn litið á atvinnuleysistölur. Sem dæmi er gert ráö fyrir að atvinnuleysi verði um eða innan við 1% á mánuði á yfirstandandi ári sem þýðir að 1100 til 1200 manns em at- vinnulausir að meðaltali á mánuði. „Eg reikna með að þessari athugun verði lokið fyrir mánaðamót,” sagöi Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóöhags- stofnunar. -JGH Erlend viðskipti 23 OECD-landa: Aðeins Grikkir standa sig verr en íslendingar „Það sem einkennir heimsviðskiptin mest þetta árið er hve viðskiptahalli Bandaríkjanna er mikill og hve viðskiptajöfnuður Japans er hag- stæður, „segir í nýjasta hefti tímarits- ins The Economist frá 8. júní siöastliðnum. Þessi einkenni eru þó ekki mjög áberandi, þegar viðskiptajöfnuðurinn sem hlutfall af landsframleiðslu er skoðaður. Þá em þrjú lönd með jákvæðari viöskiptajöfnuö en Japan og sex lönd með meiri halla en Bandaríkin. The Economist birtir súlurit yfir viðskiptajöfnuð 23 OECD-landa sem hlutfall af landsframleiöslu. Viö látum það fylgja þessari grein. Til fróðleiks er landsframleiðsla og þjóöarframleiðsla nánast þaö sama. Munurinn felst í vaxtagreiðslunum við útlönd. Þannig er landsframleiðsia mínus vaxtareikningurinn (vaxtagjöld- vaxtatekjur) jafnt og þjóðarfram- leiösla. Og talað i tölum: Landsframleiðsla Islendinga er fyrir árið 1985 áætluð um 95 milljarðar króna á meöan þjóðar- framleiðslan er áætluð 88 milljarðar. Þessi munur á landsframleiöslu og þjóðarframleiðslu er örugglega með því mesta sem þekkist enda erum við Islendingar skuldseigir mjög og fjár- mögnum viöskiptahallann með erlendum lónum. -JGH Current-account balances as%of gdp:1985 forecasts Italy Denmark f Sweden Austria Switzerland Japan Holland Norway WGermany Belg/Lux Spain dll I | -- | Canada | Finland Turkey UnitedStates Portugal f Ireland New Zealand ■Australia lceland Greece Source. OECD Viðskiptahöfnuður 23 OECD-landa sem hlutfall af landsframleiðslu (nánast það sama og þjóðar- framleiðsla). Spó fyrir 1985. Eins og sjá má erum við íslendingar seigir, með viðskiptahalla upp á tæp 6% (nýjar tölur 5%) af landsframleiðslu og i næstneðsta sæti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.