Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1985, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1985, Blaðsíða 2
2 DV. MÁNUDAGUR 24. JUNI1985. Jarðgöng í gegnum Ólafs- fjarðarmúla im- an þriggja ára —segir Matthías Bjamason samgönguráðherra sem ætlar að setja menn í að gera áætlun um jarðganga- gerð á Aust- og Vestfjörðum „Það er ákveðið að gera jarðgöng í Olafsfjaröarmúla innan þriggja ára. Það verður ekki farið i neinar fram- kvæmdir í sambandi við jarðgöng á undan göngunum í Olafsfjarðar- múlanum. Þau göng eru mest aökallandi — Olafsfjörður hefur veriö mjög einangraður að vetri til enda mjög hættuleg leið þangaö aö fara,” sagði Matthías Bjarnason samgöngu- ráðherra í viðtali við DV i gær. Matthías hefur lagt á það áherslu að stórátak verði gert i vegagerð á Islandi og þá í sambandi við jarðgangagerð. „Það er nú búið að gera hjá Vegagerö ríkisins töluverðar rannsóknir á sviði jarðgangagerðar. Eg hef hugsað mér að setja menn í það að gera áætlun um jarðgangagerð,” sagði Matthías. Matthias sagöi aö þá væri áætlaö aö gera mörg önnur göng á Austf jörðum og norðanverðum Vestfjörðum. Með gerð jarðganga á að geta orðið mikill sparnaöur i viðhaldi og snjómokstri á hinum háu heiðum í þessum lands- hlutum. „Það eru mjög aröbærar fram- kvæmdir. Hins vegar er öll jarðgangagerð mjög dýr og þar af leiðandi hefur ekki verið mikið ráöist í jarðgangagerð hér á landi,” sagöi Matthias. Reynsla hefur fengist við Blöndu „Það hefur fengist töluverð reynsla í sambandi við jarðgangagerð við Blönduvirkjun. Það verður auövitað háö þvi hvaö fæst af fjármagni til jarðgangagerðar. Það þýðir ekkert fyrir okkur Islendinga að kaupa stór tæki nema það séu stöðug verkefni fyrir þau. Ef verkefni verða fá yrði þetta aUt of dýrt,” sagði Matthías. Verðum að taka erlend lán — Hvernig hefur þú hugsað þér að fjármagna framkvæmdirnar? Með erlendum lánum? „ Já, ég get ekki ímyndað mér að þaö sé hægt að fá meira af lánum hér innanlands heldur en lánsfjáráætlun gerir ráð fyrir. Það er ekkert fengið með því að opinberir aðilar séu að keppa um sömu peningana. Erlend lán verða ekki tekin nema til framkvæmda sem skila arði,” sagði Matthías. „Það er aröbært að fara í ýmsar vegaframkvæmdir á fjölfamari vegum. Með þvi lengjum við nýtingar- tima ökutækja, minnkum innflutning á varahlutum og bensineyðsla yröi minni á hvem bíl,” sagði Matthias. -SOS Mikið svæft? — hundruð manna koma á þing svæf ingalækna Norrænir svæfingalæknar halda Heildarfjöldi fyrirlestra verður sitt 18. þing dagana 25.-29. júní. tæplega 200 en nokkrir heimsfrægir Þingið verður haldið i Heykjavflc og læknar verða á meðal fyrirlesar-i sækir þingið fjöldi svæfingalækna anna. viðs vegar úr heiminum auk Helstu nýjungar á sviði svæfinga Norðurlandabúa. Fjöldi þátttakenda og gjörgæslu verða kynntar meði verður samtals á sjötta {hundraö umfangsmikilli vörusýningu á manns frá 25 löndum. þinginu. baj.. Veiðidagur fjölskyldunnar: Mikil þátt- taka Það var víða gengið til veiða í gærmorgun og veiddur silungur. Veiðidagur fjölskyldunnar var hald- inn um land aflt og veiðimenn á öllum aldri gengu til veiða. Við vorum mættir á Þingvöli eins og hundruð veiðimanna sem renndu fyrir fisk. Já, það var fjölmennt og aöalveiðin var murta. Hún var á í hverju kasti. En veöurfarið var gott og menn nutu útiverunnar. Við smeUtum af nokkrum myndum og var stemmningin góð. Stjórn Landssambands stanga- veiðimanna afhenti Heimi Steins- syni plakat, sem sambandifl hefur látifl gera, i virflingarskyni fyrir að veiflimenn fengu afl renna fritt í vatnifl. ÚLFARSÁ AÐ ÞORNA UPP? „Það fengust 14 laxar fyrsta hálfa daginn en siöan fór aðeins aö draga úr veiðinni og hoUið fékk 23 laxa, allt góða fiska og hann var 16 pund sá stærsti,” sagði veiðimaður- inn Helgi Eyjólfsson í veiöihúsinu i ÞrándargiU við Laxá i Dölum i gær. En Helgi og félagar veiddu fyrstir í ánni á þessu sumri. „Eg fór niður að sjó og kikti á laugardaginn og þetta kraumaöi eins og í potti, en þaö vantaöi vatnið tU þess að hann færi upp í ána. Þaö er ekki mikið af laxi í ánni, vantar rigningu til að hann komi í meiri mæU. Þetta var allt VEIÐIVON GunnarBender góður fiskur og jöfn stærö á honum, sá minnsti var 8 pund,” sagði Helgi að lokum og hann var að fara í Brennuna tU aö veiða. Við skulum bara vona að hann fái lax þar. „Eg fékk 8 laxa og hann var 16 punda sá stærsti,” sagði Einar Guð- mundsson en hann var viö veiöar á þriðja svæöinu í Stóru-Laxá í Hreppum á laugardaginn. ,í:g veiddi þá flesta í Stapanum, 5, og tóku þeir aUir tópý. Þetta gerðist aUt á rúmum klukkutíma og var mikið ævintýri að landa þeim. Svo eftir hvfld fékk ég 1 í Iðunni og tvo í Kötlum svo að þetta var sannköUuð guUveiði í ánni. Stöngin á móti fékk 3 laxa svo þaö komu 11 laxar á land. Daginn áöur, fyrsta veiðidaginn, veiddist 1 lax og var hann 10 punda. Frá efsta veiðisvæðinu berast fréttir um aö veiðimenn hafi fengið laxa fyrstu dagana en aflamagnið veröur látiö Ugg ja á miUi hluta í bUi. Korpa (Ulfarsá) var opnuö 20. júní og hafa veiðst nokkrir silunga- títtir í henni. Viö áttum veiðileyfi í ánni. Er hægt að kalia þetta á? Varla neöst, því hún rétt rennur og lax fer ekki upp í hana eins og er, þó hefur hann sést í ósnum. Eg held aö með sama áframhaldi þorni blessuö Korpa (Ulfarsá) upp næstu daga. Þá verðurUltíefni. G. Bender. VeiAimenn renna fyrir fisk þessa dagana um allar jarflir og sumir fá hann. Veiðimaflur reynir að fá lax í Elliflaánum fyrir helgi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.