Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1985, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1985, Blaðsíða 3
DV. MANUDAGUR 24. JUNI1985. 3 INGVAR HELGASON HF. Sýningarsalurinn/Rauðagerði, sími 33560. Rangæingará Kjarvalsstöðum Þeir sátu tveir á Kjarvalsstöðum og ræddu landsins gagn og nauð- synjar — Ingivaldur Olafsson frá As- hóli í Holtum og Aðalsteinn Gíslason. Virtust sem órjúfanlegur hluti sýn- ingar Rangæinga þennan siðasta sýningardag — þannig aö kannski hefur vantað punktinn yfir i-ið fyrri dagana. Rangæingar kynntu þama iðnaöarframleiðslu i sýslunni, svo sem húsgögn, yfirbyggingar á bíla, gler- og speglaskurð, útileguvið- búnað, sumarbústaði, landbúnaðar- afurðir og listmuni. Aðsókn var mjög góð að sýningunni allan timann. ba j/D V-mynd: KAE íslendingur fær málflutn- ingsréttindi íBanda- ríkjunum Öskar Magnússon, DV, Washington. Magnús Gylfi Þorsteinsson lögfræð- ingur hefur fengið réttindi til málflutn- ings í New York-fylki hér í Bandaríkj- unum. Eftir því sem best er vitað mun þetta vera í fyrsta skipti sem íslenskur lögfræðingur fær réttindi til málflutn- ings fyrir bandarískiun dómstólum. Til að öðlast málflutningsréttindi í Bandaríkjunum þarf að taka sérstakt próf í hverju ríki. I þetta skipti þreyttu prófiö í New York 2414 lögfræðingar, langflestir bandarískir. Aðeins 1129 stóðust prófið eða tæplega helmingur. Magnús Gylfi var í þeirra hópi. Al- gengt er að lögfræðingar frá öðrum löndum stundi nám við bandaríska há- skóla í a.m.k. í eitt ár áður en gengist er undir málflutningsprófið. Magnús Gylfi gekkst hins vegar undir prófið án nokkurrar skólagöngu í Bandaríkjun- um. Magnús Gylfi er sonur Þorsteins Baldurssonar stórkaupmanns og Kristínar Magnúsdóttur. Hann fædd- ist árið 1957. Lauk stúdentsprófi frá MR 1977. Lögfræðiprófi lauk hann frá Háskóla Islands 1984. Magnús Gylfi starfar nú viö lögfræöiskrifstofuna De Orcis og Partner í New York. Magnús er kvæntur Susan Eposido. Hún er líka lögfræðingur. Fjórðungsmót hestamanna í Reykjavík — hefst á Víðivöllum, félagssvæði Fáks, á f immf udaginn Fjórðungsmót hestamanna 1985 aðild sína að hestamannaferðalagi á verður nú haldið á Víðivöllum í sölustöðum Flugleiða. Reykjavik — félagssvæði Fáks við "SOS ElUðaár. Þetta er í fyrsta sinn sem f jórðungsmótið fer fram á Víðivöllum. Það hefst á fimmtudaginn kemur með kynbótadómum en mótinu lýkur á sunnudaginn. Keppnis- og athafnasvæðið er mjög glæsilegt. Eru þar frábærir keppnis- vellir, mikil hesthúsabyggð og reið- götur til allra átta. Unnið hefur verið í tvö ár að beinum undirbúningi, nýir vellir byggðir og nýtt f élagsheimili. Tjaldsvæði eru rétt utan við svæðið. Þar verður boðið upp á f jölskyldubúöir við bæinn Vatnsenda og á Kjóavöllum og mun sérstakur strætisvagn ganga til keppnisvalla og tjaldsvæðanna. Það er mikill áhugi á mótinu og hefur keppnin verið hörö að komast á það og hrossim hafa sennilega aldrei verið betri. Kappreiðar verða nú með nýju sniði. Á mótinu verða notaðir rásbásar meö stýrðum opnunarbúnaði og hlaupin fara fram hvert af ööru. Það verður boðið upp á „kvöldvöku aldarinnar” á laugardagskvöldið þar sem margt verður til skemmtunar. Dansleikir verða föstudags- og laugar- dagskvöld á yfirbyggðum útipalli í Fáksbóli. Aðgöngumiðar, sem gilda allan tímann, kosta kr. 750. Lækkað aðgöngumiðaverð verður á kvöldvöku á laugardagskvöld og gildir það einnig fyrir allan sunnudaginn. Verð kr. 300. Böm 12 ára og yngri fá frítt inn á mótið. Þá má geta þess aðFlugleiðir bjóða farþegum utan af landi 25% afslátt af fargjöldum dagana 28. júní til 1. júlí. Hestamenn eru hvattir til að gefa upp TÖKUM FLESTA NOTAÐA BÍLA UPP í NÝJA. MUNIÐ BlLASÝNINGAR OKKAR ALLAR HELGAR KL. 14-17. Beinskiptur, hðtt og Iðgt drif, 4 WD. Sjálfskiptur, með einum takka, 4 WD. Það er langt í næstu sendingu af hinum geysivinsælu Subaru bílum. Við viljum því benda fólki á að tryggja sér eintak hið snarasta. I dag eigum við á lager bæði beinskipta og sjálfskipta bíla en hvac endist úrvalið lengi? Þeirri spurningu er vandsvarað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.