Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1985, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1985, Blaðsíða 6
6 DV. MANUDAGUR 24. JUNl 1985. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur —ekki sídur en annað gólfefni MARMARA MÁ HREINSA húsinu nýja viö að hreinsa gólfin. Einkum haf a kaff iblettir komið þar við sögu. I upplýsingariti Nýborgar segir að ef litaðir vökvar slettist á marmara- gólf skuli fyrst þurrka upp slettumar áður en vökvinn nær að síga inn í stein- Ef kaffið hellist niður hjá þessum tveimur lúsiðnu námsmönnum er ekkert stórvandamál á ferðinni. Allur marmari er hreinsaður með sérstökum að- ferðum og það ættu forráðamenn í Háskóla íslands að hafa í huga næst þegar þeir virða fyrir sór kaffiblettina í nýju húsnæði félagsvísindadeildar- innar. Marmari af venjulegri stærð frá Nýborg og undir eru steinflisar af algengri gerð. DV-mynd KA. inn. Dugi þaö ekki er þó samt hægt aö náblettinumaf. Ef um vín, blek eða önnur fitulaus litarefni er að ræða má blanda saman gifsi og beikingarefni. Bera síðan gifs- grautinn á blettinn og láta hann vera þar í um þaö bil hálftíma. Fjarlægja á síðan gifsið og þvo á eftir með vatni. Ef um olíukennd og feit efni er að ræða skal nota gifs blandað vatni, móta þaö í hring og leggja á blettinn. Eftir um það bil háiftima skal hella uppleysiefni (til dæmis tríklóretýleni) inn í hring- inn, f jarlægja hann með trésköfu, bíða i um það bil 3 mínútur og þvo á eftir meðvatni. Vélar sem slípa Aðspuröur sagði össur að ýmislegt væri til ráða jafnvel þótt þetta dygði ekki, til dæmis er Nýborg með vélar sem slípa upp marmaragólf. Fagmenn sjá um framkvæmdina og gömul gólf geta þannig orðið eins og ný. En svo mætti lika hafa í huga fyrirbyggjandi að- gerðir, til er marmarabón sem borið er á áöur en byrjaö er aö nota gólfin. Lika má nota efniö í þvottavatniö. Síðan eru þau tekin í gegn einu sinni á ári. Aö lokum er vert aö benda á aö náttúrusteinn stenst vel högg og því er hvers kyns kvomun eða brot ólíkleg. Ef svo skyldi samt fara er betra aö geyma efni af réttri gerð til öryggis því örh'till Utamunur getur verið á sendingum. baj Gólfefni úr hinum ýmsu stein- tegundum verða sífellt algengari hér- lendis. Marmari er eitt þeirra efna sem hentar vel sem gólfklæðning og Matarkostnaður 3þúsundámann „Hér með sendi ég heimilis- bókhaldið fyrir maímánuð. Það er lítið um það að segja annaö en að matarreikningurinn er svona í hærri kantinum, en annað er í lægri kantinum. Þess má geta að í fjölskyldunni eru allir fullorðnir, eða yngsta 16 ára. Ein úr Grindavík”. Matarkostnaöurinn er rúmar 3 þús. kr. á mann hjá þessari fjöl- skyldu, en liðurinn „annað” upp á nærri20þúsundkr. A.Bj. Verðíauglýs- ingar Ahugakona um málefni neyt- enda kom aö máli við neytenda- síðuna og vildi koma á framfæri eindreginni ósk um að auglýsendur vöru og þjónustu birtu jafnan verö í auglýsingum sínum. Hún benti á að oft væru gefin út blöö sem að efni til væru nærri ein- göngu auglýsingar og varla aö finna verð í einni einustu. Við tökum undir þessa ósk. Það er til mikils hagræðis fyrir neyt- endur að geta séö verðið og gert upp huga sinn hvort þeir vilja gera sér ferö til að skoða viðkomandi vöru. A.Bj. hefur veriö notaður erlendis um alda- raðir en minna verið um hann hér á landi. A siöari árum hefur þetta þó breyst og mikið verið flutt inn af ítölskum marmaraflísum. Verðið er ótrúlega hagstætt. Odýrustu marmaraflísar kosta innan við þúsund krónur fermetrinn og algengt verð er í kringum 1.300 krónur hver fermetri. Þetta er mjög svipaö verð og á sam- bærilegum stærðum af steyptum stein- flisum. Neytendasiöan spurði verslunar- stjórann í Nýborg, Ossur S. Stefáns- son, hvort verðlagning á marmara hér væri sambærileg við verð í öðrum löndum. „Reyndar ekki,” sagði össur. „Héma er einmitt hægt að bjóða marmarann á miklu hagstæðara verði en í móðurlandinu — Italíu, þar er þetta tvöfalt dýrara. Hérna er mun hagstæðara verð á marmara heldur en stánflísum. A innfhittar, steyptar stein- flisar leggst 35% tollur, 24% vörugjald og ýmislegt fleira sem fer hátt á annað hundraö prósent. Hins vegar er aðeins 3% jöfnunargjald á marmara, því hann er náttúrlegt efni. Hann er bara niðursagaður og tollast þvi öðruvisi en verksmiðjuframleidd vara.” Hreinsun í hugvísindahúsi Marmari er náttúrlegur steinn og stenst flestar kröfur um endingu og styrk. Hann er óbrennanlegur, leiðir lítt hita eöa rafmagn og er auðveldur í viðhaldi. Slípuð gólf halda vel yfir- borðsáferöinni og kostnaður er minni ef verksmiðjuslípaðar flísar eru lagðar heldur en ef sh'pað er eftir lagningu. Hreinsun er auðveld og venjulega nægilegt að notast við vatn og klút. Því kemur það nokkuð spánskt fyrir sjónir að lesa i dagblöðum um erfiðleika forráðamanna i hugvísinda- Rétturdagsins: Kóteletta, kartöflur, kónguló og baunir Það verður að segjast eins og er, stórfelldar breytingar í átt að fjöl- hæfara fæðuvali hafa átt sér stað meöal okkar Islendinga á undan- förnum árum. Nú erum við farin að leggja okkur til munns ýmislegt sem ekki þótti boðlegt áður svo sem græn- meti, skötusel og snigla. En manninum sem fór og fékk sér einn af réttum dagsins í Kjötbúðinni Borg á dögunum var enginn hlátur í huga og er síður en svo hrifinn af nýjunginni sem honum veittist á matarbakkanum. „Þetta er einum of langt gengið, stærðar kónguló og ég var næstum búinn með matinn. Hún var þarna í gríHunetishominu og virtist bara ein- hver dökk þústa sem ég ýtti til hliðar eftir því sem leið á máltíðina. Þetta var eins og hver annar svartur biti en þegar ég var að verða alveg búinn fór ég að rýna í þetta og þá kom í ljós að þetta var væn kónguló. S jaldan séð þær stærri. Hvaðan hún kemur veit ég ekki en eitt er vist aö eftir þessa máltíð ætlaði ég sjálfur vitlaus að veröa og matarlystin er ekki meö besta móti núna. Finnst heldur langt gengið þegar svona fylgir í hádegismatnum og það er nauðsynlegt að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig. Eg tek það fram að kóngulóin var greinilega soðin, hvort hún hefur dottið ofan í pottinn eða komið með ööru móti veit ég ekki — en varla er þetta geðslegur kaupbætir. ’ ’ baj „Geturekki verið héðan,” segir ÞorbjörníBorg „Þetta getur ekki verið héðan ef ein- hverjar pöddur eru í því,” sagði Þor- bjöm í Kjötbúðinni Borg. „Allt er sett héma í gegnum þaö mikið kontról og margar hendur. Enginn möguleiki og hann verður bara aö sanna þaö að þetta hafi veriö keypt hér. Þú sem blaðamaöur ættir aö gera kröfu til sönnunar, því ekki varstu við hliðina á honum þegar kaupin voru gerð, finnið einhvern sem hefur af- greitt hann hérna. Eg svara þessu ekk- ert ööru visi en þannig að hann hlýtur að hafa keypt þetta annars staðar. ” baj. Feit og pattaraleg. Skyldi hún vera af islensku bergi brotin eða inn- flytjandi? DV - mynd Vilhjálmur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.