Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1985, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1985, Blaðsíða 9
DV. MANUDAGUR 24. JUNI1985. 9 Utlönd Útlönd Útlönd Útlönd 400 far- þegar40 mínútum t svona fangabúðum ísraelsmanna er hluti shitanna 700 í haldi. ísrael: SHÍTAR LÁTNIR LAUSIR Israelsmenn láta í dag lausan 31 shíta sem þeir hafa haft í haldi undanfarna mánuði. Að sögn stjómarinnar í Tel Aviv er hér um verknað að ræða sem búið var að ákveöa með löngum fyrir- vara og samkvæmt ísraelskum lögum lögum. Ekkert samband er á milli að- gerða Israelsmanna og líbönsku flug- ræningjanna í Beirút er krefjast þess að sleppt verði 700 shítum úr ísraelskum fangelsum. Búist er við að föngunum verði sleppt undir eftirliti Rauða krossins á landamærum Israel og Suður-Líbanon. Rabin, varnarmálaráðherra Israels, sagði í viðtali við bandaríska sjón- varpsstöð í morgun að aðgerö Israels- manna mætti alls ekki túlka sem neitt veikleikamerki og stæði ekki í neinu sambandi við kröfu flugræningjanna í Beirút. Rabin lagði á það áherslu að vestræn ríki ættu aldrei að ganga aö kröfum hryðjuverkamanna. Stjórnin í Tel Aviv hefur gefiö í skyn um nokkurn tíma að hinum rúmlega 700 föngum shíta í ísraelskum fangelsum verði brátt sleppt. Að sögn embættismanna í Tel Aviv er ríkisstjómin nú í nokkurri klípu. Ef hún sleppir þeim nú verði það túlkað sem eftirgjöf við flugræningj- ana í Beirút og álitshnekki fyrir bæði Israel og Bandaríkin sem gefið hafa yfirlýsingar um að aldrei verði gengið að skilmálum hryðjuverkamanna. ÞJOÐVERJAR VIUA EKKI ELDFLAUGAHÖNNUÐINN Óskar Magnússon, DV, Washing-, ton: Rikisstjóm Vestur-Þýskalands hefur borið fram formleg mótmæli við Bandaríkjamenn vegna enduikomu tunglflaugahönnuðarins Arthurs Rudolphs til Þýskalands. Arthur Rudolph er hönnuður tunglflaugarinn- ar Satúmusar fimmta. Hann yfirgaf Bandaríkin í maí á síðasta ári frekar en að svara til saka fyrir að hafa drepið þúsundir fanga með vinnuþrælkun í síðari heimsstyrjöldinni. Arthur Rudolph hafði yfirumsjón með smiði V—2 flugskeyta fyrir nasista á þeim tíma. Hann var einn af 118 þýskum eldflaugsérfræðingum sem fluttir voru leynt til Bandaríkj- anna að heimsstyr jöldinni lokinni. Fyrst eftir komuna til Bandaríkj- anna vann hann fyrir bandaríska her- inn en síðan fyrir geimferðastofnun- ina. 1 mai 1984 sýndi dómsmálaráðu- neytið Arthur Rudolph sönnunargögn um vinnuþrælkunina. Skömmu síðar hvarf hann á braut til Þýskalands. Þar gaf hann sig fram í bandaríska sendi- ráðinu og afsalaöi sér bandarískum ríkisborgararétti. Stjómvöld í Vestur- Þýskalandi halda því fram að Rudolph hafi komið ólöglega til Þýskalands. Þau segja að þegar einhver haf i erlent vegabréf þýði það að útgefandi vega- bréfsins muni taka viö honum aftur, það hafi Bandaríkjamenn ekki gert. Talsmaöur utanríkisráðuneytisins hér í Washington segir hins vegar að Rudolph hafi ekki upplýst um fortíð sína á meðal nasista þegar hann kom upphaflega til Bandarikjanna. Þvi megi með réttu halda því fram að hann hafi í upphafi fengið bandarískan ríkis- borgararétt á fölskum forsendum og hafi þvi aldrei verið löglegur banda- rískur rikisborgarí. Alþjóðasamtök gyðinga sem hafa aðsetur í New York segja að mál Rudolphs sé hluti af þeirri stefnu vestur-þýsku stjómarinnar að reyna eftir fremsta megni að koma í veg fyrir komu striðsglæpamanna til Þýskalands. Gyðingasamtökin hafa birt skjal þar sem fram kemur að Þjóðverjar hafi fallist á að taka aftur við hverjum þeim sem fengið hafi bandarísk vega- bréf á fölskum forsendum. Talsmenn vestur-þýsku stjórnarinnar segjast ekkert vita um slíkt samkomulag, ekk- ert frumrit hafi fundist i skjalasöfnun þeirra en að vísu eigi þeir afrit af nefiidumsamningi. f rá dauða Kandísk júmbóþota af gerðinni Boeing 747 með 400 farþega um borð lenti á Narita flugvellinum í Tokýo aðeins 40 minútum áöur en farangursgámur er verið hafði í þotunni sprakk í loft upp. Júmbóþota Canadian Pacific Air Flugfélagsins var að koma frá Vancouver með millilendingu í Toronto. Við sprenginguna létu tveir flugvallarstarfsmenn lífið og fjórir særðust alvarlega. Að sögn sjónar- votta var sprengingin svo öflug að flugstöðvarbyggingin hristist og skalf auk þess sem miklar skemmdir urðu á salarkynnum þar sem farþegar sækja farangur sinn eftir flug. Að sögn flugvallarstarfsmanna á Narita flugvelli hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum ef vöru- gámurínn hefði sprungið áður en flugvélin lenti í Tokýo. Aðeins 55 mínútur á milli Vörugámurinn úr júmbóþotu kanadíska flugfélagsins sprakk í loft upp aðeins 55 mínútum áður en júmbóþota Air India flugfélagsins er talin hafa farist við strendur Irlands. Menn velta því nú fyrir sér hvort einhver hugsanleg tengsl séu á milli sprenginganna á Narita flugvelli og hraps indversku farþegavélarinnar en báðar flugvélarnar hófu flug sitt frá Toronto íKanada. / r HEROINGAMUR UPPTÆKUR Umsjón: ÞórirGuðmundsson og Hannes Heimisson Bresk lögregluyfirvöld sögðust um helgina hafa upprætt umfangsmikinn alþjóðlegan eiturlyfjahring sem stjómað var af ítölskum glæpasamtök- um. Tollgæslan fann og gerði upptækt heróínmagn að verðmæti 80 miUjónir króna komið á götuna við leit í vörugámi sem nýbúið var að flytja á land í höfninni í Southampton. Áfanga- staður heróíngámsins var þó ekki í Englandi heldur átti hann að flytjast til Montreal í Kanada. 1 framhaldi af heróinfundinum handtók breska og kanadíska lögreglan átta menn af ítölsku bergi brotna sem taldir eru viðriðnir eiturlyfjahringinn. Frönsk-kínversk geimsamvinna Frakkland og Kínverska alþýðu- lýðveldið undirrituðu um helgina samning um alhliða samvinnu í geimrannsóknum. Aðalatriði samningsins er um aukna tækni- samvinnu ríkjanna við geimrann- sóknir auk þess sem saman ætla þau sér að framleiða hluti í burðar- flaugar og jarðstöðvar gervi- hnatta. Kínverjar eru smám saman að auka samvinnu sína viö Vestur-Evrópuríki og Bandaríkin á sviði hátækni. Fjölmörg vestræn stórfyrirtæki á sviði tölvuiðnaðar hafa nú opnað útibú i Kina og eru farin að framleiða hluta vöru sinn- ar á stærsta markaði heims í sam- vinnu viö stjórnvöld í Peking. AIDS fjölgun Alþjóða heilbrigðisstofnunin birti nýverið skýrslu þar sem fram kemur að ónæmistæringartilfell- um í Evrópu hefur fjölgað um 23 prósent á aðeins 3 mánuöum. I Frakklandi hefur aukningin orðið mest með 47 af 178 nýjum til- fellum á tímabilinu. I öðru sæti er Bretland með 32 tilfelli og Vestur- Þýskaland með alls 27 ný tilfelli. Sjö af hverjum tíu er f undust með sjúk- dóminn voru hómósexual karl- menn og í helmingi tilfella var smitið banvænt. Alls haf nú 468 manns látist úr ónæmistæringu í þeim sautján Vestur-Evrópuríkj- um sem könnun Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar náði til. Myndbandaæöi íSovét Myndbandaæöið hefur haldið innreið sína til Sovétríkjanna. Sovéska dagblaðið Izvestia sagði um helgina að nú væru rúmlega 250 sovéskir myndbandatitlar á markaðnum og þeim færi stöðugt fjölgandi. Sovéskir framleiðendur myndbanda bjóða nú upp á margs konar afþreyingarefni, að sögn blaðsins, hljómleika þekktra hljómsveita, frægar kvikmyndir og margs konar fræðsluefni. Fyrsta myndbandasafn Sovétríkjanna opnaði nýverið í borginni Voronezh, 500 kílómetra suður af Moskvu. Þrátt fyrir aukið efni á myndböndum verða Sovétmenn þó enn að flytja inn myndbandsspólur og er verð þeirra því nokkuð hátt. Ein óuppátekin tveggja tíma spóla selst til dæmis á allt að 14.000 íslenskar krónur á svörtum markaði. Reagan beitir ekki hervaldi Reagan Bandaríkjaforseti lagði í gær á það áherslu aö Bandarikjamenn myndu ekki beita hervaldi í Líbanon til að freista þess að leysa gíslana 40 úr haldi. Fréttir frá Líbanon segja að orðið hafi vart aukinnar hernaðar- uppbyggingar Bandaríkjamanna undan ströndum Líbanon, sést hafi eitt flugmóðurskip og f jöldi fylgdarskipa. Sagt er að íbúar Beirút hafi vaknað í morgun við flug bandarískra könnunarvéla yfir borginni. Bandaríkjamenn neita þeirri frétt. Við köllum þá SKUTLUR þær eru ódýrari og liprari í SKUTL. scnDiBiLnsTöÐin n* VARAHLUTIRI AMC/JEEP Fjaðrafóðringar, bensíngjafarbarkar, mótorpúðar, glrkassapúðar, Ijósarofar, vatnsdælur, startkrans- ar, húddkrækjur, luktargler, gírkassahosur, öxul- endar, pakkningasett I gírkassa, bremsuklossar, kveikjuhlutir, spindilkúlur og fleira. Dráttarbeisli frá VBG, tilbúin til að setja undir bílinn. Höfum á lager beisli undir yfir 40 gerðir bifreiða — gott verð. VA R AH LUTAVERS L U N IN Opið laugardaga kl. 10-12. Sendum í póstkröfu. SlMAR: 34980 og 37273

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.