Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1985, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1985, Blaðsíða 14
DV. MÁNUDAGUR 24. JUNI1985. Frjálst.óhátÖ dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. ' Stjórnarformaöurog Otgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og Otgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNJSON og INGÓLFU.R P.STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 68ÓÓ11. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiösla, áskriftir,smáauglýsingar,skrifstofa: ÞVERHOLTI ll.SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plotugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakurhf. , Áskriftarverö á mánuöi 360 kr. Verö i lausasölu 35 kr. Helgarblaö40 kr. Verðbólguáhrif samninganna Fólk spyr, hvaöa kaupmátt launa nýju kjarasamn- ingarnir veiti. En menn spyrja ekki síður, hvað verð- bólgusamningarnir hafi í för með sér. Viðurkennt er, að kaupmáttur á að vaxa með þessum samningum, líklega um þrjú prósent. Að sjálfsögðu fer það svo eftir því, hve mikil verðbólgan verður. Fáir launþegar eru andvígir samningunum, að undanskildum „trotskyistum”, sem sjá sér pólitískan hag í átökum. Jafnvel Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins, treystir sér ekki til að hvetja til, að kjarasamningarnir verði felldir — og er það viturlegri afstaða en oft áður hjá forystu þess flokks. Upplýsingamar um kaupmátt og verðbólgu tala sínu máli um það, að nýju samningarnir eiga að geta orðið launþeg- um hagstæðir. Verðbólgan verður auðvitað nokkru meiri en hún hefði oröið, ef laun hækkuðu ekkert. En samt er aðeins búizt við fimmtán prósent verðbólguhraða í árslok. Þetta er góður árangur, ekki sízt samanborið við það, sem gerðist eftir kjarasamningana síðastliðið haust. Kauphækkunin sam- kvæmt samningunum nú mun veröa um fjórtán og hálft prósent að meðaltali. Hún dreifist á það rúmt hálft ár, sem eftir er samningstímans. Vel að merkja varð svipuð kauphækkun eftir síðustu samninga á aðeins rúmum mánuði. Þetta ríður baggamuninn. Kauphækkunin nú dreifist miklu meira. I síðustu samningum var samið um vel yfir tuttugu prósent kauphækkun. Meginhluti hennar kom fyrstu vikurnar. Afleiðingarnar þekkja allir. Yfir reið verðbólga, sem komst upp í sjötíu prósent hraða að minnsta kosti, þegar verst var. Síðan hefur mjög dregið úr verðbólguhraðanum. Hann er nú talinn vera um tuttugu og fimm prósent. Miklu skiptir fyrir efnahaginn, að þrátt fyrir nýgerða samninga ætti verðbólgan í árslok að verða minni en þetta. Þetta eru ein aðalrökin fyrir því, að þessa samninga ber að samþykkja. Þetta er jafnframt ein helzta forsenda þess, að samningarnir leiði til aukins kaupmáttar. Af þessu leiðir, að mikil gengislækkun þarf ekki að fylgja í kjölfar samninganna. Þetta er munurinn á hófsamlegum samningum og öðrum við aðstæður okkar þjóðfélags. Athyglisvert er, að hagur þjóðarbúsins og launþega fer þar saman. Ekki þarf að koma til bar- daga milli launþega og ríkisstjórnar, sem stefnir að því að fá jafnvægi í efnahagsmálum. Launþegar þekkja einnig afleiðingar óðaverðbólgunn- ar. Fjölmargir hafa lent í vanda og leitað í vaxandi mæli til lánastofnana til að brúa bilið milli tekna og útgjalda. Öðaverðbólgan, sem stafar af uppsprengdum krónutölu- hækkunum samninga, rýrir hag þessa fólks í því, að láns- kjaravísitalan hækkar gífurlega, svo og vextir almennt. Nú ætti að fást svigrúm til að vextir verði lægri. I nýgerðum samningum fékkst gagnkvæmur skilningur og samstaða atvinnurekenda og þeirra verkalýðs- foringja, sem vilja í reynd bæta kjör verkafólks í landinu. Utan við standa þeir, sem vilja koma illu af stað en hafa hvorki áhuga á velferð þjóðar né launþega sem slíkra. Allt talið um að bíða til hausts og hefja þá „harðan bar- daga” er þeirrar ættar. Oft hefur illa til tekizt í samningum. Merkilegt við þessa samninga er, að verðbólgumarkmiðin eiga að nást, jafnframt aukningu kaupmáttar. Haukur Helgason. M iiiBBi.& ^■r Samningarnir séð- ir úr annarri átt Menn hafa rætt um efnahags- og ^ kjaraóhrif nýgeröra samninga ASI og VSI og eru ekki ó eitt sóttir. Mun minna verö, en þó umræðuverð, eru hin pólitísku óhrif samningagerðar- innar. Enginn vafi er ó að samn- ingamir hafa styrkt ríkisstjómina í sessi. Hún fær nú annað tækifæri til þess að stjóma landinu og fyrirsjóan- iegt er að það tækifæri mun endast henni a.m.k. til haustsins 1986; jafnvel til loka kjörtimabilsins voriö 1987. Sveitarstjórnarkosningar verða því næstu almennu kosningar ó Islandi og alþingiskosningar ekki fyrr en að þeim loknum. Sú niðurstaða getur gerbreytt pólitískum viðhorfum og stöðu flokka í landinu fró því sem verið hefur. Tækífæri ríkisstjórnar- innar Takist ríkisstjórninni aö nó tökum ó stjórn efnahagsmóla í kjölfar kjara- samninganna og með aðstoð fyrir- sjóanlega batnandi ytri aðstæðna fer varla hjó því, að Framsóknarflokkur- inn fari aftur að sækja í sig veðrið og staöa hans batni. Sjólfstæöisflokkur- inn getur gert sér vonir um allgóða kosningu í borgarstjómarkosningum í Reykjavík og mun það einnig styrkja flokkinn þótt sól núverandi flokks- forystu hnigi nú jafnört og sólin ris ó pólitiskum himni Daviðs Oddssonar. Framtíðarvonir stjómarandstöð- Kjallarinn SIGHVATUR BJÖRGVINSSON FYRRVERAIMDI ALÞINGISMAÐUR unnar em hins vegar flestar bundnar við aö rikisstjórnin klúöri þvi óvænta tækifæri sem aöilar vinnumarkaðarins gófu henni. Stjórnarandstaðan getur í þessari stöðu lítið eða ekkert frum- kvæði haft um rós viöburða og fyrir þingmenn hennar verður lítið annað að gera ó næstunni en að leggjast upp í loft og lóta rigna upp í nefið ó sér. Una menn því misjafnlega. Undarlegt ástand Svo undarlegt og öfugmælakennt er pólitíska óstandið í landinu að sumir stjómarandstæðingar virðast vera al- sælir yfir þvi aö rikisstjórninni gefist nú annað tækifæri og vilja jafnvel sumir hverjir þakka sér þó niöurstööu. Ymsir stjórnarsinnar eru ó hinn bóg- inn ekki alveg eins ónægðir meö þá niðurstöðu og óhrifamaður í stjórnar- herbúðunum sagði við mig ó dögunum, aö hann skildi ekki það traust sem aðilar vinnumarkaöarins hefðu sýnt rikisstjórninni meö samningageröinni því hann myndi ekki eftir neinni rikis- stjórn sem verið hefði minna trausts verð en þessi. Hin pólitíska tilvera virðist þannig hafa snúist við. Stjórnarandstæðingar sumir vilja framlengja líf ríkis- stjómarinnar á meöan ýmsir stjómar- sinnar telja farsælast að því verði sem fyrst lokiö. En kannski er rás viðburð- anna bara að tala móli Hannesar Hólmsteins: Þó loksins ríkisstjóm var hætt að stjórna fóru menn almennt að sýnahennitraust. Það félagslega önnur og ekki síöur umræöuverö óhrif kjarasamninganna em áhrif þeirra á stöðu verkalýðshreyfingar- innar — félagsleg áhrif samninganna. Hafa menn íhugað að samningunum lauk ón þess að verkalýðshreyfingunni ÞJÓDARSÁTT - HANDA HVERJUM? Þjóðarsátt er eitt þeirra orða sem nú um stundir nýtur hvaö mestra vin- sælda hjó formanni Sjálfstæöisflokks- ins. Notkun þessa töfraorðs er jafnvel farin að yfirgnæfa gömlu smellina um einurö og festu, áræði, kjark og þor, en þessi hugtök hafa verið á hraðbergi siðustu misseri. Þessi andans einhæfni kom skemmtilega fram þegar hol- skefla var aflögð fyrir kollsteypu og einurð fyrir eindrægni, sem hver flokksmaðurinn étur nú upp eftir öörum. Það er ómaksins vert að velta því fyrir sér í hvaða hugarheimi þeir menn lifa sem hugsa ekki um annað en þjóðarsótt þegar stór hluti þjóðarinnar ó vart til hnífs og skeiðar, hvað þá til annarra þeirra líf sþæginda sem eölileg teljast í þróuðum rikjum. I hvaöa hugarheimi lifir það fólk sem hugsar um það eitt að ríghalda í óbreytta verð- mætasköpun þegar þúsundir manna geta ekki tekið þótt í þeim samfélags- háttum sem hér hafa þróast á liðnum áratugum? GARÐAR SVERRISSON STARFSMAÐUR ÞINGFLOKKS BANDALAGS JAFNAÐARMANNA U ndirheimahagkerf i Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki endalaust veifað þjóðarkökusjónar- miöum framan í fólk. Það veit að við- bótin, hagvöxturinn, skiptist nókvæm- lega eins. Oréttlætiö er það sama og fyrr. Það væri sök sér ef þessi launa- og lífskjaramunur væri gagnlegur fyrir samfélagiö i heild og þannig fyrir þó verst settu líka, en því fer augljóslega víðsfjarri. Misréttið eykur ekki drif- kraftinn i atvinnulifinu heldur dregur þaö beinlinis úr árangri. Menn bruöla i stað þess aö hagræða og endurskipu- leggja. Staðreynd er að þrótt fyrir barióm- inn i hægri mönnum eru næg verðmæti í þessu landi. Fjármagnið flæðir um hagkerflð, leynt og ljóst. Leynt og ljóst vegna þess að stórum hluta þessa fjár er haldið undir yfirborðinu. Mest er þetta auðvitað hjó þeim sem eru i að- stööu til að ákvarða sin eigin laun. LÝÐRÆÐK), BJÓRINN OG VERDBÓLGAN Afgreiðsla bjórfrumvarpsins virðist vera dæmi um veikleika lýðræðiskerfis okkar: Það er nógu flókiö til að þing- heimur treystir sér ekki til að skera úr um þaö. Því hefur hann stungið upp ó þjóöaratkvæöagreiðshi, sem áns konar skoðanakönnun, og óþyrgöardreifingu til að veita þingmönnum stuðning við að taka afstöðu i máli sem þeir s jó ekki sjólfir til botns í. Þaö aö ekki viröist þó eiga aö veita almenningi umboð til aö skera endanlega úr um mólið í þjóðar- atkvæöagreiðslu bendir um leið til að þingheimur vænti þess ekki aö fólk almennt sé djúpskyggnara i þessu mólienhann. Dæmigert fyrir lýðræðið Þetta er dæmigert fyrir lýöræðis- skipulagiö okkar: Við ályktum að al- þingismenn sé færir um aö skera úr um öll stærstu pólitísku mólin: Þaö eina sem viö þurfum aö gera sé að velja til Alþingis menn sem séu í betra meðallagi hvað varðar vinsældir, þekkingu og velvilja, borga þeim meira en meðaltekjur og siðan lóta f jölmiöla vakta þó til að athuga hvort þeir vinni verk sín af samviskusemL Þaö eina sem almenningur þarf siðan aö gera i stjórnmólum almennt er að reka upp reiðihljóð ef eitthvað fer úrskeiðis. Þó er þess vænst að stjórn- mólamenn og fjölmiðlar taki við sér eöa verði ella af stuðningi almennings. Aö vísu er þorri almennings virkur í smærri málum, t.d. þekkist mikil þótt- taka ó sveitarstjórnarfundum og

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.