Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1985, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1985, Blaðsíða 15
DV. MÁNUDAGUR 24. JUNl 1985. 15 0 , ,Hafa menn íhugað að samningun- um lauk án þess að verkalýðs- hreyfingunni gæfist ráðrúm til þess að ganga frá kröfugerð! ” gsfist ráðrúm til þess að ganga frá kröfugerð! Eins og skipuiagi verkalýðshreyf- ingarinnar og gangi samningamála er háttaö eru kjarasamningar óhjá- kvæmilega tímafrek athöfn því gert er ráð fyrir félagslegri undirbyggingu kröfugerðar og allt lýðræði er jú tíma- frekt. Mikill tímasparnaður er hins vegar aö láta bara kontórinn um málið. Að þessu sinni hefur engin slik félagsleg undirbygging kröfugerðar fariö fram og raunar engin kröfugerð átt sér stað. Frumkvæðið var atvinnu- rekenda, kom á óvart og málinu lauk óvænt með ákvörðunum fárra einstaki- inga. Það er eins og félagsmennirnir, jafnvel verkalýösfélögin s jálf, hafi ein- faldlega verið tekin út fyrir sviga og „stytt út”. Þeirra var ekki þörf við framgang máisins. Breytir engu þar um hvort menn eru ánægöir eða ó- ánægðir meö niöurstöðuna. Hvar erfjöldmn? Þegar svona er komið vakna auð- vitað spumingar um hina félagslegu stöðu hreyfingar og forvígismanna. Hvar stendur fjöldinn, fólkið, í raun og veru? Hve stór hluti vinnuaflsins tekur laun sín samkvæmt lögmálum fram- boös og eftirspumar og lætur sig því engu varöa hvaða samninga „apparatið” er að gera. Og hvað um hina sem ekki reyndist tími til að hafa með í ráðum og standa nú frammi fyr- ir gerðum hlut? Hvar standa þeir I málinu eins og meö var fariö — móti, meö eða kannski hvorugt? Sagt er, að engin keðja sé sterkari en veikasti hlekkurinn. Hvar er veikast hlekkur íslenzkrar verkalýðs- hreyfingar og hversu sterkur er sá hlekkur? Gæti kannski verið að engin ein festi sé lengur til — bara margir, einstakirhlekkir? Eg ætla ekki aö hætta mér miklu lengra út á þennan hála ís. Leyfi mér þó að láta í ljós nokkrar áhyggjur út af félagslegri stöðu verkalýðshreyfingar- innar. Sjáið til dæmis hvað er að gerast meðsamtök opinberra starfsmanna. Auðvitað verður þessum eða öðmm kjarasamningum ekki kennt um eigi það álit við rök að styðjast að verka- lýðshreyfingin sé að veikjast félags- lega. Vanræksla félagslegrar undir- byggingar hreyfingarinnar, miðsókn valds og stóraukiö teknókrati eru þó varla til þess að bæta úr skák. Vissu- lega getur það sparað tíma og fyrirhöfri og jafnvel hraðað árangri aö stytta sér leið fram hjá formsatriðum og þá ekki sizt séu menn þeirrar skoðunar að einungis sé um formsatriði að ræða. Hins vegar kynni að vera að forystu- mönnunum brygði í brún ef þeir ein- hvern tíma kæmust í þá aöstöðu að þurfa að líta um öxl til þess að kanna liöið og kæmust þá aö raun um aö eng- inn stæði þar því f jöldinn hefði helst úr lestinni einhvers staðar á vegferðinni. Sighvatur Björgvinsson. „Þegar svona er komið vakna auðvitað spurningar um hina félagslegu stöðu hreyfingar og forvigis- manna. Hvar stendur fjöldinn, fólkið, í raun og veru?" „í hvaða hugarheimi lifir það fólk sem hugsar um það eitt að righalda í óbreytta verðmætasköpun þegar þúsundir manna geta ekki tekið þátt í þeim samfélagsháttum sem hór hafa þróast á liðnum áratugum?" • „Þjóöarsátt þeirra er ekki þjóöar- sátt handa þeim þúsundum sem erfiöa mest en bera minnst úr býtum. ” Minnihagnaður — meira fjör Við þekkjum sönginn um erfiöa stöðu fyrirtækjanna sem hafa ekki efni á aö greiða mannsæmandi laun og eru jafn- vel rekin með biMíhaldslegu tapi svo árum skiptir. Auðvitaö er þetta meira og minna hreinn fyrirsláttur sem hver allsgáður maður sér í gegnum. I þessu litla samfélagi er fólk jafnvel hætt að geta þverfótað fýrir rándýru aug- lýsingadrasli sem fýllir orðið öll skilningarvit. Þá hafa þessir svoköll- uðu vinnuveitendur ekki heldur vit á því aö bera þessa erfiðu stöðu utan á sér. Misræmið milli lífsstfls og uppgef- inna tekna er slfkt að öilu venjulegu fólki ofbýður. Galdurinn er náttúrlega i því fólginn að lifa á fyrirtækinu og koma hinum bókhaldslega hagnaði eins langt niður og menn telja sér ó- hætt. Húsiö og billinn, laxveiöin og utanlandsferðin, jafnvel maturinn og fötin — öUu er þessu meira og minna troðiö á kostnaðarhlið rekstrarreikn- ings, gjaman með aðstoð lögmanns eða löggilts endurskoðanda. Sumar tek jur komast þó aldrei á blað. Það er þetta undirheimahagkerfi sem Bandalag jafnaðarmanna leggur megináherslu á að uppræta með hertu og endurbættu skattaeftirliti. Þama leynast gífuriegir fjármunir sem nauðsynlegt er að fá fram í dagsljósiö með eöUlegum hætti. Þessi feluleikur er ekki aðeins óhagkvæmur fyrir sam- félagið sem heUd, heldur grefur þetta Uka undan siðferðisvitund aUs al- mennings. Til hvers að telja rétt fram þegar hinir komast upp meö að gera það ekki, ár eftir ár, og hafa þannig mun meira handa sér og sínum? Og hvernig á heiðarlegur atvinnurekandi að lifa af í samkeppni viö skattsvik- ara? Hann er beinUnis neyddur til að leika sama leikinn. Kerfið þröngvar honumtilþess. Nei, Sjálfstæðisflokkurinn, VSI og SlS-hringurinn (með allar sínar kaffi- baunir) skulu ekki halda að þeir fái einhverja þjóðarsátt um þetta ástand, þessa óbreyttu verðmætaskiptingu. Þjóðarsátt þeirra er ekki þjóðarsátt handa þeim þúsundum sem erfiða mest en bera minnst úr býtum. Þetta er þjóöarsátt handa hinum. Garðar Sverrisson. kaupfélagsfundum í smærri hreppum og flestir taka einhvem tíma þátt í félagsmálahópum einhvers konar, og siðast en ekki sist eru það vinnustaðurinn og fjölskyldan sem eru þær stjórnmálaeiningar sem aUt hitt byggirá. Hins vegar dugir þetta kerfi ekki til ef upp koma svo flókin mál að hvorki sérfræðilegir ráðgjafar stjómmála- manna né þrýstihópar á þingmenn geta tekið af mestan vafa fyrir þá hvað þá þjóðaratkvæðagreiösla. Áfengis- málið er eitt slikt: Að leyfa bjórinn leiðir tU að almenningur verður að Una siðferðisleg tök sin á áfengisneyslu unglinga og vinkærra manna yfirleitt, sem og ofdrykkjumanna og aUra annarra. Auðvitað veit enginn að óreyndu nákvæmlega hvar það mál endar frekar en önnur stórmál. Hitt er vist aö það krefst meiri siðferðislegs þroska heldur en einfaldar bann- aðgerðir. Spurningin er hvort viö búum yfir þeim félagslega þroska sem 4* . þaö eina sem viö þurfum að ^ gera sé aö velja til Alþingis menn sem séu í betra meðallagi hvað varðar vinsældir, þekkingu og velvilja, borga þeim meira en meðaltekjur og síðan láta f jölmiðlana vakta þá til að athuga hvort þeir vinni verk sín af samvisku- semi”. Kjallarinn TRYGGVI V. LÍNDAL KENNARI, REYKJAVÍK þarf. Vandinn er því okkar aUra. Hann er félagsmál meö stjórnmálaívafi frekar en einföld stjórnmál. Verðbólgan og tilfinningaleg afstaða Annað sUkt dæmi er verðbólgan: Stjómmálamenn brýna fyrir laun- þegum að spara og kenna jafnvei aðhaldsleysi almennings í peninga- málum um verðbólguna. Þannig virðist oft sem þeir haldi að neyt- andinn sé næstum vélrænn og alger skynsemisvera. Það vUl oft gleymast að flestar stærstu ákvarðanir okkar eru teknar án tUUts tU fjárhagsins heidur af tUfinningalegum ástæöum: Við göngum í skóla til að gera lífið þægUegra, pörum okkur og eignumst börn vegna djúpstæörar löngunar, og sjálfsagöar munaðarvörur verða að nauðsynjavörum, tilfinningalega séð, með tímanum. EinstakUngurinn hefur sjaldan sýnt hreina skynsemi nema í málum sem varða hans eigin grund- vaUarnæringu og húsaskjól og sér- grein sína í atvinnuUfinu. Það hefur hingað tU reynst nóg til að lýðræðið dygði til að vera fengsælasta stjórn- skipulag heims. En þó ekki alveg nóg: Því þegar menn hafa þurft að minnka við sig hafa þeir oft ekki tekið við sér og farið að gera alvöru úr því fyrr en fór að sverfa að grundvallar- nauösynjunum; fæðu og húsnæði. Nú eru þegar blikur á lofti, t.d. í hús- byggingarmálum. Enn er þó allra veðra von með bjórinn enda er hann ekki grundvaUar- nauðsyn og verður það vonandi aldrei. Tryggvi V. Líndal. L

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.