Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1985, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1985, Blaðsíða 18
18 DV. MÁNUDAGUR 24. JUNI1985. Tíðarandinn Tiðarandinn Tiðarandinn Tíðarandinn Tiðarandinn VERKFRÆÐINGUR, LÆKN- IR OG ENDURSKOÐANDI —á siglingaf ræðinámskeiði „Þetta var alveg einstaklega hress og skemmtilegur hópur,” sagði Þor- leifur Kr. Valdimarsson, stjórnandi umrædds námskeiðs. „Flestir þátttak- enda á námskeiðinu voru svokallaðir innisetumenn og höfðu faestir verið mikið á sjó. Það er heldur ekki nauö- synlegt að hafa einhverja reynslu í sjómennsku til aö fara á námskeið sem þetta. Það komu líka nokkrir sjómenn þannig að hópurinn var mjög blandað- ur. „Þetta var feikilega skemmtilegur tími. Það er verst að þetta er búið,” sagöi Gunnar öm Ölafsson skrifstofu- maður. Gunnar er einn þeirra sjömenninga sem fóru saman á námskeiðiö. — Hefur þú stundað sjómennsku? „Ekki get ég nú sagt það. Eg var í 4—5 mánuði á fragtara eftir að ég kláraði skólann. Síðan lá leiöin á skrif- stofu og þar hef ég haldið mig.” — Var námskeiðiö eins og þú bjóst við? „Nei, eiginlega ekki. Þaö var miklu skemmtilegra en ég átti von á en jafn- framt erfitt. Maður þurfti að leggja töluvert á sig til að komast inn í hlut- ina. Þetta var allt svo framandi. Maö- ur læröi siglingafræði, aö stinga út í kort og nota áttavitann. AUt þetta kunniégekkiáöur.” — Er á döfinni hjá ykkur sjömenn- ingunum aö f esta kaup á bát? „Það hefur nú ekki ennþá veriö rætt um þaö innan hópsins. En þaö gæti al- veg eins gerst. Annars voru konumar nú á þvi aö við ættum að drífa okkur á aimað námskeið, þ.e. matreiöslunám- skeið. En ég veit nú ekki hvort áhugi er fyrirþví.” -ÞJV 30 tonna réttindi Þessu seinasta námskeiöi er nýlokið. Það stóð í þrjár vikur, fjögur til fimm skipti í viku.” haldin lengi? „Þessi námskeiö hafa verið haldin af og til i 8 ár með velvilja og stuðningi Fiskifélags Islands”. — Hafa konur ekki áhuga á þátttöku? „Jú, jú, konur koma alltaf öðru hverju. Þaö er töluvert um að hjón komi sam- an á þessi námskeiö. Þær gefa körlun- um ekkert eftir. Eins og ég sagði áðan var þessi nýútskrifaði hópur einstaklega góöur. DV mynd S. Meðaleinkunnin i prófinu var 9,33. Og ekki stóðu þeir sig síður i eldhússtörfun- um. Það voru allir látnir ganga einu sinni frá i eldhúsinu og fékk hópurinn fyrir það ágætiseirikunn eöa A. Utan einn sem stóð sig svo vel aö hann fékk 3 A. Eiginkonurnar vom mjög ánægöar með þessa framtakssemi manna sinna,” sagði Þorleifur Kr. Valdimars- son. — Hvaðlæra menn. „Uppistaðan í námsefninu er siglingafræöi. Menn eiga aö geta siglt hjálparlaust. Einnig eru kenndar siglingareglur, hvernig á að fara með ljós og neyðarmerki og svo er fariö vel í ýmis öryggisatriði. A þessu nám- skeiöi fórum við einnig í veridegan tækjatima og kennd voru nauðsynleg- ustu atriði í skyndihjálp.” — En fyrir hverja er námskeiðið hugsað? „Það er litið þannig á að þaö sé mjög gott fyrir t.d. sportbátaeigendur aö Ánægður hópur „innisetumanna" að loknu siglingafræðinámskeiði. Eiginkonurnar sitja fyrir framan menn sina. „Þátttakendur fá réttindi til að stýra 30tonna bát.” Ágætiseinkunii í eldhússtörfum — Hvað hafa þessi námskeið verið fara á svona námskeið, þó engin lög beinlinis skyldi þá til þess. Margir sjó- menn hafa líka komið á námskeiöin og farið siðan í framhaldi af því í Stýri- mannaskólann.” — Og réttindin? „Fór með pabba á handfæraveiðar” „Skipti ekki um starf” „Eg hef nú litið gert að því að sigla,” sagöi Olafur Ingibjömsson læknir, einn þátttakenda á námskeiðinu. „Eg fór stundum með honum pabba mínum á handfæraveiðar hér áður fyrr og svo hef ég þurft aö fara nokkrum sinnum út á sjón vegna starfs míns. Ætli sjó- mannsblóðið sé ekki bara í ættinni? Ástæðan fyrir því að ég fór á þetta námskeið var sú að viö vorum saman á fundi nokkrir kunningjar og einn stakk upp á þvi aö við færum á siglinganám- skeið sem þetta. Það leist öllum vel á þessa hugmynd og við ákváðum aö drífaokkur.” — Og hvemig fannst þér? „Þetta var mjög skemmtilegt. Ég held að ég tali fyrir munn okkar allra þegarégsegiþað.” — Hyggstu notað þessa nýfengnu reynslu þína til frekari sjósóknar? „Það er ekki fráleitt. Nú er maður kominn með undirstöðuþekkingu á þvi hvernig á að sigla bát og það getur vel verið að maður reyni að notfæra sér hana. En hvemig veit ég ekki ennþá, þaö verður bara að koma í ljós,” sagði Olafur. -ÞJV Olafur Ingibjörnsson læknir, einn þátttakenda á nýloknu siglingafræði- námskeiði, ásamt eiginkonu sinni. DV mynd S. „Eg hef gott eitt um þetta að segja,” sagði Þorsteinn Guðlaugsson endur- skoðandi. „Þetta var mjög áhugasam- ur hópur, menn úr ólíkum starfsstétt- um sem ekki höfðu mikla reynslu af sjómennsku. Sjálfur hef ég ekki verið mikið á s jó, var tvö sumur matsveinn á togara. Faðir minn og afi voru hins vegar á sjó alla sína ævi þannig að sjó- mennskan er manni líklega í blóð bor- in. Þó aö mér hafi likaö mjög vel á þessu námskeiði þá kem ég ekki til með að skipta um starf. Sjómennskan verður áfram áhugamál hjá mér, ánægjulegt áhugamál. Mér liður hvergi betur en á sjónum,” sagöi Þorsteinn. Þorsteinn Guðiaugsson „Prófið veitir afslátt” „Það er mjög gaman að hafa próf sem þetta,” sagði Asgeir Amar Jónsson, 23ja ára matreiðslumaður sem var á námskeiðinu. „Ef maður er t.d. á ferð erlendis og ætlar að leigja sér bát þá fær maður mikinn afslátt hafi maöur 30 tonna prófið’ ’. — Hefur þú stundað sjómennsku? „Já, ég hef töluvert verið á sjó. Eg var á þrem eða fjórum vertiðum á Isafiröi og auk þess hef ég verið á varðskipum. Sjómennskan er mitt aðaláhugamál.” Asgeir er um þessar mundir að ljúka prófi frá kokkaskólanum. — Ætlar þú að gerast matsveinn á skipi þegar þeim áfanga er náð? „Nei, ætli það. Maöur hefur miklu meira upp úr því að vinna sem kokk- urílandi.” „Attubát? „NeL Maðurinn sem ég leigi hjá á hins vegar bét og það getur veriö að ég fái hanii lánaðan.” — Hefuröu hug á aö kaupa þér þinn eigin? „Það er aldrei að vita,” sagði Ás- geir Amar. -ÞJV „VERST AÐ ÞETTA ER BÚIД

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.