Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1985, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1985, Blaðsíða 20
20 DV. MANUDAGUR 24. JUNI1985. Kennarar Nokkrar kennarastöður viö Holtaskóla, Keflavík, eru laus- artil umsóknar. Hafið samband við Sigurð Þorkelsson skólastjóra í síma 2597. Skólanefnd grunnskólans í Keflavik. Hárgreiðslusveinar Fundurinn um samningana er í dag, mánudag 24. júní, kl. 18.30. Fundarstaður Hótel Esja. Félag hárgreiðslu- og hórskerasveina. Leirbrennsluofn Scandia 90 I leirbrennsluofn ásamt fullkomnum tölvustýribúnaði til sölu. Ofninn er nýr og ónotaður. SKÁLHOLTSSKÓLI Sími 99-6872 og 91-17189. Hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps óskar eftir að ráða sveit- arstjóra til starfa frá 1. september 1985. Nánari upplýsing- ar gefa sveitarstjóri í síma 95-3193 og Karl Loftsson odd- viti í síma 95-3128. Umsóknir skulu sendast til skrifstofu Hólmavíkurhrepps, Hafnarbraut 25, Hólmavík, fyrir 10. júlí 1985. Hreppsnefnd Hólmavikurhrepps. Starfsfólk í veitingahúsum Fundurinn um samningana er í dag, mánudag 24. júní, kl. 17. Fundarstaður Hótel Esja. Félag starfsfólks i veitingahúsum. Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir maímánuð 1985, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20% en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. júlí. Fjérmálaráðuneytið, 18. júní 1985. LAUSAR STÖÐUR HJÁ _J REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsmenn til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. • Forstöðumann við leiksk./dagh. Iðuborg, Iðufelli 16. • Forstöðumann við leiksk. Álftaborg, Safa- mýri 32. • Fóstrur við dagh. Austurborg, Garðaborg, Hlíðarenda og Suðurborg, leiksk./dagh. Hraun- borg, Fálkaborg og ösp og leiksk. Tjarnarborg. Upplýsingar veita framkvæmdastjóri og um- sjónarfóstrur á skrifstofu dagvistar í síma 27277. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum um- sóknareyðublöðum sem þarfást. 5 ooo a» Ellefu af þrettán nýútskrifuöum svæðisleiðsögumönnum ásamt Sigurjóni Jóhannessyni skólastjóra, Birni Sigurðssyni sérleyfishafa og Auði Gunnarsdóttur hótelstjóra. DV-mynd Jóhannes. Suður-Þingeyjarsysla: 13 leiösögumenn stóöust próf Fré Ingibjörgu Magnúsdóttur, Húsa- vik: „Eg er mjög ánægöur með niöur- stöður, árangur er góður á svo skömmum tíma, fólkið hefur lagt sig mjög fram. Þetta var samstæður hópur og áhugasamur,” sagði Sigur- jón Jóhannesson skólastjóri m.a. eftir að hafa afhent prófskírteini til 13 leið- sögumanna er luku prófum í leiösögn um Suður-Þingeyjarsýslu og svæðið austur fyrir Jökulsá á Fjöllum eftir námskeiö er haldið hefur verið á Húsa- vfk undanfarnar helgar. 9 leiðsögumannanna fengu próf á erlendum tungumálum. Og í prófferð- inni hljómaði, auk íslensku, Norður- landamál, enska, þýska og franska. Ferðamálafélag Húsavíkur og ná- grennis gekkst fyrir því að námskeiðið var haldiö og bauð það nemendum til fagnaöar eftir afhendingu prófskír- teina. Að sögn Auðar Gunnarsdóttur hótel- stjóra hafa verið mjög miklir erfið- leikar undanfarin ár að fá leiösögu- menn á umrætt svæði, t.d. fyrir ráö- stefnugesti er vilja fara í dagsferðir. Tveir leiðsögumannanna höföu strax að loknu prófi verið beðnir að taka aö sér verkefhi og hafði þeim gengið vel. Björn Sigurðsson sérleyfishafi var svo höfðinglegur að bjóða hinum nýju leiðsögumönnum í ferð til Kverkfjalla, en hann býður upp á þriggja daga ferðir þangað i sumar og hefjast þær á mánudögum. Þetta er í annað sinn er leiðsögu- mannanámskeið er haldið fyrir ákveðið svæði, hið fyrsta var haldiö á Suðurnesjumívor. Sigurjón Jóhannesson, skólastjóri Gagnfræöaskóla Húsavikur, var námskeiðsstjóri hér og hafði hann samvinnu við Leiösögumannafélag Is- lands og Feröamálaráð. Um 20 kennarar og fyrirlesarar leiðbeindu nemendum á námskeiðinu. -EH. Verkamannabústaðir í Reykjavík: Átta íbúðir í Ártúnsholti afhentar Guðjón Jónsson, formaður stjórnar Verkamannabústaða i Reykjavik, afhendir einum oiganda lyklana að nýju íbúðinni. Davíð Oddsson borgarstjóri og fleiri gestir voru viðstaddir athöfnina. DV-mynd GVA Fyrstu íbúðirnar í 4.áfanga verka- mannabústaða í Artúnsholti voru af- hentar um siðustu mánaðamót Þó voru afhentar 8 íbúðir en ætlunin er að í júli á næsta ári verði þessum áfanga að fullu lokið. Nú voru aöeins afhentar þriggja og fjögurra herbergja íbúöir en einnig eru tveggja herbergja ibúðir í þessum áfanga. Ibúöimar eru afhentar fullfrágengn- ar með frágenginni lóö. I Artúnsholti eru 25 hús sem eru sambland af fjöl- býlishúsum og raöhúsum, þau eru eins og tveggja hæða með háu íbúðarrisi. Bifreiðastæði fylgja öllum íbúðunum og 72 þeirra eru neðanjarðar. Það var Teiknistofan hf. sem teiknaði þessi hús fyrir Verkamannabústaði í Reykjavík. Fimmti áfangi verkamannabústaða en kominn vel á veg en þaö er 31 íbúð viö Neðstaleiti. Þær verða væntanlega afhentar um næstu áramót. I undir- búningi er bygging 108 íbúöa í Grafar- vogi, bæði í fjölbýlishúsum og smærri húsum. Framkvæmdir munu væntan- Iega hefjast i haust í Grafarvogi. Enn- fremur hefur stjóm verkamannabú- staða fengið fyrirheit um lóðir fyrir 100 ibúðir í viðbót i Grafarvogi. Guðjón Jónsson, formaður stjórnar Verkamannabústaða í Reykjavík, var inntur eftir því hvort þessar byggingar my ndu anna þeirri eftirspum sem væri eftir húsnæði hjá þeim. Hann sagði svo ekki vera og nefndi sem dæmi að i lok síöasta árs hefðu um 800 umsóknir borist um 100—120 íbúöir. Þá var verið aö úthluta bæði nýjum og göml- um íbúðum sem Verkamannabústaðir taka i endursölu. Guöjón sagöi að ná- lægt einn þriöji hluti umsækjenda væm einstæðar mæður en einnig væri mikið af ungu f ólki sem sækti um. „Þetta er erfitt verk, en viö reynum að velja þaö fólk sem býr við verstu að- stæðumar hverj u sinni, ” sagðiGuðjón. SJ Islandskynning í Nausti Nú í sumar, eða frá 21. júni til 18. ágúst, á fimmtudags-, föstudags-, sunnudags- og mánudagskvöldum, mun veitingahúsið NAUST, i sam- vinnu viö ALAFOSS, gangast fyrir Islandskynningu i salarkynnum Naustsins. Dagskrá þessi veröur einkum ætluð erlendum ferða- mönnum, en aö sjálfsögöu eru allir velkomnir. Það sem boðið verður upp á er sjávarréttaborö og skyr, tískusýning og þjóðlagaflutningur, en hann verður í höndum þeirra BERGÞORU ARNADOTTUR og AÐALSTEINS ASBERGS SIGURÐSSONAR. Þau munu flytja gömul og ný íslensk lög og krydda lítilsháttar með álfa- og draugasögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.