Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1985, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1985, Blaðsíða 29
DV. MÁNUDAGUR 24. JUNI1985. 29 Akranes: Kútter Sigurfari tekur á móti gestum Frá Haraldi B jaraasyni, Akranesi: Kútter Sigurfari var formlega opn- aöur gestum, þar sem hann stendur viö Byggðasafnið í Göröum á Akranesi, þannl. júnísl. Kútter Sigurfari var keyptur til landsins árið 1974 frá Færeyjum þar sem hann haföi verið geröur út frá ár- inu 1920. Sigurfarinn er byggður í Eng- landi árið 1885 og er því 100 ára um þessar mundir. Hingað til Islands var hann keyptur áriö 1898 og semfyrr seg- ir seldur Færeyingum 1920. Þaö var séra Jón M. Guðjónsson, fyrrum sóknarprestur á Akranesi, sem átti hugmyndina að því að kaupa Sig- urfarann og gera hann upp í uppruna- legt form og naut hann viö kaupin aðstoöar Kiwanisklúbbsins Þyrils á Akranesi. Viðgerð Sigurfara og endurbygging er búin að vera gífurlegt verk og hefur skipið tekið miklum stakkaskiptum frá því sem var þegar það kom til lands- ins. Má fullyrða að þama hafi verið unnið mikiö þrekvirki í menningar- sögu landsins. Kútter Sigurfari er nú eini kútterinn í eigu Islendinga og því eini minnisvarðinn um skútuöldina sem segja má að hafi verið grunnurinn að þeirri efnahagslegu velferð sem Is- lendingar hafa búið við síöan. 80 síðna sjó- mannadagsblað Það var séra Jón M. Guðjónsson sem klippti á boröa viö landgang Sigurfara við opnunarathöfnina og opnaöi þannig skipið til sýningar. Jón Helgason frá Kringlu á Akranesi dró síðan að húni skipsfánann, þann sama og blakti viö hún á Sigurfara er hann var gerður út frá Islandi en Jón var háseti á Sigur- fara árin 1916—17 og 1919. Fjölmargir gestir voru við athöfn- ina. Meðal þeirra var Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og nokkrir þeirra manna sem voru skip- verjar á Sigurfara forðum og enn eru á lífi. Gunnlaugur Haraldsson, safnvörður Byggðasafnsins í Görðum, rakti endur- byggingarsögu Sigurfara en hann hef- ur haft stjórn hennar á hendi. Þá töl- uöu forsætisráöherra, Valdimar Ind- riöason alþingismaður, Ingimundur Sigurpálsson bæjarstjóri og Jóhannes Karl Engilbertsson, formaður Sigur- farasjóös. I tilefni opnunarinnar var um helm- ingur af 80 síðna sjómannadagsblaði Akraness helgað sögu kútters Sigur- fara en þetta er í fyrsta sinn sem sér- stakt sjómannadagsblað er gefiö út á Akranesi. -EH. H rSÉ IIMIM Jafn ferða- hraði er öruggastur og nýtir eldsneytið best. Þeir sem aka hægar en að- stáeöur gefa tilefni til þurfa að aðgæta sérstaklega að hleypa þeim framúr er hraðar aka. Of hraöur akstur er hins vegar hættulegur og streitu- valdandi. JU^JFERÐAR Dýrin kunna ekki umferðar-. reglur. Þess vegna þarf að sýna aðgæslu í nánd þeirra. Hins vegar eiga allir hesta- menn að kunna umferðar- reglur og ríða hægra megin og sýna bílstjórum sams konar viðmót og þeir ætlast til af þeim. iJUMFEROAR Kútter Sigurfari er eini kútterinn í eigu islendinga. DV-mynd Haraldur. Auglýsing um námstjórastöður Menntamálaráðuneytið auglýsir eftirtaldar stöður lausar til umsóknar. Staða námstjóra í heimilisfræði. Staða námstjóra í stærðfræði. Áskilin eru kennsluréttindi og kennslureynsla á viðkom- andi sviðum. Umsóknarfrestur er til 15. júlí 1985. Umsóknir sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 4, 101 Reykjavík. ^IRARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Íveruskúrar til sölu Tilboð óskast í íveruskúra sem vinnuflokkar hafa notað, stærð 2,5 x 7,5 m, og 2,5 x 5,5 m. Skúrarnir verða til sýnis dagana 24. —28. júní. Tilboð verði merkt: RARIK 85009 og verða þau opnuð þriðjudaginn 2. júlí 1985 kl. 14. Rafmagnsveitur ríkisins, innkaupadeild, Laugavegi 118, 105 Reykjavik. Þessi glæsilegi vagn, Honda Accord EXR 1984 er til sölu. Beinskiptur, 5 gíra, vökvastýri, sóllúga, rafdrifnar rúður, miðstýrðar læsingar, ALB bremsukerfi og margt fleira, ekinn 16.000 km, silfurgrár. Til sýnis að Vatnagörðum 24, Honda umboðinu, mánudag og þriðjudag til kl. 17. Sími 39460. & & * & ■P • ►—- s V- & :o s § s K 'O --. s & cO 8> fc * >4 * -- a .3 s bœkur blöð skrifstofuvörur leikföng ritföng filmuþjónusta bcekur blöð skrifstofuvörur leikföng -t . á ári œskunnar. . . r .<* litla ferðamanninum býðst nú bókapakki frá ÆSKUNNI til að taka með í sumarleyfið. Þú velur sjálf/ur lesefnið í pakkann og fœrð ,,ceskukjör“ á úrvals skemmtiefni. Við starfrœkjum ííka filmuþjónustu og seljum{ hágœða KONICA filmur. Ef þú kemur með filmu inn að morgni þá fœrðu hana tilbúna síðdegis. Ferðapakkí fyrir börn til að taka með í sumarleyfið og filmuþjónusta fyrir alla ferðamenn, já því ekki það. . . cr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.