Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1985, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1985, Blaðsíða 48
FRÉTTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá í sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku, Futlrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst,óháð dagblað MÁNUDAGUR 24. JÚNÍ1985. fmmmm Fyrsti stórlax sumarsins Stóra-Laxá i Hreppum hefur löngum verið þekkt fyrir stór- laxa. A myndinni heldur Frið- leifur Stefánsson á 24 punda laxi sem hann veiddi í Árfells- rennum á fjórða svaeðinu í opnunarhollinu og tók laxinn túbuna Jóninu, en henni svipar til Þingeyings-túpunn- ar og það tók um hálftima að landa laxinum. DV-mynd G. Bender. Gagntilboði BSRB haf nað „Viö geröum Albert tilboö í gær um að gera 18 mánaða samning með ákvæöum um kaupmáttartryggingu, en Albert sagöi nei,” sagði Kristján Thorlacius, formaöur BSRB, í sam- tali viöDV. Kristján ásamt þremur mönnum öörum átti í gær fund meö Albert Guðmundssyni fjármálaráöherra. Fundurinn var stuttur þar sem svör Alberts voru skýr og skorinorö. En hvert verðurframhaldið? „Við fengum tilboð á föstudag frá samninganefnd ríkisins. Fulltrúar féiaganna munu koma saman í dag til að ræöa þaö tilboð og bera saman bækur sínar. Síðan veröa væntanlega áframhaldandi viöræður.” — Hvernig hljóðar tilboðið sem þið fenguöáföstudag? „Það á aö gilda til næstu áramóta en það er okkar samningstimabil. • Við eigum því um tvo kosti að velja, annars vegar að breyta okkar samn- ingum eða nota uppsagnarákvæði kaupliða frá 1. september.” -KÞ TALSTÖÐVARBÍLAR UM ALLA BORGINA SÍMI 68-50-60. <£Sb»!5S& ÞRÖSTUR SÍÐUMÚLA 10 LOKI Ég berst á fákum fráum. . . Verður Fjalakettinum lokað í vikunni? „HÚSIÐ ER EIN STÓR PÚÐURTUNNA” Lögreglan í Reykjavík var á ferö- inni í Fjalakettinum á föstudags- kvöldið þar sem gerð var ástands- skýrsla á staðnum sem er nú helsta aðsetur útigangsmanna i Reykjavik. Þá var lögreglan kölluð að F jalakett- inum á laugardagskvöldið þar sem einn útigangsmannanna hafði fengið flogakast. „Það er kominn tími til aö loka Fjalakettinum. Húsiö er ein stór púðurtunna. Það þarf ekki að spyrja að leikslokum ef eldur kemur þar upp,” sagði lögreglumaður í samtali viðDVÍgær. Það bendir nú allt til aö Fjalakett- inum verði lokað nú í vikunni enda ástandið þar orðið uggvænlegt. Mik- ið drasl er í þessu gamla timburhúsi og þarf ekki mikíð út af að bera til að kvikni i húsinu og þaö fuöri upp á augabragði. Lögreglan hefur fram að þessu litið getað gert í málinu. Ótigangsmennirnir hafa haft að- setur á þremur hæðum i F jalakettin- um en þar eru mörg herbergi. Menn- irnir sofa þar á hálmi og þar marrar í fúnum trégólf um. Reiknað er með að neglt veröi f yrir innkomuleiðir Fjalakattarins nú í vikunni og „púðurtunnunni” lokað. -SOS Fjórðungsmót hestamanna hefst á Víðivöilum i Reykjavik á fimmtudaginn. Þá mun m.a. Hreggviður Ey- vindsson tamningamaður leika listir sínar á kvöldvöku FM '85 á laugardagskvöldið. Á hinni einstöku mynd hér að ofan sést Hreggviður hleypa tveimur hestum á skeið (flugskeið) samtimis. Ekki er vitað til að þetta hafi verið leikið hér á landi fyrr. Hestarnir eru Sleipnir og Funi frá Austurkoti. — Sjá bls. 3. Viðræður við Sovétmenn um salt- síldarsölur tll þeirra á árinu strönd- uðu á föstudag. Sovétmenn kröfðust fyrst 45% verðlækkunar frá síðasta samningi, síðan lækkuðu þeir sig í 22%. Islenska samninganefndin beið yfir helgina eftir komu Matthíasar Á. Mathiesen til Moskvu. Ráðherrann er nú mættur þar. För hans var upphaflega gerð til þess að undirrita nýjan rammasamning um viðskipti þjóðanna til næstu ára. Þegar DV hafði samband við ís- lenska sendiráðið í Moskvu í morgun var samninganefndin á leið með ráð- herra til nýs fundar við fulltrúa Protintorg innkaupastofnunarinnar. Saltsíld var aðaluppistaðan í 1.844 milljóna útflutningi okkar til Sovét- ríkjanna i fyrra. HERB Sigurvegari flug- rallsinsfráSviss Flugrallinu yfir Atlantshaf lauk í París klukkan 16 í gær. I keppninni um að halda sem best flugáætlun sigraði svissneskur flugmaður, Schwarz að nafni. Af 66 flugvélum voru fjórar ókomnar til Parísar í morgun. Tvær þeirra voru enn á Reykjavíkurflug- velli. Leiðin milli Islands og Frakk- lands reyndist minni vélunum erfið sökum veðurs. Keppninni lauk þó án slysa. Verður EB í f rjálsum íþróttum á fslandi?: ENGLENDINGUR KEMUR UL AÐ KANNA VÖLLINN — og segja til um viðgerðir sem þurfa að fara f ram á vellinum Fr jálsíþróttasamband Evrópu1 hefur orðiö við ósk Frjálsíþróttasam- bands Islands um að senda hingað mann til að kanna aðstæður á Val- bjarnarveUi í Laugardal þar sem E vrópubikarkeppnin á að fara fram í lok júU. „Það kemur hingað Eng- lendingur, Rotenburg að nafni, í dag og tekur út völhnn og segir til um hvað þarf að gera — lág- marksviðgerðir til að EB geti farið fram á velHnum,” sagði Guðni Hall- dórsson, formaður FRI, í viðtaU við DV í gær. Guðni sagði aö verkfræöingar frá Reykjavíkurborg hefðu nú kannað vöUinn og það er ljóst að hægt verður aö gera við hann á þeim kafla sem hann er verstur. „TU þess þarf auka- f járveitingu og verður beðið eftir því að Davið Oddsson borgarstjóri komi tU starfa í dag,” sagöi Guðni. „Rotenburg mun kanna aöstæöur og ræða síðan við verkfræðinga borgarinnar. Það verður að Uggja fyrir á morgun hvað verður gert til aö koma ValbjamarveUi i keppnishæft lag. Þá kemur stjórn Evrópusambandsins saman í París og endanleg ákvörðun verður tekin á miðvikudag hvort EB fer fram hér á landi eða ekki,” sagði Guðni. „Það hefur verið hægt að bjóða is- lensku frjálsíþróttafólki, sem er á heimsmælikvarða, ýmislegt árum saman. Það verður ekki hægt að bjóða erlendu keppnisfólki upp á það sama og okkur hefur verið boðið upp á — ónýtan vöU,” sagði Guðni. „Eg vona að hægt verði að koma ValbjamarveUi í sem best ástand fyrir EB,” sagðisvoGuðniaðlokum. -sos

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.