Alþýðublaðið - 22.06.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.06.1921, Blaðsíða 4
4 ÁLÞYÐUBLAÐIÐ Herpinöt, Testfírstir larlir steiiMtnr sem hefir frosið, mjög góður, fæst í Kaupfólagi Reykjavíkur Gamla bankanum. 130 faðma, í góðu standi, er til sölu fyrir mjög lágt verð. Semja ber við Emanuel J. Bjarnas* Bergststr. 33 B. Rafmagnsleiðslur. Straumnum hefir þegar verið hieypt á götuæðarnar og menn ættu ekki að draga lengur að láta okkur ieggja rafleiðslur um hús sín. Við skoðum húsin og segjum um kostnað ókeypis. — Komið í tima, meðan hægt er að afgreiða pantanir yðar. — H.f. Hiti & Ljós. Símar 830 og 322. Alþýðulbla ðið er ödýrasta, fjölbreyttasta ©g bezta dagblað landsins. Kanp- Ið það og lesið, þá getið þið alðrei án þess rerið. Munið að matvöruverz’unin Von hefir ávalí mikið aí vöru- birgðum útlendum og innlendum, nú kominn ekta rauður kandis. Ait er selt stórum ódýrara í sekkj- um og kössum heldur en vanalega þekkist hér í smákaupum. Talið við mig sjálfan um viðskifti, og gerið hin hagfeldu kaup á meðan birgðir endast hjá Gunnari S. Sigurðssyni. — Von. Simi 448. Karlmannsreiðhjói, dömuúrfesti og reiðföt til sölu f Þingholtsstræti 8B. Alþbl. kostar I kr. á mántiiS. flinar góðkunnu eigarettur: Royal Nestor Helachrine Straights Fairfax CHolden Leaf Three Castles o. (I. fást hjá Jóhanni Ögmundi Oddssyni, Laugaveg 63. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ölafur Friðriksson. Frentsmiðjan Gutenberg. Jach Lcndonx Æflntýri. fá þar verkamenn. Líttu á piltana, og vittu svo hvort ekki er ástæða til að óska mér til hamingju. Ekki einn einasti drengur eða óharnaður unglingur á meðal þeirra; þeir eru allir hraustmenni. Eg hefi frá svo mörgu að segja, að eg veit ekki hvar eg á að byrja, og eg vil yfir höfuð ekki byrja fyr en þessu verki er lokið, og þú hefir sagt, að þú værir ekki reiður." „Ogu — hvaðan ertu?“ hélt hún áfram og snéri sér að verki slnu, En Ogu var skógarbúi, og þekti ekki eitt einasta orð 1 Suðurhafsensku; heill hópur af félögum hans reyndi að hjálpa honum. „Það eru ekki eftir nema tveir eða þrír,“ sagði Jó- hanna við Sheldon, „og þú hefir ekki enn þá sagt, að þú værir mér ekki reiður." Sheldon horíði á skær augu hennar, sem svöruðu honum með kæruleysislegu tilliti, en sem, það vissi hann af reynslunni, gat innan skamms orðið reiðiþrungið og fjandsamlegt. Og meðan hann stóð þarna og horfði á hana, datt honum í hug, að hann hefði meira en góðu hófi gengdi, Imyndað sér þá gleði sem heimkoma hennar mundi valda honum. „Eg var reiður,“ sagði hann hæglátléga. „Eg er það enn þá, mjög reiður —“ hann sá þrjóskuglampa í augum hennar og hrollur fór um hann — „en eg hefi fyrirgefið, og eg fyrirgef alt einu sinni enn. þó eg haldi enn fast við —“ „Að eg þarfnist meðráðamanns,“ greip hún fram í. „En sá dagur kemur aldrei. Eg er, Guði sé lof. lögráð og hefi rétt til að fara sjálf með mál mín. Og ef við snúum okkur nú að viðskiftahlið málsins, hvernig líst þér á amerísku aðferðirnar mínarr" „Herra Raff leist, að því er eg hefi heyrt, ekki á þær,“ sagði hann hægt, „og það getur verið, að þú hafir komið hreyfingu á þurrar beinagrindurnar um skeið. 'fín mér þætti gaman að vita, hvort aðrar amerfkskar konur hafa lag á að köma ár sinni eins vel fyrir borð 1 verzlunarmálum," „Hepni, það er því nær eingöngu komið undir hepni," sagði hún hæverkslega, en augu hennar ljómuðu af gleði; og hann sá að hrósið sem lá í þessari spurningu hans, hafði kitlað drengslund hennar. „Fjanda kornið sem það er hepnil" sagði langi stýri- maðurinn, Sparrowhawk, og úr svip hans skein lifandi aðdáun. „Það var svei mér erfiði. Við höfum, að mér lifandi, unnið fyrir launum okkar. Hún lét okkur þræla þangað til við ultum út af. Og við höfðum hitasótt helminginn af tímanum. Og hún líka, en hún lagðist ekki; það fengum við nú reyndar ekki heldur. Eg segi, hún er versti harðstjóri. — Bara pínulítið átak enn, Sparrowhawk, sagði hún, og svo geturðu legið 1 heila viku; og eg staulaðist alveg meðvitundarlaus um, og eldglæringar voru fyrir augum mér og hausinn á mér var eins og hann væri að klofna, Eg var uppgefinn, en gerði þó þetta litla átak, og þá kvað við: — Bara einn enn, Sparrowhawk, bara einn til. Og, Drottinn minn, hvað hún gat viðrað sig upp við Kina-Kina gamlal" Hann hristi höfuðið ásakandi, og hláturinn sauð f honum. „Hann var miklu eldri en Telepasse og voðalega skítugur," mælti hún við Sheldon, „og eg er viss um að hann var djöfullegri. . . . En við höfumst ekkert að! Við skulum ljúka við listana.“ Hún snéri sér að svertingjanum sem beið í stiganum: „Ogu, þegar þú hættir hjá hinum hvíta húsbónda þínum, þá ferðu til Not-Not? — Komdu hérna, Tógari, þú verður að tala íyrir hann. Þegar hann er búinn fer hann til Not-Not. Hefir þú skráð það Miinster?“ „En þú hefir brotið lögin um verkamannaráðningu," sagði Sheldon, þegar þeir nýkomnu voru farnir af stað til hreysa sinna. Flibberty og Fmily hafa ekki leyfi til að flytja hálft annað hundrað manna. Hvað sagði Bur- nett við því?“ „Hann lét það afskiftalaust," svaraði hún. „Miinster gctur sagt ,þér, hvað hann sagði — það var eitthvað í

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.