Alþýðublaðið - 23.06.1921, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 23.06.1921, Blaðsíða 1
Gefið út af ^Jlþýðiaflolzlðatiim. 1921 Fimtudaginn 23. júní. 141. töinbl. Aðgöngumiðar að aðalíundi H.f. Eimskipafélags íslands 25. þ. m., verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum þeirra í dag kl, I—5 siðd. í Báruhúsinu. Ríkislánið. Menn hefir furðað á því að ekkert skyldi enn heyrast um rík- islánið, þrátt íyrir það þó Jón Magnússon væri heim kominn. Furðað á því, að blað háns hér skyldi steinþegja um hin miklu af- rek hans £ málinu hjá sambands þjóðinni við Eyrarsund. En hér á eftir fer skyriogin, sem vegna sím- slitanna kemur svona seint. Símsk. frá Khöfn '7/6. Nationaltidends segja, að samn- ingar Jóns Magnússonar við fjár- málaráðuneytið og höfuðbankana hafl að þessu sinni engan árang- ur borið, en sé þó ekki lokið. Er álitið líklegt að lánið fáist þó á einhvern hátt Islenzki ráðherrann á að gera ýmsar athuganir. I næsta mánuði [eftir kongl] kemur hann svo hingað aftur, til að halda áfram samningunum og binda væntanlega enda á þá. [Frá fréttaritará vorum]. Ekkert Iiggur ál Kongurinn kemur og þá er sjáifságt að kasta frá sér nauðsynjaverkunum og veita hans hátign móttöku, enda þó annar gæti sem bezt staðið fyrir athöfninni. En tildrið má sín meira hjá sumum mönnum, en alt annað. Ástandið versnar sennilega ekki svO mikið, þó alt sé látið reka á reiðanum, einn mánuð enn. Forsætisráðherra er orðinn því svo vanur að fara sér ekki óðslega að neinu, nema því að sitja meðsn kóngurinn er hér að engan skyldi íurða á þessari breytni hans. Og Innilegt þakklæti votta eg öllum þeim sem með nærvern sinni sýndu hluttekningu við jarðarför konunnar minnar, Ingiriðar Eiriksdóttur. Simon Simonarson. honum verður það vafalaust fyrir- gefíð á þingi, af þeim þjónustu sömu öndum, sem hanga í frakka- lafi hans eins og skælinn krakka- hópur, hve nær sem færi gefst að viðra sig upp við hann. Annað skeyti dagsett 15. þ. m. frá fréttaritara vorum í Khöfn hljóðar svo: Ritstjórn Berlinske Tidende seg- ir ( skýringum við einkaskeyti frá íslandi um rikislánsgreinarnar i Tímanum og fl. blöðum: Oss er það ekki kunnugt, að frá æðri stöðum dönskum (betydende Danske Side) sé gefin hin minsta ástæða til ofanritaðra árásagreína í nefndum íslenzkum blöðum og ef óyfirvegaðar blaðaðreinar hér hafa gefið ástæðu til þessarar óánægju á íslandi þykir oss það leitt. Annars vonum vér, að Jón Magnússon forsætisráðherra, sem er á leiðinni heim, muni ekki veitast erfitt að sýna fram á að í meðferð þessa máls hafi ekkert verið gert sem ástæða sé til að vekja óánægju á fslandi. Svo mörg eru þau orð. Blaðið vill, sem von er, gera lítið úr þeim ummælum, sem staðið hafa í dönskum blöðum um ísland, og kaliar þau .óyfirvegaðar blaða- greinar." Söm er gerðin þessara blaða og viðleitnin tii þess að rýra og gera íítið úr getu ísleadinga. Blaðið treystir J. M. til þess að sýna fram á að í meðferð máls- ins hafi ekkert verið gert sem vakið geti óánægju á íslándi. En hvað befir hann gert? Eða blað hansí Ekkert, bókstafiega ekkert. Frá þeirri hlið er aimenningur dulinn alis, og því, sem haldið hefir verið fram af andstæðingum stjórnarinnar, hefir ekki verið mótmæit. Vér viljum engar ölmusur þyggja af Dönum og ekki heldur taka hjá þeim lán með verri kjörum en alment gerist. Og vér höldum fast við þá skoðun, að hyggilegra hefði verið að leita láns fyrst annarsstaðar en í Danmörku. En Danir eiga vitaniega enga sjálfráða sök á því, að Jón Magn. ússon leitar fyrst til þeirra. Hon- um einum verður kent um það og kjarkleysi hahs. Og úr þvi sem komið er getur hann ekki snúið aftur. En íslendingar krefjast þess, allir sem einn maður, að forsætis* ráðherra þeirra komi fram sem fulitrúi þeirra einna, hvott sem um sambandsríkið er að ræða eða önnur ríki; og þeir krefjast þess, að hann í þessu máli komi hreint fram og með fullrí röggsemi og taki engum afarkostum —¦ engum sérstökum nauðungar skilyrðum — þegar hann tekur líkislámð.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.