Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1985, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1985, Blaðsíða 3
DV. FEMMTUDAGUR15. ÁGUST1985. 3 §pgg§§| msmmí ííÆffiSí rattrtui PfSPKji -'. ^atAaÆflBj ||§|§í ^^^fe®iSÍi||i; •'*.. ..•<'•. mMi '^^j1v,j»->:.1í til Islendinga Arið 1983 ákvað Alþingi að mótmæla ekki samþykkt Alþjóðahval- veiðiráðsins um tímabundna stöðvun hvalveiða í ábataskyni. Samkvæmt alþjóðalögum ber því (slendingum að virða samþykktina um stöðvun hvalveiða. Nýverið hefur vitnast, að ríkisstjórn íslands hyggst veita leyfi til að drepa allt að 800 hvali á fyrstu fjórum árum veiðihlésins. Verði af þessum veiðum, er það kúvending á þeirri stefnu, sem íslendingar samþykktu með stuðningi sínum við stöðvun hvalveiða. Það yrði blygðunarlaus misnotkun á 8. grein hvalveiðisáttmálans frá 1946, sem veitir ríkjum rétt til að leyfa hvalveiðar vegna rannsókna. Haldið yrði áfr- am hvalveiðum í ábataskyni og þær kallaðar „hvalveiðar í vísindaskyni”. Islenskir fjölmiðlar hafa flutt mjög villandi fréttir um þetta mál. T.d. var því haldið fram í DV (20.07.85), að réttur íslendinga til hvalveiða í rannsóknaskyni hefði verið viðurkenndur, og samþykktur samhljóða, án atkvæðagreiðslu, í Alþjóðahvalveiðiráðinu. Það sem í raun og veru var samþykkt, var samhljóða ályktun sem varðar (slendinga og Kóreu- menn sérstaklega. Þar eru aðildarríkin hvött til að ,,taka tillit til þeirra radda í ráðinu, sem lýst hafa miklum áhyggjum af þeim möguleika, að hvalveiðar í vísindaskyni á því tímabili sem getið er í grein 10(e) [um tímabundna stöðvun veiða], taki á sig mynd veiða í ábataskyni”. Fjallað var um ráðgerðar veiðar íslendinga „vegna rannsókna” í vísindanefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins. Samkvæmt skýrslu vísinda- nefndarinnar töldu „flestir fulltrúarnir”... „að þær upplýsingar, sem kynnu að fást með fyrirhuguðum veiðum, myndu litlu bæta við núver- andi þekkingu....” r Iyfirlýsingu til fundar Alþjóðahvalveiðrásðins hvatti Umhverfismála- stofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) aðildarríkin til „að sýna var- kárni og aðhald þegar ætlunin er, vegna rannsókna, að veiða mikinn fjölda hvala úr þeim stofnum þar sem óvissa er um ástand en vísbend- ingar um að þeir hafi minnkað,” - líkt og farið er um stofnana við ísland. UNEP lagði einnig áherslu á að „slík sýnataka (þ.e. veiðar í vísindaskyni) væri skipulögð af ýtrustu nákvæmni og einvörðungu í rannsóknaskyni, án tillits til reksturs og efnahagssjónarmiða.” Sannarlega eigum við margt ólært um hvali við ísland. Vísindamenn Alþjóðahvalveiðiráðsins hafa átt erfitt með að meta ýmsa þætti sem varða hvali og hvalveiðar við ísland vegna skorts á fullnægjandi upplýsingum. En úr því að hvalveiðar í níutíu ár hafa ekki megnað að veita nægilegar upplýsingar til að leggja viðunandi mat á ástand stofn- anna, er þá nokkur ástæða til að búast við miklum árangri af rannsókn- um á átta hundruð hræjum í viðbót? Orugglega er hægt að bæta miklu meira við þekkingu okkar á hvalastofnunum við ísland með rannsóknum á lifandi hvölum, án veiða, t.d. með talningurwaf skipurt) og úr flugvélum, og með því að vinna úr þeim gögnum sem fyrir ligíjja. Vísindanefndin hefur sérstak- lega bent á, að talningarferðir eru „mjög gagnlegar” og „hvetur til þeirra”. Þær miklu veiðar, sem íslendingar ráðgera, myndu einnig gera að engu eitt meginmarkmið veiðihlésins; að fylgjast með, hvaða áhrif friðunin 'hefur á hvalastofna. Ríkisstjórn íslands undirritaði samning við Hval hf. um „hvalveiðar í vísindaskyni” áður en vísindanefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins hafði haft nokkurt tækifæri til að fjalla um rannsóknaáætlunina. Viður- kennt er, að ætlunin er að selja kjöt og aðrar afurðir til Japans. Þessar staðreyndir, ásamt þeim fáránleika að bæta átta hundruð hræjum við þær tugþúsundir hræja, sem þegar hafa verið mæld og skoðuð, hafa orðið til þess að við drögum þá ályktun, að ríkisstjóm íslands og hvalút- gerðin hyggjast halda áfram hvalveiðum í ábataskyni með því að kalla þær „hvalveiðar í vísindaskyni”. Slíkt blygðunarleysi kemur okkur mjög á óvart. Þvílíkri framkomu áttum við ekki von á hjá fulltrúum þjóðar, sem alkunn er fyrir heiðarleika. I eðangreind samtök, með milljónir manna innan sinna vébanda, íeru mjög andvíg fyrirhugaðri hvalveiðiáætlun íslenskra stjórn- valda. Verði af veiðunum, munu mörg þessarra samtaka hvetja stjórn- völd í Bandaríkjunum og Evrópu til að takmarka innflutning sjávara- furðafrá íslandi og takmarka veiðiheimildirtil ríkja, sem flytja inn afurð- ir af hvölum sem veiddir eru samkvæmt leyfum frá íslenskum stjórn- völdum. Einnig er mögulegt, að mörg af þessum samtökum muni hvetja almenning til að kaupa ekki fisk frá (slandi, og að veitinaastaðir verði beðnir um að hætta kaupum á íslenskum fiski. v *’’% Við skorum á (slendinga að fara fram á það við ríkisstjórn íslánds, að hætt verði við þessa skammsýnu tilraun til að komast hjá sam- þykkt Alþjóðahvalveiðráðsins um hlé á veiðum, og að staðið verði við skuldbindingar íslendinga á alþjóðavettvangi af heiðarleik og ákveðni. Við hvetjum ríkisstjórn (slands til að afturkalla samninginn við Hval hf. meðan það er enn hægt, þ.e. fyrir 1. september 1985. Þannig verður komist hjá deilum sem verða engum til góðs, því að eftir fjórtán ára þrot- lausa baráttu fyrir stöðvun hvalveiða í ábataskyni munu náttúruverpdar- menn um heim allan ekki láta það tapast, sem áunnist hefur. Við þökkum lesendum athyglina. . ... N: World Wildlife Fund International Greenpeace International Centrum för Studier av Valar och Delfiner (Svíþjóð) Miljöforbundet (Svíþjóð) Nordiska Samfundet mot Plagsamma Djurforsök (Svíþjóð) Rádda Valarna (Svíþjóð) Svenska Naturskyddsforeningen (Svíþjóð) Fáltbiologerna (Svíþjóð) Norsk Liga for Dyrs Rettigheter (Noregi) Natur og Ungdom (Noregi) Finlands Naturskudsförbund (Finnlandi) Natur och Miljö (Finnlandi) Nordisk Forening til Beskyttelse af Havpattedyr (Finnlandi, Danmörku, Svíþjóð og Noregi) Natuur & Milieu (Hollandi) Fauna and Flora Preservation Society (Bretlandi) Friends of the Earth (Bretlandi) International Fund for Animal Welfare (IFAW) (Bretlandi) Marine Conservation Society (Bretlandi) Royal Society for the Prevention of Cruelty to Animals (RSPCA) (Bretlandi) World Society for the Protection of Animals (WSPA) (Bretlandi) Society for Animal Protective Legislation (Bandaríkjunum) Animal Welfare Institute (Bandaríkjunum) Center for Environmental Education (Bandaríkjunum) Animal Protection Institute (Bandaríkjunum) Humane Society of the US (Bandaríkjunum) American Cetacean Society (Bandaríkjunum) Friends of the Earth (Bandaríkjunum) American Society for the Prevention of Cruelty to Animals (ASPCA) (Bandaríkjunum) Ikare Wildlife Coalition (Bandarfkjunum) Friends of the Whales (Bandaríkjunum) The Whale Center (Bandaríkjunum) Defenders of Wildlife (Bandarikjunum)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.