Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1985, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1985, Blaðsíða 6
6 DV. FIMMTUDAGUR15. ÁGUST1985. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Sparað með því að láta á móti sér Rætt vid nokkra með lágt meðaltal í heimilisbókhaldi DV Þegar viö birtum niðurstöðutöl- urnar ár heimilisbókhaldi DV fyrir júuimánuð kom í Ijós að kostnaður- inn hafði lækkað eilítið frá því í mai. Þetta kom okkur á óvart þvi við þykjumst hafa veitt því athygli að matarkostnaður er aUtaf á upplelð. Vmsir fleiri undruðust þetta lága meðaltal og nokkrir hringdu hing- að tU þess að láta í ljósl undrun sina á þessum töium. Við ákváðum þvi að hringja í nokkra aöila sem voru með sérlega hagstæða útkomu og athuga hvað það fólk hefur eiginlega í matinn. 1 Ijós kom að flestir segjast borða venjulegan mat, kjöt og fisk. En við nánari athugun kemur í ljós að sumlr sleppa þvi að kaupa græn- metl, — nota ekki einu sinni tómata eða agúrkur, — að ekki sé talað um aUt hitt grænmetið sem á boðstólum er. Sumir kaupa ekki ávexti utan epU og appelsinur en láta vera að kaupa nýupptekin jarðarber, kiwi frá Nýja-Sjálandi og hafa ekki blómkál á boðstólum meðan kilóið kostar nærri 200 kr. Nokkrir fá frian fisk, sem þeir geta haft í matinn nokkrum sinnum í viku, og aðrir þurfa ekkl að greiða kjötið i peningum heldur hafa aðstöðu tU þess að fá kjötið í vinnu- skiptum. Þannig eru ýmsar leiðir tíl þess að spara. Margir telja að með þvi að hatda heimilisbókhald sé stigið áhrifamikið skref f átt tU sparnað- ar. -A.Bj. Ur heimilisbókhaldi DV: Alltaf kjöt á sunnu- dögum en ekki aðkeypt grænmeti og aldrei kókómjólk Hún kaupir lambaskrokka i sláturhúsinu á haustin og gerir þannig hentug matarinnkaup. Úr heimilisbókhaldi DV: Fjórir títrar mjólk í viku en aldrei smjör „Við erum nú orðin fuUorðin og þurfum ekki mikiö og svo kaupi ég heldur ekki aUt,” sagði kona sem lengi hefur veriö með mjög lágan matarkostnað í heimilisbókhaldi DV. „Við fáum mjög mikiö af fríum fiski en við höfum aUtaf kjöt í matinn af og til. Ég kaupi í heUum skrdckum á haustin og tek þá líka slátur. Stöku sinnum kaupi ég bjúgu og einnig kjúklinga en nautakjöt hef ég aldrei. Stundum kaupi ég líka saltað hrossa- kjöt,” sagði húsmóðirin. Hún sagði að þau keyptu fjóra lítra af mjólk og einn pela af rjóma í viku, en aldrei jógúrt eða aöra mjóUcur- drykki. Á morgnana borða þau kom- Qeks, aUbran og mjólk. Stundum * r liltri Tttww«« raatet, Ptitxhi t* '*&&*** fcSKö. <hs brttt ér Fjórir litrar af mjólk á viku er það sem hjónin láta sár nsagja. Það er minna en margar fjölskyldur þurfa að kaupa á hverjum einasta degi. rabarbaragraut sem húsmóðirin eldar sjálf. Sagðist vera með eigin rabarbara og sjóða talsvert niður af honum, eins og hún komst aö orði. Þá ræktar þessi kona sjálf kart- öflur, gulrætur og rófur. Lítið kaupir hún af grænmeti — en þó hvítkál og gulrætur af og tU og þurfti að kaupa smávegis af kartöflum eftir að eigin uppskera var uppurin í sumar. Ekki sagðist hún kaupa mikið af ávöxtum og smjör eða smjörva notar þessi kona ekki. Notar aÚtaf sólblóma. Þannig er unnt að halda matar- kostnaðinum niðri en það kostar að láta verður eitt og annað á móti sér. -A.Bj. „Mismunurinn hlýtur að liggja í mataræðinu. Vöruverðið hér er svo langtum hærra en í Reykjavík að það er ekki hægt að bera það saman,” sagði ung húsmóðir sem búsett er í kauptúni á Suðurlandi. „Ef við eig- um leið til Reykjavíkur notum við tækif ærið og gerum stórinnkaup — ef við eigum þá peninga.” Hún var með mjög lága meðaltals- eyöslu í júnimánuði. Á haustin fara aðalmatarinnkaupin fram þótt þau séu e.t.v. ekki borguð öll á sama tíma. Hún sagöist dreifa greiöslun- um svolítið á næstu mánuði á eftir. „Annars borðum við bara ósköp venjulegan mat og viö fáum alltaf fylli okkar,” sagði þessi unga kona, sem af skiljanlegum ástæðum kærir sig ekki um að koma fram undir nafni. Hún sagðist gjarnan kaupa nýjan fisk þegar fisksalar kæmu í plássiö þar sem hún er búsett en ekki lifir hún á fríiun fiski. Á haustin kaupir hún kjötvörur sem hún fær ódýrar í sláturhúsinu, bæði lambaskrokka og lambahakk. Þá kaupir hún einnig heilt folald. Sagðist vera nærri búin með þaö kjöt og myndi þá kaupa sér meira £if því. Þá tók þessi unga kona tiu slátur í fyrra. Ekki er það oftar á boðstólum en tvisvar sinnum í mánuöi, annars verða allir leiðir á því, bætti hún við. En mjólkurvörur, kaupir þessi hagsýna unga kona mikið af þeim? „Við kaupum náttúrlega mjólk og svo boröum við mikið af skyri og súr- mjólk. Jógúrt kaupi ég aldrei og heldur ekki kókómjólk,” sagði unga konan. — En grænmeti, borðið þið mikiö af því? „Eg rækta sjálf kartöflur, rófur, salat og kál. Ég kaupi ekki græn- meti, t.d. ekki tómata eöa agúrkur. Þetta skemmist bara hjá mér því krakkamir borða þetta ekki. Aðeins einn á heimilinu boröar t.d. agúrkur. Ef ég kaupi þær endar alltaf meö því aö ég verö að henda hluta af þeim. En ég kaupi epli og stöku sinnum kál þegar mitt er ekki sprottið. Eg haföi ekki efni á að kaupa neitt græn- meti í vetur sem leið. En ég læt þó eftir mér aö kaupa smjörva, ekki síst vegna þess aö við notum svo lítið álegg,” sagði þessi unga húsmóðir í samtali við DV. A.Bj. Það munar akki litlu fyrir stóra fjölskyldu að fá svo tll allt kjðtmeti I staðinn fyrir framlagða vinnu. Kjöt í vinnuskiptum Ekki reiknað með í uppgjörinu „Inni í þessum tölum eru ekki kjötkaup, við birgjum okkur upp af kjötmeti á haustin og fáum það í vinnuskiptum. Þetta er aftur á móti allur annar daglegur matur og hrein- lætisvörur,’ ’ sagði húsmóðir úr kaup- túni á Austurlandi. Hún hefur veriö meðal þeirra sem eru meö mjög lágan meöaltalskostnaö í heimilis- bókhaldi DV. 1 júní var hún meö rúml. 2 þús. kr. á mann. Heimilis- fólkiö er aftur á móti fjölmennt, sjö manns í heimili aö öllu jöfnu. „Eg er alltaf meö heitan mat í hadeginu, stundum einnig á kvöldin. Hér er gott úrval af fiski og hann kaupi ég mikið. Við notum mjög mikla mjólk, eina 6—71 á dag. Einnig er boröað mikið af osti og gífurlega mikið af brauði. Eg kaupi allt mat- brauðiö en ekki kökur. Þær baka ég sjálf. Eg er nýlega farin að vinna hluta úr degi og síðan hef ég stundum keypt kex. Undantekning er ef ég þarf að kaupa egg, en fyrir hátíðar kaupi ég kjúklingakassa og svína- kjöt í heilu eöa hálfu. Viö höfum áöur keypt nautshluta á móti öðrum en ég var orðin leið á nautakjöti og geri það ekki í ár,” sagði viömælandi okkar. Þessi fjölskylda neytir mikils af eplum og appelsinum en yfirleitt ekki annarra ávaxta. Grænmeti hefur hingað til ekki verið mikiö á borðum. Þykir of dýrt til að hafa á matseðlinum daglega og að auki er lélegt grænmeti í heimaverslunum. Þó sagöist hún vera farin aö kaupa þaö núna á meðan verðið er hag- stætt. „Eg er ekki beinlínis að spara en þetta kemur mjög vel út, ekki síst vegna matarins sem viö fáum í vinnuskiptunum. Vöruverð hér er yfirleitt hærra en í Reykjavík en við erum þaö langt í burtu að það borgar sig engan veginn að gera sér ferð til innkaupa. Nú, svo getur maður líka dottið niður á góð kaup hér á staönum. Fyrir nokkru keypti ég mér peysu á 960 kr. Skömmu síðar var ég i Reykjavík og sá nákvæmlega sams- konar peysu á útsölu. Hún kostaði 990 kr.,” sagöi þessi hagsýna húsmóðir. Niðurstöðutölur hennar eiga þvi varla samleið með öðrum sem verða að kaupa allt fyrir beinharða pen- inga, en f jölskyldan fær mikið til árs- neyslu sína af kjöti í vinnuskiptum. A.Bj.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.