Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1985, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1985, Blaðsíða 8
DV. FIMMTUDAGUR15. AGUST1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Flutti hátíð- arræðuna úr skotheldu glerbúri Rajiv Gandhi, forsætisráöherra Ind- lands, flutti í dag hátíðarræðu á þjóðhátíðardegi Indverja þar sem minnst er sjálfstæðisins frá Bretum árið 1947. öryggisvarsla var gífurleg í Nýju Delhí, „sjaldan séð annað eins” sagði vestrænn stjómarerindreki. Gandhi flutti hátíðarræðu sína umvaf- inn öryggisvörðum úr sérstöku skot- heldu glerbúri. Yfir höfði fundar- manna sveimuðu þyrlur flughersins og á þökum nærliggjandi húsaþyrpinga lágu skyttur úr úrvalsdeildum hersins. Yfirvöld á Indlandi hafa áhyggjur af hugsanlegum hermdarverkum öfga- sinna úr röðum sikka er taldir eru vilja hefna árásar indverska hersins á helg- asta musteri sitt, Gullna hofið í Punjabríki. eftir því sem f rönsk vikurit fullyrða maður í varnarmálaráðuneytinu hafi gefiö þessi fyrirmæli í apríl. Hann er þó ekki nefndur á nafn. „Le’Express” segir aö franska leyni- þjónustan hafi lagt á ráðin um skemmdarverkin, undirbúið þau og fengið blessun æðri ráðamanna. — Það getur heldur engra heimilda. „L’Express” segir nú hafa komist að hinu sanna um hver konan og maðurinn eru sem handtekin voru með fölsuð vissnesk vegabréf í Nýja- Sjálandi og hafi verið ákærð fyrir hlut- deild í skemmdarverkinu og morð. Blaðiö segir að konan, sem þóttist heita Sophie Turenge, sé 36 ára höfuðsmaður í franska hernum, Dominique Prieur að réttu nafni. Sá, sem þóttist eiginmaður hennar, segir blaðið að hafi verið tekinn úr hópi sér- þjálfaðra dáta, sem æfa froskköfun frá bækistöð hersveitar þeirra á Korsíku. Embættismenn i franska varnar- málaráðuneytinu, sem hafa með leyni- þjónustuna að gera, hafa ekki viljað staðfesta neina af þessum fullyrðing- um. Mitterrand forseti lagði fyrir í síðustu viku að opinber rannsókn færi fram á því hvort franska leyni- þjónustan hefði átt hlut að skemmdar- verkinu á Rainbow Warrior. Þrír ný-sjálenskir lögreglumenn eru komnir til Parísar vegna rannsóknar málsins. Janni Spies, ekkja danska farðaskrifstofukóngsins, gaf dönskum visinda- mönnum, ar rannsaka orsakir ónæmistœringar, 20 milljónir íslenskra króna til að kynda undir ann frekari rannsóknir. Janni Spies styrk- ir rannsóknir á ónæmistæringu Gunnlaugur A. Jónsson, fréttaritari DVíLundl: Janni Spies, ekkja ferðakóngsins danska Simon Spies, hefur fært Ríkis- spítalanum í Kaupmannahöfn rúmar 20 milljónir króna (ísl.) að gjöf og óskaö eftir því að f jármunum þessum verði varið til rannsókna á ónæmis- tæringu (AIDS). Danir þykja standa framarlega í rannsóknum á ónæmistæringu enda er Danmörk það Norðurlandanna, sem verst hefur orðið fyrir barðinu á sjúkdómnum. Prófessor Viggo Faber, sem stjómar rannsóknunum á ónæmis- tæringu við ríkisspítalann, lýsti því yfir fyrir nokkrum vikum að deild hans væri algjörlega f járvana. Það eitt gæti tryggt áframhald rannsóknanna að á- vísun bærist með póstinum. Nú hefur það sem sé gerst. Janni Spies hefur jafnframt látið á sér skilja að hún kunni síðar að veita meira fé til rannsókna á ónæmistæringu. Sífellt eykst þrýstingur á Botha Ekkert lát virðist á óeirðum í Suður- Afríku. Tveir blökkumenn féllu í morgun í átökum viö lögreglu örfáum klukkustundum áöur en P.W. Botha forsætisráðherra ávarpar suður- afrískan landslýð og opinberar stefnu stjómarinnar í kjölfar vaxandi átaka í landinu. Ræðu Botha er beðið með mik- ilii eftirvæntingu. Búist er við einhverjum tilslökunum stjómvalda sem opinberaðar verða í ávarpi for- sætisráöherrans. Fréttaskýrendur eru ekki sammála um hve viðamiklar um- bætur verða boðaðar. Ræðu Botha verður útvarpaö og sjónvarpað beint klukkan 17.30 að íslenskum tíma. Miklar óeirðir urðu einnig í gær- kvöldi í héruðum blökkumanna um gervalla Suður-Afríku. Grjóti og bensínsprengjum var kastaö að her- og lögreglubifreiðum. Fjölmargir særð- ust. Hópar blakkra fóru um götur heimahéraða sinna og brenndu verslanir og skólahús í nánd við Jóhannesarborg. Neyðarlögin, sem ríkisstjómin lýsti yfir í tveim stómm héruðum landsins fyrir þremur árum, hafa lítið gert til þess aö lægja óróann i landinu. Mikill órói var í Durban í nótt en ekki kom þó til teljandi átaka. Rúm- lega 70 manns hafa fallið í Durban á aöeins einni viku í átökum blökku- manna og lögreglu. Desmund Tutu biskup og nóbels- verðlaunahafi lét hafa eftir sér í gær að það skipti í raun engu máli hvaða umbætur Botha myndi boða í stefnu- ræðu sinni, blökkumenn myndu aldrei samþykkja annað en fullkomiö jafnræði. Krefjast ævifangelsis Síðasta vitnið í málaferlunum gegn argentínsku herforingjunum níu vegna mannréttindabrota bætti viö þriggja mánaða vitnaleiðslur enn frek- ari lýsingum á pyndingum og hrotta- skap. Gladys Evarista Cuervo, hjúkrunar- kona við sjúkrahús sem notað var fyrir fangelsi og pyndingarstöð af öryggis- sveitum landsins í tíð herforingja- stjómanna í Argentínu, greindi réttin- um frá því að hún hefði verið numin á brott og síðan haldiö lokaðri í skáp í sjúkrahúsinu, sem er í Buenos Aires. Það var á árinu 1976. Böðlar hennar brutu í henni bringu- beinið og nokkur rif, kveiktu í nárahár- um hennar og báru logandi vindlinga- kveikjara víöa að líkama hennar. Hún lýsti því hvar hún sá einn lækni liggja í blóði sínu eftir að prik haföi verið rekið upp þarmaveg hans. Læknir þessi, Jorge Roitman, er aðeins einn í hópi að minnsta kosti 9 þúsunda sem hurfu á herstjómarárun- um 1976 til 1983. Síðast spurðist til hans að öryggissveitir lögreglú og hcrs höfðu tekið hann til fanga. Enginn hinna fyrrverandi leiðtoga herforingjastjómanna hefur birst í réttarsalnum þar sem leidd hafa verið fram nær 1000 vitni. Flest þeirra lýsa mannránum, pyndingum og morðum öryggissveitanna. Julio Strassera ætlaði í fyrstu að leiða fram helmingi fleiri vitni en telur þess enga þörf lengur eftir aö vitnis- burðirnir gefa til kynna aö allar deildir hers, flota og flughers hafi verið við- riðnar mannréttindaglæpi um allt land á stjómarárum herforingjanna í hinu svonefnda „skítuga stríði” sem rekiö var gegn vinstrimönnum eða stjómar- andstæðingum. Hann ætlar að krefjast ævilangrar fangelsisvistar fjögurra hinna ákærðu, Jorge Videla fyrrum forseta, Roberto Viola fyrrum forseta, Emilio Massera og Armando Lambruschini flotafor- ingja. Hann leitar mildari dóma yfir hinum fimm en þeirra á meðal er Leo- poldo Galtieri fyrrum forseti. Réttarhaldinu hefur verið frestað um hálfan mánuð. Tvö frönsk tímarit fullyrða að franska leyniþjónustan hafi hrundið í framkvæmd áætlun um að sökkva Rainbow Warrior, skipi grænfriðunga, eftir aö hafa fengið fyrirmæli um það hjá háttsettum embættismönnum frönsku stjórnarinnar. Vikublaðið „L’Evenement du Jeudi” vitnar hvergi í neinar heimildir í frétt sinni um að háttsettur embættis- Skötuhjúin Sophie efla Dominique og Alain Turenge. Rainbow Warrior liggjandi sokkinn i höfninni i Auckland eftir skemmdarverkið. í sprengingunni fórst Ijósmyndari úr samtökum grœnfriðunga. Skemmdarverkið á Rainbow Warrior: Fölsku hjónin voru Frakkar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.