Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1985, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1985, Blaðsíða 13
DV. FIMMTUDAGUR15. ÁGOST1985. 13 FJÁRMÁ LAHNEYKSU Þaö umræðuefni sem algengasf var hérlendis í lok síöustu viku voru loftfimleikamir i kringum söiu hluta- bréfa ríkisins í Flugleiðum hf. Satt best að segja held ég að þar höfum við horft upp á alvarlegasta fjár- málahneyksli siðustu ára hérlendis, hneyksli sem hlýtur að draga dilk á eftir sér, enda þótt samtrygginga- kerfið sjái ef til vill um að opinber eftirköst verði lítil eða engin. Ekki óeðlileg málalok Bg vil þó taka það strax fram að með þessu á ég alls ekki við það að óeölilegt hafi verið að hluthafar og starfsmenn Flugleiða eignuðust þessi bréf. Síður en svo. Það hlýtur að styrkja féiagið og starfsemi þess alla ef starfsmenn eignast meira en helming þeirra bréfa sem til söiu voru og því ber að fagna þeim mála- lokum út af fyrir sig. Flugleiðir eru vonandi á leið upp úr þeim öldudal sem fyrirtækið var í fyrir nokkru, enda þótt þess biöi óhjákvæmilega erfiðir tímar vegna þess hve flug- flotinn er orðinn gamall, bæði þær vélar sem notaðar eru innanlands og í millilandaflugi. Það er áreiðanlegt að það verður fyrirtækinu styrkur að starfsmenn þess eigi drjúgan hlut í því þegar aö þessu erfiöleikatímabili kemur, enda verður þá áreiðanlega fullur vilji bæði meöal eigenda og stjórnmálamanna að út úr því verði siglt án of mikilla ríkisafskipta. Hneykslið liggur því alls ekki í málalokunum sem slíkum út af fyrir sig heldur hvernig þau bar að. Og hneykslið er ekki Flugleiöa heldur ríkisstjórnarinnar. Við sölu þessara hlutabréfa hefur orðið svo alvarlegur trúnaðarbrestur á þeim vettvangi að í alvöruþjóöfélagi myndi annaðhvort ríkisstjómin öll eða sá ráðherra sem játaði á sig trúnaðarbrestinn fara frá völdum. Hvorki meira né minna. En líklega erum við ekki alvöru- þjóðfélag á fjármálasviðinu heldur bananalýðveldi. Og sennilega verður eitthvert smávegis nöldur i blöðum látið nægja, ráðherramir sitja væntanlega hinir rólegustu áfram. Ef ... Það er kannski nauðsynlegt að snúa dæminu örlítið við til þess að sumir skilji hvað hér er átt við áður en lengra er haldið. Setjum nú svo að í þessari sömu rikisstjóm hefði Framsóknarflokkurinn farið með þau ráðuneyti sem mestu máli skipta í þessu sambandi. Setjum nú einnig svo að allt hefði farið eins og áður, flugvélasalinn í Lúxemborg hefði gert sitt tilboð og rétt fyrir klukkan sjö um kvöldið hefðu þeir Flugleiða- menn trommað inn með sitt tilboð eins og gerðist á föstudaginn. En setjum einnig svo að eins og hálftima síðar hefðu forstjóri og stjómarformaöur Sambands íslenskra samvinnufélaga trítlað inn á skrifstofuna með tilboð sem hefði verið eins og tveimur miiljónum hærra og útborgunin (staðgreiðslan) verið einu prósenti hærri. Fjármála- ráðherrann (sem hefði verið fram- sóknarmaður) hefði þrifið upp pennann sinn og skrifað snarlega undir og svarað þvi einu til þegar fréttamenn hefðu farið að spyrja hann að hann vissi ekki betur en 68 milljónir væm meira en 66 milljónir og ekkert þóst skilja hinar raunverulegu spurningar. Hvað haldið þið þá, elskurnar mínar, að hefði verið sungið og kveðið í þessu blaði sem greinin mín birtist í? Og hvað haldið þið að blað allra landsmanna hefði sagt þá? Það get ég sagt ykkur. Þau hefðu um- svifalaust krafist þess aö viðkomandi ráðherrar segðu af sér og kaupsamningurinn yrði ógiltur strax og alþingi kæmi saman, auk þess sem þau hefðu krafist opinberr- ar rannsóknar á málinu. Og þau hefðu haft rétt fyrir sér í hverju einasta atriði. En þau munu ekki gera þaö núna. Ekkertaf þessu. T rúnaðarbrestur Hið alvarlega í þessu máli er alls ekki það hverjir keyptu hlutabréfin og i raun skipta þau sjálf engu máli sem slík. Það sem gerst hefur hins vegar er að framvegis mun enginn taka útboð á hlutabréfum ríkisins aivarlega á meðan núverandi ríkis- stjóm situr. Séu þar boðin út hluta- bréf sem á annað borð skipta ein- hverju máli ganga menn út frá því sem vísu að einhver ráðherra muni leka því í rétta aðila hvernig málin standa svo þeir geti bjargað fyrir hom með eins litlum mun og unnt er að verja. Þeir hafa komist upp með það og þeir munu komast upp með það. Eina leiðin tii þess að endur- heimta traust manna á viðskiptum ríkisstjómarinnar er að fjármála- ráðherra skýri ríkisstjóminni alls ekki frá því hvemig mál standa heldur beri einn óskoraða ábyrgð á sölunni og standi síðan ábyrgur gerða sinna. Hans er hvort eð er valdið í þessum efnum. Og þar erum við komin að því sem ég hefði ef til vill átt að segja fyrr. Eg hefi ekki trú á þvi að lekinn í þessu máli sé frá fjármálaráðherranum sjálfum heldur samráðherrum hans eöa embættismönnum. Epgu að síður verður hann að gera hreint fyrir sínum dyrum og útiloka að sam- ráðherrar geti hjálpað „sínum” mönnum þegar mikið er i húfi. Annars verður áframhaldandi hluta- bréfaútboð hans bara grín og slíkt má ekki gerast því sú stefna að selja hlutabréf ríkisins í fyrirtækjum er tvímælalaust rétt. Ríkið er til bölvunar einnar í slíkum rekstri til lengdar þótt timabundin aðstoð þess geti verið sjálfsögð og nauðsynleg rétt eins og var í Flugleiðamálinu. Eg hefi orðið var við það að ýmsir telja að forráöamenn Flugleiða hljóti að hafa leikið „skítuga” leiki i þessu máli. Eg get ekki veist að þeim. Viðskiptaheimurinn er strangur og þar er enginn annars bróðir í leik. Ur því þeir gátu fengið upplýsingar sem auðvelduðu þeim að ná í sínar hendur þeim hlutabréfum sem til sölu voru og auðvelda starfsmönnun- Kjallari á fimmtudegi MAGNÚS BJARNFREÐSSON um að eignast hlut í fyrirtækinu þá ber þeim að hagnýta sér þær upplýs- ingar. Annars hefðu þeir brugðist hagsmununum sinna umbjóðenda. Þeim bar að freista þess með öllum heiðarlegum ráðum að afla sér allra þeirra upplýsinga sem styrktu stöðu þeirra. Og ég hefi ekki trú á því að þar hafi verið gripið til neinna óheið- arlegra aðferða af þeirra hálf u. Sökin er ríkisvaldsins, ríkis- stjórnarinnar eða háttsettra em- bættismanna. Það mun aldrei verða upplýst hver sökudólgurinn er, ef að líkum lætur, og því situr ríkisst jómin öll, trausti rúin, eftir eitt mesta hneyksli í ríkisfjármálum síöustu áratugi. En að lokum skal Flugleiðum, og jjá einkum starfsmönnum þeirra, óskað til hamingju með málalok og sú fróma ósk látin fylgja að þau verði til að styrkja fyrirtækið í þeim erfiðleikum sem framundan eru. Magnús Bjarnfreðsson. a „Við sölu þessara hlutabréfa hefur ^ orðið svo alvarlegur trúnaðar- brestur á þeim vettvangi að í alvöru- þjóðfélagi myndi annaðhvort ríkis- stjórnin öll eða sá ráðherra sem játaði á sig trúnaðarbrestinn fara frá völdum.” DOSENTIVANDA Kjallarinn Dr. Jón Ottar Ragnarsson dósent hefur sannfærst um það að vísinda- mennska hans i sambandi við áfengismál sé ekki upp á marga fiska, a.m.k. sleppir hann því orði í grein sinni í DV 6. ágúst sl. Eg hvet fólk til þess að lesa þau skrif doktors- ins, þau dæma sig sjálf. Þar er fátt annað en fullyrðingar, allan rökstuðning vantar, hvað þá að nokkur vísbending finnist um það hvernig leysa eigi þann vanda sem áfengisneyslan hefur leitt þjóðina í. Margt er skrýtið í kýr- hausnum En greinarhöfundurinn dr. Jón Ottar er sannarlega brjóstum- kennanlegur. Að vandamál svefn- herbergisins skuli vera svo ofarlega í huga hans að þau brjótist út í þessu sambandi er ekki auðskiliö mái. Eitt- hvað mikið hlýtur að vera að. Eg votta honum samúð mina. Hins vegar gæti róleg ihugun, siðferðis- þrek og trúarstyrkur, sem nunnan ræktar meö sér, orðið til hjálpar í þeim efnum sem og ýmsum öðrum. Um það ræði ég ekki með lítilsvirð- ingu. Aftur á móti hefði ég haldið aö bjórflaskan komi manninum ekki aö miklu gagni í þessum vanda, þar yrði um sjálfsblekkingu að ræða. Fullur styðji fullan Sá grunntónn er í grein dr. Jóns Ottars Ragnarssonar að þeir einir sem persónulega lífsreynslu hafi í viðkomandi málum geti úr þeim leyst. Það þarf ekki endilega mann sem hefur villst til þess að koma villtum á rétta leið. Það þarf ekki endilega mann sem veikst hefur af botnlangabólgu tii þess að lækna annan af slíku meini. Það þarf ekki endilega mann sem fengið hefur illt í magann til þess aö segja til um hvað er ! hollt og skynsamlegt að borða og fleira mætti telja. NUNNAN OG ÁSTALÍFIÐ Páli V. Daníelssyni svarað Fyrir tveim vikum krafðist ég þess I i blaöagrein í DV að Afengisvarna - 1 ráð segði af sér fyrir embættisaf- | glöp. Páll V. Danielsson — einn ráðs- I manna — geröi sl. fimmtudag til- I raun til að klóra i bakkann, en sú til- 1 raun fór meö öllu út um þúfur eins og I sjá má (sjá úrklippu). Komi Páll eða einhver annar úr I þessu ráöi ekki umsvifalaust með I skýringar á þessum embættisafglöp- 1 um hefur þetta ráð endanlega tapað I siðustu leifunum af almennri tiltrú. I Fúsk Mál þetta snýst um tvennt. Annars Ivegar hefur Afengisvarnaráð gerst. I brotlegt um að senda frá sér stórlega Ivillandi fréttatilkynningu og hins I vegar snýst málið um áfengisstefnu. Fréttatilkynnlngin var birt í heilu I lagi með síöustu grein minni, en hún I var bersýnilega sett saman til þess lað hræða almenning með aukinni | áfengisneyslu. Staðreyndin er auðvitað sú að enn | hefur ekkert komið fram i opinber- lum skýrslum sem gerir kleift að ■ meta hvort reynslan er að aukast, | stendur í stað eða er í rénun. Þetta er að visu ekki i fyrsta sinn Isem þetta ráð er staöiö aö fúski, 1 fúskið hefur raunar vcrið rauöi þráð- I urinn í starfi þess. Þetta var einfald- I lega augljósasta dæmið. I Háskaleg stefna Hitt er þó enn alvarlegra að þróun láfengismála siðustu misserin hefur lendanlega afhjúpað þá háskaiegu I stefnu sem þetta ráð hefur rekið í | áfengismálum. Grunntónninn í öllum gerðum þess W „Mál þetta snýst um tvennt. Annars vegar hefur Áfengis- varnaráð gerst brotlegt um að senda frá sér stórlega villandi fréttatilkynn- ingu og hins vegar snýst málið um áfengisstefnu.” Kjallarinn JÓN ÓTTAR RAGNARSSON DÓ8ENT 4. Það er staðreynd, sem enginnl skynsöm sál mótmælir, að sterk-l ir drykkir auka ekki aðeins hættu I á ofbeldi, heldur og ölvunar-I drykkju og áfengissýki. Þessi rök eru svo sterk aö ég skill vel að Páll V. Daníelsson hafi taliöl tryggara að halda sig við orðhengils-1 hátt og staðlaðar klisjur um áfengis-1 böliö(sbr. úrklippu). Nunnan og kynlffið Það er ekkert bogið viö að vera í stúku. Hverjum er þeft í sjálfsvald I sett líkt og sérhver kona gæti v.d nró-1 ið nunna og kosiö aö ganga i klaust-1 ur. Með því móti fer hún að vísu al-1 fariö á mis við hefðbundiö ástalíf, cn I á móti kemur að hún sleppur viðl ýmsar þau- plágur sem nú gangal ljósum logum um heimsbyggðina. f En þótt viö dáumst að staöfestu I nunnunnar yrði hún liklega síöasta I manneskjan sem við mundum leita I ráða hjá þegar upp kæmu vandamál I „Sá grunntónn er i grein dr. Jóns Óttars Ragnarssonar að þeir einir sem persónulega lifsreynslu hafa í viðkomandi málum geti úr þeim leyst. Það er ekki endilega öruggast að fuilur styðji fullan." Varnir og þekking Betra er heilt en vel gróiö. Vamir miðast við það að koma í veg fyrir ófarir i einni eða annarri mynd. Til þess að vinna að slíku þarf þekkingu sem byggö er m.a. á reynslu og rann- sóknum. Hvort tveggja er hægt að nýta fólki til gagns og uppbyggingar þótt það haf i ekki tekið einhver gönu- skeið sjálft. Varla verða menn betri tamningamenn við það eitt að detta af baki og slasa sig. Fólk sem að vörnum vinnur hefur oft ekki annan hvata en þann að það vill koma í veg PALL V. DANÍELSSON, FORM. FRÆÐSLURÁÐS HAFNARFJARÐAR A „Varnir miöast við það að koma í veg fyrir ófarir í einni eða annarri mynd.” fyrir ógæfu samborgara sinna. Þeim er hvert mannslíf mikils virði og telja það að heilsa og velferð hvers einstaklings megi ekki víkja fyrir peningahagsmuniun annars. Þetta á við í rikum mæli í áfengisvömum. Alltaf hægt að læra Alltaf er hægt að læra meira og eru doktorar þar engin undantekn- ing. Ég átti viðræðu við dr. Jón Ottar í sjónvarpsþætti og gaf honum þá skýrslu sem landlæknisembættið lét vinna og f jallar um „Neyslu áfengis, tóbaks, fíkniefna og ávanalyf ja á Is- landi”. Ég vona að doktorinn hafi gefiö sér tima til þess að lesa þessa skýrslu. Hún leiðir ýmislegt í ljós um þessi vandasömu mál og hún bendir ekki til þess að áfengur bjór eða annað áfengi leysi þann vanda sem við er að fást. Þá hefur Alþjóðaheil- brigöismálastofnunin látið upplýs- ingar og ábendingar frá sér fara sem orðið geta að gagni til lausnar á áfengisvandamálinu. Margt fleira gæti dr. Jón Ottar fengið til þess að gluggaí oglæraaf. Að lokum Eg vil ógjarnan ræða áfengis- málin á því plani sem dr. Jón Ottar hefur flutt þau á. Hnútukast í Áfengisvarnaráð leysir engan vanda. Það hefur ekki ráðið stefn- unni í áfengismálum. Hefði það verið væru flestir af þeim staðreynda- liðum sem greinarhöfundur talar um ekki fyrir hendi. Áfengisvarnaráð hefur tekið stefnuna á móti vímu- og fíkniefnareyslu, það sanna allar gerðir ráösins, að halda öðru fram sýnir það eitt að verið er með fullyrð- ingar um efni sem menn þekkja lítið eðaekkerttil. Eg óska dr. Jóni Ottari vel- famaðar og vona að honum lærist það aö bjór og annað áfengi sem ekki er neytt veldur ekki tjóni. PállV.Daníelsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.