Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1985, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1985, Blaðsíða 30
30 NORÐURLAND VESTRA DV. FIMMTUDAGUR15. AGDST1985. - i '** *■ 99 Hef veríð í efstu sæt- unum arum saman 99 — segir skattakóngur Norðurlands vestra, Sveinn Ingólfsson framkvæmdastjóri „Ég hreinlega man ekki hvort ég hef veriö hæsti skattgreiöandinn hér í um- dæminu áöur. Hins vegar hef ég í mörg ár verið í fimm efstu sætunum,” sagöi skattakóngur Noröurlands vestra, Sveinn Ingólfsson framkvæmdastjóri, í samtali við DV. Sveinn er framkvæmdastjóri fyrir- tækisins Skagstrendingur hf. og hefur verið þaö í 16 ár, eöa frá stofnun þess, en fyrirtækiö rekur tvo togara. „Eg hef nú lítið hugsað út í þaö hvort þaö hafi komiö mér á óvart aö ég skyldi veröa efstur. Hins vegar er ég maöur með háar tekjur sem vinnur hjá fyrirtæki með veltu upp á 180 milljón- ir,” sagöi Sveinn Ingólfsson. -KÞ Heildarálagningin tæpar 390 milljónir Heildarálagning álagöra gjalda í Noröurlandi vestra er 389.133.000. Þaö skiptist svo að á einstaklinga eru lagöar 311.624.000 krónur, en á lögaöila 77.509.000 krónur. I fyrra borguöu einstaklingar 238.972.000 og er því hækkunin milli ára 30,4 prósent. Lögaöilar borguöu hins vegar í fyrra 57.009.000. Nemur hækk- unin milli ára því 35,96 prósentum. -KÞ Kaupfélögin raða sér f efstu sætin Eftirtaldir tögaðilar greiða hæstu skatta & Norðurlandi vastra: 1. Kaupfólag Skagfirðinga, Sauð&rkróki 2. Sildarverksmiðjur ríkisins, Siglufirði 3. Kaupfólag A-Húnvetninga, Blönduósl 4. Þormóður rammi hfSiglufirði 5. Sparisjóður Siglufjarðar 6. Kaupfólag V-Húnvetninga, Hvammstanga 7. Skagstrendingur hf., Skagaströnd 8. Sigló hf., Siglufirði 9. Útgerðarfólag Skagfirðinga, Sauðórkróki 10. Hólanes hf., Skagaströnd Kr. 9.316.725 3.827.732 3.405.485 2.724.781 2.651.641 2.376.915 1.810.102 1.787.071 1.668.925 1.589.275 Framkvæmdastjóri í ef sta sætinu Eftirtaldir einstaklingar greiða hæstu skatta 6 Norðurlandi vestra: 1. Sveinn Ingólfss. frkvstj., Skagastr. Kr. 803.721 2. Jón Dýrfjörö vólvirkjameistari, Siglufiröi 801.988 3. Guðjón Slgtryggsson skfpstjóri, Skagaströnd 750.145 4. Erlendur Hansen iðnrekandi, Sauðórkróki 694.976 5. Kristinn Gunnarsson lyfsali, Siglufirði 608.404 6. Einar Þorlóksson kaupmaður, Blönduósi 592.271 7. Ólafur Svelnsson læknir, Sauöórkróki 565.035 8. Lórus Æ. Guðmundss., frkvstj., Skagastr. 545.626 9. Geir Þ. Zoéga verksmiðjustjóri, Siglufirði 521.655 10. Asa G. Guðjónsdóttir læknlr, Slglufirði_ 495.395 Meðal efnis: * , ,Þú ert ekki vitlaus * Barnavændi * Hvers vegna sveltur Eþíópía? * Sér grefur gröf þótt grafi * Læknir smávaxna fólksins * Hvað ræður velgengni Sony? * Til hamingju með afmælið, Bach * Lifið betur — lifið leneur þú ert veikur ■ * •• / Póll Ólafsson og Agnar Ol- sen, verkfræðingar hjó Lands- virkjun i um 20 6r, og hjólin hafa sannarlega snúist i hönd- um þeirra. Hór eru þeir við drif- hjól í einni af sex vólasamstæð- um Búrfellsvirkjunar. DV-mynd Bjarnleifur Menn mikilla mannvirkja — Páll Ólafsson og Agnar Olsen hjá Landsvirkjun Páll Olafsson og Agnar Olsen, verk- fræöingar hjá Landsvirkjun í um 20 ár, hafa Iátið hjólin snúast svo um munar. Þeir hafa tekið þátt í aö byggja Búr- fellsvirkjun, Hrauneyjafossvirkjun og Sigölduvirkjun. Síöast var þaö Sult- artangastiflan, nú er þaö Kvíslaveitan. Páll hefur veriö maöur fjallanna á þessum árum veriö staöarverkfræö- ingur Landsvirkjunar, en Agnar hefur meira helgaö sig virkjununum viö teikniborð fyrirtækisins í bænum. Menn mikilla mannvirkja. Og hafa þeir ekki samviskubit, því skuldimar eru miklar vegna þess arna? Nei, al- deilis ekki, svöruöu þeir brosandi. -JGH Nýirorganistar flaugarneskirkju Um þessar mundir verða organista- skipti í Laugarneskirkju í Reykjavík. Gústaf Jóhannesson, sem yfir 22 ár hefur starfaö sem organisti kirkjunn- ar, lætur nú af störfum. Gústaf læröi orgelleik hjá Páli Isólfssyni á sínum tíma. Hann hefur haldið marga sjáif- stæða tónlieka og er tvímælalaust einn af færustu orgelleikurum þessa lands. Nýir organistar taka nú viö störfum en þaö eru hjóninn Ann Toril Lindstad og Þröstur Eiríksson. Þau hafa stund- aö nám viö Tónlistarháskólann í Osló í 6 ár og luku bæði magistersprófi í kirkjutónlist fyrir tveimur árum og hafa nú nýverið lokiö tveggja ára framhaldsnámi við sömu stofnun. I framhaldsnámi lagöi Ann Toril stund á einleik á orgel en Þröstur nam liturg- iska söngfræöi og skrifaöi lokaritgerð sína um islensku sálmabækumar frá upphafi. Þessi hjón hafa bæði starfaö sem organistar í Osló meö námi og hafa því þegar aflaö sér mikillar reynslu. (Fréttatilk. frá Laugarneskirkju.) Leitið upplýsinga: 'B BREIÐFJÖRÐ BUKKSMMXJA-STCYPÚMÓT-VOfKffKLLAR SICTUNI 7 - 121 REYKJAVIK- SIMI 29022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.