Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1985, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1985, Blaðsíða 32
32 DV. FIMMTUDAGUR15. AGÚST1985. > Andlát Þórarinn Þórarinsson, fyrrum skóla- stjóri á Eiðum, sem lést 2. ágúst sl. veröur jarðsunginn í dag 15. ágúst frá Háteigskirkju. Þórarinn var fæddur á Valþjófsstað 5. júní 1904. Kona hans, Sigrún Sigurþón dóttir, lifir mann sinn, en saman áttu þau tvö börn, sem bæði eru á lífi. Þórarinn nam til guðfræðings erlendis en gerðist snemma kennari að Alþýðuskólanum aö Eiðum þar sem hann síðar varð skólastjóri. Þórarinn starfaöi mikið aö félagsmálum í tengslum við menntun sína, uppruna og störf, og yrði of langt mál að gera því skil hér. Steinunn Jóhannesdóttir, fyrrverandi hjúkrunarkona, frá Skáleyjum, verður jarðsungin í dag, fimmtudag, kl. 15. Steinunn fæddist í Skáleyjum á Breiða- firði 30. nóvember 1898. Foreldrar hennar voru þau Jóhannes Jónsson bóndi og María Gísladóttir húsfreyja og áttu þau bú í Skáleyjum. Tíu systkini eignaðist Steinunn og komust átta þeirra til fullorðinsára. 1933 giftist hún Valtý H. Valtýssyni en missti hann eftir nærri sextán ára sambúð. Þeim varð tveggja barna auðið sem heita Reginn og Kolbrún Rögn. Steinunn starfaöi meðan kraftar entust sem hjúkrunarkona og lengi sem yfir- hjúkrunarkona við eina deild Klepps- spítala. Guðrún Halldórsdóttir, Tómasarhaga 53 Reykjavík, lést í Landakotsspítala aðfaranótt 14. ágúst. Helgi Guðmundsson frá Patreksfirði, Ljósheimum 8 Reykjavík, lést í Land- spítalanum þriðjudaginn 13. ágúst síð- astliðinn. Sigríður Sigurðardóttir, Kárastíg 14 Reykjavík, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju föstudaginn 16. ágúst kl. 10.30. x Albert Friðrik Sigurðsson, Móaflöt 39 Garðabæ, verður jarðsunginn frá Bústaöakirkju föstudaginn 16. ágúst kl. 13.30. Pétur Gíslason, Kleppsvegi 6, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju föstudaginn 16. ágúst kl. 15. Margrét Oddný Hjörleifsdóttir frá ^ Hrísdal verður jarðsungin frá Fá- skrúðarbakkakirkju laugardaginn 17. ágúst kl. 14. Tilkynningar Heiðursmerki Letterstedtska félagsins afhent Letterstedtska félagið veitir á ári hverju sér- stakt heiðursmerki þeim manni er þykir leggja hvaö veigamestan skerf til norrænnar samvinnu. I ár þótti við hæfi að veita Sigurði Bjarnasyni sendiherra merki þetta fyrir störf hans að stofnun Norðurlandaráðs. Heiðurs- merkið afhenti, eins og venja er til, þingfor- seti einhvers hinna norrænu landa, í þetta sinn Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti sameinaðs alþingis. Viðstaddir voru for- maöur félagsins, Gustaf Petrén frá Stokk- hólmi, norrænir sendiherrar hér á landi auk stjórnar Letterstedtska félagsins og fleiri gesta. Sendiherra íslands í Rúmen- íu Hinn 7. ágúst sl. afhenti Páll Asgeir Tryggva- son sendiherra Nikolai Ceausescu, forseta Rúmeniu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Islands í Rúmeníu með aðsetur í Moskvu. Jarðfræðiferð um Reykjanesskaga Sunnudaginn 18. ágúst efna Ferðamálasam- tök Suðurnesja til jarðfræðiferðar um Reykjanesskaga. Landmótunarsaga Reykja- nesskagans verður kynnt og ýmis jarðfræði- leg fyrirbæri skoðuð. I ferðinni verður komiö víða við og efalaust kemur ýmislegt þátt- takendum á óvart af því sem fyrir augu ber. Leiðsögn verður í höndum jarðfræðinga sem báðir eru nákunnugir jarðfræði Reykja- nesskaga. Brottför verður frá Umferðarmíðstöðinni (BSÍ)kl. 10. Áætlað er að ferðin taki um 6—7 klst. Verð kr. 500 fyrir fullorðna, 250 fyrir 12—15 ára. Okeypis fyrir börn yngri en 12 ára í fylgd með fullorðnum. Upplýsingar má fá í sima 92-4099. Ljósböð fyrir psoriasissjúkl- inga UVB ljósaklefi var settur upp í húðdeild Heilsuverndarstöðvarinnar í Reykjavík fyrir allnokkru. Hefur hann reynst mjög vel en talið er að UVB-geislar geti hjálpað í 70—80% tilfella hjá psoriasissjúklingum en nauðsyn- legt er að fara daglega eða annan hvern dag í 2—3 vikur samfleytt til að ná góöum árangri. Hingaö til hefur aöeins verið unnt að sækja ljósböð á vinnutíma en eftir sumarleyfi verður húðdeildin opin fram á kvöld, mánu- daga til föstudaga. Hægt er að panta tima í síma 22400 milli kl. 15 og 16 daglega. Málaskólinn Mímir Starfsemi Málaskólans Mimis, sem nú er í eigu Stjórnunarfélagsins, er að lifna við eftir sumarleyfi. Haustnámskeið skólans hefjast 2. september og lýkur 18. október. Kennt er tvisvar sinnum í viku, tvær klukkustundir í senn og öll kennslugögn eru innifalin í nám- skeiðsgjaldi. Kennsla fer fram í nýju húsnæði að Ananaustum 15, Reykjavík. Mímir býður upp á nám í f jölmörgum tungumálum og hægt er að velja um morgun-, dag- eöa kvöldnám- skeið. Ákveðinn hluti námskeiðanna fer fram á Gauki á Stöng en barnanámskeiðin verða í Gerðubergi og Þróttheimum. EUilífeyris- þegar, svo og félagsmenn Stjórnunarfélags- ins, fá 20% afslátt en skráning fer fram í síma 10004 þar sem ennfremur fást allar nánari upplýsingar um starfsemi skólans sem hýsir auk þess Ritaraskólann. I gærkvöldi í gærkvöldi Berlín og Ólafur Oddsson Dagskrá sjónvarps var með hress- asta móti í gærkvöldi. Ég horföi að vísu aöeins á einn þátt auk frétta en hann var afbragðsgóður. Músík verður mynd var kynnt sem þáttur um nýlist og þróun hennar í Berlin — en reyndar er réttara að segja að. myndin sé um tengsl rokks og mynd- listar almennt. Hljómsveitin Pretty Things kom mér mest á óvart, ég þekkti nafn hennar áður en hafði ekki grænan grun um gæðin. Lou Reed, David Bowie, Velvet Underground og John Cage voru skemmtilegir og hug- myndin að blanda Duran Duran videóinu Ríó og pöbbrokki Phils Mays var vel heppnuð. Dagskrá útvarpsins var hefðbundin. Þáttur Sigmars B. Haukssonar, Svört sveifla, var likur öðrum þáttum sama manns: góð hugmynd sem rann út í sandinn. Málræktarþáttur Olafs Oddssonar var þar á undan. Eg tek heils hugar undir orð Olafs: auglýsingar á er- lendum tungumálum eru móðgun við neytendur. Margur virðist halda að Islending- ar séu eina þjóöin í heiminum sem reynir að hamla á móti engil- saxneskum áhrifum á tungu sína. Það er alrangt. Þjóðverjar og Frakkar, svo dæmi séu tekin, eru mun duglegri en við. I Frakklandi eru lög sem banna erlend heiti fyrir- tækja og vara af innlendum uppruna. Þar væri Olafur Laufdal látinn greiða himinháa sekt fyrir að kalla fyrirtæki sín Hollywood og Broad- way. Væri ekki ráð aö setja slík lög hérlendis og framfylgja þeim? Árni Snævarr. Fyrirlestrar Sögustaðir á íslandi Fimmtudaginn 15. ágúst kl. 20.30 heldur Árni Böðvarsson málfræðingur fyrirlestur um sögustaði á Islandi. Fyrirlesturinn, sem fer fram á norsku, er þáttur í „opnu húsi” svo- nefndu, en slíkt kallast sumardagskrá Norr- æna hússins fyrir norræna ferðamenn. Auk fyrirlestrarins verður kvikmyndin „Sveitin milli sanda” sýnd með norsku taii. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Sýningar Sýning í Ganginum Italski myndlistarmaðurinn Carlo Mauro sýnir um þessar mundir 3 myndraðir og bækur í Ganginum að Rekagranda 8, Reykja- vik. Þegar þeirri sýningu lýkur verður Magnús Pálsson með sýningu á sama stað. Sýning á Sóley Fimmtudaginn 15. ágúst nk. hefst í Gallerí Langbrók við Amtamannsstíg í Reykjavík sýning á fellistólnum Sóley sem Valdimar Harðarson arkitekt hannaöi. Sýndar verða ýmsar útgáfur af stólnum, ljósmyndir af frumgerðum hans, úrklippur úr erlendum blöðum með úmsögnum um stólinn og þau verðlaunaskjöl sem hlotnast hafa hönnuð- inum. Sýningin stendur í hálfan mánuð og er opin öllum frá kl. 10-18 daglega og 14—18 um helgar. Aðgangur er ókeypis. Fundað um ferðamál Fulltrúar Ferðamálaráðs, Amarflugs og Flugleiða hittust nýverið til að ræða stöðu og framtíö islenskra ferðamála og möguleika á auknu samstarfi í landkynningar- og markaðsmálum. Var mynd þessi tekin við það tækifæri og sjást þar, talið frá vinstri: Böðvar Valgeirsson, Pétur Eiríksson, Sigfús Erlingsson, Vilhjálmur Guðmundsson, Sigurður Skagfjörð, Kjartan Lárusson, Davíð Vilhelmsson, Hans Indriðason, Omar Benediktsson, Birgir Þorgilsson, Steinn Lárusson, Magnús Oddsson og Jóhann Sigurðsson. Tapað -fundiö Pollý er týnd 11 ára smávaxin poodle terriertík, gulbrún að lit varð viðskila viö eiganda sinn þann 28. júni sl. Pollý, sem er með rautt R-merki um háls- inn, sást síöast á mánudag, einhvers staðar á milli hvalstöðvarinnar og Ferstiklu. Ef ein- hver veit um ferðir hennar síðan þá er hann vinsamlegast beðinn að hafa samband í símum 36038 og 84551. Fundarlaun. Sjötug er í dag, 15. ágúst, frú Sigríður Anna Sigurjónsdóttir, Engjavegi 45 Selfossi, fyrrverandi húsfreyja að Stóru-Hildisey í Austur-Landeyjum. Eiginmaður hennar er Axel Jónsson. Verður Sigríöur að heiman í dag. Áttræður er i dag, 15. ágúst, Jóhann Brynjólfsson frá Ytri-Ey í Austur- Húnavatnssýslu. Kona hans er Ester Jónsdóttir og eru þau hjón nú vistmenn á elliheimilinu Skjaldarvík við Akur- eyri. Jóhann verður að heiman í dag. Eldurírútu Eldur kviknaöi í rútu sem stödd var á móts við Sandskeið í gærkvöldi. Kom eldurinn upp í vél. Var rútunni lagt við Litlu kaffistofuna. Hafði tekist aö slökkva eldinn að mestu þegar slökkvi- liðið kom á vettvang. Rútan skemmdist nokkuð. Engan í bílnum sakaöi. -EH. Engin lausn — segja foreldrasamtök „Ummæli borgarstjóra boða enga lausn á þeim vanda sem nú blasir við heldur miða þvert á móti að því aö dag- heimili verði lögð niður sem uppeldis- stofnanir.” Svo segir meðal annars í bréfi sem Foreldrasamtök barna á dagheimilum hafa sent öllum borgarstjórnarfuiltrú- um vegna ummæla Davíðs Oddssonar borgarstjóra að dagheimili borgarinn- ar skuli mönnuð ófaglærðu starfsfólki. Þá segir ennfremur að „í yfirlýsingu borgarstjóra felst ekki einungis lítils- virðing heldur einnig ótrúleg vanþekk- ing á hlutverki dagvistarstofnana. Það er skilyrðislaus krafa foreldrasamtak- anna á hendur borgaryfirvöldum að þau sirffii því hiutverki sem þau eru kjörin til og framfylgi lögum og regl- um um starfsemi dagvistarheimila.” -KÞ Fundað um hvalveiðar: Fundur í dagog á morgun I dag og á morgun verða haldnir fundir sem eiga það sameiginiegt aö fjalla um hvalveiðar Islendinga. I kvöld standa Landvernd og Sam- band íslenskra náttúruverndarfélaga fyrir fundi í Lögbergi og hefst hann kl. 20.30. Á fundinn mæta þrír náttúru- verndarmenn sem munu skýra frá við- horfum sínum til fyrirhugaðra hval- veiða Islendinga í vísindaskyni. Tom Garret, Bandaríkjamaöur, kemur frá náttúruverndarsamtökunum Monitor en þau hafa barist mjög gegn hvalveið- um. Hann mun skýra frá störfum vís- indanefndar Hvalveiðiráðsins. Þá mun Roger Payne fjalla um vís- indarannsóknir á hvölum og Arne Schiötz frá Danmörku mun einnig fjalla um hvalveiðar í vísindaskyni. Fundur þessi er öllum opinn og allt tal fer fram á ensku. Hafrannsóknastofun með fund Á morgun verður annar fundur sem haldinn er á vegum Hafrannsókna- stofnunar. Þar verða flutt átta erindi um hvalarannsóknir Islendinga. Er- indi verða öll flutt á íslensku. „Tilgangurinn með þessum fundi er að kynna fyrir Islendingum hvað sé að gerast á sviði hvalarannsókna hér á landi og hvað sé fyrirhugað að gera. Það er búið að vera svo mikið um að þaö sé verið að fara út í þessar rann- sóknir undir einhverju yfirskini. Af okkar hálfu er enginn leikaraskapur hvað snertir þessar rannsóknir,” segir Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrann- sóknastofnunar. Fundurinn er öllum opinn og verður á föstudag kl. 13.30 að Borgartúni 6. APH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.