Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1985, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1985, Blaðsíða 34
34 DV. FIMMTUDAGUR15. ÁGÚST1985. Viðskipti og efnahagsmál Viðskipti og efnahagsmál Könnun DVí sídustu viku: Skólafólk bjargar fiskvinnslunni yfír sumarbmann Skólafólk bjargar fiskvinnslunni á Islandi yfir suraartímann. Þaö er niðurstaða könnunar sem DV gerði í síðustu viku. Hringt var í 19 frystihús um allt land. I sjö þeirra var yfir helm- ingur starfsmanna skóiafólk. Fáir út- lendingar voru í vinnu í húsunum. Og undirmannað var í hvorki meira né minna en 13 frystihúsanna. Hæst náði hlutfall skólafólks í stór- fyrirtækjunum Bæjarútgerð Reykja- víkur og Utgerðarfélagi Akureyringa, í báðum húsum um 80%. Hlutfallið hefur þó verið eitthvað lægra í sumar en svona var staðan sem sagt í vikunni eftir vérslunarmannahelgina. Fimm frystíhúsanna höfðu á milli 20 og 30% af skólafólki, tvö á milli 30 og 40%, fimm á milli 40 og 50%, tvö á milli 50 og 60%, eitt á milli 60 og 70% og fjögur á milli 70 og 80%. Sárafáir útlendingar Sárafáir útlendingar voru í starfi hjá þeim frystihúsum sem könnunin náði til. Það kom á óvart. Einn fisk- vinnslumaður sagði: „Eg er ekki meö neina útlendinga núna en var í vetur meö um tuttugu.” Utlendingar eru því ekki stór hluti af starfsfólki frystihús- anna yfir sumartímann. Vikumar fyrir og eftir verslunar- mannahelgina eru þær erfiðustu fyrir frystihúsin hvað varðar að fá fólk. A þessum tíma mæöir því mjög á skóla- fólkinu þó það fari reyndar líka nokkuð ífriþessarvikur. Einn sagði: „Það var ekki út af neinu sem svo mflcill afli var sendtu- út til Bretlands í þessari viku. Húsin sáu einfaldlega ekki fram á að geta unnið af lann vegna manneklu. Þvi var gripið til þessara ráðstafana.” „Verslunarmannahelgar- flskur" Og annar gaf reyndar þeim 2800 tonnum af fiski sem send voru til Bret- lands nafn. Hann kallaöi þennan fisk „verslunarmannahelgarfisk”. Langt orö og ljótt en segir engu aö síður mikia sögu. Áberandi var í flestum húsanna hve mikiö er af hálfsdagsfólki yfir sumar- timann. Þaö eykur aftur þörfina fyrir skólafólkið. Það eru mest konumar sem búnar eru að vinna hörðum höndum allan veturinn sem vinna hálfan daginn á sumrin. Reyndar er það líka mjög algengt aö vana fólkið taki sér frí mestan part- inn af sumrinu. Pakki saman um miðjan júní og snúi aftur upp úr miðjumseptember. Stúlkurnar í pökkunarsalinn Skólafólkið kemur mest til starfa i byrjun júní. Algengast er að stúlkumar, sem eru á aldrinum 16 til 19 ára, farí í pökkunarsalinn. Yngra fólk er meira notað í saltfiskverkun og humarvinnslu þar sem hún er til staðar. Einn sagði: „Þegar komið er fram í júlí fer hluti af skólafólkinu í frí, það fer þá gjarnan í ferðalag með for- eldrum sinum. Þetta eykur enn á vand- ann í kringum verslunarmanna helglna.” Nokkuð mun vera orðið um að frystihús loki í nokkrar vikur yfir há- sumarið og þá sérstaklega í kringum verslunarmannahelgina. Mann- skapnum er þá gefið frí. Hluti þess fólks sem er í þessum húsum ræður sig þá tímabundíð í öðrum sem loka ekki. Þaðbjargarmiklu. Skólafólkið reynist vel En hvernig reynist svo skólafólkið í frystihúsunum. Aö sjálfsögðu ekki eins vel og það vana sem er kjarninn. Allir voru þó sammála um að skólafólkið standi fyrir sínu og vel það. Einn sagði: „Krakkarnir hafa alist upp í kringum fiskinn og eru fljót að til- einka sér vinnbrögöin. Þau standa sig vel og koma í veg fyrir mfltíð verö- mætatap.” Þau standa sig flest eins og hetjur.” -JGH Ummæli fiskvinnslumanna í könnuninni: „FÓLK SÆKIR í ÖNN- UR STÖRF EN FISK- VINNSLU ÞÓ ÞAU SÉU VERR BORGUД „Það er óvenjumikið af skólafólki hjá okkur þessa dagana,” sagði Magnús Magnússon hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur og kvað sig vanta allt að 60 manns í vinnu. „Fólk sækir orðið í önnur störf en fiskvinnslu þó þau séu jafnvel verr launuð,” sagði Sigurbjörn Pálsson hjá Miðnesi í Sandgerði. „Það er undirmannað hjá okkur þegar aðalsumarleyfistíminn er,” sagði Gylfi Guðfinnsson hjá Heima- skaga á Akranesi. „Það er útilokaö að fá fleira skóla- fólk í vinnu. Fólk sækir orðið í önnur störf ef þau bjóðast. Fyrst er farið annað, ef ekki fæst vinna þar er komiö til okkar,” sagði Róbert Guöfinnsson hjá Þormóði ramma á Siglufirði. „Okkur hefur gengiö vel, að fá skóla- fólk og það nýtist okkur vel,” sagði Jón Páll Halldórsson hjá Norðurtanganum á Isafirði. „Það er mjög mikið af skólafólki hér við vinnu, það er alltaf svo í júli og fyrstu vikumar í ágúst,” sagði Gunnar Lórenzson hjá Utgerðarfélagi Akur- eyringa. „Það er mest af skólafólki hjá okkur í júní, þá er fullmannaö hús. Nú er undirmannað, mig vantar 30 manns,” sagði Hjálmar Jóhannsson, hjá Síldar- vinnslunni á Neskaupstaö. „Það er ekkert vandamál að fá skólafólk, ’ ’ sagði Tryggvi Finnsson hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur og kvað undirmannað hjá sér yfir hásumarið. „Það er rólegt hjá okkur Vest- mannaeyingum í ágúst, fólk fer þá mikið í sumarleyfi, enda sigla togar- arair vegna þess að þaö vantar fólk í vinnu héma,” var svarað í Vinnslu- stöðinni í Vestmannaeyjum. Utlendingar í f iskvinnslu á íslandi: A ANNAÐ HUNDRAÐ — segir Óskar Hallgrímsson hjá félagsmálaráðuneytinu „Það eru á annað hundrað útlending- ar með atvinnuleyfi í fiskvinnslunni og til viðbótar eru einhverjir Norðurlandabúar en þeir þurfa ekki at- vinnuleyfi,” sagði Oskar Hallgríms- son hjá félagsmálaráðuneytinu um hve margir útlendingar væru við störf í íslenskum f rystihúsum. Oskar sagði að það virtist ekkert vandamál að fá fólk hingaö til starfa erlendis frá. „Annars er ávallt mikil hreyfing á útlendingum í þessum störfum, þeir eru alltaf að koma og fara.” Ráðningartiminn er yfirleitt þetta frá 6 til 9 mánuðir. Eins og gengur halda sumir út vistina, aðrir ekki. Nýsjálendingar og Ástralir eru hvað fjölmennastir útlendinga í fiskvinnslu á Islandi. „Þetta er annars mjög blandaður hópur, fólk hvaðanæva að,” sagðiOskar. En á hvaða aldri eru þeir út- lendingar sem leggja leið sina til Islands til að vinna í fiski? „Mér virðist það vera mest ungt fólk. Það er gjarnan nýbúið að ljúka skólagöngu og ákveður að halda í heimsflakk. Vinnur síðan í ákveðinn tíma í hverju landi til að hafa upp í feröakostnað, jafnframt sem það kynnist þá viðkomandi landi á annan hátt en venjulegir ferðamenn,” sagði Oskar Hallgrímsson. -JGH. Bjallan hringir ífrystihúsunum Fjöldl Hlutur skólafólks 20-30% 30-40% 40-50% 50-00% 60-70% 70-80% -JGH. Húsin nítján semkönnun DVnáðitil Þetta eru frystihúsin nitján sem DV húsanna voru frí og var þá fengið mat hafði samband við í síðustu viku og á því hvernig staðan hefði verið í spuröist fyrir um hve mfltíð af starfs- sumar. mönnunum væri skólafólk. I sumum -JGH. Hlutiskólafó iks Undirmannað BæjarútgerðRvík. 80% Undirm. Isbjörninn Rvík. 30% Undirm. Miðnes, Sandgerði 40% Undirm. Sjöstjarnan, Keflav. 75% Undirm. Hraðfr. Hellissands 40% Ekki undirm. Heimaskagi, Akranesi 50% Undirm. Hjálmur, Flateyri 60% Undirm. Ishúsfélag Isf. 45% Undirm. Norðurtanginn, Isaf. 50% Ekkiundirm. FiskiðjaSauöárkr. 30% Ekki undirm. Þormóður rammi, Sigluf. 20% Undirm. Magnús Gamalíelsson, Olafs. 25% Ekki undirm. Otgeröarfél. Akureyr. 80% Ekki undirm. Síldarvinnslan, Nesk. 75% Undirmannað Fiskvinnslan, Seyðisf. 25% Undirmannað Vinnslustöðin, Vestm. 40% Undirmannað Fiskiðjan, Vestm. 25% Undirmannað Kaupf. Austur-Skaft. 40% Undirmannað „Okkur vantar alltaf fólk, það fækkaði mikið fólki hér hjá okkur fyrir verslunarmannahelgina,” sagði Heimir Hávarðsson hjá Kaupfélagi Austur-Skaftfellinga, Kask, á Homa- firði. „Þaö vantar alltaf stórlega fólk hér á vertíð, ef við hefðum fleira fólk gætum við unnið í dýrari pakkningar,” sagði Rögnvaldur Olafsson á Hellis- sandi. „Það er vandamál að fá fólk yfir sumarið, föstu konurnar hjá okkur taka sér oft frí frá miðjum júní og fram í miðjan september,” sagði Adolf Guömundsson hjá Fiskvinnslunni á Seyðisfirði. „Okkur vantar alltaf fólk, við gætum bætt við okkur um 20 manns í pökk- unarsalinn,” sagði Venný Sigurðar- dóttir hjá Sjöstjörnunni í Keflavík. -JGH. Sverrir Bergmann, lengi yfirmafl- ur Herraríkis, fór þaflan vestur til kaupfólagsins á ísafirfli. Kaupfélagið á ísafirði: Sverrir hættur Sverrir Bergmann, kaupfélags- stjóri á Isafirði, hefur nú látið af því starfi. I staö hans hefur verið ráðinn Jens Olafsson og tók hann við starfinu 1. ágúst síðasthðinn. Jens hefur unniö hjá kaupfélögunum sem verslunarstjóri í 26 ár. Hann stýrði síðast kjörmarkaði KEA í Hrísa- lundi. Hann er kvæntur Helgu Olafs- dóttur og eiga þau fjögur uppkomin börn. „Eg get ekki sagt þaö að svo stöddu hvar ég er að fara að vinna. Það ræðst á næstu dögum,” sagði Sverrir Bergmann í samtali við við- skiptasíðuna. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.