Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1985, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1985, Blaðsíða 35
DV. FIMMTUDAGUR15. ÁGUST1985. 35 Viðskipti og efnahagsmál Viðskipti og efnahagsmál „OUUBRANSINN ER MIKILL KARLABRANST — segir Margrét Guðmundsdóttir, íslenskur viðskiptaf ræðingur, sem er í eldlínunni hjá Essó í Danmörku Margrét ésamt eiginmanni sinum, Lúðvig Lérussyni sélfreaðingi, og dótturinni Eddu Léru, eins érs. Margrét heldur é vinkonu Eddu, henni Höllu Rlchter, 3 éra, en hún var í heimsókn er Ijósmyndara okkar i Kaupmannahöfn bar aö garði. DV-mynd Kristjén Ari/Kaupmannahöfn. Margrét Guðmundsdóttir, :ís- lenskur viöskiptafræðingur, er í eldlínunni hjá Essó í Danmörku. Hún er skrifstofustjóri í starfsmanna- deild, en hjá fyrirtækinu starfa um þúsund manns. Essó er stærst um 15 olíufélaga í Danmörku, með um 20% af markaðnum. „Eg tók starfsmannastjóm sem sérgrein í Verslunarháskólanum i Danmörku og var rétt byrjuð að skrifa bók um starfsmannastjórnun þegar mér bauöst starf hjá Essó,” sagöi Margrét, en hún er 31 árs aö aldri og lauk viðskiptaprófi frá Há- skóla lslands vorið 1978. Og Margrét hugsaði sig ekki tvisvar um boð Essó, tók því og hóf störf um áramótin 1982, auðvitað í starfsmannadeild. Bókin var samt ekki fyrir bí, Margrét vann að henni með starfi sinu hjá Essó. Bókin kom út í vetur og nefnist einfaldlega Starfsmannastjómun. Olíubransinn mikill karlabransi Það kom okkur nokkuð á óvart er Margrét kvaðst vera önnur tveggja kvenna í stjómunarstarfi hjá fyrir- tækinu. „Það er nú einu sinni þannig að oliubransinn er mikill karla- bransi. En það er samt að aukast að fleiri konur með háskólapróf séu að koma inn í fyrirtækin.” Starf Margrétar hjá Essó, eða Danske Esso, eins og fyrirtækið heitir, felst mest í gerð áætlana varðandi starfsmenn, til dæmis um fjölda þeirra, tilfærslur og fleira. Stór hluti starfsins felst einnig í umsjón með námskeiðum fyrir starfsmenn. Þvi má skjóta hér inn í að Margrét hefur komið heim til Islands annað siagið og haldið námskeið í starfs- mannastjóra á vegum Stjórnunarfé- lagsins. Fólk fœrt reglulega til innan Essó í Danmörku Stefna Essó í Danmörku er að færa fólk reglulega til í starfi, sérstaklega fólk í stjómunarstörfum. Þannig koma þeir einir til álita sem fram- kvæmdastjórar sem hafa starfað innan fyrirtækisins. Menn eru aldir upp innan fyrirtækisins. „Móðurfyrirtækið, Exxon, er með þessa stefnu og hefur haft hana í mörg ár. Og þaö sama gildir héma. Þess vegna er fólk fært til innan fyrirtækisins og látið koma sem víðast við þannig að það kynnist öllum innviðum fyrirtækisins.” Og það er ekki ofsögum sagt aö Margrét sé i eldlinunni hjá Essó i Danmörku. Yfirmaður hennar, framkvæmdastjóri deildarinnar, er jafnframt yfirmaður alls starfs- mannahalds Essó í Danmörku, Sví- þjóö og Finnlandi. Sjálf fer Margrét til þessara landa með ýmis ný námskeiö fyrir starfs- fólkið. Hún hefur einnig komiö ná- lægt námskeiöahaldi hjá móðurfyrir- tækinu, Exxon, en það fyrirtæki er jú stærsta olíufélag i heimL Dæmigerö stoðdeild Starfsmannadeildin hjá Essó í Danmörku er dæmigerö stoðdeild, deild sem vinnur með öllum öðrum deildum fyrirtækisins. „Við erum átta hér í starfsmannadeildinni, þar af sex með háskólamenntun, tveir verkfræðingar og fjórir viðskipta- fræðingar.” Fyrirtækið auglýsir ööru hverju eftir viðskiptafræöingum til starfa. Við spurðum hvort ekki væri slegist um hvert starf. „Jú, það eru margir sem sækja um, ég fæ svona 50 til 100 umsóknir í hvert skipti.” — Eftir hverju ferðu þegar þú ræður fólk í vinnu? „Eg tek ekki ákvörðun um ráðninguna ein, heldur i samráði við framkvæmdastjóra viökomandi deildar. Við förum bæði yfir um- sóknimar og samræmum okkur síðan og veljum þá úr sem koma helst til greina.” Hvað vegur þyngst í ráðningu starfsmanns? „Það sem er hvaö þyngst á metunum, þegar nýr starfsmaður er ráöinn, er bakgrunnur hans, það er nám, námsárangur, starfsreynsla og þátttaka í f élagsmálum. Þá gerum við fólki grein fyrir því að ekki er verið að ráða það til fram- búðar í viðkomandi starf, það er meira verið að ráða það til Essó. Stefnan er jú að færa fólk til innan fyrirtækisins.” — Hver eru byrjunarlaun, til dæmis viðskiptafræðinga hjá fyrir- tækinu? „Byrjunarlaunin eru í kringum 15 þúsund danskar krónur á mánuöi, eða um 60 þúsund islenskar. Eftir það hækka launin tiltölulega lítið.” Að sögn Margrétar er helmingur launanna tekinn í skatta en það þýðir að viökomandi sem fær 15 þúsund danskar í laun, sér 7.500,- í launaumslaginu sinu. En er Margrét á leið heim til Islands í bráð? „Nei, ég verð hér eitthvaö áfram, reyndar á ég von á því að verða færð til innan fyrirtæk- isinsánæstunni.” -JGH. Freðfiskur hjá lceland Seafood íHull: Júlf met- mánuður — „ekkertlátá eftirspurninni” Iceiand Seafood Ltd. í Hull seldi frystar sjávarafurðir fyrir 2,8 millj. sterlingspunda í júlímánuði og er það langmesta sala í einum mánuöi frá því fyrirtækið tók til starfa árið 1981. „Það virðist ekkert lát vera á eftir- spuminni og allar horfur á að fyrir miðjan ágúst verðum við búnir að selja jafnmikið og í öllum ágúst- mánuði í fyrra,” sagöi Benedikt Sveinsson, framkvæmdastjóri Iceland Seafood, í nýjasta hefti Sambandsfrétta. Samkvæmt þessu virðist hin mikla sala ísfisks á Bretlandsmarkaði því ekki hafa þrengt að sölu á freöfiski til Bretlands. -JGH. Urriðafossseldur * Eimskip seldi Urriðafoss nýlega. Kaupandi var skipafélag á Kýpur. Skipið verður væntanlega afhent nýjum eigendum i september næstkomandi. Urriðafoss hét áður Merc Europa. Skipið var smíðað árið 1971 í Frederikshavn. Eimskip keypti þaö 1974 en þá var það 500 brúttó- rúmlestiraðstærö. Urriðafoss var síðar stækkaður og endurbyggöur og er hann nú 1363 ** brúttórúmlestir að stærð. Skip ð var mest í siglingum fyrir Islenska járnblendifélagiö. -JGH. Eimskip: Mikilaukning íþeimferska Fyrstu sex mánuði ársins voru rúmlega 11 þúsund tonn af ferskum fiski flutt úr landi í einangruöum gámum með skipum Eimskips. Á öllu síðasta ári flutti Eimskip rúmlega 7 þúsund tonn af ferskum fiski með sama hætti. -JGH. Risabygging Hagkaups í nýja miðbænum: „ Vetyleg hreyfmg i solunm nuna” Ragnar Atli Guðmundsson, framkvæmdastjóri byggingar Hagkaups, og Guðmundur Arnaldsson, markaðsstjóri Nesco hf., skrifa undir kaupsamning Nesco að 114 fermetrum í húsinu. Auk Nasco eru mörg þekkt fyrirtnki í borginni búin að kaupa húsnæði i þessari risabyggingu sem er að stærð elns og byggt væri yfir allt svœðið á milli Hafnarstrætis og Austurstrætis. „Það er veruleg hreyfing í sölunni núna, við erum búnir að selja 15 fyrir- tækjum húsnæöi frá því viö byrjuðum að selja í vor, og ég á von á að gera 15 sölusamninga til viðbótar á næstu tveimur mánuðum,” sagði Ragnar Atli Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hagkaupsbyggingarinnar í nýja mið- bænum. Hagkaupsbyggingarinnar segjum við, þó það sé í rauninni ekki réttnefni. Þegar húsið verður tekið í notkun verður það í eigu um 70 fyrirtækja, auk nokkurra þjónustuaðila. Hagkaup verður samt langstærsti eigandinn. Ragnar sagöi að flatarmál hússins, sem verður á tveimur hæðum, sé um 28 þúsund fermetrar. Um 8 þúsund fer- metrar munu veröa í eigu Hagkaups. „Viö stefnum að þvi að opna fyrsta áfanga hússins í júlí 1987 eöa eftir um tvö ár þá verða fyrirtækin um 50 sem opna,” sagði Ragnar. Húsið verður engin smásmíði. Það verður á tveimur hæöum og breiðgötur á þeim báðum. Þetta verður heill heimur út af fyrir sig. Fólk röltir um i Breiðgötur á báðum hæflum, um 9 metrar afl breidd og 9 metrar afl hæfl og tengjast með rúllustigum. Að utan verflur húsifl hvitt, þakifl verður blátt mefl hvitum röndum. Efnt verflur til hugmynóasamkeppni um heiti hússins. DV-myndir P.K. skjóli fyrir veðri og vindum og fær allt á sama staö, sannkölluð verslunarborg undir sama þaki. Mörg af þekktustu fyrirtækjum bæjarins em búin að kaupa hlut í húsinu, fyrirtæki eins og Hans Peter- sen hf., Blómaval, Nesco, Costa Boda, Benetton, Tískuverslunin 17, Silfur- búðin, Herragarðurinn, Steinar Waage og þeir veitingamenn Ulfar Eysteins- son og Tómas Tómasson verða með , Jlard Rock Café”, þekktan veitinga- stað að erlendri fyrirmynd. Fermetrinn er seldur á 40 þúsund krónur. Inni í því verði er sameign. Þetta er júliverðlag, það verð sem fer- metrinn hefur verið seldur á að undan- fömu. Pálmi Jónsson, eigandi Hagkaups, átti hugmyndina aö verslunarmiðstöð- inni. Hann gældi lengi við hana og ákvað síðan að gera hana að veruleika. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.