Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1985, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1985, Blaðsíða 36
36 DV. FIMMTUDAGUR15. ÁGOST1985. Skölastjóri — Kennarar Skólastjóra og kennara vantar við grunnskóla Skeggjastaða- hrepps, Bakkafirði. Kennt verður í nýju húsnæði, fæði og húsnæði á staðnum. Upplýsingar gefur Járnbrá Einarsdótt- ir, formaður skólanefndar, sími 97-3360, og Guðríður Guð- mundsdóttir skólastjóri, sími 97-3385. Bræðratunga Þjálfunar- og þjónustumiðstöð fatlaðra á Vestfjörð- um. Þroskaþjálfar Óskum eftir að ráða þroskaþjálfa til starfa strax eða eftir samkomulagi. Um er að ræða bæði störf á þjónustumiðstöðinni sjálfri svo og á sambýli sem rekið verður í tengslum við hana. Upplýsingar um starfið, launakjör og hús- næði, veitir forstöðumaður í síma 94-3290. Frá menntamálaráðuneytinu: Laus staða við framhalds- skóla: Við Menntaskólann við Hamrahlíð er laus til umsókn- ar staða kennara í tölvufræðum, stundakennsla kemur einnig til greina. Upplýsingar veitir rektor skólans. Umsóknir sendist menntamálaráðuneytinu, Hverf- isgötu 6,101 Reykjavík fyrir 26. ágúst. Menntamálaráðuneytið. ______________________________________________/ FERÐAMALARAÐSTEFNAN 1985 Ferðamálaráðstefnan verður haldin í Vestmannaeyjum dagana 13.-15. september r,k. og hefst kl. 14:00. Aðalræðumaður verður Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar. Væntanlegum ráðstefnugestum er bent á að panta gistingu hjá Ferðaskrifstofu Vestmannaeyja og flugfar hjá Flugleiðum hf. Ferðamálaráð íslands * qjzVANTAR I EniRTAUNM HVERFh IBe- Arnarnes: Blikanes Haukanes Kríunes Hof íVatnsdal: Gisli Pálsson i refahúsinu á Hofi í Vatnsdal. I bakgrunni glittir í silfurrefahvolpa. □NA SILFURREFA- BÚ k LANMNU Á bænum Hofl í Vatnsdal er eina silfurrefabúið á landinu. Þar eru um 360 dýr, þar af 94 læður. Voru refirnir fluttir hingað til lands frá Noregi i desember 1983 og hafa þeir verið i sóttkvi á Hofi síðan. Eyrnamaur í refunum „Þessi dýr voru upphaflega flutt hingað á vegum Samtaka íslenskra loðdýraræktenda,” sagði Gísli Páls- son en hann er með refabúið á Hofi ásamt Jóni Gíslasyni. „17 loðdýra- bændur keyptu þessi dýr en þess var krafist að þau dveldu í algerri ein- angrun fyrstu 16 mánuðina. Við tók- um þau að okkur með því fororði að við værum skyldugir að kaupa inn- fluttu dýrin að ári liðnu en eigend- umir fengju hvolpana undan þeim. Upphaflega var ákveðið að dýrin yrðu í sóttkví í 16 mánuði en það fannst eyrnamaur í þeim og því var ákveðið að framlengja sóttkvína um óákveðinn tíma. Refimir hafa nú verið sprautaðir tvisvar við þessum maur og það verður gert einu sinni enn. Eymamaurinn er ekki beint hættulegur en menn vilja ógjarnan bæta honum i lífríkið. Hann lifir á eymamerg, refina klæjar undan hon- um og húðin bólgnar.” Kynblöndun blá- og silfurrefa Til þessa hafa refabúin hér á landi verið svo til eingöngu með blárefi og eru skinnin af þeim frekar verðlægri en silfurrefa. Á móti kemur að frjó- semi blárefanna er mikil þannig að margir yrðlingar komast á legg und- an hverri læðu. (6—7 hvolpar að jafnaði). Skinn silfurrefa eru hins vegar mjög eftirsótt og hátt metin en frjósemi þeirra minni (2 til 3 yrðling- ar). „Tilgangurinn með innflutningi á silfurrefum er að blanda þeim viö blárefina. Áfkvæmi þeirra eru kölluð blue-silver. Þau eru ófrjó en skinnin verðmæt. Á siðustu uppboðum í Helsingfors var meðalverð á skinn- um af blárefnum um 2100 krónur en um 4000 krónur fengust fyrir blue- silver skinn. Við þessa blöndun nýtist frjósemi blárefanna þannig að hver læða eignast allt að 6 til 7 hvolpa. ” Gísli sagði aö nú veltu menn fyrir sér að koma upp sæðingarstöðvum í sambandi við þessa kynblöndun. Venjan væri að sæða blárefalæður með sæði úr silfurref. Nota þyrfti sæðið ferskt og væri hugmyndin að bændur kæmu með læður sínar á þessar stöðvar og þar færi sæðingin fram. Erfiðir í skapi Hluti af refahúsinu á Hofi er ný- bygging en hluti þess er gamalt f jár- hús sem þeir GisU og Jón létu breyta. Þegar gengið var um húsið ókyrrð- ust refimir nokkuð og sagði Gísli að skaplyndi silfurrefanna væri einn erfiðasti þátturinn í ræktun þeirra. Læður eiga það til dæmis til að éta af- kvæmin eftir got. Veí er fylgst með dýrunum, bæði því hvernig skinn þeirra eru og skaplyndi enda erfast þessir eiginleikar í ríkum mæU. 1 einu búranna voru tveir yrðlingar öllu gæfari en gerist og gengur og sagði Gísli skýringuna þá að þeir hefðu verið í fóstri heima við um tíma. „Mæður þeirra köstuðu þeim út og við höfðum þá heima. Þeir eru nýkomnir hingað í refahúsið aftur. ” -JKH Á búinu é Hofi eru nokkrir platinurefir en þeir eru afbrigði af silfurref. AFGREIÐSLA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.