Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1985, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1985, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIЗVÍSIR 184. TBL. - 75. og 11. ÁRG. - FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1985. Stefnir í 2,5 milljarda haila á ríkissjóði í ár —i fyrra var rekstrarafgangur 1,6 milljaröar Forsendur fjárlaga ríkisins í ár eru nú gjörbreyttar frá því þau voru samþykkt í vetur. „Þaö stefnir í halla upp á 2—2,5 milljarða,” segir Albert Guðmundsson fjármálaráö- herra. I fjárlögunum var reiknað með 700 milljóna króna halla. Gríðarlegar sveifiur hafa verið í afkomu ríkissjóðs síðustu ár. Þannig var 1,6 milljarða halli 1983. Enda þótt afgangurinn frá í fyrra veröi notaöur að marki til þess aö mæta hallanum nú, dugir það hvergi nærri. „Það er alveg ljóst að með ein- hverjum hætti verður að brúa bil upp á 1—1,5 milljarða króna, já alla vega milljarð,” segir fjármálaráðherra. „Við erum að skoða þetta núna. Það verður að halda í og ef til vill verður að taka einhver erlend lán.” „Aðalskýringin á þessu er 800 milljóna hækkun launakostnaðar. Ríkissjóður hefur einnig orðið að greiða Seðlabankanum yfirdráttar- vexti langt umfram það sem reiknað var með. Það stafar af því, að fram- lögum til húsnæðissjóöanna og Lána- sjóðs íslenskra námsmanna varð að fleyta með yfirdrætti í stað hagstæð- ari lána á meðan lánsfjáráætlun beið afgreiðslu fram á vor. Þá er ljóst að tekjur ríkissjóðs af innflutningi eru minni en reiknað var með. Fyrri hluta ársins vantaði yfir 200 milljónir þar, aðallega vegna minni bílainnflutnings,” segir Al- bert. En feiknalegur innflutningur var ein aðalástæða góðrar afkomu ríkissjóðs í fyrra, ekki síst mikil bíla- kaup. Stjórnarliðar binda nokkrar vonir við að hallinn á ríkissjóði verði ekki eins geigvænlegur og nú horfir vegna minnkandi framlaga til opinberu byggingarlánasjóðanna. Til þeirra var áætlað að verja 900 milljónum, en mikill samdráttur er í hús- byggingum. HERB Lausn á efnahags- vandanum? Hvalskoóun í stad hvalveida Islendingar ættu að hverfa frá því að hef ja hvalveiðar í vísindaskyni og þess í staö aö byrja með hvalaskoðun, sem getur verið vænlegur atvinnuvegur, sagði Roger Payne, bandarískur hvalasérfræðingur, á fundi í gærkveldi sem Landvemd hélt og fjallaöi um hvalveiöar Islendinga. Hann sagði að víða í Bandaríkjunum hefðu menn snúið sér að þessari at- vinnugrein og mokuöu inn seðlum. Hann þekkti einn persónulega sem væri margfaldur milljónari í dollurum. Hvalaskoðun er fólgin í því að fara með ferðamenn út á miðin til að sjá hvalina. Roger Payne er þeirrar skoðunar að óþarfi sé að veiöa hvali til að rannsaka þá. Þess i stað eigi aöeins að telja þá og merkja. Þetta væri hægt aö sameina viö hvalaskoðun ferðamanna. Á meðan leiösögumaðurinn talaði til þeirra í gegnum hljóðnema gæti hann einnig gert kannanir sem væru gagnlegar fyrir vísindin. Eiður Guðnason alþingismaður sagði þessa tillögu vera vanvirðu við Islendinga. Jóhann Sigurjónsson hvalalíffræðingur sagöi að slíkar ferðir gætu haft truflandi áhrif á hvalina. I dagæröur haldinn annar fundur um hvalveiöar í vísindaskyni. Hann verður að Borgartúni 6 og hefst klukkan 13.30. Flutt verða átta erindi og er fundurinn á vegum Hafrann- sóknastofnunar. APH æbjorg Þessir myndarlegu túnfiskar eru upprunnir i Kyrrahafinu en hingað komnir á vegum Skinnu hf. og fiskbúðarinnar Sœbjargar. Eitt tonn af túnfiski kom heilfryst til landsins fyrir skömmu og gefst fólki kostur á að smakka góðgætið í Vörumarkaðnum við Eiðistorg i dag. Á myndinni eru þeir Óskar Guðmundsson í Sæbjörgu og Sigurþór Þorgilsson hjá Skinnu hf. Hver fiskur vegur um 20 pund. -pá/DV-mynd: S Hvaiaskoðun í stað hvalveiða. Frá fundinum í gærkvöldi. DV-mynd VHV. r Margrét Dimmick aöalendurskoöandi OECD: Islendingur nálgast toppinn Islensk kona, Margrét Dimmick, hefur verið valin til að gegna stöðu aðalendurskoðanda hjá OECD, Efnahags- og framfarastofnun Sam- einuðu þjóöanna í París. Margrét hóf störf hjá stofnuninni í síðustu viku. Aðalendurskoðandi OECD (Finan- cal controller) gengur næst aðal- framkvæmdastjóra að völdum. Hann skrifar upp á öll útgjöld og tekjur stofnunarinnar og hefur úr- slitavald varðandi allar fjárveiting- ar hennar. Þá er hann ábyrgur fyrir allri endurskoðun stofnunarinnar. Ekki er algengt að konur séu til- nefndar í stjómunarstörf innan OECD. Er Margrét fyrsta konan sem gegnir starfi aðalendurskoöanda. Hún tók próf í viðskiptafræði frá Há- skóla Islands. Þá starfaöi hún um átta ára skeið hjá Alþjóða órkustofn- uninni. Þaðan lá leiðin í London Busi- ness School en þar tók Margrét mast- ersgráðu í rekstrarhagfræði. Að því búnu hóf hún störf hjá Esso og síðan hjá OECD eins og áður sagði. „Þetta er mjög spennandi enda alltaf gaman að breyta til,” sagði Margrét þegar DV ræddi við hana í morgun. „Það liggja margar ástæð- ur til þess að ég ákvað að taka þetta ábyrgðarstarf að mér. Þegar ég vann hjá Esso þurfti ég að ferðast mjög mikið. Það gat verið erfitt stundum, þegar ég var komin með fjölskyldu. Þetta átti sinn þátt í því að ég ákvaö að breyta til.” Margrét er gift Paul Dimmiek, hagfræðingi hjá OECD. Þau eiga einn son. -JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.